Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN
46 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UNDANFARIÐ hafa verið miklar
umræður um framtíð flugvallarins.
Nefnd vinnur að skýrslu um hana og
þarf frestun á frestun
ofan að halda til þess að
geta lokið verki sínu.
Örsökin virðist vera sú
að nýjar lausnir bætast
við frá skipulags- og
verkfræðistofum sem
vinna að málinu. Það
gefur þeim ærna vinnu
og okkar ágætu borgar-
stjórn sem úr vöndu vill
ráða með sem mestum
sóma. Undirritaðan
langar til að bæta
nokkru við og ætlar að
hafa sitt mál eins stutt
og mögulegt er, aðeins
tipla á fáeinum atriðum.
Gerir hann ráð fyrir að
þeir sem lesa þetta hafi
fylgst með umræðunum um málið að
undanförnu.
Almennt er talið að það svæði sem
flugvöllur þarf á að halda sé að flat-
armáli þrefalt stærra en flötur flug-
brautanna.
Flugvallarsvæðið innan girðinga
vallarins er í eigu borgar og ríkis, og
skiptist það þannig að borgin á um 83
ha en ríkið um 51 ha. Auk þess á ríkið
landsvæði um 10 ha utan girðinga og
þar að auki flugbrautirnar á vellinum
og annað sem þeim tilheyrir. Í því eru
fólgin mikil verðmæti. Vilji borgaryf-
irvöld eignast hlut ríkisins þurfa þau
að kaupa hann. Veltur þá allt á vilja
Alþingis hvort hann er falur og nú
getur lesandinn velt því fyrir sér
hvort hann er það. Verði ekki sátt um
málið og borgin sæki fast að völlurinn
hverfi héðan, getur Alþingi samþykkt
lög og eignarnám á hluta borgarinnar
til að festa hann í sessi. Þau lög geta
verið rökstudd með því almannaheill
sé í veði þar sem:
1) svæðið er líklega eini staðurinn í
nágrenninu þar sem notkunarhlutfall
fyrir flugvöll nær alþjóðlegu viður-
kenndu notkunargildi, sem er 95% af
tíðleika vinda.
2) Flutningur vallarins myndi hafa
mjög slæm áhrif á innanlandsflugið
og með honum bregst höfuðborgin
skyldum sínum við landsbyggðina.
3) Á flugvellinum eru höfuðstöðvar
Landhelgisgæslunnar, sjúkraflugs
og flugbjörgunarsveita o.s.frv.
Nú hefur samgönguráðherra
kynnt það, að aðeins tveir kostir séu,
annar að Reykjavíkurflugvöllur verði
áfram á sama stað eða að öll starf-
semi sem fram fer á flugvellinum
verði flutt til Keflavíkur og ber að
virða þá ákvörðun.
Á jörðinni eru þrjú svæði þar sem
meðalvindhraði er mun hærri en ann-
ars staðar og eitt þeirra nær á suður-
strönd landsins. Það orsakar óvenju
mikinn sjávargang hér við strendur,
brim og brimlöður og mikla ísingu,
einkanlega næst sjónum. Sælöðrið er
óhollt flugvélum. Er það furðulegt að
mönnum skuli detta það í hug af þess-
um sökum að ráðgera flugbrautir úti í
Skerjafirði. (Er það virkilegt að
menn séu búnir að gleyma brimlöðr-
inu sem gengur upp á Sæbrautina,
Ánanaustin, Seltjarnarnesið og Álfta-
nesið?) Við þá vil ég segja, farið við
vondar aðstæður af ísingu út á þann
brautarendann sem nær út í fjörðinn
og í öllum bænum hafið mannbrodd-
ana með. Ef ég man rétt þá rann einu
sinni vél þar út af á svelli.
Auk þessa má minnast á slysa-
gildruna við Kúagerði á
Keflavíkurveginum, en
þar liggur vegurinn fast
að sjónum og ofan við
er allhár hraunkambur.
