Morgunblaðið - 14.01.2001, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 41
✝ Jóhann Guðna-son matsveinn
fæddist í Reykjavík
23. september 1925.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
við Hringbraut 28.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðni Eyjólfs-
son, verkstjóri í Gas-
stöðinni í Reykjavík,
og Sigrún Sigurðar-
dóttir húsmóðir.
Systkini hans voru
Njáll, Kjartan Ragn-
ar (d. 1991), Herdís
Jóna, Gunnar Baldur, Hrefna
Guðríður, Sigríður, Guðjón (d.
1998) og Agnar.
Jóhann kvæntist 3. júlí 1953
Regínu M. Kjerúlf, f. 20. ágúst
1923. Foreldrar hennar voru
Jörgen Kjerúlf frá
Húsum í Fljótsdal
og Elísabet Jóns-
dóttir frá Brekku-
gerði í Fljótsdal. Jó-
hann og Regína
eignuðust einn son
sem lést í frum-
bernsku, en fyrir
átti Regína dótt-
urina Öldu og gekk
Jóhann henni í föð-
urstað. Alda er gift
Sveini Kristjáns-
syni. Þau eru búsett
á Seyðisfirði. Börn
þeirra eru Sif
Sveinsdóttir og Jóhann Þór
Sveinsson, maki hans er Krist-
jana Einarsdóttir, barn þeirra er
Adam Birkir Jóhannsson.
Útför Jóhanns fór fram frá
Dómkirkjunni 5. janúar.
Hinn 28. desember sl. lést vinur
minn, Jóhann Guðnason, á hjarta-
deild Landsspítalans. Kallið kom
snöggt og óvænt. Kynni okkar Jó-
hanns hófust árið 1952 þegar hann
trúlofaðist og hóf sambúð með Reg-
ínu Kjerúlf föðursystur minni, sem
var yngst 12 barna Jörgens Kjerúlf
frá Húsum í Fljótsdal og hans konu,
Elísabetar Jónsdóttir frá Brekku-
gerði í Fljótsdal. Jóhann og Regína
hófu búskap sinn í Hafnarfirði en
fluttu fljótlega til Reykjavíkur þar
sem heimili þeirra var alla tíð. Þau
eignuðust einn son sem lést í frum-
bernsku, en Regína átti fyrir eina
dóttur, Öldu, og gekk Jóhann henni í
föðurstað. Jóhann var lærður mat-
reiðslumaður og starfaði hjá varn-
arliðinu á Keflavíkurflugvelli frá
1952 til 1995. Þar áður hafði hann
prófað sjómennsku en það átti ekki
við hann því eftir því sem hann sagði
mér sjálfur var sjóveikin sá þrösk-
uldur sem hann komst ekki yfir með
nokkru móti þótt hann hefði gaman
af því að vera til sjós. Meðal annars
var hann eina vertíð með þeim
ágæta manni Binna úr Gröf og vitn-
aði stundum til þess. Heimili þeirra
Jóhanns og Regínu varð fljótlega
samkomustaður okkar unglinganna
úr ætt Regínu því þar var höfðings-
skapur mikill og umburðarlyndi
meira en annars staðar þekktist. Jó-
hann bar alltaf með sér hvar sem
hann fór þann holla heimafengna
bagga, sem er gott uppeldi og greini-
legt var að sá arfur sem hann hlaut í
foreldrahúsum var drjúgur og nutu
fleiri góðs af, meðal annars sá sem
þessar línur ritar. Jóhann var hægur
maður og hlédrægur, en grunnt var
á fínum og græskulausum húmor.
Jákvætt lífsviðhorf, ábyrgðartilfinn-
ing, heiðarleiki og kurteisi voru at-
riði sem leiddu hann til öndvegis hjá
okkur ættmennum Regínu. Fyrir
okkur var hann einfaldlega Jói henn-
ar Gínu. Þau hjónin voru bæði dug-
leg og samhent og komu sér fljótlega
upp eigin íbúð í Mosgerði, síðan í
Meðalholti en lengst af í neðra
Breiðholti við Jörfabakka. Jóhann
hafði atvinnu sinnar vegna lengst af
afdrep í Keflavík þar sem hann gisti
í vaktasyrpum en kom heim í fríum.
