Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UNDIRRITAÐUR var í gær kjara-
samningur Félags íslenskra leik-
skólakennara og launanefndar
sveitarfélaganna í húsnæði ríkis-
sáttasemjara. Samningurinn gildir
til ágústloka 2004 og hækka byrj-
unarlaun, miðað við 12 tíma vinnu,
á þeim tíma um 26,8% eða úr tæp-
um 115 þúsund kr. í 145.500 kr.
Laun deildarstjóra, sem hefur haft
12 tíma yfirvinnu, hækka um 42% á
samningstímanum eða úr rúmum
126 þúsund kr. í rúmar 179 þúsund
kr.
Aðspurð kveðst Björg Bjarna-
dóttir, formaður FÍL, vera „þokka-
lega ánægð með samninginn,“ eins
og hún orðar það en bætir því við
að auðvitað vilji menn alltaf hafa
gert betur. Þegar tveir aðilar semji
þurfi þó alltaf að slá af einhverjum
kröfum beggja vegna borðsins.
Karl Björnsson, formaður launa-
nefndar sveitarfélaganna, segir full-
trúa launanefndarinnar sátta við
samninginn og telja hann verða til
að efla leikskólastarfið og laða að
fleiri leikskólakennara til starfa í
leikskólum landsins. Aðspurður
segir hann útgjaldaauka sveitar-
félaganna vegna samninganna í
krónum talið vera um 500 milljónir
kr. á ársgrundvelli.
Stíf fundarhöld hafa verið hjá
samningsaðilum síðustu daga enda
gerði viðræðuáætlun samningsaðil-
anna ráð fyrir því að samnningar
næðust fyrir 29. janúar nk. Að öðr-
um kosti yrði viðræðunum vísað til
ríkissáttasemjara. „Það hefur verið
mikið álag á samningafólki síðustu
dagana en það var á móti mikill vilji
fólks til að ná saman,“ segir Björg.
Ríflega 1.200 manns eru í Félagi
Íslenskra leikskólakennara. Að
sögn Bjargar ætlar félagið að
kynna samninginn um land allt á
næstu tveimur vikum. Að þeim
tíma loknum munu félagsmenn
greiða atkvæði um samninginn.
Gert er ráð fyrir því að niðurstaðan
liggi fyrir eigi síðar en 23. febrúar
nk.
Þess má geta að skv. samningn-
um hækka byrjunarlaun leikskóla-
kennara um 14,3% við upphaf
samningstímans eða í rúm 131 þús-
und kr. og laun deildarstjóra
hækka um 22,4% við upphaf samn-
ingstímans eða í rúmar 154 þúsund
kr.
Börnum verði fjölgað
Að sögn Karls er útgjaldaauki
sveitarfélaganna vegna samning-
anna í prósentum talið og miðað við
að núverandi samningur hefði gilt
óbreyttur fram að 1. september
2004 um 28,45% án tillits til hag-
ræðingar en um 23,55% miðað við
hagræðingu. Hagræðingin sem
þarna er talað um felst m.a. í því að
fjölga börnum í leikskólum og auka
þannig nýtingu bæði rekstrarút-
gjalda og þess fjármagns sem
bundið er í húsnæði. Hafa samn-
ingsaðilar farið fram á það við
menntamálaráðherra, Björn
Bjarnason, að hann beiti sér fyrir
breytingum á lögum og reglugerð
um leikskóla til að svo megi verða.
Með þessari hagræðingu telja
samningsaðilar að megi stytta nú-
verandi biðlista eftir leikskólarými.
Þó er tekið fram að það hvernig til
takist fari eftir aðstæðum í hverjum
leikskóla.
Spurður um gang viðræðnanna
síðustu daga segir Karl að þær hafi
gengið mjög vel. „Það var mjög
góður skilningur beggja aðila á
þörfum og kröfum hvors aðila um
sig enda sjáum við að gegn þessum
auknu útgjöldum eru leikskóla-
kennarar tilbúnir að taka þátt í
meiri hagræðingu á móti. Þannig
verður til ábati sem við látum að
mestu leyti renna til leikskólakenn-
ara.“ Aðspurður segir Karl að
samningurinn sé ekki svipaður
samningi grunnskólakennaranna.
