Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 4

Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 4
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Nýtt húsnæði og búnaður Þar til á síðasta ári, það er fyrir flutninga, hafði bókasafnið verið í fyrrverandi hátíð- arsal skólans í 17 ár. Það rými hafði ekki verið hannað með starfsemi bókasafns í huga og var að ýmsu leyti óhentugt því þar fór fram mismunandi starfsemi sem féll ekki vel hver að annarri, t.a.m. ein- staklingslestur í bland við hópvinnu. Auk þess vantaði gang í gegnum rýmið sem gerði umferð mögulega frá skólastofum öðrum megin við safnið inn á aðalgang sem liggur hinum megin við það. Segja má að safnið hafi misst það rými sem fór í ganginn en fengið í staðinn skólastofu sem var áður í homi þess en veggir hennar vom rifnir og það rými bættist því við. Helsta starfsemi safnsins fer nú fram á 316 m2 sem skiptast í þrjú lokuð rými: hópvinnuherbergi þar sem pláss er fyrir einn bekk, lestraraðstöðu með lesbásum og svo bókasafnið sjálft þar sem meðal annars er afgreiðsla, skrifstofa, geymsla, tölvur og tímaritahom svo nokkuð sé nefnt. Mikið er um glugga á nýja bókasafns- svæðinu. Frá skrifstofu og afgreiðslu sést vel yfir í hópvinnuherbergi og lestrar- aðstöðu enda var stefnan frá upphafi að hafa sem flest sjónarhorn opin, það er að hafa sem mest gegnsæi í rýminu til að auðvelda eftirlit. Að sama skapi var lögð áhersla á að hafa hljóðeinangrunina eins góða og hægt var. Ahrif af þessum þætti endurskipulagn- ingarinnar em vissulega mjög jákvæð því vandamál sem fylgdu ólíkri starfsemi í gamla húsnæðinu hurfu við breytingamar. Hillubúnaður safnsins er frá Þjónustumiðstöð Allur búnaður í safninu er nýr að frátöld- um nokkrum borðum og skjalaskápum. 1 gamla safninu hafði hillum úr ólíkum átt- um verið bætt við eftir því sem að safnið stækkaði og kenndi því orðið ýmissa grasa í þeim búnaði. Ákveðið var að taka tilboði Þjónustu- miðstöðvar bókasafna og keyptar vom Softline hillur fyrir bækur og tímarit. Hallandi botnhillur og vinnuborð em í hverri bókastæðu og einnig hallandi sýnishillur fyrir tímaritin með geymslu- rýmum aftan við. Ur Metrabók í Gegni Bókasafn Flensborgarskólans var eitt af þeim söfnum sem fyrst fór að tölvuskrá safnkostinn í Metrabók og það kerfí þjón- aði safninu farsællega í mörg ár. Þegar sá valkostur bauðst að yfirfæra safnkostinn í Gegni (hliðargmnninn) var hann skoðaður sem liður í nauðsynlegri og jákvæðri þróun. Einnig vó það þungt á vogarskál- unum hjá okkur að það voru vandkvæði með netleitimar og það vandamál varð að leysa. Bókasafn skólans var því eitt af 23 söfnum sem fluttu gögn sín yfir í þessum þriðja áfanga yfirfærslunnar en þar af vom fimm önnur framhaldsskólasöfn. Afrit af skráðum safnkosti var afhent Ásmundi Eiríkssyni fulltrúa Metrabókar- safnanna við yfirfærsluna vorið 2006. Þar sem að bókasafnið var í kössum þetta vor og starfsemin lá að miklu leyti niðri var tíminn notaður til að skoða innviði Gegn- is. Skráningardeildin á bæjarbókasafni Hafnarfjarðar var svo vinsamleg að leyfa undirritaðri að koma í heimsókn og fá kynningu á skráningarþætti Gegnis en þá var 16. útg. kerfísins að vísu ekki komin. í janúar 2007 er staðan enn sem komið er þannig að safnkosturinn skiptist til helminga í hliðargmnninn 03 og aðal- gmnn Gegnis 01. Mikið samband er á milli aldurs bókanna og skiptingar í gmnnanna. Megnið af þeim bókum sem ennþá em í 03 eru bækur sem komu út fyrir 1990 eða em án ISBN númera. Mikill hluti af þeim er í óvirkri geymslu. Á sama hátt er sá hluti af safnkosti okkar sem hefur komið út síðasta áratug nær allur í aðalgrunninum 01. Veturinn 2006- 2007 hefur verið tengt og skráð í Gegni auk þess sem að útlánakerfíð hefur verið virkt en samhliða því er einnig notast við útlánakerfí Metrabókarinnar. 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 4

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.