Morgunblaðið - 20.01.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 20.01.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í setning- arræðu á landsþingi flokksins sem hófst í gær að fjármálafyrirtæki eins og Landsbankinn hefðu tekið de- CODE genetics, móðurfyrirtæki Ís- lenskrar erfðagreiningar, upp á arma sína, og síðan „narrað vankunnandi Íslendinga til að kaupa hluti í félaginu á allt að sexföldu verði eins og nú er komið á daginn. Þúsundir manna standa höndum uppi vegna þeirrar svikamyllu. En fjármálajöfrarnir ganga nú sem óðast að þessu auðtrúa fólki og hirða bréf nú aftur fyrir smánarverð og veðsettar eignir manna og munu vafalaust kalla gróða sinn þegar fram í sækir“, sagði Sverr- ir. Hann sagði að með ólíkindum hefði verið að fylgjast með hvernig stjórn- völd tóku Íslenska erfðagreiningu upp á arma sína „og veittu fjárglæfra- mönnum einkaleyfi til tólf ára á því sviði. Starfsemi fyrirtækisins er án vafa afar mikilsverð og ber að efla sem kostur er, en einkaafskipti rík- isvaldsins af fyrirtækinu héldu menn að heyrðu fortíð til í frjálsu markaðs- kerfi. Meira að segja setti forsætis- ráðherrann landskunna húskarla sína í lögfræðingastétt til að hjálpa fyrir- tækinu í einokunarstöðu. Reyndar sömu fræðimennina og settir voru til starfa að finna leiðir til að hrinda úr- skurði æðsta dómstóls þjóðarinnar“, sagði hann m.a. í ræðu sinni. Sverrir fjallaði einnig um stöðu og stefnu Frjálslynda flokksins og sagði að þess hefði orðið vart að flokks- mönnum hefði þótt of hægt miða um vöxt og viðgang Frjálslynda flokksins en sagði að sígandi lukka væri best. Beita öllum tiltækum ráðum til þess að brjóta fiskveiðilögin Sverrir gagnrýndi harðlega „yfir- gang framkvæmdavaldsins“ vegna dóms Hæstaréttar í öryrkjamálinu og sagði að hið sama hefði verið upp á teningnum þegar kvótadómurinn var kveðinn upp í desember 1998. „Það hefur margur sjómaður, sem sviptur hefur verið frumburðarrétti sínum til fiskveiða, leitað til þess, sem hér talar, og beðið hann um álit á því hvort viðkomandi væri ekki óhætt að brjóta þau ólög sem sett hafa verið um fiskveiðistjórn á Íslandi. Ég hef hingað til lagst mjög eindregið gegn því. En eftir þetta, sem nú síðast er á undan gengið, er líklegt að ég breyti afstöðu minni. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Ef ríkisvaldið heldur svo fram stefnunni í fiskveiði- málum sem ætla má mun sá sem hér stendur beita sér fyrir því með öllum tiltækum ráðum að brjóta þau lög og þær reglur á bak aftur. Með öllum til- tækum ráðum. Mér ætti ekki að vera vandara um en sjálfu ríkisvaldinu í umgengni við lagabókstafinn. Skili gripdeildarmenn sjávarútvegsins ekki aftur ránsfeng sínum til réttra eigenda skulu þeir hitta sjálfa sig fyr- ir,“ sagði Sverrir. Hann setti einnig fram harða gagn- rýni á forystu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og sagði m.a.: „Meðan hinn nýi Sjálfstæðisflokkur, undir stjórn Davíðs Oddssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, í samvinnu við stórkvótagreifann Halldór Ásgrímsson, fer með völd í landinu mun auðvaldinu áfram þjónað eftir þörfum þess.“ Matthías Bjarnason gagnrýndi forystu Sjálfstæðisflokksins Nálægt hundrað manns voru við- staddir setningu landsþingsins í gær, en því lýkur í dag. Matthías Bjarnason, fyrrv. þing- maður og ráðherra, er heiðursgestur þingsins. Í ræðu sinni gagnrýndi Matthías forystu Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa horfið frá sinni gömlu stefnu, að varðveita frelsi einstak- lingsins og standa trúan vörð um hagsmuni þeirra sem minnst mega sín. Hann sagði að það hefði tekið sig langan tíma að ákveða að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn en sagðist ekki vera í neinum vafa um að það hefði verið rétt ákvörðun. Matthías fór hörðum orðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar í öryrkjamálinu. „Í stað- inn fyrir að hlíta dómnum er sett á stofn nefnd taglhnýtinga forsætisráð- herrans og ríkisstjórnarinnar til þess að finna út hvernig er hægt að komast hjá því að verða við þeim skýlausa dómi sem Hæstiréttur var búinn að úrskurða,“ sagði Matthías. Sverrir Hermannsson gagnrýndi fjármálafyrirtæki og Landsbanka á landsþingi Frjálslynda flokksins Nörruðu van- kunnandi Íslend- inga til að kaupa hluti í deCODE Morgunblaðið/Árni Sæberg Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, flytur setningarræðu á landsþingi flokksins, sem haldið er í Borgartúni 6 í Reykjavík. Störfum þingsins verður haldið áfram í dag en þinginu lýkur síðdegis. VÍGSLA bókasafns Norræna húss- ins í New York, sem kennt er við Halldór Laxness, fór fram