Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 58
FRÉTTIR 58 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ STOFNFUNDUR Félags íslenskra kajakveiðimanna, FÍK, verður haldinn í húsnæði Framsóknarfélagsins í Kópavogi við Digranesveg 12 í Kópavogi föstudaginn 26. janúar nk. kl. 20. Ákveðið var á síðasta ári að stofna félagsskap um kaj- akveiðiskapinn sem er orðinn mjög vinsæll á meðal skot- veiðimanna hérlendis. Einkum verður félagið skotveiði- félag kajakveiðimanna og starfsemin verður eftir þörfum og áhuga. Markmið félagsins er að félagsmenn hittast við ýmis tækifæri, halda fræðslufundi, mynda- kvöld og veiðiferðir fyrir félagsmenn sem og kajakferðir á sumartíma. Nú þegar er vel á fjórða tug kajakveiði- manna skráð í FÍK og búast má við að fleiri fylgi í kjöl- farið ef marka má þann mikla áhuga sem verið hefur síð- ustu mánuði og ár á kajaknum, segir í fréttatilkynningu. Forystu um stofnun félagsins hefur Róbert Schmidt haft. Kajakveiðimenn stofna áhugafélag Róbert Schmidt er einn aðalhvatamaður að stofnun kajakveiðifélagsins. ALÞJÓÐADAGUR verður haldinn í Háskóla Íslands í dag fimmtudaginn 25. janúar. Kynning verður á námi erlendis og stúdentaskiptum í Odda, Háskóla Íslands, kl. 12–17. Kynningarborð verður í anddyri Odda þar sem erlendir skiptistúd- entar frá ýmsum löndum kynna til- högun náms í eigin landi og sitja fyr- ir svörum. Íslenskir stúdentar sem þegar hafa tekið þátt í stúdenta- skiptum eða starfsþjálfun halda stutt erindi í stofu 101 í Odda. Alþjóðadeginum lýkur með skemmtun fyrir stúdenta í Stúdenta- kjallaranum og hefst hún kl. 21. Alþjóðadagur í Háskóla Íslands FIMMTÁNDA Rask-ráðstefna Ís- lenska málfræðifélagsins verður haldin í fundarsal Þjóðarbókhlöð- unnar laugardaginn 27. janúar nk. Ráðstefnan hefst klukkan 11 og flytja sex fræðimenn fyrirlestra. Þeir eru: Jón G. Friðjónsson: Þýð- ing Biblíunnar, Magnús Snædal: Gotneska lýsingarorðið kaurus* ’þungur’ og hugsanlegir ættingjar þess í íslensku, Matthew Whelpton: „The structure of processes: the pro- blem of purpose clauses in English“, Jón Axel Harðarson: Hvað tekur við eftir dauðann? Um u-hljóðvarp í ís- lenzku, Mörður Árnason og Kristín Bjarnadóttir: Kynning verður á hinni nýju tölvuútgáfu Íslenskrar orðabókar. Rask-ráðstefna á laugardag BYRGIÐ, kristilegt líknarfélag sem rekur forvarnarstarf og meðferðar- heimili fyrir áfengis- og fíkniefna- neytendur, hefur ákveðið að efla for- varnarstarf sitt til muna og vill af því tilefni koma eftirfarandi á framfæri: Eins og margir muna var Byrgið með bifreiðar og mannskap á útihátíða- stöðum landsins sl. verslunarmanna- helgi, ennfremur var Byrgið með svo- nefndan Líf-bíl á götum borgarinnar um jólin og hefur einnig verið und- anfarnar helgar. Byrgið leggur nú til og býður upp á þá kosti að nemenda- ráð og forsvarsmenn grunn- og fram- haldsskóla landsins hringi í símanúm- er Byrgisins og óski eftir að ráðgjafar Byrgisins mæti á skólasamkomur, t.d. skólaböll. Ráðgjafar Byrgisins munu þá mæta á staðina á merktum bifreiðum og standa dyravörslu við inngang. Þetta yrði einn þáttur um- fangsmikils forvarnarstarfs Byrgis- ins sem ber yfirskriftina „Vörn gegn vímu“. Ennfremur mun Byrgið bjóða fyrirtækjum upp á þjónustusamninga sem innihalda einn kynningarfund á mánuði og veita starfsmönnum for- gang inn í meðferð. Forsvarsmenn fyrirtækja fá einnig aðgang að sér- stöku þjónustunúmeri Byrgisins óski þeir eftir slíkum þjónustusamningi. Byrgið eflir for- varnarstarf sitt ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ 2001 í Hornafjarðarmanna verður í tengslum við Hornfirðingaþorra- blótið á höfuðborgarsvæðinu eins og á síðasta ári. Undankeppnin fer fram föstudaginn 26. janúar á Café Dímu í Ármúla 21 og hefst kl. 20. Þriggja manna úrslitin verða síð- an á þorrablótinu sjálfu laugardags- kvöldið 27. janúar. Góð verðlaun eru í boði. Mótið er opið öllu áhugafólki sem hefur ánægju af að spila Horna- fjarðarmanna og blanda geði við skemmtilegt fólk, segir í fréttatil- kynningu. Íslandsmót í Hornafjarð- armanna ÞORRABLÓT Borgfirðinga og Hér- aðsmanna verður haldið laugardag- inn 27. janúar í Breiðfirðingabúð, húsið opnað kl. 19.40. Fram koma Jóhannes Kristjáns- son grínisti og austfirsku grínistarn- ir Ásgrímur og Hjálmar. Hljóm- sveitin Þotubandið sér um tónlistina. Þetta verður 28. þorrablót Héraðs- manna á höfuðborgarsvæðinu. For- sala aðgöngumiða og borðapantanir eru í Breiðfirðingabúð miðvikudag- inn 24. janúar frá kl. 17–19.30. Þorrablót Austfirðinga Rollin Limp Bizkit My Generation Limp Bizkit Stan Eminem & Dido Spit It Out Slipknot Farðu í röð Botnleðja Trouble Coldplay Last Resort Papa Roach Independent Women Destinys Child Man Overboard Blink 182 Don’t Tell Me Madonna Love Don’t Cost A Thing Jennifer Lopez Testify Rage Against the Machine Again Lenny Kravitz Lítill fugl 200.000 Naglbítar My Love Westlife Road Trippin’ Red Hot Chili Peppers Overload Sugarbabes Don’t Mess With My Man Lucy Pearl Dadada Ding Dong & Naglbítarnir Stolið Stolið Vikan 24.01. - 31.01 http://www.danol.is/stimorol GUÐFRÆÐINEMARNIR Ástríð- ur H. Sigurðardóttir, Bryndís Val- bjarnardóttir, Ingólfur Hartvigsson og Klara Hilmarsdóttir flytja loka- predikanir í dag fimmtudaginn 25. janúar í kapellu Háskólans. Athöfnin hefst kl. 17 og eru allir velkomnir. Lokapredikanir í guðfræðideild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.