Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÚN er glaðleg og björt á að líta sýning listakonunnar Önnu Jóa er þessa dagana stendur yfir í Lista- safni ASÍ. Sýningargestir ná með heimsókn sinni í safnið að stíga inn í svolitla ævintýraveröld þar sem form og litir geta gefið ímyndunaraflinu lausan taumin. Listakonan sjálf greinir frá því í inngangi að verkum sínum að hún vilji með myndunum velta upp spurningum um sjálf mannsins, hvernig því sé varpað fram, hvað búi þar að baki og hvert sé þá hið raunverulega sjálf, auk þess sem náttúran virðist ekki vera langt undan. Á sýningu Önnu Jóa er að finna 20 málverk og eitt myndbandsverk og er fyrsta myndin viðeigandi inngang- ur að því sem á eftir kemur enda upp- setning sýningarinnar í alla staði vel úthugsuð. Ljósgrænir, brúnir og hvítir fletir leita út frá miðju hins himinbláa grunns myndarinnar, og minnir verkið fyrir vikið í fyrstu á landakort. Á víð og dreif hefur síðan verið komið fyrir úrklippum af kvenlíkömum og má sjá þessi sömu form kvennanna endurtekin í stærri hlutföllum í öðrum verkum sýning- arinnar. Málverkin tuttugu eru öll nafnlaus en tengjast víða innbyrðis, ýmist vegna form- eða litanotkunar. Í verk- um tvö og sex eru ljósgrænir og hvítir litir t.d. ráðandi en myndirnar, sem báðar eru mjög róandi á að líta, eru staðsettar andspænis hvor annarri á veggjum Ásmundarsalar. Sú fyrri er töluvert minni og sú eina, utan mynd- ar nr. 1, þar sem finna má úrklippur af kvenlíkama, en þeim til samlætis er stærri útgáfa konunnar máluð á strigann. Sú er með öllu hvít og er hér bakgrunninum látið eftir að sjá um litbrigði myndarinnar. Fyrir vikið virkar manneskjan tóm, líkt og form- ið eitt og áhrifin eru að öllu umhverf- isins. Í síðara verkinu eru þessi áhrif öllu blandaðri. Stærð myndarinnar ein sér gerir hana sterkari en skemmti- leg litbrigði kvennanna tveggja og gróðursins sem þetta verk prýða hafa ekki síður sín áhrif. Gróðurinn minnir um mest á þara og bláleitur litur kvennanna á hafið og ekki laust við að ímyndunarafl sýningargesta færi þá niður á hafsbotn eitt augnarblik. Anna Jóa velur öllu sterkari liti í verk þrjú til fimm og hér eru það formin, ekki bakgrunnurinn sem sterkustu litbrigðin veita. Rauðbrún- ir, dökkbrúnir, bláir, grænir og svart- ir litir eru ríkjandi í verkunum og formin oft svo samofin að erfitt getur reynst að greina eitt frá öðru. Í fyrstu virka þessar myndir svolítið frá- hrindandi þar sem meiri árekstrar eru milli litanna, en auga sýningar- gests læðist þó að þeim aftur og aftur og auðvelt að týna sér í samsetningu þeirra ólíku þátta sem þar er að finna. Tíunda verk Önnu Jóa sameinar síðan á skemmtilegan hátt þau ólíku vinnubrögð sem hún viðhefur við gerð verkanna á undan. Myndin minnir í senn á haust og vetur en brúnir litatónar vinna þar vel með hvíta litnum. Viðfangsefnið hér eru tvær mannverur í skóglendi, önnur greinileg á meðan hin fellur inn í liti gróðursins sem umkringir þær. Þess- ir ólíku þættir myndarinnar eru einkar vel samofnir og veitir gróður- inn verkinu meiri dýpt en einkennir önnur verk sýningarinnar. Eitt gróðrarlag tekur við af öðru og augað þannig leitt langt inn í strigaflötinn. Sýning Önnu Jóa nær einnig yfir Gryfjuna og ber uppröðun verka þar sömu merki vandlega úthugsaðrar uppsetningar og finna mátti í Ás- mundarsal. Tengsl verkanna í Gryfj- unni við verkin uppi eru augljós þar sem sama formnotkun er fyrir hendi. Þeir litir sem listakonan notar hér eru hins vegar mun sterkari – appels- ínugulir og djúpbláir – og kalla myndirnar fyrir vikið fram önnur við- brögð hjá áhorfendum, auk þess sem nú má sjá fugla flögra um sums stað- ar. Verk 15 og 18 spegla til að mynda hvort annað. Á báðum myndanna má sjá sömu þrjár konurnar en appels- ínurauður grunnur annarrar mynd- arinnar og djúpblár grunnur hinnar hefur hins vegar í för með sér að and- blær myndanna tveggja er gjörólík- ur. Sú rauða virkar þar öllu glaðlegri en sú bláa sem einkennist af meiri trega og eftirsjá. Myndbandsverk Önnu Jóa, sem er tæpar níu mínútur að lengd, er eina verk sýningarinnar sem hlotið hefur nafn. Verkið nefnist „Mynd í rauðu, grænu og bláu“ og byggist á gjörn- ingi – heimsókn til Vatnajökuls – sem listakonan stóð fyrir úti í Finnlandi. Í verkinu leitast Anna Jóa síðan við að túlka útrás aflanna í íslenskri náttúru og notar hún til þess liti, hljóð og sjálfa sig. Á áhorfandinn hér auðvelt með að skynja þá náttúrumynd sem listakonan dregur fram með mynd- bandsverkinu en þar má um leið sjá upphaf margra þeirra mynda er Anna Jóa útfærði síðar í málverkum sínum. Í heild vinna öll þessi verk vel sam- an, uppsetningin er líkt og áður hefur verið sagt til fyrirmyndar, bæði form og litir mynda tengsl milli allra verk- anna og helst að mynd nr. níu sé þar utangátta. Litir, gróf pensilför og formmyndun ná þar ekki að mynda samfellu með öðrum verkum. Að öðru leyti hefur sýningin þó yfir sér heil- steyptan blæ þar sem bæði upphaf og endir ná að veita aukna innsýn í hvert verk fyrir sig. Morgunblaðið/Jim Smart Verk nr. 6 á sýningu Önnu Jóa í Listasafni ASÍ. Ekki er laust við að verkið veki upp myndir af hafsbotninum. Maður og náttúra MYNDLIST L i s t a s a f n A S Í Sýningunni lýkur 28. janúar. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14–18. ANNA JÓA – MÁLVERK Anna Sigríður Einarsdótt ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.