Ekki þurfti húsfreyjunni að leiðast á
meðan því á heimilinu var stanslaus
gestagangur, vinir og vandamenn
komu þar við og ræddu málið, ætt-
ingjar að austan sem voru að erinda í
bænum gistu þar tíðum og þau hjón-
in greiddu götu þeirra á alla lund.
Jóhann og Regína voru drjúg í því að
ferðast bæði erlendis og innanlands.
Ekki var látið líða svo ár að ekki
væri farið austur og heilsað upp á
vini og vandamenn, gjarnan tekinn
réttsælis hringur, stoppað á Akur-
eyri og heilsað upp á Kollu frænku,
gist í Fljótsdal og stoppað á Seyð-
isfirði. Í bakaleiðinni var síðan kom-
ið við hjá Margréti frænku í Holti
undir Eyjafjöllum og séra Halldóri
og þegar maður kom svo á Jörfa-
bakkann var hægt að fá fréttir af
fólkinu, sitja þar í rólegheitum yfir
góðum kaffibolla og deila með þeim
minningum úr ferðalaginu rétt eins
og maður hefði verið sjálfur með
þeim á ferð. Fyrir það skal þakkað,
blessuð sé minning Jóhanns Guðna-
sonar.
Þar sem ég sit og skrifa þessar lín-
ur kemur upp í hugann, að um þenn-
an mann, sem ég hef þekkt í hartnær
hálfa öld, hef ég aldrei heyrt mis-
jafnt orð. Það segir allt sem segja
þarf.
Megi guð styrkja Regínu frænku
mína á þessum erfiðu tímamótum í
lífi hennar og við hjónin sendum
Öldu og hennar fjölskyldu samúðar-
kveðju.
Sölvi Kjerúlf.
JÓHANN
GUÐNASON
Elsku mamma mín,
mér þykir það leitt að
þetta verður síðasta
bréfið sem ég mun
skrifa þér. Því nú ertu frá okkur far-
in. Ég er svo glöð að ég hringdi í þig
daginn áður er þú kvaddir þennan
heim.
Við töluðum lengi saman og El-
ísabet mín talaði við þig líka.
Ég þakka þér, mamma mín, fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig,
Eísabetu og Maríu Erlu. Það var svo
oft sem að stelpurnar mínar fengu að
vera hjá þér – fyrir mig. Þakka þér
fyrir þær. Ég gleymi ekki þeim
stundum sem við áttum saman um
jól öll árin þegar við komum í ynd-
islegu jólasteikina til ykkar. Þú eld-
aði alltaf svo góðan mat.
Þakka þér fyrir allar fallegu bæn-
irnar sem þú kenndir mér þegar ég
var barn sem hafur hjálpað mér í
gegnum erfiða tíma í mínu lífi. Þú
þekktir allar mínar sorgir og ég
þekktir allar þínar. Því við töluðum
stundum saman í síma tvisvar á dag
áður en ég og stelpurnar fórum til
Englands.
Ég vissi ekki að þegar við töluð-
ums saman 21. desember að þetta
yrði okkar síðasta samtal, elsku
mamma mín. Ég mun varðveita öll
SIGURBJÖRG ÓLÖF
GUÐJÓNSDÓTTIR
✝ Sigurbjörg ÓlöfGuðjónsdóttir
fæddist á Stóra-Hofi
í Gnúpverjahreppi
28. maí 1930. Hún
lést á Landakoti 22.
desember síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Seljakirkju 3. janú-
ar. Jarðsett var í
Gufuneskirkjugarði.
bréfin sem þú skrifaði
mér.
Kysstu pabba, ömmu
og afa frá mér.
Ég bið guð að veita
systkinum mínum og
Jósepi styrk og trú á
þessum erfiðum tím-
um.
