Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ✝ Sigríður Benja-mínsdóttir fædd- ist á Bíldudal 10. febrúar 1934. Hún andaðist á heimili sínu á Skólavörðu- stíg 38 í Reykjavík 16. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Benja- mín Jónsson, f. 22.5. 1909, d. 10.3. 1995, og Klara Gísladóttir, f. 25.7. 1907, d. 11.7. 1983. Systkini Sigríð- ar eru Gísli Guð- mundsson, f. 20.11. 1929, d. 29.5. 1995, ekkja hans er Kristín Samsonardóttir; Inda Dan, gift Axel Sigurðssyni; og tví- burasysturnar Hermína og Eva. Eftirlifandi eiginmaður Sigríð- ar er Óskar Guðmundsson, f. 8.7. 1920. Giftust þau 7.2. 1959. Saman eignuðust þau fimm börn: Þau eru: 1) Þröstur, f. 28.6. 1958, d. 15.1. 1995. 2) Guð- mundur Logi, f. 5.2. 1960. Eiginkona hans er Ragna Sölvadóttir og eiga þau þrjár dætur, Tinnu Dögg, Rakel Ósk og Andreu Rut. Guðmundur á tvö börn með fyrrver- andi sambýliskonu sinni, Hrafnhildi Geirsdóttur, þau Evu Maríu og Davíð. 3) Klara, f. 1.7. 1961, gift Sixten Lind- ström, búsett í Sví- þjóð. 4) Skorri, f. 7.8. 1966, sam- býliskona hans er Bjarghildur Káradóttir og eiga þau tvær dæt- ur, Svölu og Dröfn. 5) Björn, f. 6.12. 1968, sambýliskona hans er Guri Blindheim, búsett í Noregi. Útför Sigríðar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þegar við nú kveðjum okkar kæru skólasystur og vinkonu, Sig- ríði Benjamínsdóttur eða Sísí eins og við ávallt kölluðum hana, hrann- ast upp minningar frá liðnum ár- um. Við minnumst okkar fyrsta fund- ar þegar við morgun einn í byrjun febrúar árið 1954 vorum mættar upp á Landspítala til að hefja nám í hjúkrun. Í hópnum ríkti eftir- vænting, bæði vegna námsins sem í vændum var og samverunnar í heimavist skólans, þar sem búið var mjög þröngt í þá daga. En framundan voru yndisleg ár, ár menntunar, framandi lífs- reynslu, ævintýra og samveru hópsins sem þjappaði sér saman og tengdist órjúfandi böndum. Náms- árin liðu eins og ljúfur draumur þrátt fyrir mikið og krefjandi álag bæði fyrir sál og líkama. Það var því ómetanlegt að fá stuðning frá skólasystrunum að dagsverki loknu. Frístundanna sem við áttum saman á þessum árum minnumst við ætíð með gleði. Að námi loknu héldum við út í lífið hver í sína áttina. Tími hjú- skapar tók við hjá sumum, aðrar héldu út í heim til frekari reynslu og starfa. En við vorum samheld- inn hópur og óteljandi eru gleði- stundirnar sem við höfum átt sam- an gegnum árin. Við höfum reglulega komið saman, farið í ferðalög og haldið okkar árlega þorrablót með mökum okkar þar sem ýmsar skemmtilegar hefðir hafa skapast. Slíkar stundir verða okkur ógleymanlegar og hafa alltaf verið tilhlökkunarefni hverju sinni og naut Sísí sín þá manna best og miðlaði okkur óspart af glaðværð sinni og allir nutu hennar góðu nærveru. Hún var glæsileg kona, greind, listræn og góður félagi, sem minnti okkur á hversu vinátta og samheldni er mikilvæg fyrir okkur öll. Sísí unni lífinu, það var því mikið áfall þegar hún greindist með ill- vígan sjúkdóm sem hún barðist við af miklu æðruleysi og óbilandi kjarki uns yfir lauk. Lestin brunar hraðar hraðar húmið ljósrák sker. bráðum ert þú einhvers staðar óralangt frá mér. Þessar ljóðlínur úr kvæði Jóns Helgasonar koma upp í hugann nú er við minnumst Sísíar, en undir öðru formerki en fyrr, því það var fastur liður er við komum saman að Óskar, eiginmaður hennar, sett- ist við píanóið og við sungum með- al annars gullfallegt lag sem hann samdi við