Morgunblaðið - 20.01.2001, Page 35

Morgunblaðið - 20.01.2001, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 35 nn ES-samn- nn sé orð- því hann þeirri þró- dalagsins. nn geri ef samning- verða úr- Hins vegar eytingum hann efist nokkurn tt. ð hægt sé m. „Hann efur verið nnur lönd m. Þetta á í banda- menning, smál, um- og tækni- MU nar fjallar en auk þær. Stef- amkomu- og Íslend- aaðilar að nir að Ís- mjög mik- mur ESB. um að það usn varð- andalagið rgararétt gengjum í borgara- andalags- a fulltrúa a þjónustu sendiráða, ef viðkomandi land hefur þar ekki sendiráð. Ef horft er á Schengen-reglurnar út frá bandalagsréttinum þá er um eðlilega þróun að ræða vegna þess að Schengen-samstarfið fjallar einkum og sér í lagi um frjálsa för fólks í bandalagsríkjunum og þar á meðal Íslandi og Noregi. Schengen- samkomulagið er geysilega mikil framþróun og meira heldur en menn gera sér grein fyrir. Mér finnst sjálfum að það hljóti að leiða til breytinga á hugarfari fólks og að það færi þjóðir saman en um leið er það stefna ESB að hver þjóð haldi sínum menningareinkennum og tungumáli.“ Frelsisákvæðin veita nýja möguleika Í formála bókarinnar segir höf- undur að frelsisákvæðin svonefndu, þ.e. frjáls vöruviðskipti, frjáls för launþega, frjáls þjónustustarfsemi, stofnsetningarréttur og frjálsir fjármagnsflutningar tilheyri kjarna Evrópuréttarins og því séu þau mjög mikilvæg. Almennt megi segja að frelsisákvæðin feli í sér nýja möguleika fyrir einstaklinga og lög- aðila til að nýta sér ýmis réttindi en reglurnar séu yfirgripsmiklar, flóknar og margslungnar. Spurður hvaða nýju möguleikar þetta eru segir Stefán að hann hafi meira einblínt á lagareglur og því sé erfitt fyrir hann að meta hvernig fyrirtæki notfæri sér frelsið í reynd. „Mér sýnist þó að þeim hafi tekist nokkuð vel til. Hitt er alveg öruggt að aukin þekking og meiri rann- sóknir á þessum fræðum gefa ennþá meiri möguleika,“ segir hann. Varðandi nýja eða athyglisverða dóma sem gengið hafa í málefnum fyrirtækja innan fjórfrelsisins segir Stefán að til dæmis sé gerð ítarleg grein fyrir nokkrum dómum eins og til dæmis skaðabótamáli Erlu Mar- íu Sveinbjörnsdóttur gegn íslenska ríkinu vegna vanrækslu á að lög- leiða réttilega EES-reglur. „Áður voru gengnir dómar í EB um sams konar mál, meðal annars í svoköll- uðu Francovich-máli en síðan telur íslensk kona á sér brotið og hún höfðar mál gegn íslenska ríkinu. Í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins fylgir hann fordæmi EB-dómstóls- ins og dæmir ríkið skaðabótaskylt.“ Þá segist Stefán vita að nýtt mál sé í uppsiglingu, þ.e. að íslenska rík- ið hafi brotið EES-reglur með því að hafa haft of lengi í lögum ákvæði um einokun ríkisins á innflutningi á áfengi og heildsölu. „Innflytjandinn sem um ræðir telur að brotinn hafi verið á sér réttur eftir að Íslending- ar gengu í EES og fer nú í skaðabótamál. Það reynir því væntanlega enn á ný á þessar reglur um bótaábyrgð.“ Skilgreind markmið Þegar Stefán er í lokin spurður hver sé afstaða hans sjálfs til inn- göngu Íslands í Evrópusambandið og hvort þessi rannsókn hafi breytt skoðunum hans, segist hann aldrei hafa myndað sér eindregna skoðun á aðildinni. „Plúsarnir eru margir en mínusarnir líka. Ef ég ætti að velja myndi ég vilja sjá miklu ná- kvæmari heildarúttekt. Mín skoðun er sú að vilji menn fara í samninga- lotu um aðild þá er eins gott að hafa mjög skilgreind markmið en ekki að skella sér út í samningana og sjá síðan hverju fram vindur.