Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 57 JÓLAMERKI Barnauppeldis- sjóðs Thorvaldsensfélagsins, Framtíðarinnar á Akureyri, Rot- aryklúbbs Hafnarfjarðar, Líknar- sjóðs Lionsklúbbsins Þórs, Ung- mennasambands Borgarfjarðar, Kaþólska safnaðarins, Neistans – styrktarfélags hjartveikra barna, Rauða kross Íslands, Hins ís- lenska biblíufélags, Félag MS- sjúklinga og Sunnuhlíðarsamtak- anna í Kópavogi. Að venju verður hér sagt frá þeim jóla-, líknar og styrktar- merkjum, sem gefin voru út fyrir síðustu jól og mér er kunnugt um. Eins og jafnan áður hefur Bolli Davíðsson í Frímerkjahúsinu látið þættinum flest þessara merkja í té og eins þær upplýsingar um þau, sem hann hefur fengið. Ber að þakka honum það. Einhvern tímann hreyfði ég því í jóla- merkjaþætti, að verulegur fengur væri í því fyrir þann, sem sér um þáttinn, að fá greinargóðar upp- lýsingar beint frá útgefendum merkjanna: um tilgang útgáfu þeirra, hönnuð þeirra og mynd- efni. Að vísu munu mörg líkn- arfélögin senda blöðunum tilkynn- ingar um merki þeirra, en því miður er hætt við, að þær drukkni í öllu auglýsingaflóðinu fyrir jólin og fari því framhjá mörgum. Þessar upplýsingar væru þess vegna bezt geymdar á einum stað í frímerkjaþætti Morgunblaðsins. Þar ættu þá allir þeir, sem safna jóla- og líknar- merkjum, að eiga greiðan aðgang að öllu því, sem varðar þau sér- staklega. Fyrst verður fyrir að nefna jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins, enda hófst útgáfa þeirra langt á undan öðr- um þess konar merkjum. Hönn- uður merkisins er Guðlaug Hall- dórsdóttir listamaður. Eru 12 merki í örkinni, svo sem venja hefur verið. – Næst í aldursröð- inni er jólamerki Kvenfélagsins Framtíðarinnar á Akureyri. Merkið gerði Sigurveig Sigurð- ardóttir myndlistarmaður. Tekjur af sölu merkjanna fara til líkn- armála, sérstaklega til styrktar öldruðum. Þriðja merkið er gefið út af Rotaryklúbbi Hafnarfjarðar, en um hönnuð þess veit ég ekki. Eru 6 merki í örkinni. Þá er fjórða merkið á vegum Líknar- sjóðs Lionsklúbbsins Þórs, en mér er ekki heldur kunnugt um hönnuð þess. Þingvallakirkja er á merkinu, og sést einnig í bústað prests og ráðherra. Eru 10 merki í þessari örk. Ungmennasamband Borgarfjarð- ar gefur út jólamerki 14. árið í röð með teikningu af kirkjunni á Borg á Mýrum eftir Guðmund Sigurðsson. Hefur hann teiknað myndir af öðrum kirkjum, sem komið hafa á jólamerkjum UMSB til þessa. Eru merkin bæði tökkuð og ótökkuð og 10 í örkinni. Ég hef áður látið þá skoðun í ljós, að mér finnst tæplega viðeigandi að gefa líknarmerki út á þennan hátt, jafnvel þótt slíkt sé gert til styrktar ákveðnu málefni. Er þá óþarflega langt farið ofan í vasa safnarans, því að hann verður að eignast báðar gerðir, svo að safn hans sé „komplett“. eins og sagt er. Kaþólski söfnuðurinn hefur nú breytt þeirri stefnu sinni að gefa út merki með sömu teikningu um allmörg ár, einungis með breyttu ártali. Í staðinn er komið alveg nýtt fallegt merki, þar sem mynd- efnið er María guðsmóðir með barn sitt í fanginu. Fyrir ofan myndina stendur CARITAS ÍS- LAND, en að neðan JÓLIN 2000. Hið íslenska biblíufélag sendi í annað sinn jólakveðju til félaga sinna með jólamerkjum, sem arm- enski listamaðurinn Armen Khodjojan hefur gert. „Þau eiga að minna okkur á jólaguðspjallið og lofsöng englanna á jólanótt.