Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 28

Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 28
28 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Alnæmi Erfðabreytt prótín hindrar sýkingu Mígreni Þekkt hjartalyf dregur úr köstunum Læknisfræði Dofi orsakast af boðtruflunum Sjúkdómar Sýklar oftar að verki en talið hefur verið?HEILSA Spurning: Ég hef í nokkra mán- uði fundið fyrir doða eða dofa í ilj- unum. Hér er ekki um náladofa að ræða. Ég finn ekki fyrir þessu þegar ég geng en verð vör við þennan dofa í kyrrstöðu. Hvað getur þetta verið? Svar: Dofi getur átt sér mjög margar og margvíslegar orsakir, sumar meinlausar en aðrar hættulegar. Skyntaugar senda viðstöðulaust boð frá húðinni til heilans en venjulega erum við lít- ið meðvituð um boðin. Ef truflun verður á þessum boðum, sem get- ur verið einhvers konar verkur eða dofi, getur það tekið alla at- hygli okkar. Truflunum á húðskyni má skipta í tvo flokka, aukin tauga- boð eða brottfall taugaboða. Auk- in taugaboð geta lýst sér á ýmsa vegu: kitlandi, stingandi, náladofi, þrýstingur, skot eða elding, verk- ur, skerandi, togandi, þvingandi, brennandi eða rífandi. Þessi lýs- andi orð eru oft notuð af sjúkling- unum sem upplifa þessar tilfinn- ingar sem stundum eru sársaukafullar og stundum ekki. Brottfall taugaboða frá húðinni lýsir sér sem minnkað húðskyn og þegar þessi minnkun hefur náð vissu marki upplifum við það sem dofa. Mælingar gefa til kynna að þegar húðskyn hefur minnkað um helming förum við að upplifa það sem dofa en þetta er bæði ein- staklingsbundið og háð því hve hratt húðskynið minnkar. Húð- skyn er af nokkrum gerðum og má þar helst nefna snertiskyn, sársaukaskyn og hitaskyn. Brottfall húðskyns getur tak- markast við sumar þessara gerða eða að þær minnka mishratt. Þetta getur skipt máli fyrir sjúk- dómsgreiningu og hægt er að prófa mismunandi gerðir húð- skyns; snertiskyn má prófa með léttri snertingu, sársaukaskyn með nál og hitaskyn með snert- ingu með ýmist heitum eða köld- um hlut. Brottfall húðskyns getur stafað af truflun í starfsemi út- tauga sem flytja boðin frá húðinni til mænu eða heila og það getur líka stafað af truflun í starfsemi miðtaugakerfisins (mænu eða heila). Dofi í fótum eða iljum getur átt sér fjölmargar orsakir. Ef sina- breiður í fæti eða ökkla þrengja að taugunum getur það valdið dofa sem venjulega er verstur við gang. Ýmsir hrörnunarsjúkdómar í mænu, m.a. heila- og mænusigg (MS), geta lýst sér með dofa og hjá um fjórðungi sjúklinga með MS eru fyrstu einkennin dofi. Skortur á B12-vítamíni, sem venjulega stafar af því að lík- aminn hættir að geta nýtt sér vít- amínið úr fæðunni, lýsir sér með blóðleysi og taugaskemmdum sem oft koma fram sem dofi. Ef tekið er of mikið af B6-vítamíni (pýridoxíni), geta orðið tauga- skemmdir sem m.a. lýsa sér með dofa. Vitað er að þetta getur gerst við langvarandi töku á meira en 100 mg á dag en sumir gætu verið viðkvæmari fyrir þessu vítamíni og fengið eit- urverkanir eftir lægri skammta. Sumir veirusjúkdómar geta valdið dofa en yfirleitt eru önnur einkenni meira áberandi. Þegar sykursýki hefur staðið lengi geta orðið taugaskemmdir sem m.a. lýsa sér með