Bless mamma mín.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þín elskandi dóttir,
Anna Björg.
Ég mun sakna þín amma mín og
ég mun aldrei gleyma þér.
Þú munt aldrei fara út úr hjarta
mínu.
Þú varst besta amma í heimi og þú
varst alltaf svo góð við mig.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þínn leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni
(H. Pétursson.)
Þitt barnabarn,
Elísabet.
✝ Borge Jón IngviJónsson var
fæddur í Reykjavík
7. júlí 1936, fluttist
til Hafnarfjarðar og
ólst þar upp hjá for-
eldrum sínum. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 8.
janúar. Foreldrar
hans voru hjónin
Jón Bergmann
Gíslason, f. 31.12.
1906, d. 24.4. 1985,
og Karen Irene Jør-
gensen Gíslason, f.
29.7. 1909 í Larvik í
Noregi, d. 5.9. 1981. Systkini
hans eru sex. Hálfsystkini sam-
feðra: 1) Þuríður Bergmann, f.
3.2. 1933, 2) Elí Bergmann, f.
15.12. 1935. Börn Jóns og Kar-
enar voru, auk Borge, sem var
elstur 1)Karen Irene Guðrún, f.
9.11. 1937, 2) Soffía Elsie, f.
13.2. 1941 er nú látin, 3) Gíslína
Ingveldur Bergmann, f. 15.1.
1945, 4) Gísli Kristofer, f. 2.6.
1947.
Hinn 22.11 1958 kvæntist
Borge Helgu Brynjúlfsdóttur, f.
20.10. 1936. Foreldrar hennar
voru hjónin Brynjúlfur Eiríks-
son, f. 21.12. 1910, d. 12.1. 1976,
og Halldóra Guðbrandsdóttir, f.
15.5. 1911, d. 7.12.
2000. Borge og
Helga eignuðust
tvær dætur. 1)
Bryndís Karen, f.
1.10. 1958, kennari.
Sambýlismaður
hennar, Skúli Thor-
oddsen, f. 25.11.
1961, smiður. Sonur
Bryndísar af fyrra
hjónabandi, Heimir
Freyr Viðarsson, f.
31.10. 1983. Dóttir
Bryndísar og Skúla,
Helga, er f. 24.7.
1993. 2) Jenný, f.
2.1. 1965, leikskólakennari, gift
Magnúsi Þór Sigmundssyni, f.
28.8. 1948, tónlistarmaður.
Þeirra synir eru: Sigmundur, f.
26.4. 1989, og Aðalsteinn, f. 28.3.
1992.
Borge vann ýmis störf í Hafn-
arfirði á unglingsárum. Hann
vann á Keflavíkurflugvelli um
tíma en hóf störf hjá Mólkursam-
sölunni í Reykjavík árið 1956 og
starfaði sem mjólkurbílstjóri þar
til hann lést 8. janúar sl. eftir
nokkurra mánaða veikindi.
Útför Borge fer fram frá
Langholtskirkju á morgun,
mánudaginn 15. janúar, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Ég kynntist Borge ungur að ár-
um þegar hann og Helga systir
trúlofuðu sig. Þegar ég var 16 ára
fluttist ég til Reykjavíkur og bjó þá
hjá Helgu og Borge. Heimili þeirra
var mitt annað heimili þar til ég
stofnaði mitt eigið og hefur alltaf
verið mikill samgangur á milli fjöl-
skyldna okkar. Það var í fyrsta
skipti um síðustu jól að við hjónin
fórum ekki í jólakaffið til Helgu og
Borge.
