Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG ER tiltölulega ánægður með
skýrsluna og geri ekki alvarlegar at-
hugasemdir við hana. Ég er eindreg-
ið andvígur því að Ísland gangi í
Evrópusambandið, eins og allur
þorri framsóknarmanna, og skýrslan
hefur ekki breytt þeirri afstöðu
minni,“ sagði Páll Pétursson félags-
málaráðherra meðal annars er hann
var inntur álits á skýrslu Evrópu-
nefndar Framsóknarflokksins.
Í skýrslunni eru metnir kostir og
gallar mögulegrar aðildar Íslands að
ESB og kemur þar m.a. fram að
byggja eigi áfram á samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið ef upp-
hafleg markmið hans haldast. Reyn-
ist svo ekki vera skuli tekin ákvörð-
un um hvort leita eigi eftir aðild að
ESB.
Páll Pétursson sagði ekki setta
fram stefnumörkun í skýrslunni
heldur væru þar færðar fram ýmsar
röksemdir um Evrópumálin og
hugsanleg samningsmarkið vegna
aðildar. Taldi hann mikillar bjart-
sýni gæta í þeim markmiðum því
ættu þau að ná fram að ganga yrði að
breyta Rómarsáttmálanum. Sagði
hann að næðust þessi samnings-
markmið, sem hann kvaðst hafa litla
trú á, yrði viðhorfið kannski annað.
Hár aðgangseyrir að ESB
Ráðherra sagði aðgangseyri að
bandalaginu ákaflega háan, miklu
hærri en Íslendingar gætu búist við
að fá úr sjóðum bandalagsins. Hann
sagði landbúnað á Íslandi fyrir bí
yrði af aðild og að Íslendingar
myndu missa vald yfir fiskveiðum
sínum. „Okkur hefur vegnað vel, höf-
um hér allt til alls og ætlum að gera
betur við þá sem minnst mega sín og
því sé ég ekki að okkur vegni betur
með aðild að ESB.“
Spurður um hvort samningurinn
um Evrópska efnahagssvæðið væri
nægur grundvöllur í Evrópusam-
starfinu taldi Páll svo vera. Kvaðst
hann ekki sjá nein teikn um að hann
yrði að engu innan fárra ára og taldi
Íslendinga geta búið við hann lengi
enn. Sagðist hann ekki hafa trú á að
Noregur eða Sviss gengju í ESB
þrátt fyrir yfirlýsingar einstakra
flokka eða stjórnmálamanna um það.
Hann sagði Jón Sigurðsson, for-
mann Evrópunefndarinnar, hafa
unnið gott starf.
Páll Pétursson um skýrslu Evrópunefndar Framsóknar
Áfram andvígur
aðild að ESB
LÍÚ svaraði í gær framkomnum hug-
myndum sjómannasamtakanna um
lausn á kjaradeilu sjómanna og út-
vegsmanna. Meginatriðin í svari LÍÚ
eru að útvegsmenn bjóða sömu
hækkanar á launaliði og aðrir laun-
þegar hafa fengið. Þeir bjóða endur-
skoðun á fyrirkomulagi vátrygginga,
hækkun á lægsta fiskverði og vilja
samning til þriggja ára. Þeir eru hins
vegar ekki tilbúnir að auka hlut sjó-
manna í aflaverðmæti með auknum
lífeyrisréttindum. Sævar Gunnars-
son, formaður Sjómannasambands
Íslands, segir að þetta þýði aðeins nei
með greinargerð.
„Við vildum gera skammtíma-
samning um þrjá meginþætti, en þeir
fara út um víðan völl og útþynna hug-
myndir okkar með ólíkindum,“ segir
Sævar. „Svar þeirra er hrein neitun
við hugmynd okkar um skammtíma
samning til að komast eitthvað áfram
í málunum. Við fórum í fyrsta lagi
fram á að gerður yrði skammtíma
samningur og á tímabilinu yrði farið
ofan í kjarasamninginn og kröfur
beggja og því lokið fyrir október
næsta haust. Í öðru lagi fórum við
fram á að launaliðir yrðu lagfærðir í
samræmi við vísitölu, en þar höfum
við dregizt langt aftur úr síðustu 10
árin. Síðan fórum við fram á að samið
yrði við okkur eins og aðra um lífeyr-
issjóði, það er séreignadeildina. Við
förum fram á að útvegsmenn semdu
við okkur um slysatryggingar sjó-
manna eins og kaupaskipaútgerðirn-
ar hafa gert við farmenn.
Höfnuðu útréttri sáttahönd
Svörin við þessu voru bara hreinn
undansláttur, sem ekkert þýðir nema
nei auk þess sem þeir vildu samning
til þriggja ára, sem er gjörsamlega út
í hött. Það kom mér reyndar mjög á
óvart að LÍÚ skyldi koma á fund með
svar við tilboði án þess að hafa reikn-
að út hvað það kostaði. Ég gat hins
vegar sagt þeim hvað það kostaði
með öllum fyrirvörum. Ég tel mig
fara með mjög rétt mál að kostnaðar
aukinn sé öðrumhvorum megin við
einn hundraðshluta, eða um hálfur
milljarður króna.