“ Hverju þeirra fylgir viðhengi með hluta af jólaguðspjallinu, þannig að það er allt á einni örk, sem í eru 14 merki, en sama myndefni er á níu þeirra. Örkin er hinn eigulegasti safngripur sem heild og með sama sniði og örkin 1999. Hér fylgja tvö merki með við- hengi, þar sem stendur: Hið ís- lenska Biblíufélag – Jólin 2000. Framlag þeirra, sem keyptu þessi merki, rann að þessu sinni til kaupa á Nýja testamentum, sem Hið indverska biblíufélag dreifir til hinna stéttlausu á Indlandi. „Margar milljónir sléttleysingja búa þar við ömurlegar aðstæður og eiga sér enga von um betra líf,“ eins og segir í kveðju Biblíu- félagsins. Rauði kross Íslands bætir heldur betur við safn jóla- merkja, svo sem hann gerði einn- ig fyrir næstliðin jól. Hann sendi félagsmönnum sínum jólakveðju með alls 18 merkjum með mis- munandi myndefnum eftir Heklu Björk Guðmundsdóttur mynd- listakonu. Styrktarfélag hjart- veikra barna gefur í annað sinn út jólamerki og nú með mynd af Nesstofu, fyrsta landlæknisbústað á Íslandi. Tvö ný félög hafa svo bætzt í þennan ágæta hóp, sem fyrir var. Félag MS-sjúklinga gef- ur út merki með svipuðu mynd- efni og Kaþólski söfnuðurinn not- ar, þ.e. af Maríu guðsmóður og Jesúbarninu. Þá hafa Sunnuhlíð- arsamtökin í Kópavogi gefið út merki, sem sker sig mjög frá hefðbundnu formi jólamerkja, því að það er hringlaga og í raun eins og sjálflímandi innsiglismerki. Á því er merki samtakanna og svo orðin STÖNDUM SAMAN – STÆKKUM SUNNUHLÍÐ. Ágóði af sölu þessa merkis á sem sé að létta undir við stækkun þessa hjúkrunarheimilis aldraðra. Jóla-, líknar- og styrktarmerki 2000 Jóla-, líknar- og styrktarmerki 2000. FRÍMERKI J ó l 2 0 0 0 Jón Aðalsteinn Jónsson ALLT frá því að Kasparov varð heimsmeistari í skák 1985 hafa margar sögusagnir orðið til um að hann, líkt og fyrirrennari hans, hafi stundum samið um úrslit skáka fyrirfram. M.a. hélt Bobby Fischer því fram 1992 að einvígi þeirra Kasparovs og Karpovs hefðu mörg hver verið sett á svið. Jafnframt spruttu upp margar gróusögur fyrir nokkrum árum þegar Kasparov beið lægri hlut í einvígi gegn Djúpblá, tölvu IBM. Fyrir einvígi þeirra Kasparovs og Kramniks á síðasta ári gaf Alexei Shirov í skyn að úrslit einvígisins væru umsamin og sér kæmi mjög á óvart ef Kramnik myndi sigra. Þessi spá reyndist heldur betur standa á ótraustum grundvelli enda stóð Kramnik uppi sem sig- urvegari og heimsmeistari. Að átta umferðum loknum á Corus-mótinu í Wijk aan Zee hafði Shirov vinningsforskot á félagana Kasparov og Kramnik, en þá mætti hann „skrímslinu með þúsund augun“. Upphaf við- ureignarinnar var sögulegt þar sem keppendur heilsuðust ekki með handabandi, enda samskipti þeirra komin töluvert niður fyrir frostmark. Hvítt: Garry Kasparov Svart: Alexei Shirov 1. 4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Bd6 7. 0-0 0-0 8. c4 c6 Sjá stöðumynd 1 9. Dc2 Fyrr í mótinu lék Shirov með hvítu 9. He1 gegn Hollend- ingnum Jeroen Piket, en báðir þessir leikir eru algengir í stöð- unni. 9. Ra6 10. a3 Bg4 11. Re5 Bh5!? Stórmeistarinn Makarichev lék þessum leik fyrir rúmum 10 árum en hann þótti mikill sér- fræðingur í rússneskum leik. Þrátt fyrir þetta er 11. Bxe5 al- gengari leikur og að því er virðist traustari. Framhaldið gæti þá orðið 12. dxe5 Rac5 13. cxd5 Dxd5 og svartur jafnar taflið án vand- ræða líkt og í skák þeirra Ljub- omirs Ljubojevic og Akopjans 1995. 