“ Hann bætir því við að hann telji að með rannsóknum af þessu tagi og enn frekari og dýpri framhalds- rannsóknum þá muni menn skilja eðli sambandsréttarins enn betur. „Þá held ég að menn hljóti að hallast að minni skoðun um það að menn eigi að hafa mjög skilgreind mark- mið.“ SB í hengi gum, Evr- ur at- iks- sama að r að og um án aðið/Ásdís af starfi Í sé að la undir væðinu. Mikilvægt að hafa mjög skil- greind samn- ingsmarkmið að íbúar Reykjavíkur verði að gera sér grein fyrir því að borgin verði að kosta flutning brautarinnar af sín- um skatttekjum. Sturla segir að af þeim tveimur kostum sem eftir eru, endurgerðum Reykjavíkurflugvelli samkvæmt gildandi deiliskipulagi og flutningi til Keflavíkur, sé núver- andi Reykjavíkurflugvöllur ótvírætt hagkvæmasti kosturinn af þeim sem sýndir hafi verið. Nefnir hann í því sambandi nálægð flugvallarins við stjórnsýslustofnanir landsins og þjónustu og stóru sjúkrahúsin. Það skipti miklu varðandi öryggismál íbúa landsins, vegna sjúkraflugs og almannavarnahlutverks Landhelg- isgæslunnar. Samgönguráðuneytið hefur nú- virt kostnaðartölur um umrædda fimm valkosti. Þar kemur fram að endurbættur Reykjavíkurflugvöllur á núverandi stað og flutningur mið- stöðvar innanlandsflugs á Keflavíkurflugvöll eru langódýrustu kostirnir í þeim samanburði, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Svigrúm til uppbyggingar atvinnuhúsnæðis og íbúða Samgönguráðherra og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri kynntu til- lögur bresku ráðgjafanna British Aerospace Systems (BAE) og Hall- dórs Guðmundssonar arkitekts um landnýtingu á svæði Reykjavíkur- flugvallar. Þar kemur fram að veru- legt byggingasvæði myndast á flug- vallarsvæðinu við flutning flugvallarstarfseminnar austur fyrir aðalflugbrautina og mikil uppbygg- ing viðskipta- og þjónustuhúsnæðis er möguleg í tengslum við nýja sam- göngumiðstöð. Forsendur tillagna þeirra eru að norðaustur-suðvestur-braut verði lokað þegar fram líða stundir, í sam- ræmi við deiliskipulag, en norður- suður- og austur-vestur-brautirnar haldist óbreyttar. Flugstarfsemin flytjist að mestu á austurhluta svæðisins, á svæðið frá Naut- hólsvík að Tanngarði neðan Hringbrautar, og að að- setur einkaflugs færist með tíð og tíma á nýjan flugvöll. Ráðgjafarnir hafa skilað þremur tillög- um sem gera ráð fyr- ir mismunandi stað- setningu sam- göngumiðstöðvar og flugskýla. Flugstöð er samkvæmt núgild- andi skipulagi ætlað- ur staður syðst á svæð- inu, við flugskýli Landhelgisgæslunnar. Talið er nokkuð þröngt um samgöngumiðstöð þar vegna áætlana um aukningu í innanlandsflugi á næstu árum og áratugum og það er einnig talinn löstur á fyrirkomulaginu að þá yrðu flugskýlin að vera nyrst á svæðinu, meira inni í borginni. Önnur hug- myndin er að hafa samgöngumið- stöð á norðurhluta svæðisins, en þar þyrfti hún að vera beggja vegna göt- unnar Hlíðarfótar sem þar á að koma, og flugstarfsemin gæti þá verið syðst. Þriðja tillagan, sem sýnd er á meðfylgjandi mynd, gerir ráð fyrir að neðsta hæð Hótels Loft- leiða verði tekin undir flugstöð og miðstöð fólksflutninga á landi byggð þar við. Lét flugmálastjóri þess get- ið að hótelið hefði upphaflega átt að vera flugstöð Loftleiða. Allar tillögurnar gera ráð fyrir að hægt verði að nýta töluvert land sem nú er innan flugvallargirðingar til byggingar íbúðar- og atvinnuhús- næðis. Þannig væri hægt að byggja 60 þúsund fermetra skrifstofuhús- næði í nágrenni Hótels