Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
14 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALMENNUM einkamálum sem
þingfest eru fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur hefur fjölgað um 55% frá
1998. Í fréttatilkynningu frá dómnum
segir að ekki verði með góðu móti séð
hver sé ástæða þessarar miklu fjölg-
unar. Um það séu skiptar skoðanir.
„Sumir telja hana benda til versnandi
efnahagsástands en aðrir til þess að
efnahagsástandið fari batnandi því að
þá taki menn til við að innheimta
skuldir sem þeir töldu áður vonlaust
að fengjust greiddar,“ segir ennfrem-
ur í fréttatilkynningunni.
Árið 2000 voru 9.733 einkamál
þingfest, árið 1999 voru þau 7.742 en
árið 1998 voru þingfestingar slíkra
mála 6.275.
Afgreiðslutími
einkamála mun lengri
Algengara er að almenn einkamál
séu munnlega flutt en árið 2000 voru
þau 770 en voru 661 árið á undan.
„Hér er um töluverða fjölgun að ræða
á milli ára en sé miðað við árin þar á
undan, þ.e. frá 1994-1998, er fjöldi
þessara mála svipaður og var á þeim
árum,“ segir í tilkynningunni.
Þá kemur fram að meðalafgreiðslu-
tími þeirra sakamála sem ríkissak-
sóknari höfðar er tveir mánuðir en að
meðaltali tekur einn mánuð að af-
greiða þau sakamál sem lögreglu-
stjóri höfðar. Þá er miðað við tímann
frá því ákæruvaldið afhendir dóm-
stólnum ákæru þar til málið er af-
greitt. Munnlega flutt einkamál taka
mun lengri tíma en meðalafgreiðslu-
tími þeirra er 7½ mánuður.
Áritanir sektarboða lögreglu voru
1.533 í fyrra en árið 1999 voru þær
2.268 en hér er um að ræða umtals-
verða fækkun. Ákærumálum fjölgaði
hinsvegar nokkuð og voru 1.156 á
árinu en 1.060 árið 1999.
Beiðnir um rannsóknarúrskurði
voru 524 í fyrra en voru 454 árið 1999.
Beiðnir um dómskvaðningu mats-
manna voru 103 en voru 111 árið 1999.
Á síðasta ári voru gjaldþrotaskipta-
beiðnir 1.032 sem er töluverð fækkun
frá árinu áður, en þá voru þær 1.197.
Gjaldþrotaskiptabeiðnir voru 999 árið
1998, 1.255 árið 1997 og 1.463 árið
1996.
Héraðsdómi Reykjavíkur bárust
14.750 mál til afgreiðslu árið 2000
Mikil fjölgun
einkamála síð-
ustu tvö árFJÓRAR vikur voru liðnar 18.
janúar frá síðasta prófdegi haust-
annar í Háskóla Íslands og því
ljóst í hversu mörgum námskeið-
um einkunnaskil fóru yfir þann
skilafrest sem reglugerð fyrir HÍ
mælir fyrir um. Í 21% tilfella var
einkunnum skilað of seint. Í vor-
prófunum í fyrra var einkunnum
skilað of seint í 32% tilfella. Ein-
kunnaskilin hafa því batnað um
34% síðan síðastliðið vor.
Kennarar
hafa tekið sig á
Stúdentaráð hefur undanfarið
gengið hart fram í að fá kennara
til að skila á réttum tíma, svo sem
með einkunnaskilasíðu á Netinu og
með því að auglýsa opinberlega
eftir einkunnum í ákveðnum próf-
um. Greinilegt er að margir kenn-
arar hafa tekið sig á og bætt ein-
kunnaskil sín, segir í
fréttatilkynningu.
Hér fyrir neðan sést hversu
mörg námskeið fóru í vanskil í ein-
stökum deildum: Hjúkrunarfræði-
deild 53%, félagsvísindadeild 35%,
viðskipta- og hagfræðideild 32%,
tannlæknadeild 31% læknadeild
26%, raunvísindadeild 18%, laga-
deild 15%, verkfræðideild 14%,
guðfræði 11%, heimspekideild 9%
og lyfjafræðideild 9%.
Átak
Stúdenta-
ráðs skilar
árangri
Einkunnaskil í HÍ
SAMFYLKINGIN gerðist formlega
aðili að SAMAK, samstarfsvett-
vangi norrænna jafnaðarmanna-
flokka og Alþýðusambanda Norð-
urlandanna, á ársfundi
samtakanna í Ósló 11.–12. janúar
síðastliðinn.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, ávarpaði fund-
inn eftir að flokkur hans var form-
lega tekinn í SAMAK og fór yfir
stöðu mála á Íslandi. Að því loknu
bauð Paul Nyrup Rasmussen, for-
maður SAMAK og forsætisráð-
herra Danmerkur, Össur velkom-
inn í hópinn. Meðal helstu
umræðuefna á fundinum voru
verkefni jafnaðarmanna á nýrri
öld og hlutverk ríkisvaldsins á tím-
um nýja hagkerfisins, segir í
fréttatyilkynningu frá Samfylking-
unni.
Össur Skarphéðinsson og Paul Nyrup Rasmussen
Samfylkingin í SAMAK
RANNSÓKNARDEILD lögregl-
unnar í Reykjavík vinnur að rann-
sókn máls þar sem tveir ungir menn
urðu fyrir heyrnarskaða á
Broadway, Hótel Íslandi, sl. nýárs-
nótt.
