Morgunblaðið - 20.01.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 20.01.2001, Síða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ verður fram haldið, þar sem frá var horfið í síðasta þætti um Morgunblaðið: Gísli Sigurðs- son hefur árum saman skrifað um sjónlistir, ekki síst byggingarlist, en það orð höfum við reynt að nota um það sem útlendingar kalla „arkítektúr“. Það er tökuorð úr grísku og arkí merkir sama og erki, t.d. í erkibiskup og erki– óvinur. Arkítekt væri vel nefndur höfuðsmiður á íslensku. Það hef- ur komið í hlut nafna míns að segja á íslensku það sem aðrir hafa látið sér sæma að nefna með erlendum orðum og þannig gefist upp í því sem áður sagði með orð- um Einars Benediktssonar. Matthías Johannessen er skáld, fyrst og fremst ljóðskáld og bók- menntarýnir; ég nefni aðeins tvö snilldarverka hans með löngu millibili: Njála í íslenskum skáld- skap (Hið ísl. bókmenntafélag 1958) og Bókmenntaþættir (Al- menna bókafél. 1985). Hann hefur krafist þess skilyrðislaust að Morgunblaðið héldi uppi merki málsins: Án tungunnar ekkert þjóðerni, án þjóðernis ekkert full- veldi né sjálfstæði, sbr. og ára- mótaávörp forsætisráðherra og forseta Íslands. Matthías Johann- essen er líka meistari samtalsins, ekki síður en Valtýr Stefánsson. Og vitna ég nú í Jón Sigurðsson: „Það er sannreynt í allri verald- arsögunni, að með hnignun máls- ins hefir þjóðunum hnignað, og viðrétting þess og endursköpun hefir fylgt eða öllu heldur gengið á undan viðréttingu og endur- sköpun þjóðanna.“ (Ný félagsrit 1841.)  Matthías Johannessen kom að máli við mig 1979 og stakk upp á því, að ég skrifaði vikulega pistla í Morgunblaðið, þætti um íslenskt mál á mannamáli og við alþýðu hæfi. Þetta varð að ráði, og ég er enn að, enda hef ég víst ekki ann- að þarfara að gera, og nú ryðst fram í kollinn vond vísa sem Þórð- ur Harðarson læknir kenndi mér, þegar ég lá á Landsspítalanum: Þegar Jarpur dó úr skitu allir grétu á Vesturgötu; Margrét grét þó mest. Hinir gátu hætt. Sjá og Halldór Laxness: Grikk- landsárið, bls. 164. Um samskipti mín við þá Matt- hías og nafna minn Sigurðsson segi ég aðeins: Kærar þakkir. Og við laugardagspistlana hef ég lært mikið, bæði af bókum og af vörum fólks og sendibréfum. „Hinir gátu hætt“, en ég hef enn ekki náð þeim þroska, og því er það að ég reyni enn um sinn að skrifa þessa pistla og tek með ánægju við því, sem mér er sagt og skrifað. Lýkur svo þessum „Morgun- blaðsskrifum“.  Hlymrekur handan kvað: Hún Torfhildur litla í Tungu táldróst af Jóhanni gungu, en þó að svo væri og þennan veg færi, hún elskaði ’ann upp fyrir lungu. Mér hefur borist svohljóðandi bréf: „Gísla Jónssyni, grammatice – Saxi fróði kall- aðist svo, og það köllum við þig líka. Við sáum í þætti þínum fyrir jól, að skólabróðir okkar og sam- stúdent, Sig. Eggert cand. mag. lýsti eftir okkur. Ekki skulum við felast fyrir vini Caesars, og nefn- um við nokkur dæmi um málglöp úr vörpunum um jólin. Bylgjan sagði á jóladag frá miklu framboði á helgihaldi, item að fæðst hefði einstaklingur á jólanótt. Útvarpið um svipað leyti: Hann hefur þýtt fjölmargar íslenskar fagurbókmenntir, og enn, er lög- reglumaður talaði um Árnamálið: „Við urðum að sýna ákveðna ákveðni.“ Mest brá okkur þó á gamlárs- dag, þegar við heyrðum „mann- fækkunar framlög“ stjórnvalda. Við héldum fyrst að fækka ætti Íslendingum skipulega, en svo áttuðum við okkur að svo væri ekki, – en klaufalega orðað. Ekki ætlum við að skrifa meira í bráð, en gaman væri að heyra meira frá vini Caesars og Livius- ar, sem við biðjum að heilsa. Sittu svo heill í sæmd þinni. Skilríkir menn.“ Umsjónarmaður þakkar skil- ríkum mönnum fyrir að hafa tek- ið áskorun okkar Sigurðar og hvetjum þá til frekari dáða.  Vilfríður vestan kvað: Mælti Björn (hann var bínefndur fluga) við Bentínu konuna hans Huga: „Atlotin þín ef þú færir mér fín, ætti fimmhundruð kall ekki að duga?