Við erum einfaldlega á byrjunar-
reit. Þeir höfnuðu útréttri sáttahönd
allra samtaka sjómanna um að fara í
alvöru vinnu án allra átaka til að
reyna að leysa það sem á milli okkar
stendur og hefur gert í heilan áratug.
Ábyrgð þeirra er algjör í því,“ segir
Sævar Gunnarsson.
Hlutaskiptakerfið komið
að endimörkum sínum
„Ég hef nú ekki trú á því að þeir
vilji ekki tala frekar við okkur,“ segir
Friðrik Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri LÍÚ. „Við erum að bjóða þeim
það sama og öðrum hvað varðar
launaliði, en við erum ekki tilbúnir að
láta þá hafa hærra hlutfall af tekjum
útgerðarinnar en þeir hafa fyrir.
Hvað tryggingar varðar, eru sjó-
menn í nánast öllum tilfellum með
betri vátryggingar en fólk í landi.
Þeir fá ákveðnar bætur, þótt þeir beri
eigin sök á slysi. Svo er almennt ekki
í landi. Það má vissulega bæta þetta.
Við erum að borga um 20 milljarða í
laun og við þá uppbæð verður ekki
bætt nema með aukinni hagræðingu.
Eigi að taka upp betri tryggingar
verður kostnaðurinn að koma af þeim
hlut, sem við erum þegar að borga.
Við bjóðum engu að síður upp á end-
urskoðun þessara mála. Þetta sama á
við um séreignalífeyrissjóðinn.
Hlutaskiptakerfið er komið að
endimörkum sínum og meira verður
ekki til skipta. Meðan við erum í
hlutaskiptakerfi gengur það ekki upp
að verið sé að elta uppi allt sem menn
fá í landi í allt öðru launakerfi.
Við viljum gera heildarsamning
þar sem allt er undir og auk annarra
þátta höfum við boðizt til að gera átak
í menntunarmálum sjómanna. Það er
mjög mismunandi hve mikinn kostn-
að kröfur sjómanna hafa í för með
sér, en útreikningar okkar benda til
að þetta kosti á annan milljarð króna
á ári, þegar lífeyrissjóðsframlagið er
komið í 2%. Þetta er ekkert smáræði.
Þarna greinir okkur á eins og í
fleiru,“ segir Friðrik Arngrímsson.
Hér fer á eftir svar útvegsmanna
við tilboði sjómanna um skammtíma-
samning:
Sameignlegar viðræður
Útvegsmenn fagna því að stéttar-
félög sjómanna komi nú fram sam-
eiginlega í kjaraviðræðum við út-
vegsmenn. Það er mikilvægur áfangi
í viðræðum þessara aðila og mun
væntanlega greiða mjög fyrir því að
samningar náist.
Útvegsmenn leggja höfuðáherslu á
að ná samningum við sjómann svo
fljótt sem verða má og að gildistími
kjarasamnings aðila verði ekki
skemmri en þrjú ár.
Útvegsmenn eru reiðubúnir til að
fallast á að kauptrygging sjómanna
hækki í samræmi við þær launa-
hækkanir sem Samtök atvinnulífsins
og Flóabandalagið hafa samið um.
Það jafngildir því að laun hækki um
7% frá gildistöku kjarasamnings, um
3% frá 1. janúar 2002 og um 2,25% 1.
janúar 2003. Þá lýsa útvegsmenn sig
reiðubúna til þess að ræða við stétt-
arfélög sjómanna um enn frekari
hækkun kauptryggingar, enda lækki
hlutur samsvarandi.
Útvegsmenn eru einnig reiðubúnir
til að vinna að því á samningstíman-
um að koma á launakerfi með föstum
launum auk ábata, í stað núverandi
hlutaskiptakerfis.
Ef og þegar fallið verður frá hluta-
skiptakerfi og tekið upp sambærilegt
launakerfi og hjá flestum öðrum
launþegum en sjómönnum, eru út-
vegsmenn tilbúnir til að ræða lífeyr-
issjóðsframlög með svipuðum hætti
og samið hefur verið um hjá sam-
bærilegum stéttum.
Við óbreytt hlutaskiptakerfi er
ekki unnt að bera lífeyrissjóðsfram-
lög annarra atvinnurekanda saman
við lífeyrissjóðsframlag útvegs-
manna enda hafa sjómenn hlut úr
aflaverðmæti en aðrir launþegar hafa
ekki fastákveðinn hluta af tekjum at-
vinnurekanda.
Vegna hlutaskiptakerfisins skipta
sjómenn nú á milli sín um 40% af
tekjum útgerðarfyrirtækja og eru út-
vegsmenn ekki tilbúnir að auka frek-
ar hlutdeild sjómanna í heildar-
tekjum útgerðarinnar.
Útvegsmenn eru reiðubúnir að
setja á stofn starfshóp með fulltrúum
sjómanna þar sem tekið verði saman
yfirlit yfir slysatryggingar sjómanna
og greiðslur til þeirra vegna slysa.
