Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖRYRKJADÓMUR Hæstaréttar á dögun- um var mikið fagnaðar- efni þeim sem starfa að hagsmunabáttu fatl- aðra og annarra sem láta sig mannréttindi varða. Stóru tíðindin sem hann boðar er staðfestingin á því að félagsleg réttindi heyra til mannréttinda á borð við tjáningar- frelsi og friðhelgi einkalífs. Í því ljósi er hann einnig sigur fyrir þá fötluðu sem hann snertir ekki beint út frá tengingunni við tekjur maka og verður gott veganesti í komandi baráttu hagsmunasamtaka fyrir frekari réttindum. Einnig er dómurinn alvarleg áminning til lög- gjafans um að kasta ekki til hönd- unum við lagasetningu í málefnum sem snerta fatlað fólk, og hafa þann hóp framar en verið hefur þegar kemur að því að forgangsraða verk- efnum ríkissjóðs. Af þessum sökum á Öryrkjabandalag Íslands, ekki síst formaður þess, þakkir skildar fyrir að hafa haldið máli þessu til streitu. Í kjölfar niðurstöðu þessa dóms virðist stjórnvöldum hafa opnast ný sýn á stöðu þeirra öryrkja sem minnst mega sín. Í þeirra hópi eru skjólstæðingar Landssamtakanna Þroskahjálpar. Samtökin hafa á und- anförnum árum lagt ríka áherslu á að kjör þessara einstaklinga verði leiðrétt, en talað og ályktað fyrir daufum eyrum. Umrætt dómsmál hefur skyndilega opnað augu ráða- manna fyrir kjörum þessa hóps. Þeir hafa hver á fætur öðrum lýst því yfir að það hljóti að vera forgangsmál hjá ríkisstjórninni að leiðrétta hin smán- arlegu kjör. Það er mikið fagnaðar- efni. Landssamtökin Þroskahjálp sjá enga ástæðu til að efast um þau heil- indi sem að baki þessum yfirlýsing- um búa og lýsa sig reiðubúin að leggja stjórnnvöldum lið í þeirri vinnu sem framundan er til að ná fram þessu þarfa markmiði. Nýir bandamenn Friðrik Sigurðsson Halldór er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Öryrkjadómur Landssamtökin Þroskahjálp lýsa sig reiðubúin, segja Halldór Gunnarsson og Friðrik Sigurðsson, að leggja stjórnvöldum lið í þeirri vinnu sem framundan er. Halldór Gunnarsson M aður nokkur stöðvaði fyrir skemmstu eina af sænsku hrað- lestunum með því að taka í neyðarhemilinn. Þegar lestin hafði stöðvast, þrumaði hann yfir ferðafélögum sínum sem flestir sátu með far- tölvu, farsíma eða skjalabunka í kjöltunni, um það að þeim lægi allt of mikið á. Það sló þögn á mannskapinn, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Ekki segir frekar af manninum en frammistaða hans í lestinni spurðist út og nú hafa verið stofnuð samtök til heiðurs hon- um, kölluð Neyðarhemillinn. Í Neyðarhemlinum er fólk sem á hvorki farsíma né tölvu, sumir eru ekki einu sinni með bílbróf. Og finnst lífið engu að síður ágætt. Félag- ar Neyð- arhemilsins segjast sjálfir vera alger- lega úr takt við tímann og að í margra augum eigi þeir sér ekki viðreisnar von. En þeir eigi sér hins vegar það sem marga skorti, nægan tíma, líf utan vinn- unnar og án streitu. Í Danmörku og Svíþjóð hefur verið vaxandi umræða um það álag sem margir eru undir í vinnunni. Í Svíþjóð eru allnokkur dæmi um ungt stálhraust fólk, einkum karlmenn, 25–35 ára sem hafa hnigið niður með hjarta- áfall. Ástæðan; streita. Danskur yfirmaður í tölvufyr- irtæki frá því að það hefði liðið yfir hann einn morguninn í eld- húsinu heima hjá sér af eintómu stressi. Hann myndi ekkert stundinni lengur og þyrfti að hafa með sér bunka af gulum minnismiðum að heiman til að minna sig