Morgunblaðið - 14.01.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 14.01.2001, Síða 20
LISTIR 20 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN um örlög og endalok málverksins er, þá svo er komið, í senn útjöskuð sem úrelt, að ekki sé sagt hvimleið í því formi sem hún var og er háð. Hins vegar er samræðan, dialogan, um tilgang þess og eðli enn í fullu gildi og verður svo lengi sem menn á annað borð hantéra pensla, sköfur og önnur tól sem til þarf til að dreifa litunum um yfirborð hins mjúka eða harða grunnflatar. Fari menn frá útskerinu á listakaupstefn- ur ellegar valsi á milli listhúsa stór- borga, komast þeir að ýmsu undar- legu sem þeir vissu kannski ekki áður. Þannig eru langflestir nýskap- endur þess sem við köllum samtíma- list á fullu í sínum geira málverks, skúlptúr sem hugmyndalistar, hvað sem öllum nústefnum og línudansi líður. Strangflatalistin á enn þá sína áhangendur ekki síður en óformlega málverkið eða úthverfa innsæið, hér skiptir hin ferska lifun öllu máli en ekki fjarstýrður listamarkaðurinn úti í heimi, né að vera með í leiknum, inn. Enduruppgötvanir þessara gilda eru hreint bull þeirra sem fyrrum áttu fyrir hentisemi mestan þátt í að víkja þeim til hliðar, hver og einn get- ur sannfærst um það með eigin rann- sóknum ef vill. Á nýrri öld eru ýmis teikn á lofti, sagan frá því í lok áttunda áratug- arins virtist hafa endurtekið sig á næstliðnum árum, listhús hug- myndafræðinnar að tæmast af öllu kviku en háspekilegar samræður á fullu. Þannig berast nú ferskar frétt- ir af ótrúlegum sveiflum líkt og þeg- ar nýja málverkið kom fram í upphafi níunda áratugarins, langþreyttir safnarar sagðir hafa aftur snúið sjón- um að fígúratíva málverkinu en nú eru það myndefni úr hvunndeginum sem freista þeirra, þó með ívafi hetjurómantíkur og úthverfs innsæ- is. Skarar í senn sósíalrealisma sov- étblokkarinnar sáluðu og nýja mál- verkið í anda Georgs Bazelitz, líkt og hjá Leipzig-búanum Neo Rauch sem eins og spútnik hefur skotist upp í stjörnuhimininn. Þannig hefur verð á myndum hans 300–500 faldast á að- eins fimm árum, sem þeim sem fjár- festa í myndlist úti í heimi þykja dá- góðir vextir. Einnig berast sögur af því að ungir séu aftur farnir að dýrka Edvard Munch, eins og gerðist í upp- hafi níunda áratugarins. En þar fyrir missa aðrar stefnur ekki gildi sitt, öllu skiptir að halda ró sinni og sann- færingu, vinna ótrauður í þeim miðl- um og hugmyndafræði sem þeir eru uppteknir af. Eitt hefur breyst, tímar stefnuyf- irlýsinga virðast vera að baki, í öllu falli í bili, menn vinna þó ekki hver í sínu horni heldur tala síður niður til þeirra sem aðhyllast aðrar skoðanir, né beina að þeim oddhvössum geir- um. Tilgangurinn helgar ekki lengur meðalið eins og á uppgangsárum kommúnismans. Fall Berlínarmúrs- ins og sósíalismans hefur haft víðtæk áhrif, menn eru ekki lengur rétt- dræpir andbyltingarsinnar, geðveik- ir eða þaðan af verra fyrir að hafa sjálfstæðar skoðanir, og þannig er rökræðan kannski hörðust og opnust í Þýskalandi, fyrrum ríki Hitlers, gildir jafnt í stjórnmálum sem list- um. Menn virðast loks vera farnir að skilja þetta og meðtaka á Íslandi, eft- ir mikið harðlífi í sýningaflórunni á undangengnum árum, svo mikið að sums staðar hefur aðsókn að sýning- arsölum verið svo til engin, jafnvel á núlli suma daga. Í öllu falli ber fyrsta sýning ársins að Kjarvalsstöðum vott um nokkra hugarfarsbreytingu en þar er málverkið aftur í öndvegi og það sem meira er um vert standa málararnir sjálfir mikið til að baki framkvæmdinni, bendiprikum gefið frí. Þetta hefur ekki gerst á þessum stað síðan Málarafélagið var og hét, sem menn brugðu á siðlausan hátt fæti fyrir á þessum sama stað er það stóð í mestum blóma. Hið góða við fjórtánmenningana, sem skipa list- hópinn Gullpensillinn, er að þeir hafa ekki markað sér neina stefnu aðra en hið frásagnarlega, líkt og þeir kom- ast sjálfir að