Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT úrræði kann að vera innan seilingar fyrir þá sem þjást af mígrenihöfuðverkjum en hafa ekki hlotið bót fyrir tilstilli hefðbundinna lyfja. Norskir vísindamenn hafa lok- ið bráðabirgðarannsókn á lyfi sem nefnist lisinopril, og var upphaflega ætlað til meðhöndlunar á hjartabil- unum, en hefur óvænt reynst koma í veg fyrir mígreni. Lisinopril er á markaði hér á landi og er ætlað við háum blóðþrýstingi og/eða hjartabil- un. Vísindamennirnir athuguðu áhrif mismunandi dagskammta af lyfinu á höfuðverk 60 mígrenisjúklinga á aldrinum 19 til 59 ára. Þrjátíu tóku eina pillu á dag í eina viku og síðan tvær pillur daglega í 11 vikur. Eftir tveggja vikna hvíld fylgdu þeir sömu forskrift, en tóku þá óvirkt platlyf. Annar 30 manna hópur tók platlyf í 12 vikur og síðan lisinopril í 12 vikur. Heildarniðurstöður birtust í janúar- hefti British Medical Journal. Á meðan sjúklingarnir tóku lyfið fækkaði þeim klukkustundum, sem þeir þjáðust af höfuðverk, um 20%, og dagar með mígreniköstum voru 21% færri miðað við platlyfið, sam- kvæmt niðurstöðunum. Þegar höfuð- verkjaköst komu töldu sjúklingarnir þau 20% léttvægari þegar þeir tóku lisinopril heldur en þegar þeir tóku platlyfið. Harald Schrader, við Norska vís- inda- og tækniháskólann, og sam- starfsfólk hans, segir að lisinopril sé auk þess vel þolanlegt. Neikvæðar aukaverkanir á borð við svima eða hósta töldust vera vægar eða miðl- ungi alvarlegar. Hefðbundnar með- ferðir við mígreni, eins og til dæmis lyfjaflokkur sem nefnist triptans, veita oft aðeins bót við hluta ein- kennanna. Vísindamenn eru að rann- saka fjölda lyfja sem möguleika á nýjum meðferðum, þ. á m. lyf við flogaveiki og þunglyndi. Hjartalyf kann að vinna gegn mígreni New York. Reuters. Associated Press Mígrenið gerir ekki mannamun. Hér er þekktum leikmanni í þeirri miklu menningaríþrótt bandarískum ruðningi hjálpað af velli eftir að hafa fengið heiftarlegt mígrenikast. TENGLAR ..................................................... British Medical Journal :www.bmj.com NIÐURGANGUR í rannsóknarferð til Kansas varð kveikjan að bestu hugmyndum Pauls W. Ewalds. Hann er dýrafræðingur og var að kanna félagslíf spörva. En á meðan ósköpin gengu yfir þarna fyrir 24 árum hafði hann tíma til að velta öðrum hlutum fyrir sér. Voru hans eigin vandræði einfaldlega afleiðing þess að ein- hverjir sýklar voru ákveðnir í að dreifa úr sér? Eða var líkami hans að reyna að skola sýklunum burtu? Var þetta þróunaraðlögun innrásarliðs eða háþróuð vörn mannslíkamans gegn því? Hið darwiníska viðhorf Þegar hann hafði náð heilsu á ný fór hann að kanna læknarit. „Mér varð ljóst að í læknaritunum voru næstum því allar vangaveltur um þróunarferli á misskilningi byggð- ar,“ segir hann. Því hófst hann handa við að leiðrétta þetta. Þótt hann sé ekki læknir hefur Ewald beitt skiln- ingi nítjándualdarhugsuðarins Charles Darwins til að leggja sitt að mörkum til svonefnds darwinísks, eða þróunar, viðhorfs til sjúkdóma. Niðurstaða Ewalds er sú að hefð- bundinni læknisfræði, sem einbeitir sér að arfberum og lífstíl, sjáist yfir meginorsök langvinnustu, útbreidd- ustu og skaðlegustu sjúkdóma sem herja á menn. Hann hefur sýkla grunaða um að valda hjartasjúkdóm- um. Krabbamein telur hann að megi rekja til sýkingar. En hvað með geð- sjúkdóma? Jú, þar er einnig við sýkla að sakast, telur Ewald. Ásamt nokkrum