Morgunblaðið - 20.01.2001, Page 41

Morgunblaðið - 20.01.2001, Page 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 41 Umsóknir á ensku eða dönsku sendist til: NÝLEGA mælti ég fyrir þingsályktunar- tillögu á Alþingi um samráð stjórnvalda við frjáls félagasamtök. Meðflutningsmenn mínir eru þingmenn- irnir Ólafur Örn Har- aldsson, Kristján Páls- son, Ásta Möller, Ísólfur Gylfi Pálma- son, Gunnar Birgisson, Drífa Hjartardóttir og Árni Ragnar Árnason. Tillagan er sem hér segir: ,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er geri út- tekt á stöðu frjálsra félagasamtaka á Íslandi og hvernig samskiptum stjórnvalda og sveitarstjórna við þau sé háttað. Jafnframt skili nefndin tillögum til ríkisstjórnar- innar um hvernig samráði stjórn- valda við frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála verði hagað með vísan til skuldbindinga Ís- lands samkvæmt alþjóðasamningi um aðgang að upplýsingum, þátt- töku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum sem undirritað- ur var í Árósum 23.–25. júní 1998.“ Frjáls félagasamtök eru mikilvæg Í lýðræðisríkjum hafa frjáls félagasamtök (Non Governmental Organisations, NGO’s) gegnt sífellt mikilvægara hlutverki undanfarna áratugi. Á þetta ekki sízt við á sviði umhverfismála. Þau veita stjórnvöldum og atvinnurekendum mikilvægt aðhald og sinna bæði fræðslu- og eftirlitshlutverki. Ein- kenni frjálsra félagasamtaka er að þau eru óháð ríkisvaldinu, hafa sjálfstæðan fjárhag, eru rekin án gróðasjónarmiða og hafa fagleg vinnubrögð að leiðarljósi. Fleiri og fleiri viðurkenna nauðsyn þess að virkja mannauð og þekkingu frjálsra félagasamtaka. Stjórnvöld í ríkjum heims hafa gengið einna lengst í að viður- kenna nauðsyn þess að almenn- ingur og frjáls félagasamtök séu höfð með í ráðum þegar umhverf- ismálum er skipað. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverf- ismál sem haldin var í Ríó 1992 var í samningi um svokallaða Dagskrá 21 fjallað um nauðsyn þess að styrkja stöðu frjálsra félagasam- taka og mikilvægt hlutverk þeirra í umfjöllun um sjálfbæra þróun. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig haldið svæðisbundnar ráðstefnur um umhverfismál. Á fjórða ráð- herrafundi umhverfisráðherra um umhverfismál í Evrópu sem hald- inn var í Árósum í Danmörku 23.– 25. júní 1998 var gengið skrefi lengra og undirritaður alþjóða- samningur um aðgang að upplýs- ingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að rétt- látri málsmeðferð í umhverfismálum. Samningurinn felur í sér viðurkenningu á réttindum borgar- anna að því er varðar umhverfismál og er, eins og fram kom í yf- irlýsingu umhverfis- ráðherranna, mikils- vert framfaraskref bæði fyrir umhverfið og lýðræðið. Með samningnum er stað- fest mikilvægi þess að einstaklingar og frjáls félagasamtök taki þátt í mótun um- hverfisreglna og við- urkennt að stjórnvöldum beri að hafa eðlilegt samráð við almenning við mótun umhverfisstefnu. Hvernig er málum háttað hérlendis? Flutningsmenn tillögunnar telja eðlilegt að skipuð verði nefnd er geri annars vegar úttekt á stöðu frjálsra félagasamtaka á Íslandi og samskiptum stjórnvalda við þau og hins vegar tillögur byggðar á Ár- ósa-samningnum um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að rétt- látri málsmeðferð í umhverfismál- um. Flutningsmenn gera hvorki til- lögu um fjölda nefndarmanna né hvernig þeir verða skipaðir. Eðli- legt er að nefndin verði skipuð á breiðum grunni, þ.e. með þátttöku hins opinbera, atvinnulífsins, laun- þegasamtaka og frjálsra félaga- samtaka. Árósasamningurinn Árósasamningurinn fjallar um það hvernig almenningur getur komið að ákvörðunum stjórnvalda í umhverfismálum. Í honum eru þrjú meginatriði: 1. Aðgangur að upplýsingum. 