Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 59 Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Hilllukerfi / Milligólf Skrúfulaust Smellt saman! Netverslun - www.isold.is Heildarlausnir fyrir fyrirtækið fyrir lagerinn,verslunina, heimilið, bílskúrinn. ANTIKUPPBOÐ Fornhúsgögn og smámunir Laugardaginn 27. janúar 2001 kl. 14:00 í veislusal Skútunnar, Hólshrauni 3, Hafnarfirði (bakvið Fjarðarkaup). Húsgögnin verða til sýnis í Antik-versluninni í Hólshrauni 5, Hafnarfirði, föstudag 26. jan kl. 12:00 til 18:00 og laugardag 27. jan frá kl. 10:00. Ath. að mæta tímanlega til skráningar. Umboðs- og heildv. Sjónarhóll ehf. OPIÐ hús verður hjá ferðafélaginu Útivist í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. janúar, í Naustkjallaranum Vesturgötu 6–8. Þar mun Ívar Björnsson lögfræðingur fjalla um efnið hverjir eigi fjöllin og tengist það umræðunni um þjóðlendur sem hefur verið áberandi undan- farið. Að því loknu verður slegið á létta strengi með Básabandinu og hitað upp fyrir þorrablót Útivistar í Húnaþingi vestra 2.–4. febrúar næst komandi. Ný ferðaáætlun Útivistar fyrir árið 2001 var að koma út og verður hægt að nálgast hana á opna hús- inu sem eins og nafnið bendir til er öllum opið, jafnt félagsmönnum sem öðrum. Ferð jeppadeildar Útivistar á Skjaldbreið sem áætluð var laug- ardaginn 27. janúar er frestað til 10. febrúar og í stað skíðaferðar sunnudaginn 28. janúar verður gönguferð kl. 11 og verður gengið hjá Lónakoti og Straumi sunnan Hafnarfjarðar. Opið hús Útivistar í kvöld RAUÐI kross Íslands stendur fyrir ráðstefnu um flugslys og viðbrögð við þeim föstudaginn 26. janúar. Banda- rískur sérfræðingur, dr. Gerald A. Jacobs, fjallar um málefnið milli kl. 13 og 16 á Grand Hotel í Reykjavík. Dr. Gerald Jacobs er yfirmaður „Disaster Mental Health Institute“ við háskólann í S-Dakota jafnframt því að vera prófessor í sálarfræði við sömu stofnun. Hann hefur víðtæka þekkingu og reynslu af áfallahjálp, m.a. á vegum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO). Í fyrirlestri sínum ætlar Gerald Jacobs að ræða muninn á hópslysum og annars konar áföllum, fara yfir sögu viðbragða við flugslysum í Bandaríkjunum og lýsa viðbragðs- áætlun bandaríska Rauða krossins vegna flugslysa. Þeir sem hafa áhuga á að mæta á ráðstefnuna eru beðnir að skrá sig hjá Rauða krossi Íslands. Ráðstefnugjald er 5.000 kr. Ráðstefna um flugslys ÍSLANDSDEILD Letterstedtska- sjóðsins hefur auglýst eftir umsókn- um um styrkir úr sjóðnum árið 2001 og er umsóknarfrestur til 1. mars nk. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja norrænt samstarf og sam- starf við Eystrasaltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða. Ekki er um eiginlega námsstyrki að ræða heldur koma þeir einir til greina sem lokið hafa námi og hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingarleit á starfssviði sínu svo sem við rannsóknir á vísinda- eða fræðastofnun eða með þátttöku í fundum eða ráðstefnum. Styrkir eru einungis veittir til ferða milli norrænu landanna og Eystrasaltsríkjanna. Umsóknir skal senda til ritara Ís- landsdeildar Letterstedtska-sjóðs- ins. Ferðastyrkir Letterstedtska- sjóðsins ♦ ♦ ♦ FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.