Stundum myndast þar
snögglega mikil ísing
og þess vegna hefur
verið talað um að færa
veginn fjær ströndinni.
Við sérstakar aðstæður
má sjá seltu og raka-
móðu svífa meðfram
endilangri strandlín-
unni og meira að segja
ber gróðurinn þar þess
greinileg merki.
Um hæð brautafyll-
inga úti í Skerjafirðin-
um er þetta að segja:
Við skulum gera ráð fyrir að með-
aldýpi á stæði sé við stórstraums-
fjöru um 2 m. Þar við bætist 5 m flóð-
hæðarmunur og loks eru til heimildir
fyrir stormflóðhæðinni í Bátsenda-
flóðinu mikla sem fór rúma 3 metra
þar yfir. Hæð flugbrautarfyllingar
þyrfti þá að vera um a.m.k. 10 metrar
og þar að auki þyrfti varnargarða fyr-
ir brimöldunum og særokinu sem
þeim fylgir.
Varnargarður á brautarenda, t.d. á
Lönguskerjum, mætti ekki vera
lægri en um 6 m og hans vegna þyrfti
brautin að vera 2 til 300 m lengri en
ella. Brimvörnin yrði að vera gerð úr
stórgrýti, miklu magni af grjóti á
stærð við fólksbíla en svo stórt grjót
er mjög vandfundið hér á suðvestur-
horninu. Sé einhver í vafa um þetta
vill undirritaður benda á brimvarn-
irnar við nýju höfnina í Hafnarfirði,
við Örfirisey og víðar, en þær eru allt
að 4 m á hæð og þar er samt bakland
fyrir.
Enn eitt óhagræði að braut í
Skerjafirðinum og það er að botnlag
hans er leirlag hvílandi víða á hall-
andi klöpp. Nú verður þungi braut-
arfyllingar mikill og má gera ráð fyrir
missigi undan henni er tímar líða, og
enn verra getur komið fyrir og það er
að rakt leirlagið hreinlega spýtist
skyndilega til hliðar undan þungan-
um. Þetta hefur a.m.k. komið tvívegis
fyrir í Hafnarfjarðarhöfn.
Tvær hugmyndir um brautir í
Skerjafirðinum næst landi hafa kom-
ið fram í dagblöðunum. Önnur gerir
ráð fyrir lengingu N-S-brautarinnar
út í fjörðinn og skekkingu með stefnu
fyrir utan Kársnesið og yfir Þing-
holtshæðina! Með þeirri aðgerð eyði-
leggst blindflugið að N-S-brautinni,
sem er mikilvægt fyrir völlinn. Hin er
sú að viðhalda N-S-brautinni að
mestu leyti en gera nýja á meira dýpi
út eftir firðinum í vesturátt. Líkast er
að henni sé stefnt til höfuðs göngu-
brautinni og Nauthólsvíkinni, bað-
strönd bæjarbúa. Svo fráleitar eru
þessar hugmyndir báðar, að ekki
verður rætt nánar um þær hér.
Tvö sveitarfélög önnur en Reykja-
vík vilja hafa sitt að segja um skipu-
lag flugvallarins en það eru Bessa-
staðahreppur og Kópavogur og í því
sambandi er rétt að minnast á annan
þátt sem skiptir máli.
Segjum sem svo að hér á svæðinu
búi á næstunni um 200.000 manns.
