Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námstefna um einhverfu Hvernig lærum við? TVEGGJA daganámstefna Um-sjónarfélags ein- hverfra hefst í dag klukk- an 9 í Gerðubergi. Þar flytur Svanhildur Svavars- dóttir, talmeinafræðingur og einhverfuráðgafi, erindi og leiðbeinir. Hún var spurð hvað hún ætlaði að fjalla um? „Ég byrja á að spjalla um hvernig við lærum öll og legg síðan áherslu á hvaða vandamál einhverfir eiga við að stríða við að til- einka sér mál.“ – Hvaða vandamál eru það? „Einhverfir eiga erfitt með að setja orð á hlutina og eiga erfitt með að vinna úr heildrænum boðum eða töluðu máli og skilja betur sjón- rænar vísbendingar, myndir eða skrifaðan texta.“ – Veldur þetta erfiðleikum í félagslegum samskiptum? „Já, einhverfir eiga líka erfitt með að túlka svipbrigði hjá fólki, blæbrigði í rödd fyrir utan að eiga erfitt með að skilja talað mál vegna þess að einhverfir hugsa öðruvísi en aðrir, hugsa meira í myndum en orðum.“ – Eiga einhverfir þá erfitt með að skilja líkingar í máli, t.d. brandara og fleira þess háttar? „Já, því það huglægt efni og eins konar ímyndun en einhverfir nota litla ímyndun í sínum hugs- unum. Barn með einhverfu skilur t.d. ekki að aðrir hafi „innra líf“, tilfinningar og hugsanir. Barn með einhverfu lifir oft meira í eig- in heimi en aðrir. Barn með Asperger-heilkenni lifir hins veg- ar miklu meira í okkar heimi en á eigin forsendum. Ég var t.d. að spjalla við lítinn dreng með Asperger-heilkenni fyrir skömmu. Ég var að leiðbeina hon- um með hegðun og hann skildi mig ekki. Ég sagði þá: „Það er best að ég skrifi þetta á blað svo þú getir lesið það!“ Þá sagði hann: „Ekki skrifa það, þá verð ég að gera það.“ Það sem skrifað er virðist hafa miklu meiri merkingu fyrir fólk með einhverfu. Það er eins og þetta fólk geti ekki gert sér grein fyrir mætti hins talaða orðs. Við hin notum málið oft til að róa okkur ef okkur líður illa og til að leita lausna t.d. við skipulagn- ingu við það sem við eigum að gera, en þetta geta hinir ein- hverfu ekki. Ég þekki t.d. konu með einhverfu sem lýsir góðri líð- an með orðunum: „sólskin og strönd“, en segir ekki: „Mér líður ágætlega“. Ef þessi kona er vondu skapi segir hún frekar „I have Thunderstorm and rain.“ (þrumur og rigning), frekar en að segja „mér líður illa.““ – Er mikill munur á viðhorfi Bandaríkjamanna til einhverfu og þess sem gerist á Íslandi og ná- grannalöndum? „Nei, þekkingin er orðin mjög svipuð alls staðar en var það ekki. Í dag er einhverfa hug- tak sem flestir þekkja og vita vel hvað er.“ – Hvað er hægt að gera til þess að koma hinum einhverfu sem best til hjálpar? „Það þarf að byrja strax og barn greinist með einhverfu, kannski eins árs ef vel tekst til, að vinna með málörvun, kenna því leiðir til að koma skilaboðum til annarra og eins að kenna því á þann hátt sem það getur meðtek- ið, þ.e. með sjónrænum vísbend- ingum og miklu skipulagi. Það skiptir miklu máli að skapa stöð- ugleika í umhverfi hinna ein- hverfu.“ – Getur einhverft barn orðið fullgildur þátttakandi í venjulegu lífi og starfi? „Einhverfan hverfur aldrei en barnið lærir að lifa með fötluninni og takast á við hana. Þetta er gert með réttu kennsluumhverfi. Þetta er eins og t.d. með stam, það hverfur ekki en hægt er að ná tök- um á því. Ég hjálpa barninu að búa til sjónrænar vísbendingar sem stuðla að því að það læri að haga sér við hinar ólíkustu að- stæður. Þetta hefur verið kallað félagashæfnisögur.“ – Hvernig gengur hina almenna skólakerfi að kenna börnum sem eiga við þessa fötlun að stríða? „Þar er mikilvægast að kenn- arinn fái kennslu og skilning á hvað einhverfa sé.