á. Maðurinn vildi að sjálfsögðu ekki láta nafns síns getið því yfirlið væri bara álitið veikleikamerki í atvinnugrein- inni og að hann mætti bara ekki við slíku. Það er enda ekki nema von, um og yfir helmingi yfirmanna var sagt upp eða hann skipti um vinnu á síðasta ári. Æ fleiri yf- irmenn brotna saman undan álaginu og þess eru allnokkur dæmi að fólk í slíkri stöðu fari á örorkubætur fyrir fertugt. Aðrir söðla um og fara að fást við eitt- hvað allt annað, ung kona í ábyrgðarstöðu hjá tölvufyrirtæki réð ekki við álagið og skipti al- gerlega um gír, er nú fram- kvæmdastjóri gröfufyrirtækis. Tölvufyrirtækin hafa verið undir smásjánni vegna hins gríð- arlega vaxtar sem verið hefur í faginu og vegna þess hve hátt hlutfall ungra starfsmanna er. Í tölvufyrirtækjunum hafa skil vinnu og frítíma orðið æ óljósari og er ástæðan einkum sögð sú að hinir einhleypu hafi svo sem ekk- ert betra að gera við tímann en að vinna. 70 tíma vinnuvika sé ekki óalgeng enda fátt sem bíði heimavið annað en lítil íbúð- arhola einhvers staðar, full af óhreinu taui og með tölvu sem sé ekki eins hraðvirk og í vinnunni. Og hvers vegna ekki að halda áfram að vinna, einkum þar sem vinnustaðurinn er einnig félags- miðstöð, þar eru vinirnir, þar borða menn flestar máltíðir, þar eru jafnvel hvíldarherbergi með leiktækjum. Vinnuhestarnir verja sig með því að það sé ekkert að því að vinna mikið ef maður hafi áhuga á starfinu. Það hafi breyst, frum- kvæði og nýjar hugmyndir skipti mestu, vinnan sé skapandi og meira en vinna, hún sé líka áhugamál og í fínu lagi að hella sér út í hana, að minnsta kosti um tíma. Þegar komi að því að stofna fjölskyldu skeri menn nið- ur. Sú reynist ekki alltaf raunin og það er fyrst þá sem vanda- málin byrja. Því fjölskyldan krefst síns en það gerir vinnan líka eftir sem áður. Álagið minnkar ekki og krafan um við- veru og vinnuskil er hin sama. Umræðan um álag í vinnu hef- ur einkum beinst að fólki milli tvítugs og fertugs í tölvufaginu. En því fer fjarri að það séu einu fórnarlömb streitunnar. Yf- irmenn, vagnstjórar, sjómenn, vörubílstjórar og skúringafólk, kennarar, fangaverðir og stjórn- málamenn; allir kvarta undan álagi og streitu. Í nýársávarpi sínu gerði Poul Nyrup Rasm- ussen, forsætisráðherra Dana, álag á suma þessa hópa að um- talsefni en skúringakonur eru gott dæmi. Hið opinbera hefur boðið æ meira af hreingerningum út, t.d. á sjúkrahúsum og í skólum. Mik- ill sparnaður hefur náðst enda hefur vinnuálagið tvö- og jafnvel þrefaldast. Skúringakona átti t.d. að þrífa stórt salerni á einni mínútu samkvæmt nýrri vinnu- skilgreiningu og er nema von að vesalings konan kvarti undan streitu? Þrifin hafa auðvitað versnað í kjölfarið og í sumum tilfellum hefur verið ákveðið að setja þau að nýju undir hatt hins opinbera. Fjölda starfa hefur verið breytt í takt við nýjar kröfur um aukna þátttöku starfsmanna þar sem orð á borð við frumkvæði heyrast reglulega. Þeir eru þó ekki allir sem fagna því að hafa ekki lengur að fyrirfram ákveð- inni vinnulýsingu að ganga og segja það ýta undir streitu að verða sífellt að móta starfið sjálf- ir. Þegar nýjar vörutegundir eru kynntar, ekki síst í tölvu- og gagnaflutningum, snýst kynn- ingin ævinlega um hraða, um að nýta tímann sem best. Í Dan- mörku var í vikunni opnaður vef- ur á Netinu til að kenna not- endum að takast á við streituna. Þeir sem skrá sig fá sendan með reglulegu millibili tölvupóst þar sem þeir eru minntir á að draga djúpt að sér andann og geispa hraustlega, auk þess sem þeim er kennt að takast á við streit- una. Hún er m.