Morgunblaðið - 14.01.2001, Qupperneq 38
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jóhanna KristínMagnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
6. maí 1948. Hún lést
á heimili sínu í Graf-
arvogi 8. janúar.
Foreldrar hennar
eru Magnús Fr.
Árnason, lögfræð-
ingur Búnaðar-
banka Íslands, f. 5.6.
1921, d. 9.6. 1992, og
Sigrún Júlíusdóttir
húsmóðir, f. 29.2.
1924. Foreldrar
Magnúsar eru Árni
Bergsson kaupmað-
ur og símstöðvarstjóri í Ólafsfirði,
f. 9.10. 1893, d. 17.9. 1959, og Jó-
hanna Magnúsdóttir húsmóðir frá
syni fjármálaflt. 1968. Þau skildu.
Sonur þeirra er Árni Rúnar, f.
10.6. 1968, hann er bókasafns-
fræðingur. Hans kona er Jane
Ingerslev og eiga þau einn son, Al-
bert, f. 5.12. 1998. Þau eru búsett í
Danmörku. Seinni maður Jóhönnu
er Arnar Gylfason trésmiður, þau
giftu sig 14. júní 1986 og eiga þau
eina dóttur, Auði, f. 20.11. 1991.
Fyrir á Arnar einn son, Gísla, f.
14.6. 1979. Hann á eina dóttur,
Dagbjörtu Ýri, f. 25.5. 1997.
Jóhanna tók gagnfræðapróf frá
Gagnfræðaskólanum við Lindar-
götu í Reykjavík. Eftir það fór hún
í Húsmæðraskólann á Laugalandi
í Eyjafirði. Hún starfaði meðal
annars á skrifstofu hjá Eimskipa-
félagi Íslands, IBM og Nýju sendi-
bílastöðinni hf. Síðustu tíu árin
hefur Jóhanna verið heima.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Grafarvogskirkju á morgun,
mánudaginn 15. janúar, og hefst
athöfnin klukkan 15.
Akureyri, f. 16.6.
1894, d. 18.6. 1965.
Foreldrar Sigrúnar
eru Júlíus Kr. Ólafs-
son yfirvélstjóri, f.
4.7. 1891, d. 30.5.
1983, og Elínborg
Kristjánsdóttir hús-
móðir, f. 30.9. 1887, d.
6.11. 1965. Systkini
Jóhönnu eru Júlíus
Kr., lögfræðingur, f.
2.12. 1946, býr í
Reykjavík; Sigrún,
bókasafnsfræðingur,
f. 9.11. 1950, býr á Ak-
ureyri; Elín, myndlist-
armaður, f. 6.2. 1956, býr í Aust-
urríki.
Jóhanna giftist Lofti H. Jóns-
„Þó ég sé látinn harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta. Ég er svo nærri
að hvert eitt ykkar tár snertir mig og
kvelur. En þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug, lyftist sál mín upp í
mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“
Elsku besta mamma mín. Mig
langar svo að senda þér síðustu
kveðjuna frá mér. Ég veit að núna
líður þér vel og ert með englunum
uppi hjá honum Guði. Ég veit að
núna finnur þú ekki lengur til, Guð er
búinn að taka það allt í burtu. Þú ert
búin að vera svo mikið veik mamma
mín, alveg frá því að ég var bara
pínulítil en samt varstu stundum
ekki veik og þá gerðum við margt
skemmtilegt saman. Það var svo
gaman þegar við fórum upp í sum-
arbústað hjá ömmu og afa í Besta-
bóli. Þar var svo gaman að leika sér
og Candy kom alltaf með okkur. Svo
þegar við fórum til Portúgal í fyrra,
ég og þú og pabbi. Það var svo gam-
an og þú varst svo glöð að við gátum
farið.
Elsku mamma mín. Ég skil þetta
ekki alveg af hverju þú þurftir að
fara, því ég vildi hafa þig alltaf hjá
mér. Þú ert besta mamma í heimi.
Nú erum við bara tvö, ég og pabbi
og auðvitað Candy, og hann pabbi
passar mig alltaf. Hann er líka besti
pabbi í öllum heiminum, það vissir
þú. Ég ætla alltaf að hafa fallegu
myndina af þér hjá mér og biðja Guð
á hverjum degi að passa þig vel,
elsku mamma mín. Ég sakna þín,
elsku mamma, en ég ætla að vera
sterk og dugleg, því ég veit að þú
vildir að ég yrði það. Ég elska þig og
geymi þig alltaf í hjartanu mínu.