þetta kvæði Jóns, „Lest- in brunar“. Slíkri stemmningu er vart hægt að lýsa og gleymist aldr- ei. Eins og lestin brunar líf okkar allra áfram þar til við stígum af á endastöðinni. Vonandi tekur Sísí þá á móti okkur hinum þegar þar að kemur með sinni hlýju og fal- lega brosi. Við kveðjum hana nú með sárum söknuði og þökkum henni vinátt- una, tryggðina og allar samveru- stundirnar. Óskari, börnum þeirra og öðrum aðstandendum sendum við og fjöl- skyldur okkar innilegar samúðar- kveðjur og vonum að minningin um einstaka konu styrki þau í sorg- inni. Skólasystur úr Hjúkrunar- skóla Íslands. Kær vinkona, Sísí, er látin eftir tveggja ára harða baráttu við krabbamein. Það var mér mikil gæfa að eignast þessa góðu vin- konu. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an á Vífilsstöðum þegar ég hóf þar störf árið 1976, hún hafði þá unnið þar í nokkur ár. Fljótlega bund- umst við sterkum vinaböndum og var hún mér ungum hjúkrunar- fræðingnum frábær fyrirmynd í alla staði, sem ég mun búa að alla tíð. Hún var einstakur mannvinur, framúrskarandi fagmenneskja í öllu því, sem hún tók sér fyrir hendur. Verkin varð að vinna vel eins og hún sagði svo oft: „Léleg rannsókn er verri en engin.“ Sísí hafði ríka réttlætiskend og bar sérstaklega hag þeirra sem minna máttu sín fyrir brjósti. Hún bar mikla virðingu fyrir störfum ann- arra, hver svo sem þau voru, ásamt því að tileinka sér góða samvinnu við aðra. Í dag kallast það á fínu máli „þverfagleg“ vinnubrögð. Við tengdumst einnig sterkum böndum utan vinnu og er margs að minnast, t.d. við tvær í strætó á leið í vinnu með litlu dóttur mína og góður tími til að spjalla. Hún með sínar skemmtilegu frásagnir af mönnum og málefnum, uppvaxt- arárunum á Bíldudal, svo unun var á að hlýða. Sísí og Óskar kynntust líka foreldrum mínum í ferðalagi í Kaupmannahöfn, sem þá bjuggu þar tímabundið. Ógleymanlegu boðin á fallegu heimili þeirra hjóna, höfðinglegar móttökur með stemmningu sem þeim einum var lagið að framkalla. Óskar spilaði á píanóið og þau sungu ýmist saman eða sitt í hvoru lagi. Síðasta veislan, sem þau héldu ásamt börnum sínum var haldin sl. sumar á 80 ára afmæli Óskars. Og verður sú veisla lengi í minnum höfð. Sísí var tignarleg kona, sem sóp- aði að, en um leið látlaus og hríf- andi persónuleiki. Hún var listræn og listelsk á mörgum sviðum og hafði lag á að töfra fram hina smekklegustu hluti og gjörbylta nánasta umhverfi úr litlu sem engu. Sárasta lífsreynsla hennar var þegar þau misstu elsta son sinn, Þröst, fyrir nokkrum árum. Hún vann úr sorginni með æðru- leysi og dugnaði. Með söknuði kveð ég kæra vinkonu um leið og ég votta ykkur innilega samúð, elsku Óskar, Guðmundur, Klara, Skorri, Bjössi og aðrir aðstandendur. Ásta. Í dag kveðjum við með virðingu og þökk sómakonuna Sigríði Benjamínsdóttur. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er hvílík atorkukona Sísi var og einnig hve glæsileg hún var á velli. Fyrstu kynni mín af Sísí voru fyrir tæpum sextán árum, þegar hún bauð mig velkomna á Vífils- staði. Hvatning hennar var mér gott veganesti og á samstarf okkar bar aldrei skugga þau tíu ár sem við unnum saman. Hún var ábyrg og fylgin sér og vildi hafa hlutina á hreinu. Hún var okkur samstarfs- fólkinu góð fyrirmynd og af henni lærði ég margt. Sísí sem var hnarreist og glæsi- leg, sagði skoðanir sínar afdrátt- arlaust og var hreinskiptin sama hver átti í hlut. Teldi hún menn fara