Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÚ atburðarás sem orðið hefur á undanförnum vikum í kjölfar dóms Hæstaréttar í svokölluðu öryrkjamáli hefur afhjúpað ýmsa bresti í stjórnskipan okkar unga lýðveldis. Ekki aðeins bresti sem varða samskipti löggjafarvalds og framkvæmdavalds heldur einnig bresti sem varða hin viðkvæmu tengsl annarra valdþátta við dómsvaldið. Það er ekki nýtt fyrir þeim sem fylgst hefur með stjórnmálum á Íslandi að verða vitni að hinni veiku stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Satt að segja hefur manni oft fundist að það gæti verið eðlilegt næsta skref í sparnaðarráðstöfunum al- mannavaldsins að leggja þingið niður ef litið er til þeirrar stöðu sem sú stofnun er komin í. Aldrei hefur sú skoðun þó orðið áleitnari en þegar tilkynning Trygginga- stofnunar ríkisins um það með hvaða hætti Alþingi myndi af- greiða frumvarp ríkisstjórnarinn- ar um viðbrögð við öryrkjadómn- um var birt í byrjun mánaðarins. Hin fullkomna lítilsvirðing stjórn- valda gagnvart Alþingi hefur sjaldan verið berari. Ýmsir hafa talið að sú hætta sé fyrir hendi að sambærileg staða geti komið upp í samskiptum stjórnvalda og dómstóla. Að dóm- stólar verði verkfæri í höndum stjórnvaldanna. Að dómstólar hætti að geta varið almenning fyr- ir ofríki stjórnvalda. Þetta má aldrei verða. Þegar tekist er á um hitamál og í hlut eiga skapríkir og kappsfullir menn sem ógjarnan láta sitt eftir er við því að búast að hörð orð falli og menn sjáist ekki fyrir í kapp- ræðunni. Við slíkar aðstæður er lífsnauðsynlegt fyrir lýðveldið að geta treyst því að þeir sem gegna æðstu embættum meðal þjóðar- innar haldi stillingu sinni og gangi fram í samræmi við þær reglur og venjur sem verður að virða til að sjálf stjórnskipunin riðlist ekki. Í þeirri deilu sem staðið hefur vegna dómsins í öryrkjamálinu hefur þetta því miður brugðist. Ekki aðeins hafa þeir brugðist sem þjóðin er vön að horfa uppá fara offari í málafylgju heldur hef- ur það nú einnig gerst að sjálfur Hæstiréttur hefur brugðist. Hæstiréttur brást ekki þegar hann sendi frá sér dóm sem gefur tilefni til margræðinnar túlkunar og skapar ef til vill fleiri vandamál en hann leysir. Þetta var óheppi- legt en veldur ekki óbætanlegu tjóni. Hæstiréttur brást með því að láta draga sig inná svið stjórn- málaumræðunnar þar sem hann má alls ekki vera. Með því að svara bréfi forseta Alþingis og láta frá sér fara túlkun á dómi sín- um hefur Hæstiréttur brugðist grundvallarreglu sem verður að virða, þeirri föstu venju að Hæsti- réttur Íslands tjáir sig einungis með dómum sínum og gefur ekki út leiðbeiningar um túlkun þeirra. Í því sambandi skiptir engu þó að sú túlkun sem fram kemur í bréf- inu sé hárrétt og skynsamleg. Að- eins í stjórnskipun vanþróaðra samfélaga ætti það að geta gerst að samskipti milli handhafa rík- isvaldsins lendi í slíkum farvegi. Það vona ég að guð gefi að for- seti Hæstaréttar hafi ekki ritað bréfið með samþykki annarra dómara réttarins. Ástráður Haraldsson Höfundur er hæstaréttar- lögmaður í Reykjavík. Forsetabréf www.leir.is ÞRIÐJUDAGINN 23. janúar fóru fram bréfaskipti milli for- sætisnefndar Alþingis og forseta Hæstaréttar Íslands, sem mikla og verðskuldaða athygli hafa vakið, bæði meðal löglærðra manna sem og alls almennings. Bréfaskipti milli þeirra aðila, sem hér um ræð- ir, með því efni sem raun ber vitni um, eru vissulega einsdæmi hér á landi og eiga sér ekk- ert fordæmi, eftir að stjórnarhættir færðust í það horf, sem við