Þín
Auður.
Eftir langvarandi veikindi andað-
ist tengdadóttir okkar, Jóhanna
Magnúsdóttir, á heimili sínu. Jó-
hanna kom inn í líf okkar fyrir 17 ár-
um, þegar hún birtist á heimili okkar
með Arnari. Urðum við fljótt vör við,
að hún hafði mjög ákveðnar skoðanir
á réttindum kvenna og jafnrétti
kynjanna. Jóhanna og Arnar giftu
sig 1986 og hófu búskap sinn í
Reykjavík. Þau fluttu til Svíþjóðar
1989 og fórum við nokkrum sinnum í
heimsókn til þeirra. Alltaf var tekið
glæsilega á móti okkur. Þar styrkt-
ust vinaböndin sem héldust alla tíð.
Árið 1995 flytja þau aftur heim,
vegna veikinda Jóhönnu. Samgang-
ur milli heimila okkar var mjög mik-
ill. Oft dvaldi hún með okkur í sum-
arbústaðnum Bestabóli og þar leið
henni vel. Yfir sumartímann, þegar
líða tók á vikuna, spurði hún ætíð
hvort ekki ætti að fara í Bestaból.
Dvöldum við þar dögum saman, ég
tengdamamma hennar, Jóhanna,
Auður litla, ásamt hundinum Candy.
Átti ég þar með þeim ógleymanlegar
stundir sem mér munu seint úr
minni líða.
Elsku Jóhanna, við þökkum þér
fyrir yndislega kynningu og margar
ánægjulegar stundir.
Þótt þú farir héðan burt úr heimi
hjartans vina, þér ég aldrei gleymi.
Góða ferð á Drottins fund
eigðu hjá honum góða stund.
Auður Stefánsdóttir,
Sæmundur Gunnólfsson,
Halldór Berg Sæmundsson.
Jóhanna Kristín Magnúsdóttir
mágkona mín er látin, og langar mig
að minnast hennar með örfáum orð-
um.
Jóhönnu kynntist ég fyrst fyrir 15
árum þegar hún giftist bróður mín-
um Arnari. Fyrstu árin bjuggu þau í
Reykjavík en fluttu síðan til Svíþjóð-
ar og voru þar í sjö ár.
Fjölskyldubönd okkar voru mjög
sterk og náin alla tíð. Jóhanna var
sterkur persónuleiki og hafði
ákveðna lífsskoðun. Fyrir nokkrum
árum veiktist hún af þeim sjúkdómi,
sem sigraði hana að lokum. Þetta er
búinn að vera erfiður tími undanfar-
in ár, en þú sýndir ávallt mikla þraut-
seigju og barst þig vel í þínum veik-
indum.
Með þessum fáum orðum kveð ég
Jóhönnu með söknuði, ljúfum minn-
ingum og virðingu fyrir hennar per-
sónu.
Elsku Arnar og aðrir aðstandend-
ur, ég votta ykkur mína dýpstu sam-
úð. Megi góður guð styrkja ykkur og
halda verndarhendi sinni yfir ykkur.
Hallur og fjölskylda.
Elsku Jóhanna, þegar ég læt hug-
ann reika um samverustundir okkar,
frá því að Arnar bróðir kynnti þig
fyrir fjölskyldu okkar, þá kemur tím-
inn í Engjaselinu aftur og aftur í
hugann. Ég fékk að búa hjá ykkur í
nokkra mánuði og það var auðfengið
mál. Það voru yndislegar móttökur
sem ég fékk. Ég átti bara að vera
eins og heima hjá mér og það varð
svo sannarlega þannig. Í nýstand-
settri, fallegu íbúðinni ykkar áttum
við mörg notaleg kvöld. Já, þið lögð-
uð mörg handtökin í Engjaselið og
Hrísmóana, enda báru þær íbúðir
þess merki, gullfallegar báðar tvær.
Verst þótti mér að komast ekki í
heimsókn til ykkar til Svíþjóðar, það
hefði verið skemmtilegt og frábært
að upplifa vor með ykkur í Suður-
Svíþjóð. Þið voruð alltaf boðin og bú-
in að ferðast út og suður með öllum
gestum ykkar.