“  Kvenheitið Fjóla er ekki gamalt hjá okkur Íslendingum. Þetta blómsheiti er af erlendum toga, sbr. ensku Violet og ítölsku Viol- etta = lítil fjóla; etta er smækk- unarending eins og í sígaretta. Þessi nöfn eru ættuð úr latínu. Kvenheitið Fjóla var ekki komið hérlendis 1870, en 1910 eru 13, flestar um miðbik Norðurlands og svo á suðvesturhorninu. Árin 1921–’50 voru 205 meyjar skírðar þessu nafni, og nú eru í þjóð- skránni vel á fimmta hundrað Fjólur. Auk þess fær Telma Tómasson gildan staf fyrir að segja með áherslu taka við, en ekki „taka yf- ir“. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1093. þáttur Í TÍMARITINU Vísbending frá 23. nóvember síðastliðinn er fjallað um vanda sveitarfélaga og er víða komið við. Meðal efnis er það sem blaðið kallar draumasveitarfélagið og gefur það sveitarfélögum ákveðna einkunnagjöf. Vísbending gefur sér forsendur við umrædda úttekt, sem eru m.a. skuldasöfnun og skatta- hækkanir svo eitthvað sé nefnt. Ekki gefur þessi einkunnagjöf mynd af greiðslu- eða lánshæfi einstakra sveitarfélaga en hinsvegar ágætis ábending til þeirra. Eins og undan- farin ár trjónir Seltjarnarneskaup- staður á toppnum með 7,5 í einkunn meðal annars vegna þess að skuldir eru með því lægsta og á leið niður og útsvar er í lágmarki. En sé litið til hvernig höfuðborgin Reykjavík stenst samkeppnina, kemur annað í ljós. Fjórir komma sex Í umræddri einkunnagjöf lendir Reykjavíkurborg í því „óheppilega“ sæti nr. 13 og fær falleinkunn upp á 4,6. Ástæðan er fyrst og fremst útsvars- hækkun, en meirihluti borgarstjórnar stóð að myndarlegri hækkun á síðasta ári. Og ekkert er slegið af hjá Ingi- björgu Sólrúnu og félögum. Enn og aftur hafa þau hækkað út- svarið, sem nálgast 13% og hefur aldrei verið hærra, hvorki fyrr né síðar. Í fyrsta skipti hefur það gerst að útsvarsprósenta er fullnýtt í Reykjavík samkvæmt þeim lögum sem í gildi eru. Fyrir þetta afrek fær R-listinn falleinkunn númer tvö. Falleinkunn númer þrjú Í fyrrnefndu blaði er jafnframt birt mynd þar sem fram koma skuld- ir sveitarfélaga á hvern íbúa og sýnir myndin að skuldir borgarsjóðs jafnast niður á um tæplega 150 þúsund krónur á hvern íbúa. En það segir ekki allt. Bókhaldsæfingar borgarstjóra annars staðar í borgarkerfinu m.a. í skúffufyrirtækj- um eins og Félagsíbúð- um, en þar eru skuldir sem teknar voru út úr borgarsjóði og settar í sérstakt félag, í þeim tilgangi að blekkja borgarbúa og sýna þannig betri stöðu borgarsjóðs en hún í raun er. Heildarskuldir borgarinnar að öllu samanlögðu eru rúmlega helmingi hærri eða tæpar 300 þúsund krónur á hvern íbúa. Jafnframt var það kynnt í nýsam- þykktri fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2001 að það væri stefna meirihlutans að auka skuldir borg- arinnar enn meira á næsta ári. Fyrir þessar æfingar fá Ingibjörg Sólrún og félagar falleinkunn númer þrjú. Núll fyrir miðbæinn Síðustu mánuðina hefur verið mik- il umræða um framtíð Reykjavíkur- flugvallar. Ýmsar tillögur eru komn- ar fram um framtíð vallarins og fá þær misjafnar undirtektir eins og gengur. Meðal annars hefur því ver- ið haldið fram að það muni styrkja gamla miðbæinn verulega rísi mynd- arleg íbúðarhverfi á hluta eða mest öllu núverandi flugvallarstæði. Þetta fær nú ekki að fullu staðist þar sem margir sem nota innanlandsflugið hafa sótt þjónustu, svo sem verslun, viðskipti, veitingastaði, opinberar skrifstofur og fleira í gamla miðbæ- inn, en mundu sækja slíka þjónustu að mestu annað, flytjist völlurinn burt. Þetta er vegna nálægðar flug- vallarins við miðbæinn. En þetta er að breytast, þjónustan er að hverfa og það af allt öðrum ástæðum. Mið- bærinn gamli sekkur nú enn dýpra en nokkru sinni fyrr af völdum einn- ar verstu ákvörðunar borgaryfir- valda fyrr og síðar. Þegar meirihluti borgarstjórnar samþykkti að stór- hækka bílastæða- og bílahúsagjöld í gamla miðbænum á síðasta ári kom það eins og eyðingarmáttur yfir svæðið. Þetta kom nýlega fram í Kastljósþætti í sjónvarpinu þar sem þeir áttust við Júlíus Vífill af D-lista og Helgi Hjörvar af R-lista. Helgi vildi flugvöllinn feigan