“ – Hvað fer fram á ráðstefnunni á morgun auk þessa? „Ég sé um alla fræðslu á þess- ari tveggja daga ráðstefnu og kem inn á marga aðra þætti sem snerta málörvun en við höfum þegar rætt um. Ég mun sýna myndbönd frá kennslu einhverfra og koma með ábendingar um hvernig á að skipuleggja þjálfun og kennslu í boðskiptum fyrir þá einhverfu.“ – Hvað er mest verið að rann- saka í málefnum einhverfra núna? „Það er verið að skoða erfða- þáttinn. Líkur benda til að ein- hverfa sé arfgeng og einnig er verið að skoða mikið efnafræði- legt ferli í heila í þessu sambandi. Þá er verið að skoða fæðuóþol hjá einhverfum, sem er óvenjulega algengt hjá þeim. Ég gerði rann- sókn á frumkvæðis- tjáningu einhverfra barna og sá í minni rannsókn að þau hafa frum- kvæði en oft svo óljóst að aðrir átta sig ekki á að hinn einhverfi sé að vekja athygli á sér. Það sem veldur því að hinn einhverfi hefur svona lítið frumkvæði er að hann á erfitt með að lesa í umhverfi sitt og skilja aðstæðurnar, en sjón- rænt skipulag hjálpar. Svanhildur Svavarsdóttir  Svanhildur Svavarsdóttir fæddist í Reykjavík 1947. Hún lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1969 og sér- kennaraprófi árið 1971. Hún út- skrifaðist sem talmeina- fræðingur frá Noregi 1977 og tók meistarapróf í sömu grein frá Norður-Karólínu-háskóla 1992. Hún hefur sérhæft sig sem einhverfuráðgjafi og starfar sem slíkur í Scottsdale í Arizona. Svanhildur er gift Sigurði Viggó Kristjánssyni, flugstjóra hjá US- Airways. Þau eiga samtals sex börn. Einhverfir hafa frum- kvæði – en oft óljóst KJÖT af sextíu til sjötíu hrossum hef- ur verið flutt út vikulega til Ítalíu að undanförnu. Útflutningurinn gæti verið miklu meiri en þetta, því 5–600 hross eru á skrá til afsláttar vegna þessa einungis hér sunnanlands, að sögn Ólafs Einarssonar á Torfastöð- um í Biskupstungum en hann hefur með þessi mál að gera á Suðurlandi fyrir hönd Félags hrossabænda. Ólafur sagði að markaðurinn á Ítal- íu tæki ekki við fleiri hrossum en 60– 70 á viku en framboðið hér innanlands væri miklu meira. Helmingurinn af þessum hrossum kæmu héðan að sunnan og hinn helmingurinn að norðan en svæðið sem Ólafur hefur með að gera nær frá Hornafirði í austri að Hvalfjarðarbotni í vestri. Í fyrra voru seld til Ítalíu 3.500 hross, sem var um 1.200 meira en árið áður. Meðalverðið er um 56 kr. fyrir kílóið, þannig að fyrir hrossið fást í kringum 7–8 þúsund krónur. Ólafur sagði að hrossum á Íslandi væri að fækka. Það kæmi fram í skýrslum fóðureftirlitsmanna og eins væri minna um að folöld væru sett á. Í fyrra hefði verið talað um að hross í landinu væru um 80 þúsund talsins en hann gæti trúað að þau væru komin niður í 75 þúsund núna, auk þess sem miklu færri folöld væru sett á. Kjöt af 60–70 hrossum vikulega til Ítalíu FERÐA- OG risnukostnaður ráðu- neyta og ríkisstofnana var saman- lagt rúmir tveir milljarðar árið 1999 en samanlagt rúmir 1,8 milljarðar árið 1998. Ferða- og risnukostnaður þess- ara aðila var þar með um rúmum 200 milljónum krónum hærri árið 1999 en árið þar á undan. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur, þingmanns Samfylkingar- innar. Í svarinu kemur fram að ferða- kostnaður ráðuneyta og ríkisstofn- ana hafi verið samanlagt um 1,785 milljarðar kr. árið 1999 en sam- anlagt um 1,613 milljarðar króna árið 1998. Hækkaði því ferðakostnaður um 172 milljónir króna milli þessara ára. Þá kemur fram að risnukostn- aður, bæði föst risna og önnur risna, þessara sömu aðila hafi verið um 257 milljónir króna árið 1999 en rúmar 209 milljónir króna árið á undan. Hækkaði risnan því um 48 milljónir króna milli ára. Hækkar um 200 millj- ónir króna- milli ára Ferða- og risnu- kostnaður ríkisins árið 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.