Ekki má gleyma Portúgalsferð-
inni í sumar, þegar þið mættuð beint
á staðinn, öllum að óvörum. Áttum
við þar dýrmætan tíma þótt þú, Jó-
hanna mín, værir fársjúk mestallan
tímann. En baráttunni er lokið og
kallið er komið.
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að Ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd,
og báran kveður vögguljóð við
fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er
þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.-
Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði
og ró.
Syngdu mig inn í svefninn, ljúfi blær.
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.
Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd,
og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.-
Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði
og ró.
(Jón frá Ljárskógum.)
Megi algóður Guð styrkja og
vernda Auði og Arnar.
Hvíl í friði, elsku Jóhanna.
Þín mágkona
Fríða.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því,
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð, hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Með þessum ljóðlínum viljum við
kveðja Jóhönnu okkar og þökkum
henni samfylgdina. Við hefðum kosið
að sú samfylgd hefði orðið lengri en
við fáum engu um það ráðið.
Í svip virðist ekki svo ýkja langt
síðan okkar góði vinur, Arnar, kynnti
Jóhönnu fyrir okkur, afar stoltur, en
þó eru samt liðin ein 16-17 ár. Tíminn
er ótrúlega fljótur að líða, eða svo
virðist manni. Ástfanginn kom hann
með hana inn í vinahópinn og var
harður á því að þetta væri konan sem
hann vildi deila lífinu með. Hún small
strax inn í hópinn okkar og heillaði
okkur öll með glaðværð sinni og lífs-
gleði. Ekkert okkar fann fyrir ein-
hverjum aldursmun, því Jóhanna var
afskaplega ungleg og falleg kona og
varðveitti stelpuna í sér. Samveru-
stundirnar sem við áttum öll saman
voru margar og góðar. Ekki ætlum
við að tíunda þær hér en við viljum
þakka þær. Þetta eru okkur dýr-
mætar minningar og vel geymdar.
Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd-
um um vinkonu okkar. Hún fékk að
kynnast því vel og vandlega hvernig
það er að veikjast og missa heilsuna.
Oft héldum við að baráttan við sjúk-
dóminn illvíga væri að tapast, en viti
menn... krafturinn, lífsþráin og seigl-
an í þessari ótrúlegu konu var gíf-
urleg og kom okkur yndislega á
óvart. Alltaf stóð hún upp og gaf
óvininum langt nef. Hennar píslar-
ganga byrjaði fyrir u.þ.b. níu til tíu
árum, það komu góð hlé á milli en sl.
ár hefur verið afar erfitt bæði fyrir
hana og hennar nánustu. En aldrei
lét hún bugast og ætlaði hún að ná
sér aftur að fullu. Kannski vegna
þessa auðnaðist henni það að vera
lengur hjá okkur en flestir reiknuðu
með. Vonin ein getur lengt líf. Hún
viðurkenndi aldrei ósigur sinn fyrir
vágestinum ógurlega sem tók sér
bólfestu í líkama hennar. Blessuð sé
minning hennar.
Elsku hjartans vinurinn okkar,
Arnar. Þú ert búinn að standa þig
eins og kletturinn í hafinu. Brimrót
og harðar öldur hafa skollið á þér um
langan tíma en aldrei hefur þú kikn-
að. Og án þess að á nokkurn sé hall-
að, þá stóð annar klettur ykkur við
hlið, sem er móðir þín. Hvaða orð eru
til yfir slíka konu? Engill í manns-
mynd? Já, það eru réttu orðin.
Elsku litla Auður, það er erfitt að
vera lítil og þurfa að kynnast slíkum
harmi en mundu, að mamma þín
elskaði þig ofur heitt og nú líður
henni vel hjá Guði. Guð veri með þér
alla tíð, elskan. Árni Rúnar, Janne og
Albert litli, Guð styðji ykkur í sorg-
inni, svo og alla aðra ástvini Jó-
hönnu.
Arnar okkar. Guð veri með þér og
styrki þig í sorginni. Sorgin er sáren
þú átt yndislegar minningar um
mæta eiginkonu og bestan vin.
Guð blessi og verndi alla ástvini
Jóhönnu Magnúsdóttur.
Bryndís Halldóra Jónsdóttir
og Birgir B. Blomsterberg.
(Binna og Biggi.)