„Þessi samningur hefur sínar sjálf-
stæðu forsendur.“
Innt eftir því hvort hún sé ánægð
með samninginn segir Björg: „Ég
er þokkalega ánægð með hann.
Maður vill auðvitað alltaf hafa get-
að náð betur. Það sem er gagn-
rýnivert eru byrjunarlaun almenns
leikskólakennara. Við lögðum höf-
uðáherslu á laun deildarstjóra og
náðum þó nokkrum áfanga þar á
kostnað byrjunarlauna.“
Breytt viðhorf til
leikskólarekturs
Forsvarsmenn Félags íslenskra
leikskólakennara sögðu í nóvember
sl. að þeir myndu krefjast allt að
tvöföldunar byrjunarlauna í kjara-
viðræðunum en samningar leik-
skólakennara urðu lausir um ára-
mótin. Spurð um þetta segir Björg
að krafan um byrjunarlaunin hafi
ekki náðst en á hinn bóginn hafi
náðst góður árangur í öðrum þátt-
um kröfugerðarinnar. Vísar hún
þar m.a. til hækkunar launa deild-
arstjóranna. Einnig bendir hún á að
skv. samningnum verði undirbún-
ingstími deildarstjóra aukinn og
metinn til launa og sömuleiðis verði
námskeið og framhaldsnám meira
metin. Þar með séu komnar fleiri
möguleikar fyrir leikskólakennara
til að hækka í launum.
En telur Björg að samningurinn
eigi eftir að laða að fleiri leikskóla-
kennara til starfa í leikskólum
landsins? „Ég vona það,“ segir hún
og bætir við: „Ég vil leggja áherslu
á að við finnum að viðhorf samn-
ingsaðila til leikskólastarfs og leik-
skólakennaranámsins hefur breyst
mjög. Sveitarfélög eru búin að átta
sig á því að leikskólarekstur er
mikilvægur þáttur í starfi og þjón-
ustu sveitarfélaganna. Við finnum
þennan vilja sem kemur fram í því
að menn vilja gera eins vel og hægt
er hverju sinni. En auðvitað eru
viðsemjendur okkar bundnir um-
hverfinu eins og við, þ.e. til dæmis
þeim kjarasamningum sem þegar
er búið að gera.“
Leikskólakennarar og sveitarfélögin skrifa undir kjarasamning til fjögurra ára
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Karl Björnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna, og Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra
leikskólakennara, takast í hendur eftir að nýr kjarasamningur hafði verið undirritaður. Milli þeirra stendur
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari.
Byrjunar-
laun hækka
um 26,8% á
samnings-
tímanum
Laun deildarstjóra hækka
um 42% á samningstímanum
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur sent Ástþóri Magnússyni,
hjá Friði 2000, bréf þar sem farið
er fram á það að hann stöðvi
dreifingu auglýsingamiða, þar
sem happdrættið Símahapp er
auglýst. Samkvæmt upplýsingum
úr ráðuneytinu fékk Ástþór, í nóv-
ember síðastliðnum, leyfi til þess
að reka hlutaveltu en ekki happ-
drætti. Rekstur happdrættis er
háður ströngum skilmálum, þar
sem m.a. er kveðið á um það að
vinningar séu dregnir út undir
eftirliti viðkomandi sýslumanns
og það að reka happdrætti í leyf-
isleysi varðar sektum. Ástþór
sagði í samtali við Morgunblaðið
að málið væri á misskilningi
byggt og að ekki væri um neitt
stórmál að ræða.
