Fregnir - 01.03.2007, Page 24

Fregnir - 01.03.2007, Page 24
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða helgar meyjar, silfurbjört hjörtu og geislabauga með glóandi þræði allra morgna. Svo vöknum við, svo vöknum við og heijumst handa við altarisklæði eigin dags gerum við saumsprettu litla og friðsama festum í tölu bítum úr nálinni og brosum við baminu sem hleypur út í snjóinn hleypur út í snjóinn hvíta á ný ... Höfundur ljóðanna „Offors“ og „Fyrir daglátum“ hér að ofan er Guðrún Hannes- dóttir bókasafnsfræðingur, rithöfundur og myndlistarmaður. Fyrir ljóðið „Offors“ hlaut Guðrún Ljóðstaf Jóns úr Vör þann 21. janúar síð- astliðinn sem veittur var við hátíðlega at- höfn í Salnum í Kópavogi. Ljóðstafur Jóns úr Vör eru árleg ljóð- listarverðlaun sem veitt eru að lokinni samkeppni þar sem öllum er frjálst að senda inn frumsamin ljóð á íslensku sem ekki hafa birst opinberlega áður. Ljóðin em merkt dulnefni og engin leið fyrir dómnefnd að komast að nafni höfundar fyrr en að vali loknu. Að þessu sinni voru innsend ljóð um 350 talsins. Sigurvegari hverju sinni hlýtur 500.000 krónur, verð- launagrip til eignar og farandgrip til varð- veislu í eitt ár, silfurbúinn göngustaf úr eigu Jóns úr Vör sem nafn hans er ritað á. Þess má geta að í fyrra hlaut Óskar Ámi Óskarsson rithöfundur og bókavörð- ur ljóðstafínn fyrir ljóð sitt I bláu myrkri. Ljóðin þrjú hér að ofan flutti Guðrún þann 8. mars síðastliðinn á opnum fundi í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Yfirskrift fundarins var: Virkjum kraft kvenna. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK voru aðal drifkraft- urinn við undirbúning og skipulagninguna en naut stuðnings fjölmargra félagasam- taka og þar á meðal Upplýsingar. Ljóðið „Fyrir daglátum“ var ort í tilefni dagsins. Guðrún hefur starfað sem bókasafns- fræðingur við læknisfræðisöfn, Bókasafn Listsafns íslands, Listaháskólans og nú síðast við bókasafn Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún er líka að góðu kunn fyrir barna- bækur sínar sem hún hefur einnig mynd- skreytt. Hún hefur meðal annars safnað og gefið út gamlar barnagælur. Sögur hennar og myndir era smellnar og einkennast af hugmyndaauðgi og húmor. Bækurnar er gaman að lesa upphátt fyrir böm og bamaböm. Guðrún hefur einnig hlotið margvís- legar viðurkenningar fýrir bamabækumar, svo sem Islensku bamabókaverðlaunin. Þórdís T. Þórarinsdóttir Bobcatsss ráðstefna nemenda í bókasafns- og upplýsingafræði 2007 Gjöfull leiðangur nemenda við bóka- safns- og upplýsingafrœðiskor í H1 Eftir góða ferð hjá sjö stúdínum á Bob- catsss 2006 í Tallinn í Eistlandi, en þang- að fóru Guðrún I. Svansdóttir, Harpa S. Másdóttir, Rósa Bjamadóttir, Sigurborg B. Ólafsdóttir, Sara Stefánsdóttir, Val- gerður K. Olgeirsdóttir og Sigríður H. Gunnarsdóttir, var ákveðið að leggja í annan leiðangur 2007 á ráðstefnuna sem í þetta sinn var haldin í Prag í Tékklandi. Skipulagning hófst fjóram mánuðum fyrir brottför og var ferðin meðal annars kynnt á Katalogos-listanum, póstlista nemenda í bókasafns- og upplýsingafræði. Áður en við vissum af voram við; Bryn- hildur Jónsdóttir, Kristín L. Ragnarsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Sara Stefánsdóttir og Sigríður H. Gunnarsdóttir, lagðar af stað til Prag. Bobcatsss ráðstefnan er skipulögð af nemendum í bókasafns- og upplýsinga- fræði í Evrópu en hugmyndin er runnin undan riíjum Hollensks bókasafns- og upplýsingafræðings að nafni Ruud Bruyns. Hugmynd hans fólst í því að kalla saman nemendur í fræðunum, prófessora, 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 24

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.