Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 47

Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 47 ✝ Þorvaldur Frið-riksson fæddist í Borgarnesi 4. des- ember 1921. Hann andaðist á sjúkra- húsi í Houston í Tex- as 5. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga G. Ólafsdóttir, f. 3.5. 1890, d. 19.10. 1984, og Friðrik Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri, í Borgarnesi og Reykjavík, f. 10.12. 1896, d. 18.1. 1983. Systkini Þorvaldar voru Eðvard, f. 1918, búsettur í Kamloops í Kanada; Guðmundur, f. 1920, d. 1997, í Reykjavík; Elsa, f. 1929, býr í Reykjavík; Ólafur, f. 1930, búsettur í Abbotsford í Kanada, og Jónas, f. 1932, búsettur í Gig Harbor í Bandaríkjunum. Þorvaldur fór til náms í Banda- ríkjunum haustið 1944, en þá voru tveir eldri bræður hans við nám þar. Með því að gegna herþjón- ustu í 18 mánuði bauðst honum frítt nám, og því boði tók hann og gerðist hermaður árið 1945. Dvöl hans í hernum varð þó heldur lengri, eða tæp 30 ár. Þar gekk hann undir nafninu Thor Frid- riksson, og á vegum hersins stundaði hann margvíslegt nám, m.a. rafeindafræði. Auk starfa innan Bandaríkjanna var hann í Þýskalandi tvisvar sinnum og í her Sam- einuðu þjóðanna í Kóreustríðinu. Hann fékk sig fluttan á Keflavíkurflugvöll vorið 1952 og kvænt- ist þá heitkonu sinni, Joan Nelouise Cain. Þau eignuðust tvær dætur, Lianne Nell, sem er prófessor í fjölmiðlafræðum, og Lísu Beth, viðskipta- og hagfræðing. Hún er gift Robert Man- dula. Þorvaldur og Joan bjuggu í Reykjavík til seinni- hluta ársins 1953, en næstu tvö ár- in starfaði hann í Fort Knox. Fyr- ir störf sín í hernum var hann sæmdur fjölda heiðursmerkja, þ.á m. „Silver Star“, „Bronze Star V“ og „Purple Heart“ tvisv- ar. Snemma á ferli sínum hlotnað- ist honum æðsta tign manna sem ekki höfðu gengið í herskóla. Árið 1955 fluttu þau til El Paso í Texas. Þar starfaði Þorvaldur við eftirlit og viðhald ratsjár- og tölvukerfa hersins og kenndi í herskólum. Þegar hann hætti í hernum, árið 1974, setti hann á stofn bakarí sem þau hjónin starfræktu í 13 ár. Aska Þorvaldar verður jarðsett í maí nk. við sérstaka athöfn í Ar- lington, heiðursgrafreit her- manna við Washington. Fyrst man ég eftir Þorvaldi Frið- rikssyni, sem mesta afreksmanni og sigurvegara í mörgum greinum á íþróttamótinu á Hvítárbökkum, sumarið 1942, þegar ég var vikapilt- ur í Deildartungu í Borgarfirði. Þá var ég 14 ára, og auðvitað datt mér ekki í hug, að þessi kappi ætti eftir að verða mágur minn. Þorvaldur ólst upp í hópi fimm sona, og einnar dóttur, við ástúð og umhyggju foreldra sinna í Borgar- nesi. Þar fengu þau gott veganesti sem komið hefur sér vel á lífsleið- inni. Þorvaldur fékk fljótt mikinn áhuga á tónlist, og náði góðum ár- angri í hljóðfæraleik. Þegar hann var unglingur, fékk hann eitt sinn saxófón í jólagjöf, æfði sig mikið og spilaði viku seinna í hljómsveit á dansleik á gamlárskvöld. Á unglingsárum eldri bræðranna réðist Friðrik í að byggja annað hús á lóð sinni í Borgarnesi, og unnu þeir ásamt föður sínum að mestu við byggingu þess. Þá flutti fjölskyldan í nýja húsið, og það gamla var stækk- að og endurnýjað. Þá var nýja húsið selt og andvirði þess gerði bræðr- unum kleift að afla sér menntunar, enda höfðu þeir til þess unnið. Eftir nám í Reykholtsskóla, lærði Þorvaldur hárskeraiðn í Reykjavík hjá Óskari í Kirkjuhvoli. Haustið 1944 fór hann til Bandaríkjanna til náms. Á þeim tíma var nær ómögulegt að fá landvistarleyfi og