Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Geir Þórð- arson, leikhússtjóri Leikfélags Íslands, segir samþykktir borg- arráðs um stuðning við sjálfstæðu leikhúsin vera skref í rétta átt en telur tölurnar of lágar. Hann telur hins vegar ekki að borgarstjóri hafi hafnað óskum þeirra um verulega aukinn stuðning. Forsvarsmenn Leik- félags Íslands lýstu því yfir í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag að þeir ósk- uðu eftir samtals 50 milljóna króna framlagi frá ríki og borg til stuðnings við starfsemi sína. Borgarráð hefur hins vegar sam- þykkt að veita á bilinu 6 til 15 millj- ónir í framlag á næstu þremur árum sem deildist á milli 2-3 leikhúsa eða sviðslistahópa. Aðspurð í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að ekki væri gert ráð fyrir frekari fjár- veitingum til þessa málaflokks, né heldur yrðu mál einstakra leikhópa eða leikhúsa leyst með sérstökum hætti. Þegar Magnús Geir var inntur eftir viðbrögðum við þessum um- mælum borgarstjóra sagði hann að sér þætti ánægjulegt að sjá að nú sé vilji fyrir hendi til að leiðrétta að- stöðumuninn og bregðast við kraft- miklu starfi sjálfstæðu leikhúsanna. „Þetta er vissulega skref í rétta átt, en ég tel fjárhæð- irnar of lágar. Eðlilegt væri að það bættust við tvö þrep til viðbót- ar árin 2004 og 2005. Leikfélag Íslands þarf 50 milljónir samtals á ári frá ríki og borg en það má vel hugsa sér að gerður yrði samn- ingur sem hækkaði í þrepum. Eftir sem áð- ur verður langstærsti hluti tekna Leikfélags Íslands af miðasölu og styrkir til þess mun lægri en til hinna stóru leikhús- anna,“ segir Magnús Geir. Stuðningur nauðsynlegur „Það er alger forsenda fyrir leik- hús eins og Leikfélag Íslands að hægt sé að gera framtíðaráætlanir og horfa fram á veginn,“ segir Magnús Geir þegar hann er spurður um þýðingu þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið fyrir starfsemi leikfélagsins. „Það er mjög mikil- vægt að bæði borgarstjóri og menntamálaráðherra marki ein- hverja stefnu í því máli. Styrkirnir sem rætt er um eru ekki í takt við stöðuna í leikhúslandslaginu í dag. Við því verður að bregðast og mér sýnist að einhver hreyfing sé að komast á málið.“ Munuð þið halda ykkur við þau rekstraráform sem þið hafið rætt um? „Já, að því gefnu að við þessu verði brugðist. Við erum að fara út í hlutafjárútboð innan tíðar en við þurfum að fá samþykktan framtíð- arstuðning og vita á hverju við stöndum. Við erum að keppa á markaði þar sem tvö önnur stór leik- hús eru og þau eru gríðarlega mikið styrkt. Stuðningur frá ríki og borg er hins vegar alger forsenda fyrir framtíð þess starfs sem við stöndum fyrir.“ Lítið þið þá ekki á ummæli Ingi- bjargar Sólrúnar í gær sem svar um að ekki verði brugðist við óskum ykkar? „Nei, alls ekki. Mér finnst það ekkert óeðlilegt að styrkveitingar til leikhúsanna séu undir einum hatti og þá geri ég ráð fyrir að við fengj- um úthlutað úr því. Hins vegar er augljóst af þeim tölum sem borgar- stjóri setur fram núna að þetta eru allt of lágar fjárhæðir. Þær eiga að skiptast milli tveggja til þriggja leik- húsa en duga ekki einu sinni fyrir Leikfélag Íslands sem hlýtur að koma fyrst. Ég geri ráð fyrir að þessu verði úthlutað í takt við um- fang starfseminnar. Því þætti mér mjög líklegt að leikfélagið fengi stóran hluta af þessu. Það er líka ljóst að það mun ekki nást sátt milli leikhúsanna og borgarinnar um þessar upphæðir.“ Hvað munuð þið taka til bragðs? „Við höfum óskað formlega eftir viðræðum bæði við ríki og borg um framtíðarstuðning við Leikfélag Ís- lands. Þær óskir hafa legið inni á borði hjá þessum aðilum í nokkurn tíma. Ég á von á því að viðræður fari af stað fljótlega,“ segir Magnús Geir. Ánægður með menntamálaráðherra Magnús Geir segist ánægður með ummæli Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra í fréttinni í Morgunblaðinu í gær. Þar ræðir hann tillögur Bandalags íslenskra listamanna sem séu raunhæfar kröf- ur um viðbrögð við stöðu mála. „Mér fannst mjög ánægjulegt að heyra að menntamálaráðherra væri að skoða þetta af alvöru. Með því að setja af stað nefnd til að fara ofan í kjölinn á þessu málefni sést að hann ætlar að bregðast við.