orði þótt erfitt geti verið að lesa beina frásögn í mörgum verk- anna. Í raun takast ýmsir stílar og stefnur á í þeim þótt listamönnunum sjálfum kunni síður að vera það full- ljóst. Það er þannig langur vegur frá ímynduðu landslagi Georgs Guðna til hins háðska undirtóns í myndum Hallgríms Helgasonar, flatamynst- urs Jóns Bergmanns Kjartanssonar til upphafinna myndefna Kristínar Gunnlaugsdóttur, blómamynda Egg- erts Péturssonar til randamynda Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, nær ósýnilegra mynda Birgis Snæ- björns Birgissonar til ljósmynda- raunsæis Þorra Hringssonar, skreyti Daða Guðbjörnssonar til rökfræð- innar í samhengismynd Sigurðar Árna Sigurðssonar, húsamynda Sig- ríðar Ólafsdóttur til höfuðkúpu- mynda Jóhanns Torfasonar og loks líkingamynda Helga Þorgils Frið- jónssonar til síbreytimynda Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur. En við blasir, að ekki er verið að endurmeta málverkið eins og gefið er í skyn í formála, heldur er hér um að ræða listamenn sem verið hafa í náðinni hjá sýningarstjórum á undangengn- um árum, því fátt er verið að endur- uppgötva nema naflann á sjálfum sér. Talsmaður hópsins reynist svo eftir því vera í eina tíð blaðafulltrúi fyrri forstöðumanns Kjarvalsstaða, þeim sem einmitt brá fæti fyrir Mál- arafélagið, sveik um úthlutaðan sýn- ingartíma. Endurmat málverksins gerist ekki fyrr en þeir sem þá voru settir út í kuldann og margir fleiri gildir málarar fá innigengt í húsið með list sína og ein allsherjar upp- stokkun framsækinnar listar fer fram. Þetta er það sem nefnist lýð- ræði en ekki þegar einungis er um sérgæðinga, handbendi og viðhlæj- endur sýningarstjóra að ræða. Annað sem maður tekur meira en vel eftir er flausturslegur undirbún- ingur, sem var skiljanlegur þegar listamenn stóðu einir að framningum sínum, en ekki hópur fastráðins starfsfólks. Allt á síðusta snúningi, þannig að mjög velviljaðir og áhuga- samir fjölmiðlar eiga í mestu erfið- leikum að gera framkvæmdinni verð- ug skil í upphafi nema þá áhundavaði. Og í ljósi þess að sýn- ingin stendur allt fram til 24. mars, eða rúma tvo mánuði, hefði mátt fórna nokkrum fleiri dögum til að leggja hana fullbúna í hendur fjöl- miðla líkt og hefð er varðandi sams konar framkvæmdir metnaðarfullra listasafna í útlandinu. Þar vita menn að því betra sem skipulagið er og undirbyggingin fullkomnari, þeim meiri aðsókn og peningur í kassann, að auki meira unnar og skilvirkari umfjallanir. Að því leyti mega menn að ósekju draga dám af þeim hjág- uðum sem þeir að öðru leyti liggja marflatir fyrir. Meginheimild í hnot- skurn um skyldar framkvæmdir er að öllu jöfnu sýningarskráin og hér er nokkur flaustursbragur á ferð að ekki sé meira sagt. Ekki nóg að í henni sé mynd sem ekki sér stað á sýningunni, meira að segja heil opna, sem gerði heila sýningu í listhúsi Sævars Karls á liðnu ári, heldur er litgreining á köflum hörmuleg. Menn kenna þetta á stundum vélrænni tölvuvinnu en í raun er það flýtir og vanhæfni. Í sjálfu sér er sýningin góðra gjalda verð og fylgja sýningarhópn- um góðar óskir um landvinninga í framtíðinni en ekki mögulegt fyrir virðingargjarnan listrýni að gera hlutum betri skil en hann fær þá upp í hendurnar. Helgi Þorgils Friðjónsson, Fiskar sjávarins, olía á striga, 2000. Jóhann Ludwig Torfason, Án titils, olía á striga 1998. „GULLPENSILLINN“ MYNDLIST K j a r v a l s s t a ð i r 14 málarar Birgir Snæbjörn Birg- isson/ Daði Guðbjörnsson/ Eggert Pétursson/ Georg Guðni Hauks- son/ Hallgrímur Helgason/ Helgi Þorgils Friðjónsson/ Inga Þórey Jóhannsdóttir/ Jóhann Ludwig Torfason/ Jón Bergmann Kjart- ansson/ Kristín Gunnlaugsdóttir Sigríður Ólafsdóttir/Sigurður Árni Sigurðsson/ Sigtryggur Bjarni Baldvinsson/ Þorri Hringsson. Opið alla daga frá 10-17. Til 24 mars. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. MÁLVERK Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.