Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAM kom á launamálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær að heildar- launasumma grunnskólakennara mun hækka með nýjum kjarasamn- ingi um 26–34%. Heildarkostnaðar- auki sveitarfélaganna með samn- ingnum er um tveir milljarðar króna, að mati Birgis Björns Sig- urjónssonar sem hefur verið í for- ystu fyrir samningunum fyrir hönd sveitarfélaganna. Á móti kemur að samningar um viðbótarkjör koma til með að falla úr gildi en kostnaður við þá nemur hundruðum milljóna. Ráðstefnan var haldinn til þess að kynna grunnskólasamninginn fyrir sveitarstjórnarmönnum. Karl Björnsson, formaður launanefndar- innar, sagði að sveitarfélögin stæðu frammi fyrir því að þau hefðu orðið undir í samkeppni um starfsfólk. Fólk leitaði í minni mæli en áður til starfa í grunnskólum og leikskólum. Sveitarfélögin yrðu að bregðast við og gera þessa vinnustaði samkeppn- isfæra á ný. Hann sagðist líta svo á að sveitarfélögin hefðu verið að gera þetta með nýjum kjarasamningi við grunnskólakennara. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, tók undir þetta og kvaðst telja samninginn við kennara tíma- mótasamning. Sveitarfélögin hefðu talið mikla þörf á að auka sveigj- anleika í skólastarfi og gera breyt- ingar á vinnuskipulagi. Tilraunir til að ná því fram 1997 og 1999 hefðu mistekist og því væri fagnaðarefni að það hefði tekist nú. Birgir Björn fór ítarlega yfir samninginn á ráðstefnunni. Hann sagði að launanefndin hefði í viðræð- unum lagt fram markmið sem hún vildi ná fram. Þau væru m.a. um að draga úr miðstýringu, faglegri vinnubrögð og um aukinn sveigjan- leika. Hann sagði að ef menn skoð- uðu samninginn myndu menn sjá að þessi markmið hefðu náðst. Birgir Björn lagði áherslu á að með samningnum væri verið að gera mikla breytingu varðandi stöðu skólastjóra. Verkstjórnarvald þeirra yrði aukið mikið. Skólastjórar fengju m.a. vald til að taka ákvarð- anir um vissan hluta launagreiðslna til kennara, m.a. með vísan til færni þeirra í starfi. Hann sagði mikilvægt að sveitar- stjórnarmenn styddu við bakið á skólastjórum, sérstaklega fyrstu skrefin. Skólastjórar kæmu til með að ráða miklu um hvernig til tækist um framkvæmd samningsins. Sveit- arstjórnarmenn yrðu hér eftir að líta á skólastjóra sem forstöðumenn stofnana og styrkja stöðu þeirra sem slíkra. Birgir Björn sagði að það væri ekki einfalt mál að reikna út kostnað við samninginn. Samkvæmt honum kæmu taxtalaun til með að hækka um 42–45%. Á móti kæmi að kennarar létu ýmislegt af hendi. Hann kvaðst telja að heildarlauna- summa grunnskólakennara hækkaði með þessum samningi um 26–34%. Það væri nokkuð mismunandi hvað hver og einn kennari bæri úr býtum. Hann sagði mikilvægt að hafa í huga að á móti fengju sveitarfélögin auk- inn stjórnunarrétt og sveigjanleika og erfitt væri að meta það til fjár. Þau væru einnig að kaupa meiri vinnu af kennurum. Miklir peningar lagðir í samninginn Birgir Björn sagði að brúttó- kostnaður sveitarfélaganna með þessum samningi væri um tveir milljarðar. Hann kvaðst gera sér grein fyrir að þetta væru miklir pen- ingar, en það væri mikilvægt að gera sér grein fyrir að viðbótarsamningar sem sveitarfélögin gerðu við kenn- ara á síðasta samningstímabili féllu úr gildi í sumar um leið og nýtt launakerfi yrði tekið upp, en kostn- aður við þá næmi hundruðum millj- óna. Hann sagðist vera sannfærður um að samningurinn kæmi til með að auðvelda sveitarfélögunum að fá kennara til starfa. Sveitarstjórnarmenn sem tóku til máls á ráðstefnunni lýstu almennt ánægju með samninginn og vinnu- brögð launanefndarinnar. Því var sérstaklega fagnað að tekist hefði að ljúka samningum án verkfallsátaka. Þó voru settar fram vissar áhyggjur af því að skólar í dreifbýli kæmu til með að eiga í erfiðleikum með að standast samkeppni við stóru skólana. Einnig komu fram vissar áhyggjur af því að skólastjórar væru ekki