Borge var ljúfur og sérlega góð-
ur drengur, hjálpsamur og einstak-
lega bóngóður. Á ég honum margt
að þakka sem erfitt er að telja upp
og koma orðum að hér. Strax í
æsku leitaði maður til hans ef eitt-
hvað vantaði, svo sem varahluti í
reiðhjólið og ýmislegt annað, en
hann var alltaf tilbúinn til að snú-
ast fyrir okkur í sveitinni. Þau eru
ófá handtökin hans í garðinum
hennar mömmu á Brúarlandi og
ekki voru þau hjónin síður samhent
í að rækta sinn eigin garð enda öll
ræktun mikið áhugamál hjá þeim
báðum. Við Borge höfðum mikið
samneyti í gegnum lífið sem þó
varð allt of stutt hjá honum. Fyrir
fimm til sex árum veiktist Borge í
nýrum og þurfti að fá nýrnagjöf.
Það þurfti ekki að fara langt því að
Helga gat gefið honum annað nýr-
að sitt og sagði Borge að það hefði
farið að virka strax við tengingu.
Að sjálfsögðu hafnaði líkami hans
ekki nýra frá henni Helgu. Oft tal-
aði hann um hve heppinn hann
hefði verið að kynnast Helgu. Það
eru fjögur og hálft ár síðan
ígræðslan fór fram í Gautaborg.
Það má þakka fyrir þau góðu ár
sem Borge fékk eftir það þar til
hann veiktist í sumar af krabba-
meini. Ég er þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast þér, Borge
minn, og ekki síður fyrir að hafa
fengið tækifæri til að ferðast með
þér síðustu árin. Við Fanney eigum
góðar minningar frá ferðum okkar
til Kúbu, Krítar og ekki síst til
Noregs þar sem ég fann hvað
sterkar taugar þú hafðir til lands-
ins. Þakka þér fyrir samfylgdina,
þú varst mér svo miklu meira en
góður mágur. Ég bið góðan Guð að
varðveita þig og gefa Helgu, Bryn-
dísi og Jenný og fjölskyldum þeirra
styrk á erfiðri stundu.
Ég vil enda þetta með bæninni
sem mér þykir svo vænt um.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Brynjólfur Brynjólfsson.
Með nokkrum orðum langar okk-
ur að minnast Borge, mágs okkar,
sem lést 8. þessa mánaðar, langt
um aldur fram, eftir nokkurra
mánaða glímu við ólæknandi sjúk-
dóm. Borge var fæddur og uppal-
inn í Hafnarfirði en kynni okkar
hófust á Mýrum vestur fyrir hart
nær 43 árum er þau Helga systir
ákváðu að eyða ævinni saman.
Þegar Helga kom í fyrsta sinn
með Borge í heimsókn að Brú-
arlandi, sennilega 21 árs gamlan,
var eftirvænting fjölskyldumeðlima
sannarlega mikil, ekki síst þeirra
yngstu. Ekki urðu neinir fyrir von-
brigðum með hinn unga mann enda
var hann glæsimenni að vallarsýn
og bauð strax af sér hinn besta
þokka. Í fornsögum hefði Borge
sennilega verið lýst á þá leið að
hann væri maður hár og herði-
breiður, limaður vel og drengur
góður. Borge var strax við fyrstu
kynni, og ævinlega síðan, einstak-
lega ljúfur og þýður í viðmóti. Við
systkinin á Brúarlandi eignuðumst
ekki einungis mág, þegar hann
kom inn í fjölskyldu okkar, heldur
líka tryggan og góðan vin.
Á vináttu okkar og Borge bar
aldrei skugga þau rúmlega fjörutíu
ár sem leiðir okkar lágu saman.
Sama má segja um samskipti for-
eldra okkar og hans. Hann var
þeim sannur vinur og hjálparhella
allt frá fyrstu kynnum til æviloka
þeirra.
Í fjöldamörg sumur dvöldu
Helga og Borge allt sumarfrí sitt á
Brúarlandi og komu að auki í
margar heimsóknir þess utan.
Í heimsóknum þeirra að Brú-
arlandi kom vel í ljós hversu Borge
var að eðlisfari viljugur maður,
vinnusamur og hjálpsamur og lét
ekki sitt eftir liggja er gengið var
að heyvinnu og öðrum bústörfum.