12. cxd5 cxd5 13. Rc3! Þessi leikur er nýr af nálinni og rök- réttur þar sem svartur virðist fá of mikið spil eftir 13. Bxe4 dxe4 14. Dxe4 He8. 13. Rxc3 14. bxc3 Kh8?! Traustara var að leika 14. Bg6 15. Rxg6 hxg6 og hvítur stendur aðeins betur. 15. f4 Of gráðugt var að leika 15. Bxh7 þar sem eftir 15. ...Bxe5 16. dxe5 g6 stendur svartur vel að vígi. 15. ...Bxe5?! Hvítur fær mikið meira rými eftir þessi uppskipti. Hugs- anlega var betra að leika 15. ...f6 16. Rf3 Dc7. 16. fxe5 Bg6 17. a4! Dd7 18. Ba3 Hfe8 19. Bxg6 fxg6 Hvítur fær núna valdaðan frels- ingja og í framhaldinu bætir hann markvisst stöðu sína. Svartur ótt- aðist sjálfsagt að hvítur hæfi mát- sókn á h-línunni ef hann tæki til baka með h-peðinu, en væntan- lega var það skárri kostur. 20. Db3! b6 21. Bd6 Rc7 22. Hf3 Hac8 23. Haf1 h6 Hvítur hefur augljósa stöðuyfirburði, en hvernig á hann að auka þá? Ef hann nýtir tímann ekki vel getur svartur treyst varnir sínar og er lærdómsríkt hvernig Kasparov tekur á vanda- málinu. Sjá stöðumynd 2 24. Dc2! Skynsamlega leikið enda hrynur svarta staðan til grunna ef hvíta drottningin kemst í tæri við svarta kónginn. 24. ...Dg4 Ill nauðsyn þar sem eftir 24. ...Kh7 vinnur hvítur eftir 25. Hf7 Dc6 26. H1f6. 25. Hg3 Dh5 26. Hh3 Dg5 27. Hg3 Dh5 28. Bxc7 Hxc7 29. Hxg6 Dh4 30. h3 Dxd4+ 31. cxd4 Hxc2 Upp er komið endatafl sem reynist auðunnið fyrir hvítan, enda eru stöðuyfirburðir hans töluverðir. Kasparov varð ekki skotaskuld úr því að nýta sér þá til sigurs. Sjá stöðumynd 3 32. Hf7! Hg8 33. Hd6 Hc4 34. Hxd5 Hxa4 35. Hdd7 Ha1+ 36.Kf2 Ha2+ 37.Kf3 Kh7 38. e6 Kg6 39. d5 Hc8 40. Hc7 He8 41.g4 a5 42. Hxg7+ Kf6 43. Hgf7+ Ke5 44. Hf5+ Kd4 45. e7 og svartur gafst upp saddur líf- daga. Hannes Hlífar sigraði stigahæsta keppandann Hannes Hlífar Stefánsson, sem byrjaði illa á stórmeistaramótinu í Bermúda, er nú að ná sér á strik svo um munar. Hann tapaði fyrstu tveimur skákunum, gerði jafntefli í þriðju umferð og sigraði síðan stigahæsta keppanda mótsins í fjórðu umferð. Það var bandaríski stórmeistarinn Alexander Shabal- ov (2.608) sem var fórnarlamb Hannesar. Hannes hefur því 1½ vinning að loknum 4 umferðum. Þröstur Þórhallsson, sem keppir í B-flokki, gerði jafntefli í fimmtu umferð við kanadíska al- þjóðlega meistarann Yan Tepl- itsky (2.446). Þröstur er með 2½ vinning. Stefán sigraði Sævar á Skákþingi Reykjavíkur Stefán Kristjánsson sigraði Sævar Bjarnason í frestaðri skák þeirra úr sjöundu umferð á Skák- þingi Reykjavíkur. Þessi úrslit þýða, að Björn Þorfinnsson er með eins vinnings forystu þegar fjórar umferðir eru eftir, en hann er með 6½ vinning. Stefán Krist- jánsson og Benedikt Jónasson eru í 2.-3. sæti með 5½ vinning. Átt- unda umferð var tefld í gærkvöldi, en þá mætti Björn Arnari Gunn- arssyni og Stefán mætti Bene- dikti. Skrímslið svarar fyrir sig Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson SKÁK W i j k a a n Z e e CORUS-SKÁKMÓTIÐ 13.–28.1 2001 Stöðumynd 2 Stöðumynd 3 Stöðumynd 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.