skólavist nema að bjóða sig fram til herþjón- ustu í 18 mánuði, en eins og fyrr seg- ir var hann í hernum í tæp 30 ár. Sumarið 1950 fékk Þorvaldur mánaðarfrí, og ætlaði að njóta þess hér heima. En aðeins 15 mínútum eftir að hann hafði heilsað móður sinni í Borgarnesi, var hringt frá sendiráði Bandaríkjanna og honum skipað að snúa aftur til herdeildar sinnar eins fljótt og auðið væri. Hann vissi hvað til stóð, því Norður- Kóreumenn höfðu ráðist inn í Suður- Kóreu, og hans herdeild var meðal fyrstu sveita Sameinuðu þjóðanna sem sendar voru á vettvang. Það var allri fjölskyldunni erfið stund. Næstu 11 mánuði upplifði hann þær mestu hörmungar sem hægt er að hugsa sér í stríði við margfalt of- urefli uppmagnað af heift og grimmd. Af tæplega sex þúsund manna herflokki sem hann tilheyrði, kom- ust nokkur hundruð lífs af. Þorvaldur var talinn „týndur“ í þrjár vikur, og tilkynning hafði bor- ist foreldrum hans um það, en þá lá hann mikið særður á sjúkrahúsi. Fjörutíu árum seinna, þegar Sæ- mundur Guðvinsson var að skrifa bókina „Íslenskir hermenn“, og var að fá Þorvald til að segja sér frá Kóreustríðinu, gekk það erfiðlega. Mér finnst ég hafa ruðst inn í lokað herbergi og það sé verið að ýta mér út aftur, skrifar Sæmundur, en hon- um tókst að fá Þorvald til að segja frá mörgu sem hann upplifði þar, en hafði aldrei sagt frá fyrr. Þá var ekkert til sem hét áfallahjálp, og andlegu örin urðu þeir sem eftir lifðu, að bera til ævaloka. Þegar Þorvaldur starfaði á Kefla- víkurvelli, var hann fyrsti hermað- urinn sem fékk að hafa konu sína hjá sér á Íslandi. Þau leigðu íbúð í Blönduhlíð og hans indæla kona, Joan var daglegur gestur í Sunnu- búðinni í Mávahlíð og var mjög fljót að læra íslensku nöfnin á öllum vörum sem hún þurfti til heimilisins. Þá kynntist ég fyrst mági mínum Þorvaldi, og komst að því að ekkert var ofsagt um ágæti hans, sem allir höfðu talað um. Hann var einstakt prúðmenni, yfirvegaður, traustur og ljúfur maður. Hermenn máttu þá aðeins vera einn dag í viku á götum úti í Reykja- vík, og urðu þá að klæðast einkenn- isbúningi. Eitt kvöldið fórum við Elsa með þeim hjónum í bíó. Þegar ösin var að mjakast út, voru þrír unglingsstrákar með svolítinn fyrir- gang og einn þeirra sneri sér að Jo- an og sagði: „Þú hefur aldeilis krækt þér í skrautlegan offísera.“ Joan starði á þá stórum augum og ég gleymi ekki andlitssvip strákanna þegar hermaðurinn sneri sér að þeim og sagði brosandi á hreinni ís- lensku: „Hún skilur ekki íslensku, strákar mínir.“ Eftir að Þorvaldur fór á eftirlaun hjá hernum keypti hann hlut í nýrri verslunarmiðstöð í El Paso, þar sem á annað hundrað verslanir eru, og setti þar upp bakarí í samvinnu við Tiffany’s Bakery-keðjuna. Rekstur- inn gekk mjög vel og var búðin valin sem fyrirmyndarbúð Tiffany’s og notuð í auglýsingar. Ásókn var í að senda til hans fólk í þjálfun. Þegar við Elsa heimsóttum þau, í El Paso, sáum við hve þekktur og vinsæll Þorvaldur var og allir báru mikla virðingu fyrir honum. Þótt fjarlægðir aðskildu fjölskyld- una hefur mikil samheldni ríkt innan hennar og eftir að tölvupósturinn kom til sögunnar hafa öll samskipti orðið auðveldari. Þorvaldur bar mikla umhyggju, eins og við öll, fyrir heilsu frænda síns Sturlu Þórs og fylgdist mikið með hetjulegri bar- áttu hans eftir flugslysið í Skerja- firði. Þorvaldur veiktist sjálfur hast- arlega um miðjan desember, af bráðahvítblæði, og andaðist fjórum dögum á eftir Sturlu. Þorvaldur var alltaf