Stundum fór hann líka í mjólk-
urferðir fyrir föður okkar sem
stundaði þá mjólkurakstur af Mýr-
um í Borgarnes. Við heyvinnu var
mikil hjálp að hinum unga og
hrausta manni en afl mannshand-
arinnar skipti mun meiru máli við
heyvinnu og önnur landbúnaðar-
störf í þá daga en í seinni tíð.
Borge hafði alla tíð unun af
garðvinnu og í heimsóknum þeirra
Helgu að Brúarlandi að vor og
sumarlagi, sérlega í seinni tíð, voru
þau öllum stundum að aðstoða
móður okkar í garðinum. Við garð-
vinnuna naut sín vel eðlislegt list-
fengi hans og smekkvísi og sér
verka hans víða stað í skrúðgarð-
inum á Brúarlandi. Fyrir alla þá
miklu hjálp, sem hann veitti móður
okkar fyrr og síðar í garðinum
hennar, er okkur ljúft að þakka.
Borge og Helga byrjuðu búskap
á Hverfisgötunni í Reykjavík, í
leiguhúsnæði, en fljótlega eignuð-
ust þau eigið húsnæði, fyrst í Sól-
heimum 25, síðar í Fossvoginum og
loks í Skeiðarvogi 129, þar sem þau
hafa búið mörg seinustu árin í rað-
húsi, með svolítinn eigin garð sem
þau hafa hannað af stakri smekk-
vísi.
Við systkinin frá Brúarlandi, og
mörg af börnum okkar, höfum í
gegnum árin búið hjá þeim í lengri
eða skemmri tíma við nám og störf,
eða vegna styttri dvalar í höfuð-
staðnum. Ævinlega tók Borge okk-
ur sem vinum og var hlýr og góður
heim að sækja.
Frá því að leiðir þeirra Borge og
Helgu lágu saman hefur Borge
unnið sem bílstjóri hjá Mjólkur-
samsölunni í Reykjavík. Það má
því segja að hann hafi sýnt vinnu-
veitanda sínum sama trygglyndið
og við mágfólk hans þekkjum svo
vel.
Borge vann alla tíð sem verka-
maður og þau Helga höfðu aldrei
miklum fjármunum úr að spila. En
með sparsemi, hagsýni, reglusemi
og útsjónarsemi tókst þeim að
komast vel af efnalega og gátu
veitt sér ýmislegt, einkum seinustu
áratugina. T.d. ferðuðust þau tölu-
vert, bæði innanlands og erlendis,
og á ferðalögum naut Borge sín
sérlega vel enda vel lesinn og fróð-
ur um marga hluti.
Eins og svo margir aðrir fór
Borge ekki varhluta af andstreymi
lífsins. Jenný, yngri dóttir þeirra
Helgu, veiktist mjög alvarlega er
hún var barn að aldri og var um
tíma vart hugað líf. Löngu seinna
varð Borge fyrir því að fá alvar-
legan nýrnasjúkdóm sem gerði
nýru hans óstarfhæf og má segja
að þeirri sjúkdómssögu hafi lokið
með því að Helga gaf honum annað
nýrað úr sér og við það virtist lík-
ami hans sætta sig mjög bærilega.
Í því mótlæti kom vel í ljós hvað
Borge var bjartsýnn og andlega
sterkur. Vitneskju um afleiðingar
hins alvarlega sjúkdóms, sem dró
hann til dauða, tók hann einnig af
einstöku æðruleysi.
Við leiðarlok er okkur efst í huga
þakklæti til Borge fyrir einstakt
trygglyndi, hjálpsemi og vináttu
alla tíð. Helgu, dætrunum og fjöl-
skyldum, vottum við djúpa samúð.
Blessuð veri minning hins mæta og
góða drengs, Borge Jónssonar.
Systkinin frá Brúarlandi.
BORGE JÓN INGVI
JÓNSSON
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Senda má grein-
ar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsyn-
legt er, að símanúmer höfundar/sendanda
fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heima-
síðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við
meðallínubil og hæfilega línulengd – eða
2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.