dofa. Langvarandi ofneysla áfengis getur leitt til taugaskemmda og rannsóknir sýna að 5-15% áfengissjúklinga fá slíkar skemmdir en eitt af ein- kennum þeirra er dofi. Síðast en ekki síst er fjöldinn allur af lyfjum (m.a. sum lyf við mígreni og sum sýklalyf) sem geta haft dofa sem aukaverkun og dofinn getur komið fram á ýms- um stöðum líkamans. Þessi upp- talning hinna ýmsu orsaka dofa er alls ekki tæmandi. Sá sem er með dofa vikum eða mánuðum saman ætti að leita læknis og vil ég ráðleggja bréfrit- ara að gera það. Af hverju stafar dofi? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Boðtruflun  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. SÓLSKIN verndar líkamann gegn heila- og mænusiggi (MS), sam- kvæmt nýrri rannsókn á sjúk- dómnum, sem gerð var á fólki af mörgu þjóðerni, frá pólsvæðum til miðbaugs. Vitað hefur verið í að minnsta kosti hálfa öld að fólki sem býr nærri pólunum er 100 sinnum hættara við sjúkdómnum en þeim sem búa á miðbaug, þar sem engin tilfelli hans hafa fund- ist. Graham Bentham, prófessor við umhverfisfræðadeild East Anglia- háskóla í Bretlandi, hefur gert töl- fræðirannsókn sem hann telur varpa ljósi að þennan landfræði- lega mun í fyrsta sinn. Segir hann rannsókn sína, sem enn hefur ekki verið birt, hafa prófað, með já- kvæðri niðurstöðu, þá tilgátu að muninn megi útskýra með land- fræðilegum mun á magni útfjólu- blárra-B geilsa (UVB), sem eru helsta D-vítamínlind líkamans. Fiskneysla hjálpar Íslendingum Rannsóknin leiddi í ljós að hærra hlutfall af feitum fiski, sem er ríkur að D-vítamíni, í fæðu Norðmanna og Íslendinga útskýrði að líkindum hvers vegna MS-til- felli meðal þeirra eru færri en annarra Norður-Evrópubúa. Hing- að til, segir Bentham, hefur verið leitað annarra útskýringa á hinum mikla mun eftir hnattstöðu á fjölda MS-tilfella. Ein var sú, að fólk nærri pólunum ætti sameiginlega arfbundna þætti sem gerðu það veikara fyrir. Önnur var að MS væri vírus, sem enn hefðu ekki verið borin kennsl á, sem fólk á norðlægum slóðum kæmist meira í snertingu við vegna langs veturs. Frekari útskýring var sú, að MS væri viðbrögð við algengum vírus- um. Bentham komst einnig að því, að meðal fólks sem borðaði mikið af dýrafitu var meiri hætta á MS. Segir hann mögulega útskýringu þess að sólskin dragi úr hættunni væri sú, að vitað væri að það drægi úr virkni ónæmiskerfisins. Sólskin drægi því líklega úr of sterkum viðbrögðum líkamans gegn sjálfum sér. Sagði Bentham ennfremur að upplýsingar væru ekki nægar til að skera úr um hvort kenningin um D-vítamínið eða þessi útskýring á því hvers vegna sólskin virðist koma í veg fyrir eða hægja á MS, væri rétt. Ef það væri vegna D-vítamíns mætti bæta það upp með fæðubót- arefnum eða með aukinni neyslu á feitum fiski, án þess að eiga á hættu að fá húðkrabbamein vegna of mikils sólarljóss. Orsakatengsl? Ensku MS-samtökin hafa varað við því að ekki megi gera of mikið úr niðurstöðum Benthams fyrr en þær hafi verið metnar af öðrum vísindamönnum og birtar. Dr. Lorna Layward, yfirmaður rann- sóknardeildar samtakanna, benti á að gallinn við faraldursfræðirann- sóknir eins og þessa væri sá, að þær gætu bent á tengsl sem ekki væru