búnir undir að taka að sér þetta nýja stjórnunarhlutverk. Birgir Björn sagðist gera sér grein fyrir að skólastjórar yrðu í erf- iðu hlutverki og kennarar myndu vafalaust þrýsta á að allir fengju sömu launaflokkahækkanir. Hann sagði að kennarar hlytu hins vegar að átta sig á að ef verið væri að leggja fyrir þá erfið verkefni, eins og að kenna sérstaklega erfiðum bekkj- um, gætu þeir gert kröfu um að fá það viðurkennt í launum. Vilhjálmur sagði í lok ráðstefn- unnar að sveitarfélögin hlytu að hafa áhyggjur af þeim kostnaði sem felst í samningnum. Þau sæju aftur á móti möguleikana sem felast í samn- ingnum. Með honum gæfist færi á að efla skólastarfið, bæta starfsandann og samstöðu milli foreldra og kenn- ara um að bæta skólann. Launamálaráðstefna sveitarfélaganna fjallar um kennarasamninginn Heildarlaun kennara hækka um 26–34% Morgunblaðið/Ásdís Karl Björnsson (t.v.) og Birgir Björn Sigurjónsson kynntu störf launa- nefndar fyrir sveitarstjórnarmönnum í gær. AÐ meðaltali voru 1.852 skráðir á at- vinnuleysisskrá í desember, sem jafngildir því að atvinnuleysi í mán- uðinum hafi verið 1,3% miðað við áætlaðan mannafla á vinnumarkaði. 794 karlar voru á atvinnuleysis- skrá og 1.058 konur. Atvinnulausir voru 378 fleiri en í nóvember en 531 færri en í desem- ber í fyrra. Atvinnuástandið versnaði alls staðar á landinu frá nóvember til desember en þó hlutfallslega lang- minnst á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í yfirliti frá Vinnu- málastofnun. Atvinnuleysi eykst meðst á Suðurlandi, Austurlandi, Vestfjörðum og Suðurnesjum en er hlutfallslega mest á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra en minnst á höf- uðborgarsvæðinu. Allt nýliðið ár voru að meðaltali 1.865 manns á atvinnuleysisskrá, sem jafngildir 1,3% atvinnuleysi, en árið 1999 var atvinnuleysið 1,9% að meðaltali. Atvinnu- leysi 1,3% í desember Í ÍSKÖNNUNARFLUGI Landhelgisgæslunnar á fimmtudag sást hafísbreiða norðvestur af landinu, en haf- ísinn er þó fjarri siglingaleiðum umhverfis landið. Hafísinn hef- ur nálgast landið nokkuð að undanförnu en stöðvast vegna suðaustanátta. Hafísinn var næst landi um 44 sjómílur norð- vestur af Straumnesi og að sögn Þórs Jakobssonar, verk- efnisstjóra hafísrannsókna Veðurstofunnar, er ástandið mjög nálægt því sem eðlilegt telst miðað við árstíma. Ísjaðarinn er þéttur, 7 til 9/ 10 að þéttleika og mikil ný- myndun á sér stað við þau hita- skilyrði sem eru í hafinu. Hafís í meðallagi NORSKAR rannsóknir hafa sýnt að hækkað hlutfall offitu meðal kvenna á barneignaraldri leiðir til aukinnar hættu á að þungaðar kon- ur verði fyrir með- göngueitrun sem haft getur neikvæð áhrif á heilsufar móður og barns. Tore Henrik- sen, prófessor í fæð- ingarfræði við háskól- ann í Osló, kynnti athuganir sínar og samstarfsmanna á læknadögum í Reykja- vík. Tore Henriksen hef- ur rannsakað 3.700 konur í tvö og hálft ár frá 1995 til 1997. Hann segir ljóst að aukin þyngd kvenna á barn- eignaraldri þýði aukna hættu á að þær fái meðgöngueitrun. Með- göngueitrun hefur í för með sér mótstöðu í æðum og súrefnsskort í vefjum sem leiðir til skemmda í frumum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Tore Henriksen að mataræði skipti miklu máli í þessu sambandi. Í Bandaríkjunum færi þyngdarstuð- ull kvenna hækkandi og það gilti einnig um Evrópulönd, m.a. Noreg. Ljóst væri að sykurneysla væri meiri en góðu hófu gegndi og nefndi hann m.a. gosdrykki í því sambandi og sagði hálfan til einn lítra á sólarhring of mikla neyslu. Einnig sagði hann of mikið um að menn neyttu orkuríkrar fæðu án þess að hreyfa sig og að sama mætti segja um fitu. Tore Henriksen sagði afleiðingar offitu á meðgöngu geta verið hækk- aðan blóðþrýsting, sykursýki og meðgöngueitrun. Þá sagði hann meiri hættu á að þær konur eign- uðust stór börn, yfir 4.000 grömm að þyngd, sem oft hefði í för með sér vandamál í fæðingunni, beita þyrfti tækjum