Það er eins og í lítilli borg í öðrum
löndum. Hér eru 7 sveitarfélög, 7
bæjarstjórar eða sveitarstjórar, litlir
kóngar með skotthúfur. 7 sveitar-
stjórnir og jafnmargir skipulags-
stjórar með skipulagsnefndir sér við
hlið. Hver hugsar fyrst og fremst um
sitt ríki. Ekki er ólíklegt að við öll
skipulögin ein starfi beint eða óbeint
um 200 manns og þar að auki fjalla
sveitarstjórnirnar um hvert og eitt
mál sem frá þeim kemur. Nú vita og
finna allir að þetta er allt of þungt í
vöfum og nauðsyn er á meiri sam-
vinnu í þessum efnum þar sem vand-
ræðagangur er víða þegar svokallaðir
hagsmunir falla ekki saman. Af þess-
um sökum var stofnað til svokallaðr-
ar endurskoðunarnefndar sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu til að
ræða kosti sameiningar. Taldi hún að
veruleg hagræðing næðist með sam-
einingu sveitarfélaganna og lagði
fram tillögur um að þau yrðu sam-
einuð annarsvegar í eitt sveitarfélag
eða hinsvegar í tvö. Þess skal getið að
þessar tillögur eru mjög réttmætar
og bera vott um viturlegt starf nefnd-
arinnar. En þegar Mbl. leitaði álits
ráðamanna sveitarfélanna var ekki
að sjá að neinn áhugi væri fyrir sam-
einingu. Heldur vildu þeir einhverja
samvinnu, sem fæst væntanlega eftir
langar og viðkvæmar samningalotur.
Enginn vill missa sína skotthúfu.
En lítum aðeins á nokkur atriði af
handahófi: Seltjarnarnes tilheyrir
sama kjördæmi og t.d. Grindavík.
Landsvæði Kópavogs er í þremur að-
skildum hlutum. Á svæðinu eru þrjú
aðskilin sýslumannsembætti og lög-
gæslur, fjórar stofur Almannatrygg-
inga, sjö skattstofur, tvær tollstofur
og svo ekki sé talað um allar skóla-
nefndirnar. Þá eru útgjöld ríkissjóðs
til ýmissa vafasamra útgjalda ótalin,
svo sem til hafnarmála á Seltjarnar-
nesi, í Kópavogi og jafnvel í Garða-
hreppi og öll samgöngumálin í vanda
o.s.frv.
Ef við lítum á sveitarstjórnarmál-
in: Skipulag sveitarfélanna er ekki
samræmt og ýmislegt í klemmu,
skólamál og margar nefndir starf-
andi. Hafnir eru í Reykjavík og Hafn-
arfirði fyrir alla. Höfuðstaðurinn veit-
ir Seltirningum alla veituþjónustu að
undanskildri hitaveitu. Leiðir SVR
ná þaðan alla leið upp í Mosfellsdal.
Hitaveitan veitir svæðinu, að undan-
skildu nesinu, heitt vatn og hún á
meira að segja lagnirnar í gatnakerfi
þess. Nokkur þeirra fá rafmagn og
líka kalt vatn úr fyrirtækjum Reykja-
víkur. Svona má lengi telja.
Eins og kunnugt er hafa ýmis bæj-
arfélög úti á landsbyggðinni samein-
ast eða eru að gera það, en þar eru
víða fjöll milli fjarða. Með því ná þau
sparnaði fyrir sig og um leið sparast
umtalsverðar upphæðir fyrir sjóð
allra landsmanna og allt samstarfið
verður skilvirkara og gegnsærra.
Ólyginn hefur sagt undirrituðum
af svipuðu tilfelli frá Winnipeg, sem
var einu sinni margklofin borg svipað
og hér á sér stað. Þegar átti að sam-
eina risu skotthúfumennirnir upp og
töldu allt því til foráttu. Það endaði
þannig að löggjafarþingið tók í taum-
ana og setti lög um sameininguna og
allt nöldur gleymdist furðu fljótt.
Ætli það sama verði að gerast hér
fyrir höfuðborgarsvæðið, að löggjaf-
inn verði að taka af skarið? En áður
en það gerist þarf vitaskuld að gera
allsherjarúttekt á málinu og ræða þá
kosti sem fyrir hendi eru.
Nokkur orð um
Reykjavíkurflugvöll
Ólafur
Pálsson
Flug
Tvö sveitarfélög önnur
en Reykjavík, segir
Ólafur Pálsson, vilja
hafa sitt að segja um
skipulag flugvallarins.
Höfundur er verkfræðingur.