Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BORGARRÁÐ samþykkti í
fyrradag að skipa starfshóp til
þess að kanna hvernig hent-
ugast og hagkvæmast sé að
bæta þjónustu Borgarbóka-
safns í Árbæjarhverfi. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri segir að ástæða þess
að samþykktar menningar-
málanefndar borgarinnar um
útibú Borgarbókasafns í Ár-
bæjarhverfi sjái ekki stað í
þriggja ára fjárhagsáætlun
borgarinnar sé sú að borgar-
ráð hafi ekki fjallað um málið
og menningarmálanefnd hafi
engar áætlanir gert um kostn-
að við byggingu útibúsins eða
rekstur.
Málið rætt í borgarstjórn
Borgarstjóri segir að þetta
mál hafi þegar verið rætt á
fundi í borgarstjórn. Júlíusi
Vífli Ingvarssyni, borgarfull-
trúa sjálfstæðismanna, ætti að
vera ljóst að engar fram-
kvæmdir, hvorki þessi né aðr-
ar, komist á þriggja ára áætl-
un um rekstur, framkvæmdir
og fjármál borgarsjóðs, hafi
þær ekki verið samþykktar af
borgarráði.
Júlíus Vífill sagði í Morgun-
blaðinu í fyrradag að borgar-
stjóri hefði hindrað framgang
einróma samþykktar menn-
ingarmálanefndar í þessu efni
vegna þess að sjálfstæðis-
menn hefðu haft frumkvæði að
tillögunni. „Ég útskýrði þetta
fyrir Júlíusi á síðasta borgar-
stjórnarfundi og þarf ekki að
gera það frekar,“ sagði borg-
arstjóri, spurður um viðbrögð
við staðhæfingum borgar-
fulltrúans í blaðinu í gær.
Hún sagði að auk þess sem
borgarráð hefði ekki fengið
stefnumótun menningarmála-
nefndar til umfjöllunar hefðu
engar tölur verið lagðar fram
um rekstrarkostnað eða fjár-
festingarkostnað vegna útibús
Borgarbókasafns í Árbæ og
einnig af þeirri ástæðu hefði
ekki komið til greina að geta
framkvæmdarinnar sérstak-
lega í þriggja ára áætluninni.
40 og 60 m.kr. á safnlið
Hún sagðist m.a. hafa bent
á það á borgarstjórnarfundi að
í fjárhagsáætluninni væru sér-
stakir safnliðir, sem væru ætl-
aðir til annarra framkvæmda
en þeirra sem sérstaklega
væru til teknar. Undir þeim
væru til ráðstöfunar 60 m.kr. á
árinu 2002 og 85 m.kr. árið
2003 til menningarmála en 20
m.kr. hvort ár hefði verið ráð-
stafað vegna undirbúnings
væntanlegs tónlistarhúss.
Menningarmálanefnd yrði
sjálf að fara yfir og skoða
hvernig skynsamlegast væri
að ráðstafa til framkvæmda í
menningarmálum því sem eft-
ir stendur.
Þá sagði borgarstjóri að á
fundi borgarráðs síðdegis í
gær hefði verið skipaður
starfshópur til að skoða hvern-
ig hentugt og hagkvæmt væri
að koma fyrir þjónustu Borg-
arbókasafnsins í Árbæjar-
hverfi. Lengi hefði verið vitað
að þörf væri talin fyrir aukna
þjónustu safnsins í hverfinu og
sagði borgarstjóri að m.a.
hefði verið minnst á þörf á
safni í hverfinu á öllum hverfa-
fundum sem hún hefur haldið í
Árbæ. „En það er eins og með
önnur hverfi borgarinnar að
það eru margvíslegar þarfir
og auðvitað spurning hvenær
og hvernig á að leysa úr þeim,“
sagði Ingibjörg Sólrún.
Borgarráð skipar
starfshóp um
bókasafn í Árbæ
Árbær
KÆRUR þær, sem nokkrir
foreldrar leikskólabarna á
Reykjakoti sendu til lögregl-
unnar og siðanefndar Félags
íslenskra leikskólakennara,
eru í ákveðnum farvegi, að
sögn viðkomandi aðila.
Í fyrradag kom fram í Morg-
unblaðinu að foreldrarnir hefðu
í desember í fyrra kært til lög-
reglu að leikskólastjóri skyldi
aka með hóp barna á pallbíl frá
Reykjakoti að íþróttahúsi Mos-
fellsbæjar og að í síðustu viku
hafi foreldrarnir sent kæru
vegna umrædds atburðar til
siðanefndar Félags íslenskra
leikskólakennara. Af þessu til-
efni grennslaðist Morgunblaðið
fyrir um hvar þessar kærur
væru staddar.
