Fregnir - 01.03.2007, Side 27

Fregnir - 01.03.2007, Side 27
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða ir 190 skólar voru af heildarfjölda skóla á framhaldsskólastigi. Þrátt fyrir að sumir bókasafnsfræðing- ar í rannsókninni hefðu hlotið kennslu í vefsíðugerð og unnið með kennurum er kenndu tölvufræði, voru þeir ekki á því að gera vefsíðu fyrir sitt safn og litu ekki á Netið sem tækifæri til að markaðssetja bókasöfn sin. Fyrirlesturinn sannfærði mann enn og aftur um það hversu framarlega við erum á mörgum sviðum og þá sér í lagi tölvu- tækninni því að varla er til það safn á ís- landi sem ekki hefur vefsíðu. Þjóðbókasafnið - The Clementinum Library> og The Astronomical Tower Að lokinni skráningu tók við áhugaverð skoðunarferð um Þjóðbókasafnið sem við höfðum skráð okkur í um leið og skráning á ráðstefnuna fór fram. Þar fengum við að upplifa mikla lofthræðslu við að komast upp í tuminn til að sjá yfir borgina. Þó leiðin upp turninn sé brött þá er hún hug- vitsamlega hönnuð með sýningarsvæðum inn á milli. Þar mátti meðal annars sjá stjömusjónauka frá sautjándu eða átjándu öld. Tuminn var byggður í kringum 1723. Félagslega hliðin Stór hluti þess að fara á ráðstefnu er fél- agslega hliðin. Eftir að hafa setið og hlust- að á hin fræðilegu erindi og kynningar þá er enn mikilvægara að hittast á óformlegri stað, til að skiptast á hugmyndum, ræða rannsóknir og hugmyndir enn frekar og ekki síður mynda ný tengslasambönd og nýjan vinskap. Jafnvel það er nógu góð ástæða til að koma sér af stað. Bobcatsss 2008 Sextánda Bobcatsss ráðstefnan mun fara fram í Zadar í Króatíu, 28.-30. janúar 2008. Það eru nemendur og kennarar frá Þýskalandi og Króatíu sem sjá um að skipuleggja hana. Þeir koma frá Depart- ment of Information Sciences, University of Applied Sciences í Potsdam og Depart- ment of Library and Information Science, University of Zadar. Meginþema þeirrar ráðstefnu er opinn aðgangur að upplýsingum fyrir alla og ber nafnið Providing Access to Information for Every’one. Við viljum hvetja alla þá sem em að vinna að rannsóknum eða að ljúka við BA eða MLIS verkefni til að athuga þennan möguleika á að kynna þau fyrir öðmm bókasafns- og upplýsinga- fræðingum í Evrópu. Fyrir áhugasama er slóðin á ráðstefnuna í Zadar: www.bob catsss2008.org/ Við hlökkum til að undir- búa næstu ferð með þér. © f.h. Bobcatsss-fara Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir Haraldur íkomi - netbókaverslun Ný bókaverslun opnaði í nóvember á Net- inu, Haraldur íkorni - www.haraldur. is. Eigandi er Ösp Viggósdóttir bóka- safnsfræðingur sem áður starfaði meðal annars hjá Kennaraháskóla Islands og Iðnskólanum í Reykjavík. Á Haraldi íkoma má finna nýjar bækur á góðum kjömm (oftast 15% undir leiðbeinandi smásöluverði) og einnig notaðar bækur í nokkm úrvali, íslenskar jafnt sem enskar, auk stakra titla á öðmm málum. Sending- arkostnaðar er föst upphæð, 350 kr., óháð upphæð pöntunar eða þyngd eða hvert sendingin fer innanlands. Það kemur sér vel fyrir bókasöfn á landsbyggðinni. Skólasafnsfræðingur sem keypti allar bækur fyrir skólann sinn hjá Haraldi íkorna fyrir jólin, tók því sérstaklega fram hvað það væri þægilegt að geta keypt allar bækurnar á einum stað og fá einn reikning í stað þess að vera á hlaupum milli staða eða eltandi einstök tilboð með tilheyrandi reikningaflóði. Söfn hafa einnig keypt nokkuð af not- uðum bókum, bæði til að fylla upp í safn- kost þar sem vantað hefur einstaka titla eða þeir hafa verið lesnir upp til agna en ekki síður til að ná í aukaeintök af bókum sem mikið eru notaðar (t.d. skáldsögur lesnar í íslenskuáföngum framhaldsskóla). Stofnanir geta greitt með kreditkortum eða fengið senda reikninga. Einstaklingar geta notað kreditkort eða greitt í heima- banka/netbanka. Ösp Viggósdóttir HaralJiir íkorui 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 27

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.