Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 18

Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 18
reksturs kvennaknattspyrnuliðs Þórs/ KA. Erindið var sent inn í kjölfar þess að bæjarráð samþykkti fyrir skömmu að styrkja handknattleikslið KA/Þórs um tvær milljónir króna vegna ferða- kostnaðar yfirstandandi keppnistíma- bils. Sameiginlegt handknattleikslið félaganna er rekið af KA en knatt- spyrnuliðið af Þór, samkvæmt samn- ingi sem gerður var milli félaganna fyrir um þremur árum. Mörg skref til baka Bæjarráð hefur enn ekki afgreitt erindi Þórs um rekstrarstyrk. Á fundi ÍTA í síðasta mánuði var bókað að ráð- ið telur það óviðunandi að kvennalið félaganna verði fært niður um deild og mælir ÍTA jafnframt með því að bæj- arráð styrki verkefnið. Þórarinn B., formaður ÍTA, ítrekaði þessa skoðun ráðsins á fundinum í vikunni og undir hana tók Kristján Þór bæjarstjóri. Í máli Árna Óðinssonar, formanns knattspyrnudeildar Þórs, kom einnig fram að með því að færa liðið niður um deild væri verið að stíga mörg skref til KNATTSPYRNUDEILD Þórs boð- aði til fundar í vikunni þar sem fjallað var um framtíð kvennaliðs Þórs/KA. Rekstur kvennaliðs félagsins hefur gengið erfiðlega og á síðasta ári varð tap á rekstrinum upp á um 2,6 millj- ónir króna. Því hafa verið uppi hug- myndir um að færa kvennalið Þórs/ KA niður um deild, þ.e. úr úrvalsdeild í svæðisbundna 1. deild og hætta við þátttöku í bikarkeppni KSÍ. Einnig er þátttaka 2. flokks kvenna til skoðunar en liðið á sæti í A-deild Íslandsmóts- ins. Þótt ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun á fundinum má telja nokkuð öruggt, miðað við þá umræðu sem þar fór fram, að kvennalið Þórs/KA muni leika áfram á meðal þeirra bestu næsta sumar. Fundinn sóttu um 50 manns, þar á meðal Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri, Þórarinn B. Jóns- son, formaður íþrótta- og tómstunda- ráðs, og Eiríkur B. Björgvinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Knattspyrnudeild Þórs sótti nýlega um tveggja milljóna króna styrk til bæjarins fyrir liðið keppnisár vegna baka. Málið snerist hins vegar um peninga og að stjórn deildarinnar treysti sér ekki til þess að fara út í rekstur liðs í efstu deild kvenna miðað við óbreyttar forsendur. Árni sagði nauðsynlegt að bærinn kæmi að mál- inu með fjárstuðningi og að auki þyrfti að virkja fleiri félagsmenn til að starfa að málefnum kvennaboltans. Ná kærustunum varla á völlinn Sigurjón Magnússon, stjórnarmað- ur í knattspyrnudeild, sagði það vissu- lega dapurt og skref afturábak ef til þess kæmi að draga þyrfti liðið út úr keppni þeirra bestu vegna kostnaðar og áhugaleysis. Sigurjón gerði áhugaleysi að um- talsefni og sagði að það lýsti sér einna best í fjölda áhorfenda á leikjum liðs- ins. Aðeins örfáir áhorfendur mættu á heimaleikina og þá aðallega foreldrar leikmanna en það væri varla að stelp- unum tækist að draga kærasta sína á völlinn. Sigurjón sagði nauðsynlegt að fá fleiri til að leggja þessu máli lið og vísaði þar m.a. til foreldra þeirra Unnið að lausn á málefnum kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu Allar líkur á að liðið leiki áfram meðal þeirra bestu stúlkna sem æfa og leika með félaginu. Af ummælum þeirra Kristjáns Þórs og Þórarins B. mátti ráða að bærinn ásamt íþróttafélögunum á Akureyri myndi á næstu vikum móta tillögur um fjárhag og framtíðarrekstur íþróttahreyfingarinnar í bænum. Hins vegar hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Fjárhagsstaða félaganna verulega slæm Töluverð umræða hefur verið um fjárhagsstöðu íþróttafélaganna í bæn- um undanfarnar vikur og mánuði, sem vægast sagt er mjög slæm. Á fund- inum kom fram í máli bæjarstjóra að gera má ráð fyrir að heildarskuldir íþróttahreyfingarinnar í bænum séu ekki undir 170 milljónum króna og þar af séu gjaldfallnar skuldir um 60 millj- ónir króna. Innan bæjarkerfisins er unnið að því að fara yfir fjármál íþróttahreyf- ingarinnar og þá hafa KA og Þór tekið upp viðræður á ný um sameiningu meistaraflokka félaganna í karlaflokki í handbolta og knattspyrnu. AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í Borgarsíðu og götur þar í kring. AÐSÓKN í sundlaugarnar á Ak- ureyri, Sundlaug Akureyrar og Sundlaug Glerárskóla var góð á síðasta ári og mun betri en árið 1999. Töluverður stærðarmunur er á þessum sundlaugum tveimur og því einnig mikill munur á fjölda gesta. Í Sundlaug Akureyrar eru m.a. tvær stórar sundlaugar, fjöldi potta og fjölskyldugarður. Alls komu rúmlega 333.000 manns í Sundlaug Akureyrar á síðasta ári en árið áður voru þeir rúmlega 314.000. Gestir í almenn- ingstíma voru 228.000 á árinu, þar af fullorðnir 137.000. Skólanemar voru 52.000 og aldraðir og ör- yrkjar 27.000. Gestir í Sundlaug Glerárskóla á síðasta ári voru tæp- lega 64.000 en árið áður voru þeir 59.000. Gestir í almenningstíma voru um 22.500 og þar af full- orðnir um 9.800. Skólanemar og sundfélagsfólk voru um 36.200 og aldraðir og öryrkjar um 5.000. Sundlaug Akureyrar var opin 362 daga á síðasta ári og var með- alfjöldi gesta að jafnaði um 920 manns á dag. Júlí var sem fyrr stærsti mánuður ársins en þá komu 47.000 manns í Sundlaug Akureyrar, eða um 1.500 manns að jafnaði á dag. Mikill fjöldi kem- ur að jafnaði í laugina í apríl, m.a. í tengslum við Andrésar andar leikana á skíðum og í fyrra voru gestir í mánuðinum um 35.000. Miklar endurbætur hafa farið fram á Sundlaug Akureyrar síð- ustu ár og er enn verið að. Þessa dagana er verið að vinna end- urbætur á efri hæð gamla hússins . Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari framkvæmdir en að sögn Gísla Kristins Lórenzsonar forstöðumanns er aðkallandi að byggja öryggisturn og fjölga snyrtingum. Einnig að fjölga tækj- um í fjölskyldugarði sundlaug- arinnar. Aukin aðsókn í sundlaugarnar Morgunblaðið/Kristján Grunnskólanemendur á Akureyri í sundkennslu í Glerárskóla. DAVÍÐSHÚS á Akureyri verður op- ið á 106. afmælisdegi skáldsins, sunnudaginn 21. janúar kl. 13.30- 16.30. Erlingur Sigurðarson, forstöðu- maður „Húss skáldsins: Sigurhæða –Davíðshúss,“ verður gestum til leið- sagnar og mun auk þess flytja og fara með nokkur valin ljóð Davíðs fyrir þá. Það á sér stað á heila tím- anum hverju sinni, þ.e. kl. 14, 15 og 16 og stendur 20-25 mínútur hverju sinni. Er því æskilegt að gestir stilli svo til að þeir gangi í hús á seinni helmingi hverrar klukkustundar vilji þeir fá notið ljóðanna og eins til að trufla síður lesturinn fyrir öðrum. Davíðshús opið á morgun AKUREYRARKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Séra Svavar A. Jónsson. Upphaf sunnudagaskólans á nýju ári. Léttar veitingar í Safnaðarheim- ili eftir messu. Fundur í Æskulýðs- félaginu sama dag kl. 17. Biblíulest- ur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld. Yfirskriftin er „Tíu boðorð á 21. öld“ í umsjá séra Guð- mundar Guðmundssonar. Morgun- söngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudags- morgun. Mömmumorgunn frá kl. 10 til 12 næsta miðvikudag. Á miðviku- dagskvöld kl. 20 verður sjálfstyrk- ingar- og samskiptanámskeið fyrir konur í Safnaðarheimili kirkjunnar, en það ber yfirskriftina „Konur eru konum bestar“. Séra Jóna Lísa Þor- steinsdóttir sér um námskeiðið og fer skráning fram í kirkjunni fyrir hádegi. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á hádegi á fimmtudag. Bæna- efnum má koma til prestanna. Létt- ur hádegisverður í safnaðarheimili á eftir. GLERÁRKIRKJA: Barnasamkoma og guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Sameiginlegt upphaf. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Kyrrðarstund verður í kirkjunni kl. 18.10 næsta þriðjudag. „Leitum innri friðar í faðmi Guðs.“ Hádegissamvera kl. 12 á hádegi næsta miðvikudag. Orgel- leikur, altarissakramenti og fyrir- bæn. Léttur hádegisverður á vægu verði. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 á sunnudagskvöld. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Biblíufræðsla á miðvikudag kl. 19, súpa og brauð í húsakynnum Hjálp- ræðishersins við Hvannavelli 10 á Akureyri. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli verður í Hríseyjar- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 11. Messa verður í Stærri-Árskógs- kirkju kl. 14 á morgun, sunnudag. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morg- un, sunnudag, í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma á Sjón- arhæð, Hafnarstræti 63, Akureyri, kl. 17 á sunnudag. Bjarni Guðleifs- son kynnir Gideonfélagið. Allir vel- komnir. Fundur fyrir 6-12 ára krakka á Sjónarhæð á mánudag kl. 17.30. Kirkjustarf NÝ gólfefnaverslun, Úti og inni, hefur verið opnuð á Njarðarnesi 1 á Akureyri, norðan við nýja To- yota-húsið. Eigendur verslunar- innar eru Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson. Þar er verslað með gólfefni, að- allega frá Harðviðarvali, parkett, plastparkett, flísar, dúka og fylgi- efni, innihurðir, skrautlista, úti- arna og fleira. Þá selur verslunin sumarhús frá Rana Hytta í Norður Noregi. Hægt er frá sumarhúsin í ýmsum stærðum, frá 20-88 fermetra að gólffleti, þau eru flutt inn í ein- ingum og eru auðveld í uppsetn- ingu. Verslunin er opin virka daga frá kl. 9-18 og á laugardögum frá kl. 10-14. Ný gólfefnaverslun á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Eigendur Úti og inni, Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson, í verslun sinni. ÁTTA liða úrslit í spurningakeppni Baldursbrár verða sunnudaginn 21. janúar kl 20.30 í safnaðarsal Gler- árkirkju. Aðgangseyrir er 600 kr. og gildir sem happdrættismiði. Ágóði af keppninni í vetur rennur í söfnun fyrir steindum glugga í Gler- árkirkju. Ath. Breyttan dag. Spurninga- keppni Baldursbrár ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.