Ástþór sendi dómsmálaráðu-
neytinu bréf í lok nóvember þar
sem leiknum var lýst, en sam-
kvæmt lýsingunni taldi ráðuneyt-
ið að um hlutaveltu væri að ræða
og því bæri Ástþóri að fá leyfi hjá
lögreglustjóra. Samkvæmt upp-
lýsingum ráðuneytisins hefur nú
komið í ljós að lýsingin á leiknum
var ekki rétt og ekki í samræmi
við þau gögn sem ráðuneytinu og
lögreglustjóra bárust í nóvember.
Að mati ráðuneytisins er um
happdrætti að ræða en ekki hluta-
veltu og því ber Ástþóri að stöðva
leikinn.
Ástþór sagðist hafa fengið bréf-
ið frá ráðuneytinu í fyrradag og
að í gær hefði hann sótt um leyfi
fyrir happdrætti. Hann sagðist
búast við því að ráðuneytið myndi
afgreiða leyfið á næstu dögum.
Hann sagði að verið væri að at-
huga hvort ekki væri hægt að
stöðva leikinn þangað til, en að
þeir sem þegar hefðu hringt í
Símahapp myndu fá sína vinn-
inga, ekki væri hægt að breyta
því eins og gæfi að skilja. Yf-
irskrift auglýsingamiðans, sem
þegar hefur dreift í einhver
íbúðahverfi er: „Milljónapottur-
inn. Engin núll – þú átt öruggan
vinning.“
Neytendasamtökin og Sam-
keppnisstofnun skoða málið
Á miðanum kemur hvergi fram
hver stendur fyrir happdrættinu,
né hvernig ágóðanum verði ná-
kvæmlega varið. Aðeins er sagt
að honum verði varið til hjálpar
stríðshrjáðum. Á miðanum kemur
fram að vinningarnir séu að verð-
mæti tvö þúsund krónur til ein
milljón króna og að þátttakendur
fái alltaf vinning. Á heimasíðu
leiksins kemur hins vegar fram að
Símahapp sé fjáröflunarverkefni
fyrir alþjóðlegt hjálparstarf Frið-
ar 2000. Á bakhlið miðans, sem
kemur fram að um er að ræða
vöruúttektir hjá verslunar- og
þjónustufyrirtækjum og að kostn-
aður við hvert símtal í happdrætt-
ið sé 990 krónur.
Bæði Neytendasamtökin og
Samkeppnisstofnun hafa fengið
þetta mál inn á borð til sín og eru
með það til skoðunar.
Björk Sigurgísladóttur, löfræð-
ingur hjá Neytendasamtökunum,
sagði að samtökunum hefðu borist
talsvert mörg símtöl vegna þessa.
Hún sagði að fólk væri m.a. að
kvarta undan því að upplýsing-
arnar á miðunum væru villandi og
einnig hefði verið kvartað undan
vinningunum þ.e. að þeir væru
háðir ýmsum takmörkunum.
Anna Birna Halldórsdóttir, for-
stöðumaður markaðsmálasviðs
Samkeppnisstofnunar, sagði að
líklega myndi stofnunin gera at-
hugasemd við auglýsingu á bak-
hlið miðans, en þar er auglýst
fæðubótarefni. Hún sagði að í
auglýsingunni væri slegið fram
ýmsum fullyrðingum. Þar segir
m.a.:
„Bandaríska tímaritið Time
fjallaði fyrr á árinu um rannsókn-
ir sem sýndu að fæðubótaefni
unnin úr ávöxtum og grænmeti
eru ein áhrifamesta vörnin gegn
krabbameini. Rannsóknir banda-
rískra háskóla hafa komist að
svipuðum niðurstöðum og að töfl-
urnar dragi úr líkum á krabba-
meini um 60%!“
Anna Birna sagði að fullyrð-
ingar eins og þessar vektu óneit-
anlega upp ýmsar spurningar um
réttmæti auglýsingarinnar.
Dómsmálaráðuneytið sendir Ástþóri Magnússyni hjá Friði 2000 bréf vegna happdrættis
Óskað eftir því að
leikurinn Símahapp
verði stöðvaður