Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna Krabbameinsfélagsins
Krabbamein og
vinnandi fólk
Á MORGUN heldurKrabbameinsfélagÍslands ráðstefnu
um krabbamein og vinn-
andi fólk. Undirtitill ráð-
stefnunnar er: Hvað gerist
á vinnustað þegar starfs-
maður greinist með
krabbamein? Ráðstefnan
er haldin í Salnum í Kópa-
vogi og hefst kl. 13.00.
Laufey Tryggvadóttir,
forstöðumaður faralds-
fræðistofu Krabbameins-
félags Íslands, er í forsvari
fyrir undirbúningshóp
ráðstefnunnar.
„Ráðstefnan er liður í
því að minnast 50 ára af-
mælis Krabbameinsfélags
Íslands,“ sagði Laufey.
„Félagið leggur mikla
áherslu á að sinna málum
sem gagnast geta beint fólki sem
fær krabbamein. Einn af hverjum
þremur Íslendingum fær krabba-
mein einhvern tíma á lífsleiðinni,
á sjötta hundrað manns í hópi
vinnandi fólks greinist með
krabbamein árlega. Þetta hlýtur
því að snerta alla vinnustaði fyrr
eða síðar. Það er ekki bara þegar
einhver starfsmaður greinist með
krabbamein sem það snertir
vinnustaðinn, einnig ef um er að
ræða t.d. börn eða maka starfs-
manns.“
– Hvað gerist samkvæmt ykkar
reynslu við svona aðstæður?
„Það sem þarf að hyggja að og
kemur upp í svona tilvikum er
andleg líðan viðkomandi. Ég veit
mörg dæmi þess að vinnufélag-
arnir lendi í vandræðum – eiga
þeir að ræða krabbameinið eða á
að láta sem ekkert sé? Við viljum
að til séu leiðbeiningar um hvern-
ig fólk í umhverfinu getur brugð-
ist við í slíkum tilvikum. Þetta er
mjög nauðsynlegt því þetta er svo
algengt að þetta er nánast hluti af
daglegu lífi þjóðarinnar. Það sem
fólk vill þegar það veikist er að
halda áfram með sitt líf eins
óbreytt og hægt er vegna veik-
indanna. Þar getur vinnustaður-
inn komið inn í. Annað sem kem-
ur upp er að veikindin geta kostað
talsverða fjarveru. Þá er komið að
fjármálahliðinni og hvað hægt er
að gera í þeim málum. Loks þarf
viðkomandi oftast á einhverri
endurhæfingu að halda, andlegri
eða líkamlegri og við því þarf að
bregðast einnig á vinnustað. Allt
þetta verður rætt á ráðstefn-
unni.“
– Hvað eru margir fyrirlestrar?
„Þeir eru níu með ávarpi Vig-
dísar Finnbogadóttur, fyrrver-
andi forseta Íslands og verndara
Krabbameinsfélagsins. Í fyrir-
lestrunum er talað um lífshorfur,
viðhorf sjúklings, aðstæður
starfsfólks sem fær krabbamein,
veikindarétt og endurhæfingu. Þá
er gerð grein fyrir sjónarhorni
stjórnanda fyrirtækis og fjallað
er um áfallahjálp og stuðning við
samstarfsfólk sjúklings. Jónas
Ingimundarson píanóleikari mun
leika fyrir ráðstefnugesti.“
– Hvernig taka
stjórnendur fyrirtækja
á málum þegar starfs-
menn fá krabbamein?
„Það er misjafnt eft-
ir fyrirtækjum. Ég veit
ekki til að til séu nein-
ar almennar leiðbein-
ingar um hvernig stjórnendur
skuli bregðast við ef starfmenn
eða börn og makar þeirra fá
krabbamein en við viljum gjarnan
að ráðstefnan leiði til þess að slík-
ar leiðbeiningar verði unnar og öll
fyrirtæki geti haft greiðan að-
gang að þeim.“
– Eru mörg svona verkefni sem
Krabbameinsfélagið sinnir?
„Mjög margvísleg starfsemi fer
fram á vegum Krabbameins-
félagsins auk leitarstarfsins.
Haldin hafa verið námskeið undir
heitinu: Að lifa með krabbamein.
Félagið á íbúðir sem fólk utan af
landi sem er í krabbameinsmeð-
ferð getur dvalið í. Símaþjónusta
er starfrækt þar sem hjúkrunar-
fræðingur og sálfræðingur veita
almenningi upplýsingar og stuðn-
ing. Þá má geta um stuðnings-
hópa krabbameinssjúklinga og
aðstandenda þar sem fram fer
mikið starf. Heimahlynning
Krabbameinsfélagsins gerir sjúk-
lingum með alvarlegan krabba-
meinssjúkdóm mögulegt að dvelj-
ast heima eins lengi og þeir óska
og aðstæður leyfa. Auk þess ber
að geta margs konar rannsókna á
orsökum krabbameina.“
– Er mikill áhugi meðal al-
mennings á málefnum sem snerta
krabbamein?
