Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 31

Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 31
ekki. Nú er allt í lausu lofti. Menn halda að sér höndum og bankarnir lána ekki lengur út á kvóta. Það er dýrt að skulda í verðbólgu. Um leið og fiskiskipaútgerðin dregst saman, hægir á öllu öðru jafnt og þétt. Það væri mikil lyftistöng fyrir þjóðfélag- ið allt ef hægt væri að gera við varð- skipin hér heima þrátt fyrir að ís- lenskt fyrirtæki hafi ekki átt lægsta tilboðið í viðgerðirnar. Ekki er hægt að horfa á tölurnar strípaðar. Það er svo margt annað sem kemur til sem hefur margfeldisáhrif inn í þjóð- arbúskapinn.“ Sameining við aðra Framtak rekur nú stærsta dísil- stilliverkstæði landsins eftir að hafa keypt tvö önnur og sameinað sínu. Dísilverkstæðið Bogi var keypt frá Reykjavík árið 1994 og Blossi úr Reykjavík fyrir um hálfu öðru ári. „Þarna er samankomin mikil þekk- ing og reynsla til viðgerða á spíss- um, olíuverkum og túrbínum af öll- um stærðum og gerðum,“ segir Magnús. Að auki á Framtak 70% hlut í Vélaverkstæði Dalvíkur sem keypt- ur var fyrir tæpum þremur árum af Kaupfélagi Eyfirðinga. Þar nyrðra er rekin verslun og á verkstæði er boðið upp á viðgerðir á bílum og vinnuvélum auk þess sem þjónusta við skip og báta vegur nokkuð þungt. UNIservice efnavara, þýskir kranar og spænskar dælur Svo vikið sé að innflutningi fyr- irtækisins sem fellur undir sölu- og markaðsdeild þess, er það í stakk búið til að útvega flest þau tæki og tól sem þurfa að vera um borð í skip- um. Auk varahluta og annars vél- búnaðar fyrir skip, er lögð áhersla á sölu á rekstrar- og efnavörum fyrir skip og til iðnaðar frá UNIservice og á sölu þilfars- og bílkrana frá MKG í Þýskalandi, en nú þegar eru nálægt 90 MKG kranar á íslenskum skipum, þar af sjö kranar á skipum Land- helgisgæslunnar. Þá hefur Framtak hafið sölu á sérhönnuðum bryggju- krönum, sem eru að hluta til smíð- aðir og settir saman hjá fyrirtækinu, og hafa nú þegar selst tíu kranar af þessari gerð. Síðast en ekki síst tók Framtak nýlega við sölu og þjónustu fyrir IT- UR dælur frá fyrirtækinu BOMBAS ITUR á Spáni. ITUR dælur hafa nú þegar verið seldar í þrjár nýsmíðar Íslendinga í Kína auk þess sem Eim- skip og Norðurál hafa pantað slíkar dælur. BOMBAS ITUR er 80 ára gamalt fyrirtæki með 240 starfs- menn. Fyrirtækið hlaut ISO-9001 viðurkenningu árið 1994. ITUR framleiðir fjölbreytt úrval af dælum, bæði til notkunar á sjó og í iðnaði og stefnir Framtak á að eiga helstu gerðir af dælum á lager ásamt vara- hlutum. Svikin áramótaheit – Að lokum, eru einhverjar hug- myndir uppi um frekari vöxt Fram- taks? „Við eigendurnir ákveðum um hver áramót að láta nú staðar numið, en höfum alltaf svikið öll slík ára- mótaheit. Ég ætla því engu að lofa þar um á þessu stigi málsins,“ segir Magnús Aadnegard að lokum. Galdurinn er einfaldlega sá að veita góða þjón- ustu og að vera með fullkomnustu tæki og verkfæri sem völ er á á hverjum tíma. Þetta höfum við kappkostað í gegnum árin. VIÐSKIPTI Á SUNNUDEGI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 31 Guðjón Karl Reynisson framkvæmdastjóri sölusviðs Tals hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.