2. Aðgangur almennings að ákvarðanatöku. 3. Aðgangur að réttlátri málsmeð- ferð, þar með talið að bera fram kærur og láta reyna á ákvarð- anir fyrir dómstólum. Hvað aðgang að upplýsingum snertir segir í samningnum að sú skylda sé lögð á stjórnvöld að upp- lýsa almenning um umhverfismál og hvaða áhrif framkvæmdir geta haft á umhverfið. Í öðru lagi fjallar hann um að- gang almennings að því að taka þátt í ákvörðunum á sviði umhverf- ismála og hafa áhrif á það hvaða ákvarðanir eru teknar og það snemma á ferlinum, einnig þegar verið er að semja lagafrumvörp. Í þriðja lagi eiga borgararnir rétt á því að geta kært ákvarðanir stjórnvalda og fengið úr þeim skorið fyrir dómstólum, ekki sízt við virkjanaframkvæmdir, meng- andi efnaiðnað og svo framvegis. Þá er mælt með því í ályktun sem fylgdi samningnum að frjáls félagasamtök fái tækifæri til að taka virkan þátt í milliríkjasam- starfi þegar unnið er að stefnumót- un í umhverfisvernd. Þannig er Árósasamningurinn rammi fyrir stefnumörkun Norður- landanna fram til ársins 2004 með það fyrir augum að gera almenn- ing meðvitaðan um það sem leitt getur til sjálfbærrar þróunar, eink- um með því að almenningur komi í auknum mæli að verki. Til þess að samningurinn taki gildi þurfa 16 ríki af þeim 40 sem undirrituðu að hafa staðfest hann. Norðurlöndin í fararbroddi Norðurlöndin vilja vera í far- arbroddi í umhverfismálum. Á því leikur varla nokkur vafi. Þegar samningurinn var undirritaður var gert ráð fyrir því að efni hans yrði lögtekið hið fyrsta og hefur það verið gert nú þegar bæði í Svíþjóð og Danmörku. Þar hefur umhverf- isverndarsamtökum verið tryggður lagalegur réttur til aðildar að nátt- úruverndar- og umhverfismálum. Umhverfisverndarsamtök hafa fjölþætt hlutverk. Hér á landi eru mörg slík samtök, fjölmenn og fá- menn, og hver um sig hafa sína sérstöðu. Þau eru umræðuvett- vangur, hafa alþjóðleg tengsl, eru umsagnaraðilar fyrir stjórnvöld, koma fram með hugmyndir, gagn- rýna stjórnvöld, vekja athygli á því sem miður kann að fara og stuðla jafnvel að rannsóknum á sviði um- hverfismála. Ég tel mikilvægt að efla slík samtök og virkja þá þekk- ingu sem þar býr enn frekar, landi okkar og eftirkomendum til góðs. Með því er líka tryggt að náttúran eigi sér málsvara gagnvart stjórn- völdum og, ef svo vill til, fyrir dómstólum. Með því sem gert hef- ur verið t.d. í Svíþjóð og Dan- mörku er komin fyrirmynd sem eðlilegt gæti verið fyrir okkur að nýta. Umhverfisnefnd þingsins Ofangreindri þingsályktunartil- lögu var eftir umræður í þinginu vísað til umhverfisnefndar þar sem umhverfismál og Árósasamningur- inn eru miðdepill hennar. Málefni frjálsra félagssamtaka heyra þó undir fleiri nefndir Alþingis og þar sem tillagan lýtur að fleiri þáttum en umhverfismálum, til dæmis heilbrigðismálum, mannréttindum og félagsmálum svo eitthvað sé nefnt, blasir við að leita þarf eftir áliti fjölmargra aðila áður en til- lagan verður endanlega afgreidd. Ég hvet frjáls félagasamtök sem telja sér málið skylt að kynna sér tillöguna og senda umhverfisnefnd þingsins álit sitt. Samráð stjórnvalda við frjáls félagasamtök Katrín Fjeldsted Umhverfisvernd Í Svíþjóð og Danmörku hefur umhverfisvernd- arsamtökum verið tryggður lagalegur réttur, segir Katrín Fjeldsted, til aðildar að náttúruverndar- og umhverfismálum. Höfundur er 14. þingmaður Reykvíkinga. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.