mikill Borgnesingur og eftir meira en hálfrar aldar búsetu er- lendis, heyrðist varla hreimur í máli hans. Hann átti hugmyndina að því að reisa foreldrum þeirra minnisvarða í Skallagrímsgarði, á hundrað ára af- mæli föður þeirra árið 1996. Mjög gott samstarf um fram- kvæmdina tókst með bæjarstjórn Borgarness og við afhjúpun varðans hittust þau öll systkinin í Borgarnesi í fyrsta sinn frá árinu 1940. Ári seinna andaðist Guðmundur, afi Sturlu, og nú hefur Þorvaldur einnig fallið frá, og er hans sárt saknað. Við Elsa og fjölskylda okkar, vottum Jo- an, Lianne, Lísu og Bob, okkar inni- legustu samúð. Óskar Jóhannsson. Þorvaldur „Lilli“ Friðriksson, bróðir pabba míns heitins, dó 5. janúar síðastliðinn vestur í Texas og hafði það meiri áhrif á mig en ætla mætti, miðað við að okkar samveru- stundir voru ekki beint daglegar. Þegar ég frétti að hann hefði veikst hastarlega var ég sjálfur niðursokk- inn við að taka þátt í að koma syni mínum, Sturlu Þór, til heilsu eftir flugslysið í Skerjafirði. Blóðböndin sögðu rækilega til sín og við ætt- mennin styrktum hvert annað og hugguðum, með hugarorku og raf- pósti. Við mynduðum bandalag gegn dauðanum og hétum því að sigra. En mikill reyndist máttur sameig- inlegs óvinar. Sonurinn kæri dó á nýársdag. Mitt í megnri sorginni leyfðum við okkur að treysta því að læknavís- indin dygðu til að bjarga afabróður hans. En þær vonir og væntingar urðu að engu. Fjórum dögum eftir andlát Sturlu Þórs kom að kveðjustund Lilla frænda. Þótt ég hafi ekki hitt Lilla nema endrum og sinnum eftir að barn- æsku minni lauk er hann mér af ýmsum ástæðum ógleymanlegur. Persóna hans var sterk og lundin ljúf; því kynntist ég nógsamlega. En í ofanálag höfðu greypst í vitund mína óteljandi sögur um ævintýri og uppátæki elstu bræðranna, Lilla, pabba og Ebba, allt frá æskuárum þeirra í Borgarnesi og áfram. Þessar sögur hafa ávallt verið mér upp- spretta hlýrra tilfinninga og ánægju. Og þau bréf sem ég hef lesið frá Lilla til pabba míns segja mér sögu um órofa bræðralag og væntum- þykju. Ég sá Lilla síðast sumarið 1996, þegar minnisvarði var reistur um foreldra bræðranna, Friðrik afa og Helgu ömmu, í Skallagrímsgarði, og voru það yndislegir endurfundir. Ég minnist þess vel hvað mér þótti hann kraftmikill og heilsteyptur og hversu vel honum leið á æskuslóð- unum. Hve viðmót hans var hlýtt og gleðin óblandin. Ég kveð Lilla frænda með trega í hjarta, en sé þó alténd fyrir mér að Sturla Þór hafi fengið traustan og ástríkan ferða- félaga á leiðinni til nýrra heim- kynna. Joan konu hans og dætrum þeirra Lianne og Lisu sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Friðrik Þór Guðmundsson (Lilló). ÞORVALDUR FRIÐRIKSSON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina 2        =+268   3>? !/ 0$1     3"     +, +       ! !22/0 ( %)0- /  2       ' 9879+ 9 79+ ,+ 7 !/ 0$1  !      3"  %     ( %)5!%"  %)0- /  4  ,      ,  " "  %       %  (               "  + 982@+9 9+  9 !%A#!) $1  !  ,         -5 -) / 0  & (  .   + $!  7%B !) ( *% $!  20- 2% (  ! !#!20  %0( $!  3 ( 50-%2! !)! !(( / $1 % /     6       -  7C , #=   +0 %-'D         -          (        & (     71  188 320(  $!  ! %20( "4 !  %20  6 0( ( 3 20  % % ( (    -""5-% %-""5- 9 =+ #   E  +# !      1   (     /     ,   75  558  E! !   ( % %$   -)1 ( # ( < !  <!! ! 7%3 #  052  1  $!#  # -  #  % /  5-       = 4,  + ,+ )$5($1  6 (% - !   (    : '  (   )  $ " (   %    ! !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.