Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 35 GÖRAN Klinghagen er einn fremsti djassgítarleikari Svía og hef- ur dvalið hér um hríð ásamt landa sínum trommaranum Terje Sundby. Hafa þeir verið gestakennarar við tónlistarskóla FÍH, en þar á bæ tíð- kast kennaraskipti við önnur Norð- urlönd. Hafa m.a. Sigurður Flosason og Hilmar Jensson kennt í Svíþjóð í slíkum skiptum. Þeir Klinghagen og Sundby leika m.a. með tríói í Svíþjóð þar sem þriðji meðlimurinn er sellisti. Engum djasssellista er til að dreifa á Íslandi svo Gunnar Hrafnsson kom í staðinn með kontrabassann. Tónsmíðar kvöldsins voru flestar eftir Klinghagen, en einni og einni eftir Sundby skotið inn á milli. Fæst- ar voru kynntar og ekki auðvelt að þekkja tónsmíðar þeirra félaga í sundur fyrir þá er heyrðu þær í fyrsta skipti. Ég hafði þó fengið í hendur fyrir nokkrum dögum nýjusta disk Klinghagen: Na’s The Time, þar sem m.a. pólski trompetmeistarinn Tom- azs Stanko blæs með gítaristanum og á bassann er Palle Danielsson, en með honum og Lars Danielsson, helstu bassasnillingum Svía, hefur Klinghagen unnið mikið. Lokalag þess disks er minningarljóðið Mr. Lowe og á því luku þeir félagar einnig tónleikunum. Angurvær ballaða mörkuð þeim trega sem er nær heið- ríkju norðursins en mistri suðursins. Göran Klingshagen á rætur að rekja til rokksins, eins og flestir gít- arleikarar á hans reki og Jimi Hendr- ix og John McLaughlin settu sitt mark á hann. Það gerðu einnig klass- ískir djassgítarleikarar á borð við Jim Hall, Jimmy Raney og Wes Mont- gomery og síðast en ekki síst Norð- maðurinn Terje Rypdal, sem öðrum fremur hefur skapað hinn norræna djassgítarhljóm. Sumt af þessum áhrifum mátti heyra í leik Klingshag- en, helst þó frá Rypdal. John Abercr- ombie hughrif voru líka til staðar hjá Klinghagen, ekki síður en í leik ann- ars af stórgítarleikurum Norður- landa, Danans Karstens Houmarks. Enginn vex af neinu og höfuðatrið- ið er að safna hinum ýmsu áhrifum saman til að efla eigin persónulega tónsköpun og það hefur Göran Kling- hagen tekist. Það átti ekki sístan þátt í því hversu áheyrilegir þessir tón- leikar voru og ekki spillti fyrir fínn trommuleikur Sundbys og Gunnar Hrafnsson stóð sig með mikilli prýði. Það er eins og þessi hæfileikaríki bassaleikari sé alls staðar á heima- velli. Norræn- ir djass- tónar DJASS T ó n l e i k a r Göran Klinghagen gítar, Gunnar Hrafnsson bassa og Terje Sundby trommur. Sunnudagskvöldið 21. janúar 2001. KAFFI REYKJAVÍK Vernharður Linnet þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.