Loftleiða, 33 þúsund fermetra skrifstofuhúsnæði í nágrenni háskólasvæðisins og 132 íbúðir og 316 íbúðir með stækkun íbúðahverfisins í Skerjafirði. Sam- tals eru þetta tæplega 450 íbúðir með rúmlega eitt þúsund íbúa og að- staða fyrir hátt í þrjú þúsund starfs- menn. Ráðgjafar Flugmálastjórnar áætla að með flutningi austur-vest- ur-brautar út í sjó mætti tvöfalda íbúðafjöldann. Er það talsvert minni nýting á landinu en embættismenn Reykjavíkurborgar hafa gert ráð fyrir og segir Þorgeir flugmálastjóri að það helgist af öðrum aðferðum ráðgjafa Flugmálastjórnar og þeir séu komnir lengra í sinni vinnu. Segir Vatnsmýrina ótvírætt hagkvæmasta flugvallarsvæðið Morgunblaðið/Árni Sæberg Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri kynntu hugmyndir um uppbyggingu á Reykjavíkurflugvelli. Sturla segir að aðrir kostir en endurbyggður flugvöllur á núverandi stað og flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur séu ekki raunhæfir. VERULEGT byggingar-svæði myndast á há-skóla- og Skerjafjarðar-svæðinu samkvæmt tillögum um nýtt skipulag Reykjavíkurflugvallar í núver- andi mynd sem unnar hafa verið fyrir Flugmálastjórn og mikil uppbygging við- skipta- og þjónustuhús- næðis er möguleg í tengslum við nýja samgöngumiðstöð. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að aðrir kostir en endurbyggður Reykjavíkurflugvöll- ur á núverandi stað og flutningur mið- stöðvar innanlands- flugs til Keflavíkurflug- vallar séu ekki raunhæfir. Telur hann Reykjavíkur- flugvöll í Vatnsmýrinni ótví- rætt hagkvæmustu lausnina. Samgönguráðuneytið og Flug- málastjórn boðuðu til blaðamanna- fundar í gær vegna umræðna um þær fimm tillögur um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í framtíðinni sem borgarstjóri kynnti fyrr í vik- unni vegna atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa í mars. Einnig voru kynntar tillögur ráðgjafa Flugmála- stjórnar um fyrirkomulag flugvall- arstarfseminnar austan aðalflug- brautar Reykjavíkurflugvallar. Reykvíkingar verða að borga kostnaðinn Sturla Böðvarsson ítrekaði á fundinum fyrri ummæli sín um að aðallega væri um að ræða tvo kosti, Reykjavíkurflugvöll endurbyggðan á núverandi stað eða að flytja mið- stöð innanlandsflugs til Keflavíkur- flugvallar. Segir hann að ráðuneytið og Flugmálastjórn leggist gegn hugmyndum um byggingu nýs flug- vallar í Vatnsleysustrandarhreppi, sunnan Hafnarfjarðar, vegna þess hversu nálægt hann sé Keflavíkur- flugvelli. Það sé óraunhæfur kostur og ekki á dagskrá samgönguráðu- neytisins að leggja fjármagn í slíka framkvæmd. Ráðherra segir að flugvöllur á Lönguskerjum sé skemmtileg framtíðarhugmynd sem ekki komist á dagskrá á næstu ár- um. Ráðherra segir að ef flytja eigi austur-vestur-flugbraut Reykjavík- urflugvallar út í Skerjafjörð, en þann kost nefnir hann Lönguskerja- leið hina minni, þurfi að tryggja að sú framkvæmd komist í gegnum umhverfismat til þess að hún sé raunhæfur valkostur. Þá segir hann Tillaga að nýju skipu- lagi flugvallarsvæðisins í svipaðri mynd og nú er. Flugmálastjórn Í einni hugmynd ráðgjafa og arkitekta er gert ráð fyrir flugstöð og samgöngumiðstöð í og við Hótel Loftleiðir, auk almenns skrifstofu- og viðskiptahúsnæðis. Flugstöðin yrði á fyrstu hæð hótelsins og í gler- skála út frá henni en samgöngumiðstöðin þar til hliðar.                              !  "#$!##!#                 Nýtt byggingarsvæði innan vallargirðingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.