“ Magnús Geir vildi leiðrétta þann misskilning ráð- herrans að forráðamenn leikfélags- ins telji að of háum fjárhæðum sé varið til Þjóðleikhúss og Borgarleik- húss. „Menntamálaráðherra hefur lesið eitthvað skakkt út úr orðum mínum. Ég hef aldrei sagt að verið sé að verja of háum fjárhæðum til þessara leikhúsa. Hins vegar þykir mér óeðlilegt á þessum tímapunkti að byrjað sé á að auka fjármagnið til Þjóðleikhúss og Borgarleikhúss áð- ur en brugðist er við máli Leikfélags Íslands,“ segir Magnús Geir að lok- um. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Íslands Borgin er á réttri leið Magnús Geir Þórðarson NÝJA málverkið er þema sýning- ar Guðmundar Odds Magnússonar „Samræður við safneign“. Fyrir þá sem haldnir eru skammtímaminni, eða voru ekki komnir á meðtökuald- urinn á öndverðum níunda áratugn- um, skal þess getið að nýja málverk- ið var nokkurs konar umbrotastefna sem endurvakti áhuga framsækinna listamanna á málaralist eftir að hin alþjóðlega framúrstefna hafði dæmt hana úr leik sem dauðan miðil og úr- eltan. Það merkilega kom nefnilega í ljós um 1980 að sjálf hin alþjóðlega framúrstefna var lent í blindgötu og fylgismenn hennar vissu ekki gjörla hvert halda skyldi. Nú, þegar horft er til baka til upphafs þessa áratug- ar, má sjá að þetta var hin mesta missýn. Það breytir því þó ekki að þeir sem töldust gleggstir á því herr- ans ári 1980 höfðu ekki nægilega yf- irsýn til að skynja til dæmis almenni- lega vægi litljósmyndarinnar, sem nú var hægt að stækka upp í ámóta risastærðir og klassísk málverk gömlu meistaranna með einfaldri cibakrómtækni. Fæstum kom til hugar að hin risastóra litljósmynd ætti eftir að ná oddastöðu í fígúra- tífri myndlist líkt og komið er á dag- inn þegar litið er aftur til tveggja síð- ustu áratuga. Mönnum var miklu nærtækara að fylgjast með nýja málverkinu og sjá hvernig það fór eins og eldur í sinu um gjörvöll Vest- urlönd. Það var sprottið up úr hrær- ingum í Vestur-Berlín þar sem pönk- kynslóðin lét mikið til sín taka í næturlífinu, rokktónlistinni og stjórnmálum. Í bakgrunni stóðu eldri listamenn sem aldrei höfðu lagt penslana á hilluna og gátu nú státað af nær tveggja áratuga reynslu sem týnda kynslóðin. Þetta voru listmál- arar á borð við Georg Baselitz og þýsku popp-málarana Gerhard Richter – en verk hans eru einmitt nú til sýnis í Listasafni Íslands – og Sigmar Polke – en verk hans voru til sýnis í Listasafni Íslands fyrir fáein- um mánuðum. Þá var myndhöggv- arinn Joseph Beuys ötull við að unga út nemendum sem létu að sér kveða sem málarar á áttunda áratugnum. Berlínarpönkið var þó snöggtum stundlegra en verk áðurnefndra málara, enda tók það sér til fyrir- myndar gamla expressjónismann frá dögum Brücke-hópsins í Dresden á fyrstu tugum aldarinnar. Ernst Lud- wig Kirchner (1880–1938) var öðrum fremur viðmiðið enda má sjá bein stílræn tengsl milli hans og hinna ofsafengnu – die heftige – eins og Berlínarmálararnir á níunda ára- tugnum voru gjarnan nefndir. Því miður urðu þeir ekki langlífir í hug- um manna og fáir muna nú eftir nöfnum á borð við Middendorf, Fett- ing eða Salome þótt þeir væru heimsfrægir listamenn upp úr 1980. Ítölskum kollegum þeirra vegnaði mun betur enda var stíll þeirra langtum sjálfstæðari og mun óháðari sögulegum viðmiðum. Þannig eru listamenn á borð við Clemente, Pal- adino og Cucchi enn býsna sýnilegir. En þeir höfðuðu einhverra hluta vegna mun minna til íslenskra ný- málara sem tóku mun ákveðnar mið af Berlínarmálverkinu en þessum suðrænu fyrirmyndum. Því varð nýja málverkið á Íslandi ekki langlíf- ara en fyrirmyndirnar frá Berlín. Allt var um garð gengið á ofanverð- um níunda áratugnum. Nú hefði mátt ætla að nýja mál- verkið félli í kramið hjá þeim sem söknuðu málaðra mynda og töldu að hugmyndlistin hefði rutt burt olíulit- unum og terpentínunni. En eins og Guðmundur Oddur bendir réttilega á í inngangi sínum að sýningunni fékk nýja málverkið hraklega útreið hjá þeim sem töldu sig sjálfskipaða verði íslenskrar málaralistar. Það þótti of illa gert, gróft og skyndi- kennt og svo var striginn ekki af bestu sort né heldur litirnir. Sumir gagnrýnendur töldu nýja málverkið verra en hugmyndlistina ef eitthvað var. