Fregnir - 01.03.2007, Síða 23

Fregnir - 01.03.2007, Síða 23
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrceða Ljóð - frumort og þýtt Guðrún Hannesdóttir flutti eftirfar- andi Ijóð þann 8. mars 2007 Offors Runninn upp á fjarlægum fljótsbökkum og hefur tyllt silfurbleikum hóf lymskulétt í fráleitustu pláss og þanið fagurrenndan fót sinn rauðan úthafa á milli (eðli sínu fær hann aldrei leynt til lengdar þó soðinn sé um sunnudagsbil í dísætan graut af albestu konu og borinn fyrir biskup biskupsson í margvígðum kristal með sykri og rjóma er hann hinn sami) eitursperrtur alla tíð og hvergi sem í eyðibyggðunum þar sem hann trónir yfir tóftunum yfir þurrum og óhuggandi brunnunum yfir brostnum vonum og þrám hinna horfnu þar stendur hann einn fagurgrænn og fagnandi: hans stund komin réttur tími runninn upp. Eftirfarandi Ijóð er eftir Muhammad al- Maghut. Hann er nýlátinn, varfrá Sýr- landi en bjó lengstum í Beirut og var bœði leikrita- og Ijóðskáld. Þýðing GH Landflótta Draumurinn, ó, draumurinn fagri! Gullvagninn minn fljúgandi brotinn og hjólin hafa tvístrast um allar jarðir eins og sígaunar. Eitt sinn dreymdi mig vorið og þegar ég vaknaði var koddinn minn þakinn blómum - og þegar mig dreymdi hafíð var rúmið skreytt skeljum og skínandi uggum. En nóttina sem mig dreymdi frelsið stóðu spjót morgunsins um háls mér eins og nístandi geislabaugur. Héðan í frá verð ég ekki á ferð um hafnir eða jámbrautarstöðvar ég held mig á bókasöfnunum þar sem ég sef með landakortin undir höfðinu líkt og munaðarleysingi sem sefur á gangstéttinni varir mínar snerta fjölmörg fljót og tár mín streyma frá einu meginlandi til annars. Fyrir daglátum I draumi okkar er blóðvefur sleginn fom, daunillur nýr og rjúkandi vefur Darraðar sleginn og sleginn án hvíldar svo hjartað sér byltir í svíðandi angist - er þetta blóðuga höfuð mitt eða þitt, litla vina? en í furðubirtu og dúnalogni draumaskila er vefurinn felldur rifinn, slitinn og rakinn upp af ótal höndum þær vilja vefa nýjan draum: himintjöld og ljómandi værðarvoðir þræða í perlur og purpurablóm sauma hiklausum sporum 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 23

x

Fregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.