bú- um nú við. Hvernig sem á er litið var þar a.m.k. gengið fram á ystu nöf varðandi eðlilega og leyfilega stjórn- arhætti. Og því má vissulega einnig halda fram með fullum rökum, að gengið hafi verið fram af brúninni. Viðtekin hefð er fyrir því, að Hæstiréttur – sem og dómstólar í héraði – tjái sig einvörðungu í dóm- um sínum. Viðurkennt skal, að orða- lag í dómum er stundum ekki nægi- lega ljóst, þannig að valdið getur túlkunarvandkvæðum, og mætti benda á mörg og augljós dæmi þessa. Að sjálfsögðu er vandinn mestur, þegar sjálf niðurstaðan eða dómsorðið eins og það er nefnt er ekki nægilega skýr, en loðinn eða óskýr rökstuðningur niðurstöðunnar getur einnig leitt til vandkvæða. Mikilvægt er, að með dómi sé, á ótví- ræðan hátt, skorið úr réttarágrein- ingi, en „endir verður að vera allrar þrætu“. Réttmætur vafi um túlkun dóms leiðir hins vegar til þess, að annar hvor málsaðila eða þeir báðir hafa í reynd ekki fengið fullnægjandi lausn á ágreiningi sínum, loft verður enn „lævi blandið“ og fordæmisgildi dóms verður a.m.k. umdeilanlegt. Af þessu leiðir, að afar mikilvægt er, að vandað sé til samningar dóma, þann- ig að þeir veiti sem skýrasta úrlausn á hlutaðeigandi ágreiningsmáli og skapi jafnframt marktæk fordæmi. En hvað um það: hvergi tíðkast í grannlöndum okkar að dómstólar tjái sig eftirá um það, með formleg- um hætti en þó ekki í dómi, hvað hafi raunverulega vakað fyrir dómend- um með hlutaðeigandi dómi, þ.e. hvernig beri að skýra hann (Þó er hefð fyrir því að dómarar geti fjallað um dómana með faglegum hætti í fræðilegum ritgerðum). Enn síður er venja fyrir því, að þeir gefi með sama hætti vísbendingu um, hvernig túlka beri önnur lög eða stöðu laga gagnvart stjórnarskrá með vísan til þess dóms – hvað þá ef um frumvarp til laga er að ræða, sem er til með- ferðar löggjafarvaldsins þá og þá stundina! Ef hvikað verður frá þessari hefðhelguðu og óhjá- kvæmilegu reglu myndi það leiða til þess, að „svarþjónusta“ eða „skýringarþjón- usta“ af því tagi myndi tröllríða dómstólunum og yrði þar að auki ómarkviss og bágborin. Mætti ræða um það í löngu máli þótt hér séu ekki tök á því. Bréfaskipti þau, sem hér eru til umræðu – milli æðstu fulltrúa lög- gjafarvaldsins og for- seta Hæstaréttar – fela í sér einstætt en um leið gróft frávik frá þeirri sjálfsögðu meginreglu, sem hér var lýst. Ef til vill má – ef nægri sanngirni er beitt – afsaka skrif forsætisnefndar Alþingis með því að nefndarmönnum hafi vegna annríkis láðst að kynna sér rétta samskiptahætti við dómsvaldið í landinu, en miklu meiri furðu vekur, að forseti Hæstaréttar skyldi svara slíku bréfi efnislega, enda þótt við- urkennt skuli að hann beitti varkáru orðalagi í bréfi sínu. Einkum er þetta merkilegt í ljósi þess, að ganga má að því gefnu að brátt muni ágreiningur um stjórnskipulegt gildi þeirra laga, sem hlutaðeigandi frum- varp lagði drög að, verða borið undir dómstóla og örugglega koma fyrir Hæstarétt. Með því að tjá sig efn- islega um frumvarpið eins og forseti Hæstaréttar gerði í bréfi sínu – þótt ritað væri af varfærni eins og fyrr segir – hefur hann að sjálfsögðu „dæmt“ sig vanhæfan til að fjalla um væntanlegt dómsmál vegna stjórn- skipulegs gildis umræddra laga, þegar málið kemur á æðra dómsstig. Jafnframt hlýtur það að vera rétt- mætt álitamál, hvort hann hafi einn- ig, með undirritun bréfsins, „dæmt úr leik“ alla aðra dómara Hæstarétt- ar (átta að tölu auk hans sjálfs), sé það rétt, sem haft er eftir forset- anum í fjölmiðlum, að