og stundum keis- araskurði. Ekki mikill áhugi á þætti mataræðis „Læknar hafa ekki haft mikinn áhuga á þætti mataræðis eða næringar en ég verð þó var við að þetta sé að breytast,“ segir Tore Henriksen. Telur hann að læknar eigi að láta meira til sín taka í þessum efnum þar sem sýnt sé að of mikil þyngd geti haft þessar neikvæðu afleiðingar á með- göngu. Hvetja ætti þungaðar konur til að hreyfa sig og sagðist hann oft verða var við þann misskilning að ekki væri talið æskilegt að þung- aðar konur stunduðu hreyfingu. Reynir Tómas Geirsson, prófess- or og yfirlæknir kvennadeildar Landspítala, sagði í erindi sínu að hár blóðþrýstingur kvenna á með- göngu, meðgöngueitrun og meðgöngukrampi gæti haft áhrif út fyrir meðgönguna sjálfa. Þannig benti langtímaeftirfylgd hóps kvenna til þess að þær sem urðu fyrir áðurnefndum vanda í með- göngu væru í aukinni hættu á að fá kransæðasjúkdóma miðað við sam- anburðarhóp. Hækkað hlutfall offitu meðal kvenna í Evrópu og Ameríku Leiðir til meiri hættu á með- göngueitrun Tore Henriksen INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna, segir að sér þyki um of ein- blínt á nagladekk í umræðum um rykmengun í borginni og slit á mal- biki. „Í umræðunni um slitið er sjálf- sagt og nauðsynlegt að átta sig á því hvað naglarnir slíta miklu en menn mega ekki gleyma öðrum þáttum, þ.e. að skoða áhrif salt- notkunar og hvort hún er nauðsyn- leg og ganga í fullri alvöru að því að gera tilraunir með steypu til að minnka þessa miklu malbiksnotk- un,“ sagði Inga Jóna í samtali við Morgunblaðið. 8.500 tonn af salti „Saltnotkun er gríðarleg; það fara 8.500 tonn af salti á göturnar á hverju einasta ári. Það hafa ekki verið lagðar fram rannsóknir á því hvaða áhrif saltið hefur varðandi það að leysa upp malbikið,“ sagði Inga Jóna. „Menn einblína á nagla- dekkin en skoða ekki þennan þátt. Saltnotkunin er það mikil að það er forsaltað, sem kallað er, ef spáð er frosti. Við höfum verið að kalla eftir því að þessi þáttur í sliti gatnanna væri rannsakaður. Í annan stað finnst mér skipta máli að vekja at- hygli á því hvort malbikið sé það sem við eigum að binda okkur við,“ sagði Inga Jóna. Hún minnti á að sl. sumar hefði borgarstjórn samþykkt tillögu sjálfstæðismanna um að gerð yrði tilraun með steyptar götur í borg- inni. Tillagan gekk út á að tilrauna- kafli yrði steyptur þá strax um sumarið en var af meirihlutanum breytt þannig að vinnuhópur var settur á laggirnar sem Inga Jóna segir að ætti að vera búinn að leggja fram áætlun um hvernig standa skuli að tilraununum. Þær tillögur séu þó ekki komnar fram. „Mér finnst að við eigum í mikilli alvöru að huga að þeim þætti,“ sagði Inga Jóna. „Það sýnir sig að steinsteypan slitnar ekki eins og malbikið. Helstu vankantar sem menn hafa séð á þessu er hvað steypan er lengi að þorna og hvað framkvæmdirnar tefja fyrir um- ferð. En þá verður líka að meta þær tafir sem verða árlega vegna malbiksyfirlagnar,“ sagði hún og sagði að tilraunir af þessu tagi hefðu verið gerðar í nágrannasveit- arfélögunum. Inga Jóna sagðist, spurð um hug- mynd borgarstjóra, sem fram kom á borgarstjórnarfundi á fimmtudag, um gjaldtöku af nagladekkjum, vilja vega og meta þá hugmynd í heildarmyndinni. Ekki gleyma öryggisþættinum „Menn mega ekki heldur gleyma öryggisþættinum í sambandi við nagladekk,“ sagði hún. „Við höfum verið að þróa hér á umliðnum árum harðkornadekk, sem við þurfum að fá botn í hvort teljist tryggja sama öryggi. Menn mega ekki gleyma því að Reykvíkingar þurfa að fara á sínum bílum um aðra hluta landsins og menn skipta ekki svo glatt um dekk þegar veturinn er kominn. Ég held að við þurfum að hvetja fólk til þess að komast hjá því í lengstu lög að aka á nagladekkjum áður en far- ið er út í gjaldtöku.“ Inga Jóna Þórðardóttir um loftmeng- un vegna svifryks og nagladekk Skoða þarf saltnotkun og steyptar götur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.