orsakatengsl. Frekari rann- sókna væri þörf til að skera úr um hvort um orsakatengsl væri að ræða. Sólskin verndar gegn MS Associated Press Blessuð sólin vekur ekki einasta allt með kossi heldur benda rannsóknir til að hún veiti vernd gegn einum skæðasta sjúkdómi sem þekkist. The Daily Telegraph. Líkur á því að taka MS- sjúkdóminn minnka eft- ir því sem nær dregur miðbaug. Nærri pól- unum er þessi sjúkdóm- ur mun algengari þótt mikil fiskneysla kunni að hjálpa Íslendingum og Norðmönnum. EINS og allir þekkja sem reynt hafa megrun er vandinn ekki endi- lega sá að ná burt kílóunum. Raun- irnar hefjast þegar reynt er að halda þeirri þyngd sem náðst hef- ur. Nýjar rannsóknir gefa til kynna að lyf, sem kemur í veg fyrir að menn bæti á sig aftur því sem þeir hafa náð að missa, sé komið fram. Í grein sem birtist fyrir skemmstu í læknatímaritinu Lancet er greint frá því að fólki sem þjáðist af offitu hafi tekist að forðast að bæta á sig 80% þeirrar þyngdar sem það hafði misst með því að nota lyf þetta í tvö ár. Hér ræðir um lyf sem nefnist í Bandaríkjunum Meridia, en það inniheldur virka efnið sibutramine. „Lyfið fer einstaklega vel í fólk og árangurinn er stórbrotinn,“ segir dr. Mike Lean, sérfræðingur í offitusjúkdómum, sem starfar við háskólann í Glasgow, en hann kom hvergi nærri rannsókninni. „Þarna koma fram traustar upplýsingar í þá veru að lyfið dugi sem langtíma megrunarlyf.“ Hér er þó ekki um kraftaverka- lyf að ræða, segir forsprakki rann- sóknarhópsins, dr. Philip James, sem er prófessor við Rowett- rannsóknarstofnunina í Aberdeen í Skotlandi og formaður alþjóðlegs hóps vísindamanna sem fæst við rannsóknir á þessu sviði og nefnist á ensku „The International Obesity Task Force“. „Þeir sem ráðleggja mönnum að breyta bara mataræðinu og taka upp líkamsrækt hjálpa einungis til- tölulega fámennum hópi fólks. Ein- ungis um 10-15% þeirra sem leggja á sig megrun ná að halda kílóunum í burtu,“ segir hann. Rannsóknir á lyfinu hafa ekki leitt í ljós nein tengsl við skemmdir í hjartalokum, en eldra megrunar- lyf, sem innihélt efnið fenfluram- ine, var tekið af markaði árið 1997 af þeim sökum. Þá er á markaði megrunarlyfið Xenical, sem inni- heldur virka efnið orlistat og er m.a. fáanlegt hér á landi. Dr. Xavier Pi-Sunyer, offitu- sérfræðingur sem starfar í New York, sagði hins vegar að notkun Meridia-megrunarlyfsins gæti fylgt aukinn blóðþrýstingur og ör- ari hjartsláttur. Þyrfti af þeim sök- um að fylgjast grannt með þeim sem notuðu lyfið. Hins vegar gæfi rannsóknin tilefni til bjartsýni. Nýja lyfið er framleitt af Knoll Pharmaceutical sem heyrir undir þýsku BASF Pharma-samsteyp- una. Það fyrirtæki tók þátt í því að kosta nefnda rannsókn. Nú nota um fjórar milljónir manna Merdia um heim allan. Lundúnum. AP. Associated Press Vandinn er ekki síst fólginn í því að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur. Megrunin rennur oftar en ekki út í sandinn. Nú kann hjálp að vera innan seilingar. TENGLAR ..................................................... The Lancet:www.thelancet.com International Obesity Task Force: www.iotf.org Langtíma megrun- arlyf?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.