Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.01.2001, Qupperneq 1
20. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. JANÚAR 2001 PETER Mandelson, einn helsti ráð- gjafi Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær af sér sem ráð- herra Norður-Írlandsmála í bresku ríkisstjórninni. Við embættinu tekur John Reid, sem áður fór með málefni Skotlands í stjórninni. Þetta er í ann- að sinn sem Mandelson segir af sér sem ráðherra í stjórn Blairs. Ástæða afsagnarinnar nú eru af- skipti Mandelsons af umsókn auðkýf- ingsins Srichand Hinduja um breskan ríkisborgararétt. Mandelson heldur því fram að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt en málavextir samskipta hans og Hinduja hafa verið á reiki undanfarna daga. Srichand og tveir bræður hans eru sakaðir um að hafa þegið mútur í tengslum við vopna- söluhneyksli á Indlandi. Afsögnin er mikið áfall fyrir Blair sem missir nú náinn samverkamann úr ríkisstjórninni, fjórum mánuðum fyrir kosningar. Misvísandi upplýsingar Mandelson viðurkenndi að hann hefði ekki verið nægilega skýr þegar hann tjáði sig um málið nýlega og því hefðu misvísandi upplýsingar verið gefnar ráðuneytum sem eftir þeim föluðust. Aðra ástæðu afsagnarinnar sagði hann vera þann ágang sem hann hefði orðið fyrir frá fjölmiðlum undanfarin fimm ár. Ekki er ljóst hvort Mandelson hyggst gefa kost á sér í þingkosningunum í vor. Blair þakkaði Mandelson framlag hans til málefna Norður-Írlands en sagði að málið sem leiddi til afsagn- arinnar yrði grandskoðað. Hann kvað ekkert benda til ólöglegs athæfis. Ekki er talið að afsögn Mandelsons hafi skaðleg áhrif á friðarumleitanir á Norður-Írlandi þótt hún komi á við- kvæmum tíma. Hann þykir hafa dregið taum sambandssinna og sjá írskir þjóðernissinnar því ekki eftir honum. Peter Mandelson segir af sér í annað sinn Afsögnin talin mik- ið áfall fyrir Blair London. AFP, AP. YFIRVÖLD á Indlandi sögðu í gær að um 32 milljónir hindúa hefðu baðað sig í Ganges-fljóti til að hreinsa sig af syndum sínum frá því í fyrradag þegar trúarhátíðin Kumbh náði há- marki. Hindúar telja að bað í Ganges- fljóti, þar sem það sameinast fljótunum Yamuna og Saraswati, veiti þeim aflausn frá syndum og leysi þá undan hringrás endur- fæðinga. Indversk yfirvöld sögðu að há- tíðin hefði farið friðsamlega fram og enginn hefði troðist undir þrátt fyrir mannmergðina. Þúsundir helgra bardaga- manna, sem nefnast Naga Sadhus, fóru fyrir hindúunum. Þeir hlupu naktir í kalt vatnið og veifuðu lurkum og sverðum. AP Milljónir hindúa baða sig í Ganges  Missagnir urðu/26 STJÓRN Ísraels tilkynnti í gær- kvöldi að hún hefði ákveðið að hefja friðarviðræður við Palestínu- menn að nýju í Taba í Egyptalandi í dag. Stjórnin sleit viðræðunum í fyrradag eftir að tveir Ísraelar voru skotnir til bana á Vestur- bakkanum. Í yfirlýsingu frá ísraelska for- sætisráðuneytinu sagði að stjórnin hefði ákveðið á fundi í gærkvöldi að hefja viðræðurnar aftur eftir útför Ísraelanna tveggja í dag og þær ættu að standa í nokkra daga. Ísraelar og Palestínumenn hófu viðræðurnar á laugardag til að reyna til þrautar að ná friðarsam- komulagi fyrir forsætisráðherra- kosningarnar í Ísrael 6. febrúar. Ísraelskur heimildarmaður