Málsatvik eru þau að mennirnir
voru staddir á einu af salernum
Broadway er þangað inn var hent
e.k. sprengju sem sprakk þar. Afleið-
ingar urðu þær að mennirnir hlutu
báðir varanlegan heyrnarskaða.
Þeir sem vitni voru að þessu og/
eða geta gefið einhverjar upplýsing-
ar eru beðnir að hafa samband við
rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík.
Vitni vantar að
sprengingu á
Broadway
SAMTÖK um betri byggð telja að
borgarverkfræðingur hafi lagt fram
rangar tölur varðandi færslu Reykja-
víkurflugvallar og framkvæmdir við
flugvöll á öðrum stöðum á höfuðborg-
arsvæðinu. Í þeim tölum sé sagt að
núverandi virði flugvallarstæðis í
Vatnsmýri sé metið á 2,7 milljarða og
land undir nýjan flugvöll sunnan
Hafnarfjarðar sé ókeypis. Samtökin
gagnrýna þessa framsetningu upp-
lýsinga og telja að lauslegt mat á virði
lands á flugvallarstæðinu í Vatnsmýri
sé 40 til 75 milljarðar, eftir því hver
þéttleiki byggðar yrði, og að land
undir flugvöll sunnan Hafnarfjarðar
myndi kosta 2–5 milljarða.
Í fréttatilkynningu frá Samtökum
um betri byggð segir að miðað við
réttar kostnaðaráætlanir séu allir val-
kostir undir flugvöll á höfuðborgar-
svæðinu margfalt hagstæðari en
Vatnsmýrin. Þá sé eftir að reikna inn í
dæmið ábata vegna samgöngubóta
sem yrðu við það að flugvöllurinn færi
úr Vatnsmýrinni, en þeir útreikning-
ar geri Vatnsmýrina ennþá óhag-
stæðari í samanburði við aðra val-
kosti.
Lægri rekstrarkostnaður
í þéttari byggð
Í greinargerð með fréttatilkynn-
ingunni, Skipulag höfuðborgarinnar –
hagræn áhrif af byggðaþróun, kemur
fram að byggð hafi þanist út frá
stríðslokum og að nú sé Reykjavík og
nágrenni eitt dreifbýlasta höfuðborg-
arsvæði sem um getur. Afleiðingin af
því sé vítahringur bílanotkunar, þar
sem aukið land þarf undir gatnakerfi,
lengri tími fari daglega í akstur og
stærri hluti tekna einstaklinga fari í
rekstur bíla.
Samtök um betri byggð telja að
með því að þétta byggð um 30% til
ársins 2020, úr 17 íbúum á hektara í
22 íbúa á hektara, megi líklega lækka
árlegan rekstrarkostnað einkabif-
reiða um 54 milljarða og tímavirði far-
þega um 75,6 milljarða, eða 18.900
mannár. Á sama tíma mætti lækka
árlegan kostnað atvinnureksturs,
sveitarfélaga og ríkis um allt að 44
milljarða með þéttari byggð.
„Með flutningi flugstarfsemi á nýj-
an stað á höfuðborgarsvæðinu fæst
bót á meinsemdum og göllum í byggð-
inni sem hlotist hafa af flugrekstri í
Vatnsmýri frá 1946 og nýir mögu-
leikar skapast. T.d. er víst að engin
evrópsk borg á sambærileg tækifæri
og Reykjavík til að taka risastökk í átt
til þess að geta orðið raunveruleg
menningarborg.“ segir í greinargerð
samtakanna.
Samtök um betri byggð telja
borgarverkfræðing leggja fram rangar tölur
Allir valkostir hag-
stæðari en Vatnsmýrin
RÚSSNESK messa verður haldin í
Friðrikskapellu sunnudaginn 21.
janúar og hefst kl. 10. Longin erki-
biskup, annar tveggja biskupa rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunnar í
Þýskalandi, þjónar fyrir altari.
Í fréttatilkynningu segir að
Longin komi hingað til lands í því
skyni að stofna söfnuð rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi.
Rússneska kirkjan verður því
fyrsta kirkjudeild grísk-kaþólskra
trúfélaga til að setja á fót söfnuð
hér á landi.
Fjölmargir Rússar búa nú á Ís-
landi og mun söfnuðurinn einkum
þjóna þörfum þeirra og annarra
sem aðhyllast grísk-kaþólska trú.
Allir eru velkomnir að messunni.
Rússnesk
messa
OPIÐ Í DAG KL. 12-14
HÁVALLAGATA - 2JA
Vorum að fá í sölu 2ja herb. íbúð í kjallara í góðu þríbýli. Sérinngangur,
-rafmagn og -hiti. Frábær staðsetning. Verð 8,2 millj.
FREYJUGATA - 2JA
Góð endurnýjuð 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Allt sér. Laus strax. Verð 8,8 millj.
SELJAHVERFI - 4RA
Góð 4ra herb. 96 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli ásamt stæði í bílskýli.
Þvottah. í íbúð. Suðursvalir. Laus strax. Mjög sanngjarnt verð 9,9 millj.
SALAHVERFI KÓP. - 4RA
Glæsileg 4ra herb. íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í nýju fjórbýlishúsi. Sérinngang-
ur. Sérsuðurverönd. Vandaðar innréttingar. Áhvílandi 6,3 millj. húsbréf.
Verð 13,9 millj.
REYNIGRUND - KÓP.
Vorum að fá í sölu skemmtilegt endaraðhús á tveimur hæðum neðst í Foss-
vogsdal. Suðursvalir, bílskúrsréttur. Frábær staðsetning. Bein sala eða
skipti á 3-4ra herb. íbúð. Verð 16,9 millj.