Elsku Jóhanna, í fáum orðum vilj-
um við minnast þín, þeirrar stórfeng-
legu konu sem þú varst. Við urðum
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
kynnast þér þegar þú kynntist
Arnari, okkar æskufélaga. Það var
oft glatt á hjalla hjá vinahópnum og
ýmsar ákvarðanir teknar og fram-
kvæmdar. Stærsta ákvörðunin var
sú að við ákváðum að leggja land
undir fót og flytja saman til Svíþjóð-
ar. Með ótrúlegri ákveðni tókst þér á
örfáum dögum að kaupa tvö hús fyrir
okkur að búa í, þetta myndu fáir
leika eftir, því ef við fengum nei ein-
hvers staðar varstu búin að breyta
því í já daginn eftir.
Þessi ár í Svíþjóð eru okkur dýr-
mæt og nú yljum við okkur við minn-
ingar um þær skemmtilegu stundir
sem við höfum átt saman.
Ein stærsta gleðistund sem við
áttum með ykkur Arnari var þegar
Auður litla fæddist, litli sólargeislinn
sem fyllti ástfangin hjörtu gleði.
Skömmu síðar dró fyrir sólu er hinn
illvígi sjúkdómur gerði vart við sig,
en þú varst ákveðin í að láta þetta
ekki buga þig og barðist hetjulega
með reisn allt fram til síðasta dags.
Oft voru góðir tímar á milli stríða og
meðan þú gast voru ferðirnar í
Bestaból margar en þar leið þér best
í faðmi fjölskyldunnar.
Já, Jóhanna mín, nú sitjum við
Eyjó hér við eldhúsborðið og rifjum
upp allt það skemmtilega sem við
gerðum saman, ferðin til Spánar,
sigling með skemmtiferðaskipi,
ferðalag um Evrópu, helgin í Ham-
borg og svona mætti endalaust telja
upp.
Nú hefur stórt skarð verið höggv-
ið í vinahópinn en einhvern tímann
hittumst við aftur og tökum upp
þráðinn að nýju. Hafðu ástarþökk
fyrir allt og allt.
Elsku Arnar, Auður, Árni og fjöl-
skylda, Gísli og fjölskylda, ykkar
missir er mikill og við sendum ykkur
og öðrum ættingjum og vinum inni-
legustu samúðarkveðjur. Guð veri
með ykkur.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Indíana, Eyjólfur og börn.
Ljúfar minningar hrannast upp í
huganum er ég kveð mína kæru
æskuvinkonu, Jóhönnu Magnúsdótt-
ur, og hugurinn leitar til unglings-
áranna er við bundumst vináttu-
böndum og fetuðum síðan áfram
lífsins göngu, hvor á sinn hátt. Vin-
átta okkar hefur staðið óslitið síðan
og aldrei borið þar skugga á. Árum
saman hittumst við nær daglega en
stundum liðu mánuðir á milli funda,
en það kom ekki að sök því það var
sem við skynjuðum tilfinningar og
hugsanir hvor annarrar.
Jóhanna var hrókur alls fagnaðar
á góðri stund og naut þess að eiga
góðar stundir með fjölskyldu sinni
og vinum. Það voru ófáar stundirnar
sem hún átti í sumarbústað fjöl-
skyldunnar í ástríki eiginmanns og
tengdaforeldra sinna þar sem hún
naut sín best eftir að veikindin fóru
að segja til sín og umhyggja þeirra
var aðdáunarverð.
Maðurinn með ljáinn hefur nú
numið á brott elskaða konu frá fjöl-
skyldu og vinum löngu áður en hún
hafði lokið ævistarfi sínu. Ég kveið
þeirri stund hverja mínútu er ljóst
var að líf hennar var að fjara út en
svo fór að lokum, að þegar dauðinn
knúði dyra var hann boðinn velkom-
inn til að lina þrautir og þjáningar.
Ég dáist að þeirri óendanlegu um-
hyggju og ást sem Arnar, eiginmað-
ur hennar, sýndi henni sem og allt
hennar tengdafólk sem umvafði hana
í hennar löngu og erfiðu veikindum.
Ég votta fjölskyldu hennar og vin-
um mína dýpstu samúð og bið Guð að
styrkja þau í sorg sinni. Ég þakka
minni elskulegu vinkonu samfylgd-
ina og bið Guð að geyma hana.
Sigurlaug Garðarsdóttir
Víborg.
JÓHANNA KRISTÍN
MAGNÚSDÓTTIR
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minning-
argreina