ö.o. orðin svo mikil að menn mega ekki vera að því að standa upp úr stólnum til að takast á við hana, heldur gera það við tölvuskjáinn. Til hvers á svo að nota allan þann tíma sem sparast er annað mál. Svarið virðist því miður oft vera til að vinna meira. Enda kannski eins gott að menn venji sig við aukið álag, það á víst bara eftir að aukast eftir því sem meðalaldurinn hækkar og færri vinnandi hendur eru til að halda samfélaginu gangandi. Tekið í neyð- arhemilinn Í tölvufyrirtækjum hafa skil vinnu og frítíma orðið æ óljósari og er ástæðan sögð sú að hinir einhleypu hafi ekkert betra við tímann að gera en vinna. VIÐHORF Eftir Urði Gunnarsdóttur VIÐ byggingu á flugvellinum á Egils- stöðum var áformað að endanleg lengd vallar- ins yrði 2.700 metrar og við hönnun hans var það haft að leiðarljósi. Það var ekki að frum- kvæði heimamanna að það var gert, heldur var það ákvörðun frá hinu háa Alþingi. Ákvörðun þessi var mjög skynsamleg og nú er rétt að taka seinna skrefið við verk- efnið. Hugmyndafræð- in á bak við þessa framkvæmd var, að Egilsstaðaflugvöllur gæti nýst sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflug- völl þá sjaldan hann lokast. Til að fullnægja því markmiði verður Eg- ilsstaðaflugvöllur að geta tekið við öllum flugvélum sem gera áætlanir sínar inn á Keflavíkurflugvöll. Malbiksklessa Nokkrar efasemdaraddir komu fram og meðal annars tjáði þáver- andi flugrekstrarstjóri Flugleiða sig með þeim orðum, að ekki væru not fyrir malbiksklessu úti í sveit. Þar var hann m.a. að vísa til lítillar flug- stöðvar, vandræða í eldsneytismál- um og að ekki væri nægjanlegt framboð af gistirými. Flugstöðin er nú orðin mjög frambærileg og hefur sannað ágæti sitt og staðið hefur verið myndarlega að hóteluppbygg- ingu á svæðinu. Eftir stendur, að þrátt fyrir endurbætur eru elds- neytismálin ekki í nægjanlega góð- um farvegi. Orð þessa ágætis flugrekstrarstjóra eru athygli verð, þau lýstu fyrst og fremst hroka í garð Egilsstaðaflugvallar, en ekki síður vanþekkingu á þessum þætti flugreksturs. Keflavíkurflugvöllur lokast mjög sjaldan og þegar það gerist er það í stuttan tíma, einn til sex tíma, fá dæmi eru um lengri tíma. Þar af leiðandi er „malbiks- klessa úti í sveit“ sá valkostur sem flugstjórinn getur nýtt sér, þ.e. að lenda og bíða örfáa stundarfjórð- unga, taka eldsneyti og leggja í hann á ný. Þessi valkostur er mun ódýrari fyrir viðkomandi flugfélag en aðrir kostir, flugtíminn styttri, lendingar- gjöldin lægri og afgreiðslugjöldin óveruleg. Laxeldi Í tengslum við fyrirhugað laxeldi er nauðsynlegt að hægt verði að taka á móti stórum flutningaflugvél- um á Egilsstaðavelli. Ástæðan er sú að flest flutningafyrirtæki hafa á að skipa stórum flug- vélum til að sinna slíku fraktflugi. Þar kemur til hagkvæmni stærð- arinnar, það er ódýrara að millilenda stórum vélum á flugvellinum, sem þurfa hvort eð er að taka eldsneyti ein- hversstaðar á leiðinni, skipa frá borði farmi og taka laxinn. Áætlan- ir laxeldisins eru stór- tækar og er talað um að daglega verði flutt á markað um 120 tonn af laxi. Til þess að sinna þessu verkefni þarf stórar, öflugar og langdrægar flugvélar. Einnig gæti Egilsstaða- flugvöllur orðið heppilegur kostur