Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 59

Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 59 DAGBÓK Útsala! 10—50% afsláttur Úlpur Kápur Jakkar Pelskápur líta út sem ekta Opið laugardaga frá kl. 10—16    Hefst 2. janúar kl.8.00 Mörkinni 6, sími 588 5518 Læknastofa flutt Hef flutt læknastofu mína í Skipholt 50B Tímapantanir í síma 511 8050 Helga Hrönn Þórhallsdóttir Sérgrein: Húðsjúkdómar Að njóta, elska og hvílast er upplyfting fyrir elskandi pör á öllum aldri, sem vilja spila á strengi ástarinnar á Hótel Skógum undir Eyjafjöllum helgina 26.—28. janúar eða 16.—18. febrúar. Nánari upplýsingar og skráning hjá Sigríði Önnu Einarsdóttur, félagsráðgjafastofunni Aðgát, í símum 551 5404, 861 5407 og netfangi annaoli@mmedia.is. AÐ NJÓTA, ELSKA OG HVÍLAST MARGT er skrítið í brids. Þegar fimm tromp eru úti og annar varnarspilarinn ligg- ur með þau öll er venjulega betra að vera í gröndum. En í tólftu umferð Reykjavíkur- mótsins var það einmitt galdurinn að spila slemmu í tígli, en ekki sex grönd, þar sem vestur átti 109 fimmtu í trompinu. Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ K873 ♥ D63 ♦ Á84 ♣ÁD3 Vestur Austur ♠ 1042 ♠ DG96 ♥ G942 ♥ 85 ♦ 109752 ♦ -- ♣6 ♣K1098752 Suður ♠ Á5 ♥ ÁK107 ♦ KDG63 ♣G4 Eftir sterka grandopnun norðurs enduðu flest pörin í sex gröndum. Sú slemma vinnst ekki nema út komi lauf frá kóngnum, því tígull- inn gefur aðeins fjóra slagi og hjartað þrjá. Engin þvingun er byggist upp, því hótanirnar eru báðar í suður og vestur hendir á eftir. En sex tígla má vinna. Jónas P. Erlingsson í sveit Þriggja Frakka fékk var í þeirri slemmu og fékk út hjarta frá vestri. Það gaf honum slag á tíuna og eftir að hafa kannað trompið tók hann öll hjörtun, ÁK í spaða og stakk spaða. Síðan fékk hann tólfta slaginn á laufás. Hjartaútspilið er vissu- lega hjálplegt en það þarf ekki til, því sagnhafi getur alveg eins stungið fjórða hjartað smátt í borði og einn spaða heima. Vörnin fá þá sameiginlega síðasta slaginn á laufkóng og tromptíu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þeir eru margir sem öfunda þig sakir ákveðni þinnar og ævintýramennsku. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það eru ýmsir möguleikar sem þú þarft að velta fyrir þér núna og það ríður á miklu að þér takist vel upp við val á þeim sem þú ætlar að fram- kvæma. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt þér finnist verra að starfa með öðrum heldur en einn þá þarftu á samstarfsmönnum að halda nú um stundir. Öðruvísi nærð þú ekki takmarki þínu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er ástæðulaust að eyða öllum tímanum í að sýna öðr- um fram á hversu vel gefinn þú ert. Það er auðséð að þú ert góðum gáfum gæddur og þú átt að nota þær við vinnu þína. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér er nauðsyn að finna þér stað þar sem þú getur verið einn með sjálfum þér og hlaðið þig orku til þess að geta tekist á við átök morgundagsins. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er allt á ferð og flugi í kringum þig svo þér veitist erfitt að fóta þig í öllum hama- ganginum. En reyndu að finna þinn eigin takt og halda hon- um. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Stilltu kröfum þínum í hóf því sá sem er of kröfuharður fær sjaldnast nokkuð af því sem hann biður um en sá sem veit hvað hann vill fær allar sínar óskir uppfylltar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt þú hafir meðbyr nú um stundir skaltu hafa vakandi auga á því sem framundan er því það er aldrei að vita hve- nær vindáttin breytist. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu ekki ruglinginn í kring- um þig hafa áhrif á starf þitt. Nýttu þér bara þína eigin orku til þess að geta haldið áfram. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er viturlegra að biðja um hlutina kurteislega en krefjast þeirra með þjósti. Mundu að annað fólk er jafnmetnaðar- gjarnt og kappsfullt í starfi og þú. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þær hindranir sem verða á vegi þínum eru til þess fallnar að sigrast á þeim en ekki til þess að stöðvast við. Beittu ímyndunarafli þínu til að finna leiðina áfram. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þeir eru margir sem dást að þér og starfi þínu og meðan þú heldur þínu striki þá áttu hrósið skilið. Gættu þess að bregðast aldrei aðdáendum þínum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er betra að sitja uppi með of mikið af upplýsingum en of lítið. Svo þú skalt ekkert vera að fjasa þótt nauðsynleg upp- lýsingaöflun taki sinn tíma. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Vökunætur Þér ég helga þessar nætur, þessar dimmu vökunætur, þessar björtu Braganætur, bezta, eina vina mín, því ég vaki vegna þín. Ég er þinn um þessar nætur, þessa daga og nætur, ár og daga, alla daga og nætur. Niðurstaða Fór ég í heiði, fékk ég eina tínu. Fór ég á engi, sló ég miðlungs-brýnu. Út reri ég, og einn ég fékk í hlut. Upp dreg ég bát í naust með léttan skut. Stilltu þig, son minn, stillið grátinn, dætur, strengharpa mín þó laskist. Góðar nætur. Norræna lifir, einn þó undan beri útskagamann, sem langan barning reri. Öldurnar vaka, yrkja ljóð á skeri. Guðmundur Friðjónsson 60 ÁRA afmæli. Sextugverður þriðjudaginn 23. janúar, Hulda Róselía Jóhannsdóttir skrifstofu- maður, Klapparási 5, Reykjavík. Hún og eigin- maður hennar Jóhannes Óli Garðarsson taka á móti gestum í dag laugardaginn 20. janúar kl. 17–20 í Fylk- ishöll við Fylkisveg. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. októ- ber sl. í Lágafells- kirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Magn- ea Viggósdóttir Morgan og Kenneth Morgan. Heimili þeirra er í Banda- ríkjunum. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. september sl. í Stykkishólmskirkju af sr. Kristjáni Vali Ingólfssyni Elínborg Sturludóttir og Jón Ásgeir Sigurvinsson. Ljósmynd/Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Hafn- arkirkju af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Eydís Dóra Einarsdóttir og Halldór Bragi Gíslason. Heimili þeirra er á Sunnubraut 8. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík ENSKI stórmeistarinn Jim Plaskett (2525) þykir litrík persóna og er skákstíllinn í réttu samhengi við það. Hann þykir sókndjarfur í meira lagi og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Staðan kom upp á Hastings-mótinu er lauk fyrir skömmu þar sem Plaskett hafði hvítt gegn þýska kollega sínum Klaus Bischoff (2556). 20.Hxe4!? skemmtileg skiptamunsfórn sem byggir á því að svörtu mennirn- ir vinna ekki nægi- lega vel saman til að verja kóngstöð- una. 20...fxe4 21.Df4 Ba7?! Áhugavert væri að vita hvað hvítur hafði í huga eftir 21...e3 22. fxe3 h6. 23.Hf1 kemur til greina en þá nær svartur aðeins að lofta út með 23...d5. 22.Bh4 h6 23.Dg4 Kf7 24.Rg3 Hc4 25.Rf5! Bc5 25...exf5 leiðir til mikilla hörmunga eftir 26.Dxf5+ Ke8 27.Dg6+ Kf8 28.e6 og hvítur vinnur. 26.Dh5+ Kf8 27.Hd6! blokkerar d-peðið! 27...exf5 27...Bxd6 er svarað með 28.Rxd6 og hvítur vinn- ur. 28.Dxf5+ Ke8 29.e6 Bxf2+ 30.Bxf2 og svartur gafst upp enda fátt til varn- ar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. FRÉTTIR Í TENGSLUM við kjördæmisþing sjálfstæðismanna í Reykjavík um helgina efnir Vörður – Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til opins fundar um efnahagsmál á Hót- el Sögu, Sunnusal, laugardaginn 20. janúar kl. 14.30. Fundurinn ber yf- irskriftina: „Er bjart framundan eða harðnar á dalnum?“ Ætlun fundarboðenda er að fá fram mismunandi sjónarmið og bú- ast má við líflegum umræðum þar sem m.a. vaxtastig á Íslandi, geng- ismál og ríkisfjármálin ættu að bera á góma. Framsögumenn verða þeir Birgir Ísleifur Gunnarsson, Seðla- bankastjóri, Pétur Blöndal, alþing- ismaður, Víglundur Þorsteinsson, forstjóri BM Vallár, Þórður Pálsson, deildarstjóri greiningardeildar Kaupþings og Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður. Að loknum framsöguerindum taka við pallborðsumræður undir stjórn Ástu Möller, alþingismanns. Auk framsögumannanna tekur Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, þátt í umræðunum. Fundarmönnum gefst einnig kostur á að beina spurningum til þátttakenda í pallborðsumræðum. Fundur um efnahagsmál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.