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og nú sakna þeir sem hraklegast dæmdu nýja málverkið þessara gömlu góðu daga. Og víst er að alltof margir tóku boðskapnum með hálfvelgju, einnig þeir sem voru á bólakafi í þessari nýju stefnu. Svo virðist sem alltaf þurfi einhverja alls- herjarölvun til að hrista upp í ís- lenskum listheimi; eitthvert gull- grafaraæði sem varir örskotsstund og ekki meir. Síðan er allt búið og öll- um finnst sjálfsagt að gleyma hátíð- inni og inntaki hennar. Víst er þó að örfáir málarar héldu ótrauðir áfram að þróa það sem þeir höfðu lagt upp með í árdaga nýbylgjunnar. Af hin- um rann hins vegar fljótt móðurinn þegar hópeflið var ekki lengur til staðar. Flestir þeirra sneru sér að gamla málverkinu sem þeir uppá- stóðu að væri langtum betra en nýja málverkið. En sjálfsagt er slíkt aft- urhvarf ekki annað en hluti af nátt- úrulegu vélgengi listasögunnar. En Guðmundur Oddur á þakkir skilið fyrir að minna okkur á sprengikraftinn í nýja málverkinu með svo dæmalaust splundrandi hætti. Á pallinum má sjá alls kyns upplýsandi samtímaheimildir auk óborganlegra pressumynda af Ein- ari Garibaldi og Georg Guðna sak- leysislegum eins og kórdrengjum. Áhorfandinn spyr aftur á móti hvað orðið hafi af allri þeirri orku sem nýja málverkið leysti úr læðingi. Ef til vill er svarið nærtækt. Hún fór í að rífast um hver rétta stefnan væri eftir að veislunni var lokið. Þessi frá- bæra upprifjun í Nýlistasafninu sannar nefnilega svo um munar að eldsneytisskortur hefur aldrei staðið íslenskri myndlist eða listamönnum fyrir þrifum. Hins vegar hafa eftir- hreyturnar alltaf verið í ætt við ís- lenska veðráttu, tómt rótleysi og reiptog. Því að þótt við séum full- komlega stjórnlausir eins og sannir Sturlungar og sjálfum okkur verstir í róstunum skortir oss hvergi rétt- trúnaðinn: Aðeins þetta en annað ekki svo að kreddan bíð’ ei hnekki. Ljósmynd/Halldór Björn Runólfsson Upplýsingar um nýja málverkið ásamt ljósmyndum af Einari Garibaldi og Georg Guðna. Málverk af sveitabæ og heysátu eftir Tuma Magnússon. Gullöndin strandar MYNDLIST N ý l i s t a s a f n i ð Til 18. febrúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12–17. MÁLVERK – RÍFLEGA 20 ÍSLENSKIR LISTAMENN Halldór Björn Runólfsson AÐALPERSÓNAN, Jean Paul (Gérard Lanvin), á heldur tilbreyt- ingarlítið og gleðisnautt líf. Konan farin frá honum og fátt til að hressa uppá hversdagsgrámann. Faðir hans (Bernard Giraudeau) hefur legið rúmfastur á sjúkrahúsi og er orðinn þungt haldinn. Það kemur í hlut Jean-Paul að taka á sig aðalábyrgð- ina í fjölskyldunni. Þegar hann fer að kanna málin kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í lífi karlsins. Það þarf að leysa óvænt og viðkvæm mál og dularfullir hlutir gerast. Heldur hæggeng og lengst af tíð- indalítil mynd en unnin af vandvirkni af leikstjóranum og handritshöfund- inum Nicole Garcia, sem var tilnefnd til frönsku Cesar-verðlaunanna fyrir vikið. Annars er hún miklu þekktari sem leikkona. Ein aðalástæðan fyrir að sjá fjölskyldudramað er magnað- ur leikur Lanvin, sem hlaut Cesar- verðlaunin fyrir vikið. Lars Von Trier-leikarinn Jean-Marc Barr gef- ur honum lítið eftir. Eftirlætis- sonurinn KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó – F r ö n s k k v i k m y n d a v i k a Leikstjóri og handritshöfundur: Nicole Garcia. Tónskáld: Philippe Sarde. Kvikmyndatökustjóri: Eric Gautier. Aðalleikendur: Gérard Lanvin, Bernard Giraudeau, Jean-Marc Barr, Roberto Herlitzka. Frönsk. Árgerð 1994. LE FILS PRÉFÉRÉ 1 ⁄2 Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.