Fregnir - 01.06.2005, Page 53

Fregnir - 01.06.2005, Page 53
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Aðalfundur Þjónustumiðstöðvar bóka- safna 2005 verður boðaður félögum Upp- lýsingar með hálfsmánaðar fyrirvara á póstlista Upplýsingar. Nanna Bjarnadóttir formaður stjórnar Skotlandsferð í maí 2005 Undirrituð fékk ferðastyrk úr Ferðasjóði Upplýsingar í maí síðastliðinn til að heim- sækja listbókasöfn í Skotlandi. Slóst ég í för með kennurum á vinnustað mínum, Myndlistaskólanum í Reykjavík, sem áttu þangað erindi vegna forystu um sam- starfsverkefni listaskóla í fjórum löndum (www.knowhow.is~) og er það verkefni styrkt af Leonardoáætlun Evrópusam- bandsins. Var ætlun mín m.a. að athuga hvort og hvemig bókasöfn þessara skóla gætu komið að þessu verkefni sem snertir náms- og kennslutækni á sviði myndlistar. Annað erindi mitt í þessari ferð var að skoða bókasafn Listaháskólans í Glasgow (Glasgow School of Art) sem er aðili að téðu verkefni. Skólinn er til húsa í sögu- frægri byggingu frá 1896, sem Charles Rennie Mackintosh hannaði, og er sú bygging ein og sér sannarlega heimsóknar virði.Var tekið vel á móti mér og gafst mér góður tími til að skoða bókasafn skólans, þjónustuna og samstarf við önnur listbóka- söfn í Skotlandi (http://scurl.ac.uk~). I Edinborg skoðaði ég einnig tvö list- bókasöfn, bókasafn Edinburgh College of Art og listbókasafn Borgarbókasafns Edin- borgar sem bæði eru nokkuð mikil að vöxtum. Var fróðlegt að skoða bókakost þeirra og áherslur við aðföng og ómetan- legt að geta skoðað og handfjatlað einstaka bækur með innkaup á sérsviðum bókasafns Myndlistaskólans í Reykjavík í huga, því óvíða er útlit og prentgæði þyngra á met- unum en á sviði sjónlista. I heild var þetta góð og gagnleg ferð og þakka ég veittan styrk til hennar. Guðrún Hannesdóttir Endurmenntun Námskeið í bókasafns- og upplýsingafræði hjá Endurmenntun Háskóla Islands (EHI) er í samstarfi við Upplýsingu. Skuldlausir félagar fá 10% afslátt af verði þessara námskeiða. Stjóm Upplýsingar hafa borist þær upp- lýsingar frá Oddnýju Halldórsdóttur hjá Endurmenntun HÍ að ekki verði gefin út prentuð námskrá í haust heldur verði vef- urinn og aðrar kynningarleiðir notaðar Þetta gerir það að verkum, að sögn hennar, að tímarammi til undirbúnings námskeiða verður annar og rýmri. Að loknum sumarfríum i ágúst tekur Oddný upp þráðinn aftur við að skipu- leggja námskeið fyrir bókasafns- og upp- lýsingafræðinga. Ritstjóri Útskrift í Bókasafns- og upp- r lýsingafræði við Háskóla Is- lands Eftirfarandi nemendur útskrifuðust frá Félags- vísindadeild Háskóla Islands í júní 2005. Aftan við nöfnin er titill lokaverkefnis og nafn leið- beinanda: MLIS Kristín Benedikz: Bókauppeldi leikskólabarna: Megind/eg rannsókn á bókasafnsnotkun og tíðni lesturs jýrir börn. (Ágústa Pálsdóttir) Starfsréttindanám: 60 einingar Baldur Ingvi Jóhannsson: Valin skrá íslenskra rita um heimspeki frá 1900-2000. (Jóhanna Gunnlaugsdóttir) Ragnheiður G. Sövik: 1 söguhöll ogsagna- byggð: Söguþræðir 125 barna- og unglinga- bóka frá árunum 2000 og 2001. (Agústa Pálsdóttir) BA-próf Adda Sigríður Jóhannsdóttir: Meðganga, fœð- ingogfyrstu árin í líft barnsins: Valdar heimildir. (Stefanía Júlíusdóttir) Ásdís Paulsdóttir: Prentaðar grafskriftir 1850- 1920 í Landsbókasafni Islands-Háskólabóka- safni. (Ágústa Pálsdóttir) Bríet Pálsdóttir: Filmusafn 356-ljósvakamiðlar. (Ágústa Pálsdóttir) Elfa Eyþórsdóttir: Einar Jónsson myndhöggv- ari, skrá um líf og starf. (Jóhanna Gunn- laugsdóttir) Elín Björg Héðinsdóttir: Bókaskrá ís/enskra kvenna - aðferðafræði, sýniskafli og höf- undaskrá. (Ágústa Pálsdóttir og Áslaug Agn- arsdóttir) Gréta Björg Sörensdóttir: Úr birgðageymslu i bókasafn: Saga Grófarhúss og húsasaga 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 53

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.