Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 53

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 53
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Aðalfundur Þjónustumiðstöðvar bóka- safna 2005 verður boðaður félögum Upp- lýsingar með hálfsmánaðar fyrirvara á póstlista Upplýsingar. Nanna Bjarnadóttir formaður stjórnar Skotlandsferð í maí 2005 Undirrituð fékk ferðastyrk úr Ferðasjóði Upplýsingar í maí síðastliðinn til að heim- sækja listbókasöfn í Skotlandi. Slóst ég í för með kennurum á vinnustað mínum, Myndlistaskólanum í Reykjavík, sem áttu þangað erindi vegna forystu um sam- starfsverkefni listaskóla í fjórum löndum (www.knowhow.is~) og er það verkefni styrkt af Leonardoáætlun Evrópusam- bandsins. Var ætlun mín m.a. að athuga hvort og hvemig bókasöfn þessara skóla gætu komið að þessu verkefni sem snertir náms- og kennslutækni á sviði myndlistar. Annað erindi mitt í þessari ferð var að skoða bókasafn Listaháskólans í Glasgow (Glasgow School of Art) sem er aðili að téðu verkefni. Skólinn er til húsa í sögu- frægri byggingu frá 1896, sem Charles Rennie Mackintosh hannaði, og er sú bygging ein og sér sannarlega heimsóknar virði.Var tekið vel á móti mér og gafst mér góður tími til að skoða bókasafn skólans, þjónustuna og samstarf við önnur listbóka- söfn í Skotlandi (http://scurl.ac.uk~). I Edinborg skoðaði ég einnig tvö list- bókasöfn, bókasafn Edinburgh College of Art og listbókasafn Borgarbókasafns Edin- borgar sem bæði eru nokkuð mikil að vöxtum. Var fróðlegt að skoða bókakost þeirra og áherslur við aðföng og ómetan- legt að geta skoðað og handfjatlað einstaka bækur með innkaup á sérsviðum bókasafns Myndlistaskólans í Reykjavík í huga, því óvíða er útlit og prentgæði þyngra á met- unum en á sviði sjónlista. I heild var þetta góð og gagnleg ferð og þakka ég veittan styrk til hennar. Guðrún Hannesdóttir Endurmenntun Námskeið í bókasafns- og upplýsingafræði hjá Endurmenntun Háskóla Islands (EHI) er í samstarfi við Upplýsingu. Skuldlausir félagar fá 10% afslátt af verði þessara námskeiða. Stjóm Upplýsingar hafa borist þær upp- lýsingar frá Oddnýju Halldórsdóttur hjá Endurmenntun HÍ að ekki verði gefin út prentuð námskrá í haust heldur verði vef- urinn og aðrar kynningarleiðir notaðar Þetta gerir það að verkum, að sögn hennar, að tímarammi til undirbúnings námskeiða verður annar og rýmri. Að loknum sumarfríum i ágúst tekur Oddný upp þráðinn aftur við að skipu- leggja námskeið fyrir bókasafns- og upp- lýsingafræðinga. Ritstjóri Útskrift í Bókasafns- og upp- r lýsingafræði við Háskóla Is- lands Eftirfarandi nemendur útskrifuðust frá Félags- vísindadeild Háskóla Islands í júní 2005. Aftan við nöfnin er titill lokaverkefnis og nafn leið- beinanda: MLIS Kristín Benedikz: Bókauppeldi leikskólabarna: Megind/eg rannsókn á bókasafnsnotkun og tíðni lesturs jýrir börn. (Ágústa Pálsdóttir) Starfsréttindanám: 60 einingar Baldur Ingvi Jóhannsson: Valin skrá íslenskra rita um heimspeki frá 1900-2000. (Jóhanna Gunnlaugsdóttir) Ragnheiður G. Sövik: 1 söguhöll ogsagna- byggð: Söguþræðir 125 barna- og unglinga- bóka frá árunum 2000 og 2001. (Agústa Pálsdóttir) BA-próf Adda Sigríður Jóhannsdóttir: Meðganga, fœð- ingogfyrstu árin í líft barnsins: Valdar heimildir. (Stefanía Júlíusdóttir) Ásdís Paulsdóttir: Prentaðar grafskriftir 1850- 1920 í Landsbókasafni Islands-Háskólabóka- safni. (Ágústa Pálsdóttir) Bríet Pálsdóttir: Filmusafn 356-ljósvakamiðlar. (Ágústa Pálsdóttir) Elfa Eyþórsdóttir: Einar Jónsson myndhöggv- ari, skrá um líf og starf. (Jóhanna Gunn- laugsdóttir) Elín Björg Héðinsdóttir: Bókaskrá ís/enskra kvenna - aðferðafræði, sýniskafli og höf- undaskrá. (Ágústa Pálsdóttir og Áslaug Agn- arsdóttir) Gréta Björg Sörensdóttir: Úr birgðageymslu i bókasafn: Saga Grófarhúss og húsasaga 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.