þeir hafi gefið samþykki sitt fyrir því að bréfið væri samið og sent. Þar með hafa þeir, svo að staðfest sé, tjáð sig um þetta mál með líkum hætti og forseti rétt- arins. Fordæmi fyrir „skýringar- þjónustu“ Hæstaréttar – og þar með annarra dómstóla – hefur nú verið skapað. Í sambandi við það, sem hér var sagt um hugsanlegt eða jafnvel óhjákvæmilegt vanhæfi allra hæsta- réttardómaranna, sem við sögu hins óvenjulega sendibréfs koma, við meðferð dómsmáls þar sem reynir á stjórnskipulegt gildi umræddra laga, þegar þar að kemur, skal sér- staklega vísað til niðurstöðu Mann- réttindadómstóls Evrópu í máli Procola gegn Lúxemborg, frá 28. september 1995. Þar komst dóm- stóllinn að þeirri niðurstöðu, að það að dómarar, sem höfðu tjáð sig (með formlegum hætti en í gervi ráðgjafa stjórnvalda) um stjórnskipulegt gildi lagafrumvarps, leiddi óhjákvæmi- lega til þess að þeir yrðu ekki taldir óvilhallir dómendur í máli, þar sem reyndi á sama álitaefni eftir að frum- varpið hafði verið lögtekið. Myndi önnur niðurstaða, að mati dómsins, ekki fá staðist skýlaust ákvæði 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem fjallað er um rétt- láta og óvilhalla málsmeðferð. Um bréf Páll Sigurðsson Hæstiréttur Viðtekin hefð er fyrir því, segir Páll Sigurðs- son, að Hæstiréttur – sem og dómstólar í hér- aði – tjái sig einvörð- ungu í dómum sínum. Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði Til leigu 57 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við Lyngás 18, Garðabæ. Fallegt útsýni. Aðgangur að kaffistofu fyrir hendi. Upplýsingar` í síma 893 6447 eða 555 7400. TILBOÐ / ÚTBOÐ Borgarbyggð Útboð Tæknideild Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í gatnagerð við athafnasvæði í Hamarslandi í Borgarnesi. Byrjað verður að afhenda útboðs- gögn fimmtudaginn 25. janúar nk. á Tæknideild Borgarbyggðar. Tilboð skulu hafa borist Tæknideild Borgar- byggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, eigi síðar en þriðjudaginn 6. febrúar kl. 14.00 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er viðstaddir verða. Helstu magntölur í ofangreinda gatnagerð eru eftirfarandi: Gröftur á lausum jarðvegi 13.000 m³ Malarfylling 13.000 m³ Frárennslislagnir 1.500 m Vatnslagnir 1.100 m Hitaveitulagnir 1.100 m Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. SMÁAUGLÝSINGAR ÝMISLEGT Tæknifræði — verkfræði Kynning á verkfræði og tækni- fræðinámi í Syddansk Universit- et, Sønderborg, verður haldin í Verkfræðingahúsinu við Engja- teig fimmtud. 25/1 kl. 20.00. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  181125  9.I.* Landsst. 6001012519 X I.O.O.F. 11  1811258½  9.I.* KR-konur KR-konur Aðalfundur KR-kvenna verð- ur í félagsheimili KR í Frosta- skjóli, miðvikud. 31. janúar kl. 20.15. Stjórnin. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Heiðar Guðnason. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . Ferðaáætlun 2001 er komin út! Opið hús í Naustkjallaranum Vesturgötu í kvöld kl. 20. Hverjir eiga fjöllin? Sjá félags- líf þriðjud. og miðvikud. Einnig utivist.is og textavarp RUV bls. 616. Ný og glæsileg ferðaáætlun mun liggja frammi. Sjáumst! Aðaldeild KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20.00. Trúin á Krist í margbreytileg- um heimi. Efni: Sigurjón Árni Eyjólfsson. Stjórnun: Sigvaldi Björgvinsson. Upphafsorð: Guðmundur Örn Guðjónsson. Hugleiðing: Einar Th. Magnús- son. Allir karlmenn velkomnir. www.kfum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.