sagði að viðræðunum yrði líklega haldið áfram þar til á þriðjudaginn kem- ur þegar vika verður til kosninga. Ísraelski dómsmálaráðherrann og samningamaðurinn Yossi Beilin kvaðst gera sér grein fyrir því að ef til vill yrði ekki hægt að ná frið- arsamkomulagi á þeim skamma tíma sem væri til stefnu. Í ísra- elsku stjórninni voru skiptar skoð- anir um hvort halda ætti viðræð- unum áfram fyrir kosningarnar. Skoðanakannanir benda til þess Ariel Sharon, leiðtogi Likud- flokksins, sigri Barak með miklum mun í kosningunum. Ísraelar hefja viðræð- ur á ný Jerúsalem. Reuters, AFP. TALSMAÐUR hagsmunasamtaka danskra sjó- manna, Bent Rulle, segir að samkomulag Evrópu- sambandsins (ESB) og Noregs um að stöðva þorskveiðar í Norðursjó í tíu vikur sé „heimsku- legasta ákvörðun sem tekin hefur verið í ESB“ þann tíma sem hann hafi verið virkur í sjávarút- vegsmálum. „Og það segir ekki svo lítið,“ bætti hann við. Engin viðbrögð bárust í gær frá sjó- mönnum í Noregi og á Bretlandi. Danskir sjómenn eru æfir vegna ákvörðunar- innar en hún kemur hart niður á þeim þar sem þeir stunda einkum veiðar á þeim svæðum sem verða lokuð, í norður- og austurhluta Norðursjáv- ar. Segir Bent Rulle að bannið neyði danska sjó- menn til að leita á önnur mið í Norðursjó þar sem meira sé um smáfisk. Með því sé tekið fyrir veiðar á stórþorski en þær auknar á smáfiski, sem sé í andstöðu við verndunarsjónarmið. Rulle telur að nær hefði verið að banna veiðar á svæðunum nær Bretlandsströndum þar sem mik- ið sé um að smáþorski sé hent við veiðar á öðrum tegundum. Þá segir hann að í stað þess að banna veiðar á svo mörgum tegundum hefði átt að herða reglur um möskvastærð til að stöðva veiðar skoskra og hollenskra sjómanna. Þeir veiði með 80 mm möskvum en danskir og sænskir sjómenn hafa lagt til að möskvastærðin verði aukin upp í 110 mm. Dönsku sjómannasamtökin hyggjast krefjast skaðabóta vegna þess taps sem sjómenn verði fyr- ir en Ritt Bjerregaard, matvælaráðherra Dan- merkur, segir það ekki koma til greina, rétt eins og að bændur fái engar skaðabætur vegna kúa- riðumálsins. Verndunarsinnar hafa einnig gagnrýnt bannið en á öðrum forsendum, þeim að ekki sé nógu langt gengið. ESB og Noregur semja um að stöðva þorskveiðar í Norðursjó í tíu vikur Veiðibanninu mótmælt Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.  Veiði bönnuð/26 ÞAÐ er erfitt að vera tilrauna- rotta sem er látin hlaupa hring eftir hring, tímunum saman, og fær aðeins örlítinn skammt af súkkulaðispæni að launum. Þessi iðja er reyndar svo erfið að rotturnar dreymir hana á næturnar, að sögn bandarískra vísindamanna. „Við vitum nú með vissu að þær dreymir og draumar þeirra tengjast reynslu þeirra,“ sagði Matthew Wilson sem stjórnaði tilrauninni. Vísindamennirnir komu fyr- ir rafskauti í heila rottna til að fylgjast með heilastarfseminni meðan þær voru látnar hlaupa í hring og einnig þegar þær sváfu. Þeir komust að því að þegar rotturnar sváfu starfaði sá hluti heilans, sem tengist minni, með nánast sama hætti og þegar þær hlupu og þeir gátu jafnvel greint hvar í hringnum þær voru og hversu hratt þær hlupu í draumnum. Rottur dreymir Washington. Reuters.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.