Hjá Lögreglustjóraembætt-
inu í Reykjavík fengust þær
upplýsingar, að kæra hefði á
sínum tíma borist vegna at-
viksins og málið hefði nýlega
verið tekið til rannsóknar í sér-
refsilagadeild.
Hjá siðanefnd Félags ís-
lenskra leikskólakennara
fengust þær upplýsingar að
kæra foreldranna hefði verið
tekin til umfjöllunar á fundi
nefndarinnar hinn 18. janúar
síðastliðinn, en samkvæmt
vinnureglum siðanefndar muni
nefndin leita eftir ráðgjöf lög-
fræðings og siðfræðings áður
en nánar verður fjallað um
málið. Næsti fundur siða-
nefndar er ráðgerður í næstu
viku.
Einnig vildi Morgunblaðið
afla nánari upplýsinga um bif-
reiðina, sem notuð var til að
flytja börnin á milli Reykja-
kots og íþróttahússins, en þau
leiðu mistök áttu sér stað þeg-
ar um málið var fjallað hér á
síðu 28. desember síðastliðinn
að sagt var að um opinn pallbíl
hefði verið að ræða. Er hér
með beðist velvirðingar á því.
Til að komast að hinu sanna
hafði Morgunblaðið í gær
samband við lögregluna í Mos-
fellsbæ og spurðist fyrir um
bifreiðina. Þar fengust þau
svör, að um Nissan double cab
bifreið hefði verið að ræða,
sem er pallbifreið, skráð fyrir 4
farþega. Yfir pallinum er
trefjaplastshús með hliðarrúð-
um, og er gaflinn lokaður, en
þó opnanlegur að innan.
„Þannig voru börnin flutt í
þessari ferð,“ sagði Hörður Jó-
hannesson. „Það var ekki um
að ræða að þeim hefði verið
hent í einhverja skúffu aftan á
bíl eða á opinn vörubílspall,
heldur voru þau inni í trefja-
plastshúsi, með lokuðum gafli
og með umsjónarmanneskju í.
Hitt er svo alveg rétt, að engin
sæti voru þarna fyrir börnin,
og allan öryggisútbúnað þar
vantaði.“
Kærur hjá lög-
reglu og siðanefnd
Mosfellsbær
Reykjakot í Mosfellsbæ
EITT þeirra
barna sem Sæ-
mundur fylgdi
yfir götuna,
þann dag sem
Morgunblaðið
var á ferð, var
sjö ára gömul
stúlka sem
kvaðst heita
Valgerður Þor-
steinsdóttir en
vera kölluð
Vala. Hún tjáði
blaðamanni
það, að sér
fyndist ákaf-
lega gott að
Sæmundur
skyldi leiða hana og önnur
börn svona yfir götuna, fyr-
ir og eftir skóla.
„Hann er að stöðva um-
ferðina og hjálpa okkur yfir
götuna svo að bílarnir keyri
ekki yfir okkur,“ sagði hún
og var með þetta allt á
hreinu.
Er Sæmundur alltaf
hérna til að leiða ykkur yf-
ir?
„Hann mætir nú oftast.“
Eru margir krakkar að
fara yfir göt-
una á morgn-
ana? „Já.“
En hvað ger-
ið þið þegar
hann mætir
ekki? „Fyrst
gái ég hvort
hann kemur
ekki og síðan
labba ég bara
yfir þegar eru
engir bílar.“
Hvað eru
margir í
bekknum þín-
um? „Þeir eru
21, með mér.“
Er gaman í
skólanum? „Já.“
Er eitthvað skemmtilegra
en annað? „Já, mér finnst
skemmtilegast að læra
reikning.“
Ertu búin að ákveða hvað
þú ætlar að verða þegar þú
verður stór?
„Neeeeeiii..., ekki alveg.“
Hver veit nema hún verði
lögreglukona og fylgi börn-
um yfir götur á morgnana
eins og vinur hennar, Sæ-
mundur.
Stöðvar umferðina
svo að bílarnir keyri
ekki yfir börnin
Valgerður
Þorsteinsdóttr
ÍRIS Gústafs-
dóttir á barn í
Mýrarhúsaskóla
og kannast því
við lögreglu-
manninn sem
fylgir börnunum
yfir götuna á
morgnana. Hún
var spurð hvort
henni fyndist að-
stoð hans vera
mikils virði.
„Tvímæla-
laust,“ sagði Íris.
„Ég fer með sex
ára dóttur mína
gangandi í skól-
ann á hverjum
morgni, því það er mjög erf-
itt með bílastæði þarna við
Mýrarhúsaskólann, og við
förum yfir þessa ákveðnu
gangbraut. Það er fullt af
litlum börnum sem eru þarna
ein á ferð í býtið, svo það er
mikið öryggi að vita af Sæ-
mundi þarna. Hann er þarna
fyrir kl. níu á morgnana
meðan þau eru að tínast í
skólann. En hann er eini lög-
reglumaðurinn sem gerir
þetta, að fylgja börnunum yf-
ir, og það finnst
mér aftur verra.
