Morgunblaðið - 25.01.2001, Síða 59
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 59
Umboðs- og heildverslun
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Hilllukerfi / Milligólf
Skrúfulaust
Smellt saman!
Netverslun - www.isold.is
Heildarlausnir
fyrir fyrirtækið
fyrir lagerinn,verslunina,
heimilið, bílskúrinn.
ANTIKUPPBOÐ
Fornhúsgögn og smámunir
Laugardaginn 27. janúar 2001 kl. 14:00
í veislusal Skútunnar, Hólshrauni 3, Hafnarfirði (bakvið Fjarðarkaup).
Húsgögnin verða til sýnis í Antik-versluninni
í Hólshrauni 5, Hafnarfirði,
föstudag 26. jan kl. 12:00 til 18:00 og laugardag 27. jan frá kl. 10:00.
Ath. að mæta tímanlega til skráningar.
Umboðs- og heildv. Sjónarhóll ehf.
OPIÐ hús verður hjá ferðafélaginu
Útivist í kvöld, fimmtudagskvöldið
25. janúar, í Naustkjallaranum
Vesturgötu 6–8. Þar mun Ívar
Björnsson lögfræðingur fjalla um
efnið hverjir eigi fjöllin og tengist
það umræðunni um þjóðlendur
sem hefur verið áberandi undan-
farið.
Að því loknu verður slegið á
létta strengi með Básabandinu og
hitað upp fyrir þorrablót Útivistar
í Húnaþingi vestra 2.–4. febrúar
næst komandi.
Ný ferðaáætlun Útivistar fyrir
árið 2001 var að koma út og verður
hægt að nálgast hana á opna hús-
inu sem eins og nafnið bendir til er
öllum opið, jafnt félagsmönnum
sem öðrum.
Ferð jeppadeildar Útivistar á
Skjaldbreið sem áætluð var laug-
ardaginn 27. janúar er frestað til
10. febrúar og í stað skíðaferðar
sunnudaginn 28. janúar verður
gönguferð kl. 11 og verður gengið
hjá Lónakoti og Straumi sunnan
Hafnarfjarðar.
Opið hús Útivistar
í kvöld
RAUÐI kross Íslands stendur fyrir
ráðstefnu um flugslys og viðbrögð við
þeim föstudaginn 26. janúar. Banda-
rískur sérfræðingur, dr. Gerald A.
Jacobs, fjallar um málefnið milli kl. 13
og 16 á Grand Hotel í Reykjavík.
Dr. Gerald Jacobs er yfirmaður
„Disaster Mental Health Institute“
við háskólann í S-Dakota jafnframt
því að vera prófessor í sálarfræði við
sömu stofnun. Hann hefur víðtæka
þekkingu og reynslu af áfallahjálp,
m.a. á vegum Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar (WHO).
Í fyrirlestri sínum ætlar Gerald
Jacobs að ræða muninn á hópslysum
og annars konar áföllum, fara yfir
sögu viðbragða við flugslysum í
Bandaríkjunum og lýsa viðbragðs-
áætlun bandaríska Rauða krossins
vegna flugslysa. Þeir sem hafa áhuga
á að mæta á ráðstefnuna eru beðnir
að skrá sig hjá Rauða krossi Íslands.
Ráðstefnugjald er 5.000 kr.
Ráðstefna
um flugslys
ÍSLANDSDEILD Letterstedtska-
sjóðsins hefur auglýst eftir umsókn-
um um styrkir úr sjóðnum árið 2001
og er umsóknarfrestur til 1. mars nk.
Sjóðurinn hefur það hlutverk að
styrkja norrænt samstarf og sam-
starf við Eystrasaltsríkin á sviði
rannsókna, lista, vísinda og fræða.
Ekki er um eiginlega námsstyrki
að ræða heldur koma þeir einir til
greina sem lokið hafa námi og
hyggja á frekari rannsóknir eða
þekkingarleit á starfssviði sínu svo
sem við rannsóknir á vísinda- eða
fræðastofnun eða með þátttöku í
fundum eða ráðstefnum.
Styrkir eru einungis veittir til
ferða milli norrænu landanna og
Eystrasaltsríkjanna.
Umsóknir skal senda til ritara Ís-
landsdeildar Letterstedtska-sjóðs-
ins.
Ferðastyrkir
Letterstedtska-
sjóðsins
♦ ♦ ♦
FÓLK Í FRÉTTUM