og bætti við að nú væri einnig að hefjast upp- bygging miðbæjarins m.a. með byggingu þriggja stórhýsa með til- heyrandi starfsemi. Þetta væru að vísu einkaaðilar og borginni því óvið- komandi. Það kom því Helga alveg í opna skjöldu þegar Júlíus Vífill benti honum á samantekt Þróunarfélags- ins þar sem segir að yfir 40% versl- ana hefðu flúið gamla miðbæinn á síðustu árum. Öllum er það ljóst að ein meginástæða þessarar þróunar er okur borgaryfirvalda á bílastæða- gjöldum. Það er orðið það dýrt að leggja bílum í miðbænum að borg- arbúar forðast að fara þangað. Og Reykjavík fær falleinkunn Júlíus Hafstein Sveitarstjórnarmál Það er gömul saga og ný í íslenskum stjórn- málum, segir Júlíus Hafstein, að þegar flokkarnir eru margir sem koma að stjórnun opinberra fjármála þá reynist aðhaldið minna og miklu erfiðara. FÁTT hefur verið rætt meira á meðal al- mennings en dómur Hæstaréttar í máli Ör- yrkjabandalagsins gegn Tryggingastofn- un ríkisins. Er auð- sætt að forystumenn stjórnarflokkanna hafa ákveðið að hlíta ekki dómnum að öllu leyti og hafa haft í frammi ýmsar mál- þófsrefjar til þess að drepa málinu á dreif. Nú skal leitast við að útskýra á hverju af- staða Öryrkjabanda- lagsins til frumvarps ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um almannatryggingar, sem lagt hefur verið fram vegna dóms Hæstaréttar, felst: Málið snýst ekki um kjör öryrkja eða upphæðir heldur réttindi þeirra sem eru í sambúð. Upphæð óskertrar tekjutryggingar, sem ber að greiða samkvæmt dómsorðum, er ákveðin af stjórnvöldum og að svo stöddu gerir Öryrkjabandalag- ið ekki athugasemd við hana. Í dómi Hæstaréttar eru skýr ákvæði um að óheimilt sé að skerða tekju- tryggingu vegna tekna maka. Verða þau ummæli tilgreind hér að neðan:  Tekjur maka skipta ekki máli við greiðslu til dæmis slysatrygg- inga, sjúkratrygginga, atvinnu- leysistrygginga og fæðingar- styrks. Verður að telja það aðalreglu íslensks réttar að rétt- ur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka. Er það í samræmi við þá stefnumörkun sem liggur að baki íslenskri lög- gjöf um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 28/1991, sbr. og 2. mgr. 65. gr. stjórn- arskrárinnar. Í lögum er þó víða tekið tillit til hjú- skaparstöðu fólks. Má hér nefna skattalög og ákvæði laga um félagslega aðstoð. Talið hefur verið að einstakling- ur í hjúskap eða sambúð þurfi minna sér til framfærslu en sá sem býr einn. Getur það því átt við málefnaleg rök að styðjast að gera nokkurn mun á greiðslum til ein- staklinga úr opin- berum sjóðum eftir því hvort viðkom- andi er í sambúð eða ekki. Öryrkjabandalagið hefur ekki gert athugasemdir við það að upp- bætur eins og heimilisuppbætur séu skertar eða falli niður. Þegar fólk stofnar til hjúskapar falla þessar bætur niður. Tekjur fatlaðs einstaklings skerðast því um 30% og er sú skerðing meiri en tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Hins vegar á grunnurinn, það er grunnlífeyrir og tekjutrygging, að standa óskertur samkvæmt dómn- um. Ákvæði dómsorða um tengingu tekjutryggingar vegna tekna maka eru þessi:  Dómsorð: Viðurkennt er, að aðaláfrýjanda, Tryggingastofnun ríkisins, hafi verið óheimilt frá 1. janúar 1994 á grundvelli 2. mgr. 4. gr. reglu- gerðar nr. 485/1995 að skerða tekjutryggingu örorkulífeyris- þega í hjúskap með því að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna lífeyris- þegans í því tilviki, er maki hans er ekki lífeyrisþegi. Einnig er viðurkennt, að óheimilt hafi verið að skerða tekjutrygg- ingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Þetta er ótvíræð niðurstaða Hæstaréttar: Skerðing tekjuteng- ingar vegna tekna maka er óheimil samkvæmt áður nefndum lögum og reglugerðum. Hér verður ekki fjallað um fyrn- ingarákvæði frumvarpsins vegna endurgreiðslna þess sem ranglega hefur verið haft af öryrkjum. Ef um almennt sakamál væri að ræða Í þessu felast út- úrsnúningarnir Arnþór Helgason www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.