villa vegar var ekki á því legið og að sama skapi var hún örlát á hrósið ef það átti við. Hún varði málstað þeirra sem minna máttu sín og þoldi alls ekki hroka og valdbeitingu. Hún var heiðarleg og sjálfri sér samkvæm um alla hluti. Skörp greind hennar og áhugi á þjóðmálum varpaði oft nýju ljósi á menn og málefni. Það var henni mikið áfall þegar Þröstur sonur hennar dó langt um aldur fram, en hún tók því með þeim styrk sem henni var eðlislæg- ur. Fyrir tveimur árum veiktist Sísí. Við þær aðstæður skerpast oft kostir og gallar fólks, þá kemur í ljós hvern mann viðkomandi hefur í raun að geyma. Hún gekk til baráttu við sjúk- dóminn af bjartsýni og einurð – staðráðin í að hafa sigur. Ég vil þakka fyrir vináttu og skemmtileg kynni og vona að holl- vættir vaki yfir öllu hennar fólki. Blessuð sé minning Sigríðar Benjamínsdóttur. Margrét Teitsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Með þessum orðum kveð ég þig, elsku Sísí, og þakka þér yndislega og gefandi viðkynningu í leik og starfi öll samstarfsárin á Vífils- stöðum og árin eftir það. Aldrei bar skugga á þau kynni. Alltaf var jafngott að hitta þig og spjalla um hin ýmsu málefni í gamni og al- vöru, þú hafðir svo auðgandi lífs- sýn, þú varst sannur lífskúnstner, glæsileg, falleg, smekkvís og um- fram allt gáfuð, traust og skemmti- leg. Það var alltaf gott að koma á glæsilegt heimili ykkar Óskars á Skólavörðustíg. Ég sakna þín. Elsku Óskar, Klara, Bjössi, Skorri, Guðmundur og aðrir að- standendur, minningin um ein- staka konu mun lifa. Guð blessi ykkur. Halla. Kveðja frá samstarfsfólki á Vífilsstaðaspítala Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við kveðjum einstaka konu með þakklæti fyrir samstarf liðinna ára. Samúðarkveðjur til Óskars, barnanna og annarra vandamanna og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. SIGRÍÐUR BENJAMÍNSDÓTTIR Jæja amma, okkur langaði að skrifa stutta minningargrein til þín. Það var alltaf stutt á milli okkar, þú á neðri hæðinni en við á þeirri efri. Alltaf vorum við að koma í heim- sókn til þín að fá lánaða þessa ýmsu hluti pylsur eða pítsu, prjónagarn eða kennaratyggjó og alltaf áttir þú nóg af öllu. Maturinn sem við borðuðum hjá þér var oftar en ekki matur sem var eingöngu fyrir okkur. En það var alltaf nóg til. Vélmennaleikurinn var alltaf ofar- lega á vinsældarlistanum þá vorum við látnir leika róbóta en þeim var stjórnað með Dublo-kubb. Vélmenn- in gátu gert allt mögulegt, slökkt ljós haldið á glasi eða rifið blað í tætlur. En auðvitað kom upp bilun í róbót- unum eins og öðrum vélmennum, en það var nú lítið mál. Þá var bara slegið á þráðinn til Stebba sem hafði alltaf lagið á því að sjá um svona sér- verkefni í gegn um síma. Stebbi reddaði öllu á hvínandi hvelli (en auðvitað var Stebbi aldrei í símanum þetta var jú bara leikur) og þá var hægt að halda áfram. Vélmennin fengu verðlaun fyrir þessa ýmsu takta og alltaf af því til- efni var afhentur bikar (sem var í rauninni bara blómavasi) og við höfð- um alltaf svo gaman af því. Einnig var alltaf svo gaman að „djóka“ í þér, við bulluðum og bull- uðum. Einn daginn varstu að bjóða okkur vöfflur og þegar þú bauðst okkur rjóma eða sykur þá sögðum við nei en svo eftir stutta stund sögðum við: amma, ég hélt að þú vissir að nei þýðir já hjá okkur. En samt þýðir það já burtséð frá því að nei er ekki já nema það sé nei. Við höfðum alltaf gaman af að horfa á Nonna og Manna saman. Hesturinn þeirra hann Gráni var mikið skemmtunaratriði hjá okkur því að þú tókst alltaf að þér að vera Gráni og við þá auðvitað Nonni og Manni. Gráni var látinn fara yfir brýr og læki (þetta var auðvitað bara upp- spuni því að brýrnar voru bara KRISTBJÖRG SESS- ELJA GUÐRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR ✝ Kristbjörg Sess-elja Guðríður Vilhjálmsdóttir fæddist í Efstabæ á Akranesi 5. ágúst 1924. Hún lést 7. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akranes- kirkju 12. janúar. þröskuldarnir á Suður- götu 64). Þó varstu aldrei þreytt á því að bera okkur og það var alveg ótrúlegt. Þú varst ótrúleg amma en ekki bara amma heldur frábær félagi og vinur. Haukur og Hjalti Sigurbjörnssynir. Elsku Gugga, mig langar að þakka þér samfylgdina. Ég hef þekkt þig í rúm átján ár eða síðan ég varð ástfangin af yngsta syni þínum. Við stofnuðum okkar heimili á Suðurgötu 64 og höfum búið þar síð- an, bara flust á milli hæða alveg eins og þú og Mummi. Okkur gekk sérstaklega vel að búa svona í návígi við ykkur, enda fann ég og sá strax að þið voruð sérstök, alþýðleg og yndisleg á allan máta. En við erum svo heppin að hafa Mumma hjá okkur og ætlum við að hugsa vel um hann þar til hann kem- ur til þín. Allir sem sóttu ykkur heim fengu kaffi og með því og fundu að hjá ykk- ur var gott að vera. Þú hugsaðir svo vel um að allir hefðu það sem best, bæði andlega og líkamlega. Ég fann strax að þú varst vel gefin, vissir margt og fylgdist vel með öllu sem gerðist í kringum þig. Þú vildir alltaf horfa á björtu hliðarnar á öllum mál- um, enda viðurkenndir þú fyrir mér seinna að þú værir líklega skyld Pollýönnu úr samnefndum bókum. Pollýanna var alltaf jákvæð sama á hverju gekk. Þú sagðir orðrétt: alla- vega er ég fjarskyldur ættingi Pollý- önnu. Þú tókst mér strax eins og þinni eigin dóttur og sagðir mér það sjálf að þú litir á mig sem eina af dætrum þínum. Ég leit líka á þig eins og mína aðra móður, enda á ég á eftir að sakna þín sárt. Þú varst dásamleg við drengina okkar og varst þeim sú besta amma sem nokkurt barn getur hugsað sér. Þegar ég fór að vinna máttirðu ekki heyra á það minnst að þeir færu til dagmömmu, þú vildir fá að passa þá. Þú lékst þér við þá, skreiðst á fjórum fótum með tví- burana á bakinu og lékst Grána gamla og bjóst til sögur jafnóðum um hestinn. Þú söngst fyrir þá og tókst þáttí ótrúlegustu uppátækjum þeirra. Síðan þegar Trausti fæddist þá gerðir þú líka vel við hann, kennd- ir honum að spila marías, sagðir hon- um sögur og fleira. Þú áttir alltaf til hrós þegar vel gekk og faðmlag þegar illa gekk. Þú varst stolt af þínum stóra hópi, öllum með tölu. Það að hafa ömmu og afa alltaf til taks er ógleymanlegt fyrir hvert það barn sem upplifir það. Þú varst búin öllum þeim bestu kostum sem nokk- ur mannleg vera getur haft. Þakka þer fyrir allan kærleikann í minn garð . Við hittumst síðar, elsku hjart- ans vinan mín. Þín Svandís Ásgeirsdóttir. Elsku amma mín, þú varst besta amma í öllum heiminum. Það var alltaf gott að koma niður til þín og afa. Þú hafðir alltaf tíma til að spila marías og gefa mér gott í gogginn. Það sem þú sagðir mér verður gott veganesti í framtíðinni. Takk fyrir elsku amma mín. Lítill drengur leggst á koddann lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðir ást frá öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Trausti Sigurbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.