samstarfsmönn- um hefur hann staðið fyrir dálítilli endurreisn sýklakenningarinnar um sjúkdóma sem hefur að mestu fallið í skuggann af öðrum hugmyndum síð- an lömunarveiki, bólusótt, berklar og aðrar langvinnar plágur voru fyrir mörgum árum afhjúpaðar og reynd- ust smitsjúkdómar. Vísbendingum um að Ewald kunni að hafa rétt fyrir sér fer fjölgandi, að minnsta kosti um að sýklar hafi verið vanmetnir, og að búast megi við annarri öldu sjúkdóma. Ofmetin áhrif Til dæmis eru ætissár, eða maga- sár, sem löngum voru rakin til streitu og vinnusýki, nú af flestum talin stafa af sýkingu og oft með- höndluð með sýklalyfjum. Legháls- krabbamein hefur verið rakið til totuvörtuvírussins sem finnst í mönnum og veldur einnig kynfæra- vörtum. Það var ekki Ewald sem gerði þessar uppgötvanir en hann hefur ítrekað bent á að þær séu vís- bendingar um að of mikið hafi verið gert úr áhrifum erfða og umhverfis sem sjúkdómsvalda og að mikilvæg- ustu rannsóknirnar á sýklum séu enn óunnar. „Smitsjúkdómafræði hefur alltaf verið vanmetin,“ segir hann. „Vand- inn er sá, að smitsjúkdómar eru gríð- arlega fjölbreyttir.“ Frammi fyrir öllum þessum fjölda hefur hugsun hans leitað út fyrir mörk formlegrar menntunar hans og sérhæfingar vís- indalegrar hugsunar. Nýjasta bókin hans heitir „Plague Time: How Stealth Infections Cause Cancers, Heart Disease, and Other Ailments“ (Plágutíð: Hvernig ósýnilegar sýk- ingar valda krabbameini, hjartasjúk- dómum og öðrum kvillum) og var gefin út í október sl. Í henni rekur hann sögu læknisfræðinnar frá svartadauða til genamengis manns- ins. Ewald er prófessor í líffræði við Amhers-háskóla í Bandaríkjunum en skrifaði bókina fyrir almenning á venjulegu máli og í frásagnarstíl sem er sjaldgæfur í vísindum. Margir vísindamenn, jafnvel líka sumir talsmenn smitsjúkdómafræða, telja að Ewald gangi ef til vill of langt með kenningu sína um sýkla. „Mér þykja hnattrænar alhæfingar óþægi- legar,“ segir Randolph Nesse, geð- læknir við Háskólann í Michigan í Bandaríkjunum. „Þær fá suma vís- indamenn til að halda að darwinísk læknisfræði sé að einhverju leyti frá- brugðin venjulegri læknisfræði hvað varðar viðmið.“ Hin áhyggjulausa velþóknun En Ewald segir að hugmyndum sínum sé „ætlað að skekja þá áhyggjulausu velþóknun sem fólk hefur á nútímalæknisfræði“. Flestir vísindamenn líta svo á, að sjúkdómar stafi af flóknu samspili margra þátta; gena, umhverfisþátta á borð við síg- arettureyk og einnig sýkla. Ewald er að mestu sammála þessu, en segir að ráðandi öfl séu sem dáleidd af sjón- arspili erfðafræðinnar og yfirsjáist því oft skotmarkið sem sýklar séu. Segir hann að erfðamengi sýkla myndi veita meiri skilning á helstu sjúkdómum en hið margumtalaða erfðamengi mannsins geti gert. „Það verður ekki allt rakið til sýkla,“ segir hann. „En í raun munu allir stærstu og mikilvægustu [sjúk- dómarnir] vera orsakaðir af sýking- um.“ Bandarískur vísindamaður endurvekur hugsun Darwins Telur sýkla vera or- sök flestra sjúkdóma Associated Press Paul Ewald, sem kennir við Am- herst-skóla í Massachusetts í Bandaríkjunum, gerir grein fyr- ir kenningum sínum. Amherst í Bandaríkjunum. AP. GENETÍSKT þróað prótín hefur í tilraunum á rannsóknastofu getað komið í veg fyrir að al- næmisveiran sýki frumur. Segja vísindamenn þetta lofa góð um öfluga meðferð við sjúkdómn- um. Dr. Peter Kim, við Whitehead- rannsóknastöðina í líflæknis- fræði í