Morgunblaðið - 25.01.2001, Side 35

Morgunblaðið - 25.01.2001, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 35 GÖRAN Klinghagen er einn fremsti djassgítarleikari Svía og hef- ur dvalið hér um hríð ásamt landa sínum trommaranum Terje Sundby. Hafa þeir verið gestakennarar við tónlistarskóla FÍH, en þar á bæ tíð- kast kennaraskipti við önnur Norð- urlönd. Hafa m.a. Sigurður Flosason og Hilmar Jensson kennt í Svíþjóð í slíkum skiptum. Þeir Klinghagen og Sundby leika m.a. með tríói í Svíþjóð þar sem þriðji meðlimurinn er sellisti. Engum djasssellista er til að dreifa á Íslandi svo Gunnar Hrafnsson kom í staðinn með kontrabassann. Tónsmíðar kvöldsins voru flestar eftir Klinghagen, en einni og einni eftir Sundby skotið inn á milli. Fæst- ar voru kynntar og ekki auðvelt að þekkja tónsmíðar þeirra félaga í sundur fyrir þá er heyrðu þær í fyrsta skipti. Ég hafði þó fengið í hendur fyrir nokkrum dögum nýjusta disk Klinghagen: Na’s The Time, þar sem m.a. pólski trompetmeistarinn Tom- azs Stanko blæs með gítaristanum og á bassann er Palle Danielsson, en með honum og Lars Danielsson, helstu bassasnillingum Svía, hefur Klinghagen unnið mikið. Lokalag þess disks er minningarljóðið Mr. Lowe og á því luku þeir félagar einnig tónleikunum. Angurvær ballaða mörkuð þeim trega sem er nær heið- ríkju norðursins en mistri suðursins. Göran Klingshagen á rætur að rekja til rokksins, eins og flestir gít- arleikarar á hans reki og Jimi Hendr- ix og John McLaughlin settu sitt mark á hann. Það gerðu einnig klass- ískir djassgítarleikarar á borð við Jim Hall, Jimmy Raney og Wes Mont- gomery og síðast en ekki síst Norð- maðurinn Terje Rypdal, sem öðrum fremur hefur skapað hinn norræna djassgítarhljóm. Sumt af þessum áhrifum mátti heyra í leik Klingshag- en, helst þó frá Rypdal. John Abercr- ombie hughrif voru líka til staðar hjá Klinghagen, ekki síður en í leik ann- ars af stórgítarleikurum Norður- landa, Danans Karstens Houmarks. Enginn vex af neinu og höfuðatrið- ið er að safna hinum ýmsu áhrifum saman til að efla eigin persónulega tónsköpun og það hefur Göran Kling- hagen tekist. Það átti ekki sístan þátt í því hversu áheyrilegir þessir tón- leikar voru og ekki spillti fyrir fínn trommuleikur Sundbys og Gunnar Hrafnsson stóð sig með mikilli prýði. Það er eins og þessi hæfileikaríki bassaleikari sé alls staðar á heima- velli. Norræn- ir djass- tónar DJASS T ó n l e i k a r Göran Klinghagen gítar, Gunnar Hrafnsson bassa og Terje Sundby trommur. Sunnudagskvöldið 21. janúar 2001. KAFFI REYKJAVÍK Vernharður Linnet þ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.