sl. fimmtudagskvöld. Af því tilefni var sagt frá stofnun menningarsjóðs sem veita mun styrki til íslenskra menningarviðburða í borginni. Fyrir vígsluna flutti Halldór Guð- mundsson, forstjóri bókaforlagsins Eddu, erindi um ævi og ritstörf Halldórs Laxness. Bókaforlagið hef- ur jafnframt fært safninu verk Hall- dórs Laxness að gjöf. Siv Friðleifs- dóttir, umhverfisráðherra og ráðherra norrænnar samvinnu, lýsti yfir vígslu bókasafnsins með því að klippa á borða en að lokinni mót- töku í bókasafninu var gestum boðið til fjáröflunarkvöldverðar til styrkt- ar nýstofnuðum menningarsjóði. Stofnframlög sjóðsins, sem nema um 8 milljónum ísl. kr., voru færð fram af hjónunum Hrafnhildi og Kristjáni Tómasi Ragnarssyni, Sig- urjóni Sighvatssyni og Sigríði Jónu Þórisdóttur, Önnu og Ólafi Jóhanni Ólafssyni, Thor Thors og Wathne- fjölskyldunni auk Íslensk-ameríska verslunarráðsins. Að sögn Ólafs Jó- hanns Ólafssonar, sem umsjón hef- ur með sjóðnum, er honum ætlað að veita styrki til íslenskra listamanna, hvort sem eru leikarar, myndlist- armenn eða rithöfundar, sem hug hafa á að kynna verk sín í borginni. Undir kvöldverði voru fluttar ræður af Siv Friðleifsdóttur, sem færði kveðju íslensku ríkisstjórn- arinnar, og Ólafi Ragnarssyni, sem dró upp persónulega mynd af Hall- dóri Laxness í gegnum kynni sín af honum. Menningarsjóður í tengslum við bókasafn Halldórs Laxness Kristján Tómas og Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, í nývígðu bókasafninu. Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Siv Friðleifsdóttir vígir bóka- safn Norræna hússins í New York sem kennt hefur verið við Halldór Laxness. Við hlið henn- ar stendur Kristján Tómas Ragnarsson, formaður stjórnar American-Scandinavian Found- ation, Norrænu samtakanna, í New York. New York. Morgunblaðið. Í UMRÆÐUM á Alþingi sl. mið- vikudag lét Ögmundur Jónasson al- þingismaður þau orð falla að hann ef- aðist um að upplýsingar sem fram komu í frétt Morgunblaðsins 13. janúar sl. um fjölskyldutekjur ör- yrkja væru réttar. Þar kom fram að heimilistekjur hjóna þar sem annað hjóna var öryrki hefðu numið 338 þúsund krónum árið 1999. Ögmund- ur benti á að samkvæmt tveggja ára gamalli skýrslu forsætisráðherra um kjör öryrkja hefðu meðaltekjur maka öryrkja árið 1997 verið 132 þúsund krónur á mánuði. „Ég leyfi mér stórlega að draga í efa þær upplýsingar sem komu fram á baksíðu Morgunblaðsins ekki alls fyrir löngu. Ég horfi frekar á þær upplýsingar sem bornar voru fram í þinginu fyrir tveimur árum af hæstv. forsrh. þar sem fram kom að með- altekjur maka öryrkja eru 132 þús. kr. á mánuði. Þetta kom fram í skýrslu hæstv. forsrh. á sínum tíma,“ sagði Ögmundur í umræðum á Al- þingi. Árið 1999 lagði forsætisráðherra fram á Alþingi skýrslu um stöðu, að- búnað og kjör öryrkja. Þar er fjallað ítarlega um kjör öryrkja. Á blaðsíðu 18 í skýrslunni er fjallað um með- altekjur öryrkja á árinu 1997, en töl- urnar byggjast á upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Tekið er fram að fjármagnstekjur séu ekki taldar með vegna þess hversu misjafnt sé hvort þær eru taldar fram. Þar kemur fram að heildartekjur einhleypra ör- yrkja á aldrinum 26–55 ára voru 1.598 þúsund krónur (133 þúsund kr. á mánuði). Árstekjur barnlausra ör- yrkja sem bjuggu einir voru 1.649 þúsund árið 1997 (137 þúsund kr. á mánuði). Heildartekjur einstæðra foreldra í hópi öryrkja voru 1.367 (114 þúsund kr. á mánuði). Samkvæmt skýrslunni voru fjöl- skyldutekjur hjóna á aldrinum 26–55 ára 3.805 þúsund krónur árið 1997 (317 þúsund kr. á mánuði). Ef horft er til fjölskyldutekna allra öryrkja sem voru í hjónabandi árið 1997 kemur í ljós að þær voru 2.586 þús- und þetta ár (215 þúsund kr. á mán- uði). Í skýrslunni segir að heildar- tekjur hjóna þar sem bæði voru öryrkjar hefðu verið 1.944 þúsund þetta ár (162 þúsund kr. á mánuði). Heildartekjur hjóna þar sem annað hjóna er öryrki voru 2.643 þúsund árið 1997 (220 þúsund kr. á mánuði). Fjölskyldutekjur hjóna þar sem annað var öryrki Í frétt Morgunblaðsins 13. janúar sl. segir að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun hefðu fjöl- skyldutekjur hjóna þar sem annað þeirra var öryrki verið 338 þúsund kr. á mánuði árið 1999. Þessi tala endurspeglaði eingöngu þann hóp sem fær viðbótargreiðslu vegna dóms hæstaréttar, sem féll í lok síð- asta árs. Samkvæmt skýrslu forsætisráð- herra um kjör öryrkja voru fjöl- skyldutekjur allra hjóna þar sem annað hjóna var öryrki 220 þúsund á mánuði. Skýrsla forsætisráðherra um kjör öryrkja árið 1997 Fjölskyldu- tekjur öryrkja voru 220 þúsund

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.