Jafnframt verði réttindi sjómanna
borin saman við réttindi annarra
launþega en útvegsmenn telja að
réttindi þeirra séu betri en almennt
er. Þá verði kostnaður af aukinni vá-
tryggingavernd sjómanna metin.
Starfshópurinn skal taka til starfa
strax og ljúka störfum fyrir 15. febrú-
ar 2001. Í framhaldi af niðurstöðum
starfshópsins og áður en nýr kjara-
samningur tekur gildi, skulu aðilarn-
ir fjalla um slysatryggingar sjó-
manna.
Hækkun
fiskverðs
Útvegsmenn eru tilbúnir að ræða
breytingar á fyrirkomulagi við gerð
fiskverðssamninga og á hlutverki
Verðlagsstofu skiptaverðs í því
sambandi. Miðað er við að breyting-
arnar leiði til hækkunar lægsta fisk-
verðs.Útvegsmenn leggja áherslu á
að samið verði um þær kröfur útvegs-
manna sem kynntar hafa verið sjó-
mönnum. Sérstök áhersla er lögð á
kröfu um mönnunarmál, þannig að
þegar fækkað er í áhöfn leiði það ekki
til hækkunar heildarlaunakostnaðar,
heldur skiptist ábatinn af fækkuninni
á milli aðila. Þegar hagræðing næst
fram njóti bæði sjómenn og útvegs-
menn þess í hækkuðum tekjum.
Slitnaði upp úr kjaraviðræðum útvegsmanna og sjómannasamtakanna í gær
LÍÚ hafnar samn-
ingi til skamms tíma
LÁRA Margrét Ragnarsdóttir, al-
þingismaður og formaður Íslands-
deildar Evrópuráðsþingsins, var á
mánudag kjörin formaður félags-,
heilbrigðis- og fjölskyldumálanefnd-
ar Evrópuráðsþingsins á fyrsta
fundi þingsins, í Strassborg, á þessu
starfsári.
Er þetta í annað sinn sem Lára
Margrét er kjörin formaður mál-
efnanefndar á vegum þingsins en
alls eru þær nefndir tíu.
Ekki er vitað til þess að aðrir
Íslendingar hafi verið kjörnir til for-
mennsku í þessum málefnanefnd-
um.
Lára Margrét kveðst í samtali við
Morgunblaðið vera ánægð með það
traust og þann trúnað sem henni
hafi verið sýndur með kjöri í for-
mannsembættið. Eins og kunnugt
er hefur hún verið varaforseti Evr-
ópuráðsins undanfarin þrjú ár en
einnig hefur hún verið varaformað-
ur fyrrgreindrar nefndar auk þess
sem hún hefur verið formaður í öðr-
um nefndum á vegum Evrópuráðs-
ins. Kvaðst Lára Margrét hafa
ákveðið að gefa kost á sér í for-
mannsembættið í haust er ljóst var
að hún nyti til þess stuðnings allra
pólitískra flokka á Evrópuráðs-
þinginu. „Félagar mínir í nefndinni
virtust vera sammála um að ég ætti
að taka við starfinu,“ segir hún en
engin mótframboð bárust.
Alls 76 fulltrúar frá 41 aðildarríki
Evrópuráðsins sitja í félags-, heil-
brigðis- og fjölskyldumálanefndinni
en það er í verkahring nefndarinnar
að hrinda félagsmálasáttmála Evr-
ópuráðsins í framkvæmd.
Fjölskyldunefnd Evrópuráðsþingsins
Lára Margrét Ragnars-
dóttir kjörin formaður MEÐ fækkun sauðfjár á undan-förnum árum hefur ferhyrnda fénufækkað, en einstaka bændur rækta
það ennþá. Kristján Tryggvason,
bóndi í Fellsseli í Ljósavatnshreppi,
hefur haft ferhyrnda hrúta í hjörð
sinni og hafa þeir gefið töluvert af
þríhyrndu og ferhyrndu fé.
Upphaflega fékk Kristján fer-
hyrndan hrút frá Lóni í Þistilfirði
og á hann nú töluvert af marg-
hyrndum kindum. Er hann eini
bóndinn í Suður-Þingeyjarsýslu
sem ræktar þennan sjaldgæfa
stofn. Á myndinni má sjá Kristján
með hrútinn Fjarka sem hann segir
að sé mjög skemmtilegur í um-
gengni.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Ferhyrnt
fé orðið
sjaldgæft
Laxamýri. Morgunblaðið.
SLÖKKVILIÐ höfuðborgar-
svæðisins var kallað að Kringl-
unni í hádeginu í gær vegna
elds í handþurrku.
Þegar slökkviliðið kom á
staðinn var eldurinn slokknað-
ur en talsverður reykur var á
salerninu sem er á 3. hæð.
Handþurrkan var ónýt og
nokkuð sót var á veggjum, en
aðrar skemmdir urðu ekki.
Eldurinn er talinn hafa kviknað
út frá rafmagni.
Slökkviliðið kallað
að Kringlunni
Eldur í
hand-
þurrku