Fregnir - 01.06.2005, Qupperneq 54
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
aðalsafns Borgarbókasafns. (Anna Torfa-
dóttir)
Guðrún Beta Mánadóttir: Safn dagblaða- og
tímaritagreina í samtökunum '78: Lyklun
þeirra og gerð kerfisbundins efnisorðalykils.
(Anne Clyde og Ásgerður Kjartansdóttir)
Guðrún Jóna Reynisdóttir: Information be-
havior of secondaiy schoo1 students in Ice-
land: An explorative study. (Ásamt Jamillu
Johnston) (Anne Clyde)
Inga Dögg Þorsteinsdóttir: Þekkingarstjórnun
á bókasöfnum. (Jóhanna Gunnlaugsdóttir)
Osvaldur Þorgrímsson: Orðasafn í bókasafns-
og upplýsingafrœði. (Jóhanna Gunnlaugs-
dóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir)
Þórunn Sveina Hreinsdóttir: Hugur og hönd:
Efnislykill 1980-2004. (Ragna Steinarsdóttir)
Heimild: Skrifstofa Félagsvísindadeildar
Eflum Upplýsingu!
Nú eigum við sögu á bók og samkvæmt
ritdómi í Bókasafninu „bestu félagasög-
una“. Því er tímabært og þó fyrr hefði
verið að hætta allri hógværð og vera stolt
af fræðunum okkar. Fimm ára reynsla af
starfi Upplýsingar sýnir að það var gæfu-
spor að sameina Fb og BVFI, öflugt starf
félagsins undanfarin ár sýnir það og sannar
svo ekki verður um villst. Nýtt félag
blómstrar, byggt á traustum grunni forvera
sinna. Öflugt fagfélag eflir samkennd, fag-
vitund og séttarvitund, það ætti að vera
kappsmál allra starfsmanna bókasafna og
upplýsingamiðstöðva að vera félagar í
Upplýsingu og eftir því sem félagar eru
fleiri því auðveldara er að halda árgjöldum
niðri.
En betur má ef duga skal og nauð-
synlegt að efla félagið enn frekar. Ráða
þarf starfsmann í hlutastarf því ekki er
hægt að reka félagið endalaust á sjálfboða-
liðastörfum.
Mín skoðun er sú að bókasöfnin verði
að koma sterkar að rekstri félagsins og
vísa ég þar til frænda okkar á Norður-
löndunum en þar eru systurfélög Upplýs-
ingar samtök bókasafna og bókavarða og
söfnin bera hitann og þungan af rekstri
samtakanna. Skora ég því á íslensk bóka-
söfn að ganga öll í Upplýsingu og efla
þannig fagmennsku í fræðunum. Söfnin
þurfa líka að leggja meira af mörkum en
tvöfalt árgjald einstaklings og mætti hugsa
sér að þau greiddu eitthvert lágmarksgjald
og að auki ákveðið gjald á hvem starfs-
mann eða að árgjaldinu verði skipt í nokk-
ra flokka eftir stærð sveitarfélaga, Reykja-
vík eftir hverfum.
Hulda Björk Þorkelsdóttir
Auglýsing um Ferðastyrk
NVBF ítrekuð
NVBF (Samband félaga norrænna rann-
sóknarbókavarða) veitir árlega ferðastyrk
að upphæð kr. 7.000 norskar krónur.
Styrkurinn er veittur til eins aðila í hverju
Norðurlandanna fyrir sig til endurmennt-
unar og/eða námsferðar innan Norður-
landa.
Umsækjandi þarf að vera fullgildur
félagi í Upplýsingu. Nemar í bókasafns-
og upplýsingafræði geta einnig sótt um ef
þeir em í félaginu. Að öllu jöfnu ganga
þeir fyrir sem vinna innan rannsóknar- eða
háskólabókasafnageirans.
Umsóknir um styrk fyrir árið 2006
þurfa að hafa borist fyrir 20. sept. 2005
til Poul Erlandsen (poer@dpu.dk), ritara
NVBF. Sjá einnig vefsetur NVBF: http://
www.dpb.dpu.dk/ nvbf/nvbf.html
Stjóm Upplýsingar og fulltrúar í stjórn
NVBF hvetja félagsmenn til að sækja um.
Fulltrúar Upplýsingar í stjórn NVBF
Gleðilegt sumar!
Lokað verður vegna sumar-
leyfa frá 11. júlí til 1. ágúst.
Opnunartími aðra daga í
sumar er frá 9-12 og 13-16.
Starfsfólk
Þjónustumiðstöðvar bókasafna
Laugavegi 163, 105 Reykjavík
Simi 561 2130 - Bréfsími 551 0922
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 54