„Já, og einkum á málefnum
eins og þessu sem er til umfjöll-
unar á umræddri ráðstefnu. Við
höfum orðið vör við mikinn áhuga
hjá stjórnendum fyrirtækja og
það hafa margir þegar skráð sig
til þátttöku. Þess má geta að
tækifæri gefst til fyrirspurna og
umræðna milli erinda.“
– Er mikið mál að undirbúa
ráðstefnur um svona sérhæfð
málefni?
„Það er talsverð vinna sem
margir koma að. Í
þessu tilviki var til-
nefndur sérstakur und-
irbúningshópur sem
vann þetta verk. Í hon-
um sátu auk mín Krist-
ín Sóphusdóttur hjúkr-
unarfræðingur, Val-
gerður Sigurðardóttir læknir,
Hólmfríður Gunnarsdóttir hjúkr-
unarfræðingur og Ragnar Dav-
íðsson verkefnastjóri. Auk
Krabbameinsfélagsins standa að
ráðstefnunni ASÍ, BSRB, Lands-
samtök lífeyrissjóða, Samtök at-
vinnulífsins, Tryggingastofnun
ríkisins og Vinnueftirlit ríkisins.“
Laufey Tryggvadóttir
Laufey Tryggvadóttir fæddist
í Danmörku árið 1954 en ólst upp
í Reykjavík. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð árið 1973. Hún lauk
prófi sem hjúkrunarfræðingur
frá Hjúkrunarskóla Íslands, síð-
an BS-próf í líffræði frá Háskóla
Íslands og masterspróf tók hún í
faraldsfræði frá University of
Western Ontario árið 1986. Hún
hefur starfað hjá Krabbameins-
félagi Íslands frá árinu 1988 og
er nú forstöðumaður faralds-
fræðistofu og kennir við HÍ.
Laufey er gift Þorgeiri S. Helga-
syni jarðverkfræðingi og eiga
þau þrjú börn.
Hvað gerist á
vinnustað
þegar starfs-
maður fær
krabbamein?
Ég segi nú bara obb, obb, obb. Lítið er nú eitthvert rölt upp á einhvern pól
miðað við þá frábæru 2001 riðurétti sem ég hef upp á að bjóða, Ólafur minn.
ÞRÍR slösuðust, þar af einn nokkuð
alvarlega, eftir að fólksbifreið valt út
af Suðurlandsvegi vestan Hellu á
laugardagskvöld. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar, TF-SIF, var kölluð út og
flutti hún annan farþega bílsins á
slysadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi.
Lögreglan á Hvolsvelli segir að
mikil hálka hafi verið á veginum þeg-
ar slysið varð. Ökumaður bílsins
missti stjórn á honum til móts við
Brekknaholt. Bíllinn mun hafa snú-
ist á veginum, oltið a.m.k. eina veltu
og hafnað að lokum á réttum kili í
skurði tæplega sjö metra frá vegin-
um.
Farþegi í aftursæti hlaut talsverða
höfuðáverka og kvartaði undan háls-
og bakmeiðslum. Ökumaður og far-
þegi í framsæti sluppu betur en báð-
ir hlutu þó áverka á höfði og kenndu
til eymsla í hálsi og baki. Allir héldu
þó meðvitund.
Jeppabifreið kom á slysstað
skömmu síðar og leitaði fólkið þar
skjóls og hringdi eftir aðstoð.
Lögreglan á Hvolsvelli fékk til-
kynningu um slysið skömmu fyrir kl.
21. Sjúkrabifreiðar voru sendar á
staðinn frá Hvolsvelli og Selfossi.
Læknar ákváðu síðan að kalla út
þyrlu Landhelgisgæslunnar sem
flutti farþegann sem meira var slas-
aður á sjúkrahús í Reykjavík. Hinir
voru fluttir með sjúkrabifreið til
Reykjavíkur.
Allir í bílnum voru í bílbeltum.
Bíllinn hafn-
aði í skurði
utan vegar
BROTIST var inn í Háskólann í
Reykjavík aðfaranótt laugardags.
Þremur skjávörpum, stafrænni upp-
tökuvél, myndbandstæki tölvu og
tölvuskjá var stolið. Ingimar Þór
Friðriksson, framkvæmdastjóri
tölvu- og upplýsingasviðs skólans,
segir að búnaðurinn kosti á aðra
milljón króna nýr.
Lögreglan í Reykjavík er með
málið til rannsóknar.
Tölvubúnaði
fyrir rúma
milljón stolið
♦ ♦ ♦