fyrir flugfélög sem fljúga á löngum leggjum og þurfa að millilenda, ein- göngu til að taka eldsneyti. Sólarlandaferðir Í farþegaflugi til sólarlanda eru notaðar stórar vélar sem trauðla geta lent hér, t.d. nota Samvinnu- ferðir-Landsýn Boeing 747 í eigu Atlanta, í ferðum sínum utan. Það gæti verið raunhæfur kostur að lenda hér og taka farþega héðan til sólarlanda. Markaðssvæðið eru þeir staðir, sem eru innan þriggja stunda aksturs frá flugvellinum. Það tákn- ar, að markaðssvæðið er með um 45 þúsund manns, þ.e. frá Öxnadals- heiði í norðri að Skaftafelli í suðri. Það er talið, að allt að 15% lands- manna fari utan árlega, og ef við gef- um okkur að 5% frá áðurnefndu svæði væru tilbúin að fara beint frá Egilsstaðaflugvelli, þá er það nægj- anlegur fjöldi í fimm ferðir með júmbóþotu eða um 2.250 farþegar árlega. Þessi markaðssetning krefst þolimæði eins og aðrar slíkar, en er vel þess virði að henni sé gefinn gaumur. Flugvallarfarsinn Umræðan um flugvöllinn í Reykjavík er farin að líkjast vand- ræðaganginum í kringum talningu atkvæða í forsetaframboði, í ónefndu landi. Engin goðgá virðist í huga sumra að flandra með Reykja- víkurflugvöll um þvert og endilangt höfuðborgarsvæðið og út í sjó ef því er að skipta. Þessir sömu einstak- lingar hafa síðan uppi háleit áform um að byggja annan flugvöll fyrir æfinga- og kennsluflug. Það er reiði- laust af minni hálfu, að Reykvíking- ar byggi eins marga flugvelli og þá lystir innan borgarmarkanna. Það truflaði mig ekkert þótt þeir settu upp flugáætlun úr miðbænum upp í Breiðholt og Grafarvog – en þeir verða að borga fyrir það brambolt sjálfir! Að byggja nýjan æfingaflug- völl kostar ekki minna en 200.000.000 kr., og má telja vel sloppið ef árlegur rekstrarkostnað- ur verður undir fimmtán milljónum króna. Nær væri að leggja þessa upphæð í að gera mönnum bærilegt að stunda flug, t.d. með því að af- nema VSK af einkafluginu og koma flugskólum þannig fyrir, að þeir verði hluti af framhaldsskólakerfinu. Hringsól Þeir sem eru að læra flug í Reykjavík eru eins og rakkar í spotta. Þeir hringsóla umhverfis Hallgrímskirkjuturninn frá morgni til kvölds. Einstaka ofurhugi flýgur austur fyrir fjall og í þeirra huga er það heimsreisa að fara austur í Eg- ilsstaði. Þetta eru flugmenn framtíð- arinnar, flugmennirnir sem við ætl- um að trúa fyrir lífi okkar og limum. Því fyrr sem hægt er að slíta þá úr pilsfaldi mæðra sinna, því fyrr upp- götva þeir það, að það eru til lengri flugleggir en milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Egilsstaðaflugvöllur getur tekið við öllu kennslu- og æfingaflugi. Egilsstaðaflugvöllur býr yfir nýrri flugbraut í fínu um- hverfi, góðum flugleiðsögutækjum með tuttugu og fjögurra tíma vakt án takmarkana á næturflugi. Gott húsnæði fyrir kennsluna er að losna fimm hundruð metrum frá flugvell- inum. Flugkennslu ætti því að flytja til Egilsstaða og með því mundi vinnast a.m.k. tvennt. Flugumferð yfir Reykjavík yrði minni og truflaði síður svefn þeirra réttlátu sem þar búa og í öðru lagi mundi framsækn- um áformum stjórnvalda verða full- nægt að hluta um að koma meiri starfsemi út á land. Vilji er allt sem þarf. Egilsstaðaflugvöllur Benedikt Vilhjálmsson Flug Egilsstaðaflugvöllur, segir Benedikt Vilhjálmsson, getur tekið við öllu kennslu- og æfingaflugi. Höfundur er rafeindavirkjameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.