Bandaríkjunum, segir að prótínið, sem nefnist 5-Helix, geti heft ferlið sem alnæmis- veiran, HIV, notar til að komast inn í frumur. Í niðurstöðum rannsóknar er nýverið birtist í tímaritinu Science segja Kim og meðhöfundar hans að í tilraun- um virki 5-Helix með því að koma í veg fyrir að HIV renni saman við ytri himnuna á heil- brigðum frumum. Segir Kim að tilraunir sýni að prótínið virki gegn öllum helstu afbrigðum HIV. Þegar er verið að gera tilraunir með lyf sem virka með því að hindra aðgang HIV að frumum en Kim sagði að þau lyf séu samsett og búin til með efnaferli. Tilraunaprótínið 5-Helix var búið til með því að breyta geni í bakteríu sem þá framleiddi prótínið. Sagði Kim svona prótín vera ódýrari í framleiðslu og standast betur mótstöðu þegar þau séu komin inn í líkamann. Enn er þó ekki búið að gera tilraun með prótínið á dýrum og segir Kim ekki vitað hvort prót- ínið reynist hafa eituráhrif á líkamann eða hvort það helst nógu lengi í líkamanum til að virka á HIV. Associated Press Unnið að alnæmisrannsóknum. Alnæmisrannsóknir Vonir bundnar við breytt prótín TENGLAR ..................................................... Tímaritið Science:http://intl.science- mag.org/. Associated Press. BÓLUEFNI, sem verið er að gera tilraunir með, kann að reynast áreiðanleg og áhrifarík leið til að draga úr vexti krabbameins í brisi, sem er ein banvænasta gerð krabbameins og sú sem er hvað erfiðast að meðhöndla. Niðurstöð- ur bráðabirgðarannsókna þykja lofa góðu. Hátt í 29 þúsund manns látast árlega í Bandaríkjunum úr bris- krabba, samkvæmt upplýsingum krabbameinsfélagsins þar í landi. Nú eiga þeir, sem greinast með þetta krabbamein, fárra kosta völ, annarra en að láta fjarlægja bris- ið, sem sér líkamanum fyrir insúl- íni. „Þetta er sjúkdómur sem eigin- lega er engin viðunandi meðferð til við núna,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, dr. Elizabeth M. Jaffe, við Johns Hopkins-lækna- stofnunina í Baltimore í Banda- ríkjunum. Jaffe og samstarfsfólk hennar prófaði bóluefni sem inniheldur brisfrumur úr mönnum, sem ræktaðar voru á rannsóknarstofu og erfðaefninu í þeim breytt þann- ig að bætt var í það ónæmisauk- andi geni, eða arfbera, svonefndu GM-CSF-geni. Virkjun þessa gens hjálpar ónæmiskerfinu að bera kennsl á og eyða krabba- meinsfrumum sem leynast í líkam- anum. Fjórtán sjúklingar, sem höfðu gengist undir aðgerð til að fjar- lægja úr þeim brisið og hluta smágirnis, fengu bóluefnið. Í tólf tilfellum var bólusetningunni fylgt eftir með lyfja- og geislameðferð í hálft ár. Bólusetning var endur- tekin mánaðarlega í sex tilfellum, og varð sóttarhlé hjá þeim sjúk- lingum í að minnsta kosti hálft ár. Ónæmiskerfi þriggja af þessum sex sjúklingum virtist bregðast við með því að halda uppi „dráps“-við- brögðum við krabbameinsfrumun- um, sem er dæmigert fyrir GM- CSF-genið, að því er höfundar rannsóknarinnar segja í janúar- hefti Journal of Clinical Oncology. Jaffe tjáði fréttastofu Reuters að sjúklingarnir þrír, sem ónæm- isviðbrögðin urðu hjá, kenndu sér enn ekki meins, þrem árum eftir að hafa greinst með krabba. Engra eituraukaverkana varð vart í tengslum við meðferðina, segja vísindamennirnir. Bóluefni gegn briskirtilskrabba lofar góðu New York. Reuters. TENGLAR ................................................. Journal of Clinical Oncology: http://intl.jco.org
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.