Sæmundur er
ekki nema þriðju
hverju viku
þarna, þ.e.a.s.
bara þegar hann
er á dagvakt,
eins og gefur að
skilja, svo að ég
hefði viljað sjá
aðra lögreglu-
menn taka upp
þessa venju hans
meðan hann er á
öðrum vöktum
og því ekki til
taks. Ég hef
stundum séð þá
keyra þarna um, en ekki tek-
ið eftir að þeir færu úr bif-
reiðum sínum til að hjálpa
börnum yfir götuna.
Eins og ég sagði finnst mér
mikill munur að vita af Sæ-
mundi þarna og finnst alveg
synd að hinir skuli ekki gera
það sama. Ég vil þess vegna
hvetja aðra lögreglumenn til
að taka upp þennan sið, að
vera þarna á hverjum degi,
og sérstaklega núna meðan
það er svona mikið myrkur.“
„Hvet aðra lög-
reglumenn til að
gera það sama“
Íris
Gústafsdóttir
„Jæja, elskurnar, gjörið þið
svo vel, gangið nú yfir,“ seg-
ir Sæmundur Pálsson við
nokkur börn sem eru með
honum við Mýrarhúsaskóla
á Seltjarnarnesi, vestan Nes-
vegar, og þurfa að komast
yfir götuna. Og svo leiðir
hann þau yfir, sæll og glað-
ur með þetta hlutskipti sitt.
Og ekki er ánægja barnanna
minni, því sum eiga það til
að kyssa á hönd hans eða
leggja vanga sinn að henni.
Sæmundur er búinn að
vera í rúmlega 31 ár í lög-
reglunni, og þar af á Sel-
tjarnarnesi frá því í árs-
byrjun 1975 og og þekkir
þar af leiðandi flesta þar. Í
mörg ár hefur hann haft
þann sið að mæta á morgn-
ana að Mýrarhúsaskóla og
fylgja yngstu börnunum yfir
gangbraut eina, sem þar er
að finna. Og þetta segist
hann ætla að gera áfram,
eins lengi og hann mögulega
getur.
Kemur eins
oft og hann getur
„Mæðurnar sjá mikið ör-
yggi í þessu. Nú eru að vísu
margir sem fylgja börnum
sínum í skólann en það er
samt ekki nema lítið brot af
öllum hópnum sem fer hér
um. Og ef veðrið er slæmt er
maður alveg í stífu að teyma
þau yfir. Þannig að ég held
að þetta sé mjög þarft verk.
Menn eru að flýta sér í vinn-
una á morgnana og þá er
töluverð umferð hérna. Á
daginn er hún aðeins strjálli.
Maður sér það að ökumenn
sýna miklu meiri nærgætni
og athygli við gangbrautina
ef maður er þarna.“
Sæmundur reynir að
brýna ákveðna hluti fyrir
börnunum, segir þeim að
ekki eigi að fara út á götuna
fyrr en bílarnir eru stopp-
aðir eða enginn bíll að
koma.
„Þessir krakkar fara al-
veg á skóhlífunum inn að
hjartastað á manni,“ segir
hann. „Þetta er nú eitt af því
allra ljúfasta sem maður
gerir hérna, að vera í þessu,
og eins hitt að fara með
bækurnar í umferðar-
getrauninni í skólana. Mörg-
um finnst þetta ekki vera
lögreglustarf, en þetta er
eitt af því ánægjulegasta
sem maður gerir, að gleðja
þessi blessuð kríli. Ég alla-
vega nýt þess að vera hérna
með þeim á morgnana og þá
sérstaklega þessum minnstu
sem eru að byrja í skóla og
þurfa mest á þessu að halda.
Þetta er fastur punktur í
tilverunni, að vera hér frá
8.30–9 á morgnana. Einu
skiptin sem það bregst er
vegna þess að ég er ekki á
dagvakt eða þarf að sinna
einhverju útkalli. Annað
verður að ganga fyrir, því
miður.“
Sæmundur vill nota tæki-
færið og biðja ökumenn um
að fara sérstaklega gætilega
í kringum skólana og virða
rétt barnanna við gang-
brautirnar og þá ekki síst í
myrkrinu og þegar hálka er.
Það sé aldrei of varlega far-
ið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sæmundur Pálsson fylgir nemendum Mýrarhúsaskóla yfir götuna flesta morgna þegar hann er á vakt.
Nýtur þess að leiða
börnin yfir akbrautina
Seltjarnarnes