Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 53 EIRÍKUR Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í fyrir- lestri sínu á fundi Samfylkingarinnar um lýðræði, sem haldinn var í Nor- ræna húsinu á laugardag, að það væri skylda Íslendinga að hugsa alþjóð- lega, enda væri þjóðin hluti alþjóða- samfélagsins í krafti menntunar sinnar og efnahags. Alþjóðasam- félagið gæti einnig þrýst á um lýð- ræðisþróun innan fullvalda ríkis. Óupplýst og fátækt fólk sem væri eingangrað frá umheiminum væri ekki hluti af alþjóðasamfélaginu, enda hefði það ekki áhrif á það og yrði ekki fyrir nægjanlega miklum áhrifum frá því. Fundurinn var hinn annar í funda- röð Samfylkingarinnar um lýðræði. Í fyrirlestri Hrundar Gunnsteins- dóttur þróunarfræðings kom fram að skuldastaða fátækustu ríkjanna ætti rætur að rekja til innanríkismála í viðkomandi löndum jafnt sem alþjóð- legs samstarfs og fjármálakerfis. Já- kvæðar viðhorfsbreytingar hefðu orðið á alþjóðlegum vettvangi og nú væri að sjá hvort þessar breytingar sýndu sig í verki. Það væri enn frem- ur hlutverk Íslands, ekki síður en annarra ríkja sem hlutdeild ættu að þessu alþjóðlega samstarfi, að fylgja því eftir að yfirlýst markmið yrðu að veruleika. Stríð gerir mönnum ljóst hvers virði lýðræðið er Natasa Babic-Friðgeirsson blaða- maður, sem var fréttastjóri á einu frjálsu útvarpsstöðinni í Króatíu meðan á stríðinu á Balkan-skaganum stóð, sagði að Króatía glímdi í dag við dæmigerð vandamál eftirstríðsára. Efnahagurinn væri í rúst og hálf milljón manna atvinnulaus í landi með 4,5 milljónir íbúa. „Ef ég ætti að svara því með ein- földum hætti hvernig stríð hefur áhrif á þróun og uppbyggingu lýð- ræðis þá segði ég að stríð skapaði að- stæður sem væru afar óhagstæðar uppvexti og viðurkenningu lýðræðis- legra gilda,“ sagði hún. „Engu að síð- ur gerir stríð mönnum það ljóst hvers virði lýðræðið er og að frelsi er ekki sjálfgefið. Það verkefni sem blasir við þjóðum Balkan-skaga nú krefst visku og pólitískrar útsjónarsemi sem væri ofviða mörgum þjóðum sem kunna hvað best skil á lýðræðinu, – hvað þá þeim sem enn eru að læra stafrófið.“ Alþjóðasamfélagið gæti hrundið af stað lýðræðisþróun Eiríkur Bergmann Einarsson sagði að þær tvær forsendur, sem að framan gat, væru innri og ytri skil- yrði. „Í fyrsta lagi þarf helst að vera til staðar innan ríkis ákveðinn efna- hagslegur grundvöllur. Með öðrum orðum; brauðstritið má ekki vera það algert að það taki alla orku fólks. Íbú- arnir þurfa enn fremur að uppfylla lágmarksmenntunarskilyrði til að geta meðtekið utanaðkomandi upp- lýsingar. Í öðru lagi verða að berast þau skilaboð frá alþjóðasamfélaginu að stjórnarfar og aðrar innri ástæður gangi klárlega gegn þessu sameigin- lega gildismati, – um frelsi, lýðræði og mannréttindi.“ Eiríkur benti á að þrýstingur al- þjóðasamfélagins gæti hrundið af stað lýðræðisþróun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og tók dæmi af stjórnmálaþróun í fyrrum Sovétríkj- unum. „Snar þáttur í hruni komm- únismans í Sovétríkjunum var falinn í aukinni þekkingu þegnanna á lífs- háttum annars staðar á jarðarkringl- unni. Fram eftir áttunda áratugnum voru Sovétríkin mjög einangruð fyrir utanaðkomandi áhrifum. Sovétmönn- um hafði verið kennt að utan landa- mæra þeirra tæki myrkrið við. En smám saman kviknaði á týru sem sýndi annan heim en þann sem þeim hafði verið innprentaður. Framþróun tækninnar, með tilkomu stuttbylgju- útvarpa, gervihnattasjónvarps, fax- tækja og tölva, gerði eingangrun þessa víðfeðmasta lands í heimi sífellt erfiðari. Og í raun algerlega ómögu- lega. Inn í landið flæddu upplýsingar um árangur og velferð hins kapítal- íska kerfis. Það gerðist einnig í gegn- um kvikmyndir með bættri sam- göngutækni, með aukinni bóka- dreifingu og í gegnum kvikmyndir sem sýndu einfaldlega allt annan vestrænan heim en þeim hafði verið talin trú um.“ Í niðurlagi fyrirlesturs síns sagði Eiríkur að Íslendingum, sem klár- lega tilheyrðu alþjóðasamfélaginu, bæri skylda til að hugsa alþjóðlega. „Okkur leyfist einfaldlega ekki að einangra pólitík okkar við landamæri þess ríkis sem við óvart tilheyrum.“ Leiðin til lýðræðis grýtt í Króatíu Um leiðina til lýðræðis í Króatíu sagði Natasa, að hún hefði verið grýttari en í mörgum örðum komm- únistaríkjum í Austur-Evrópu, eins og t.d. Póllandi og Ungverjalandi. Króatía hefði þurft að umbreyta bæði sínu pólitíska og efnahagslega kerfi á sama tíma og þjóðin þurfti að verja landsvæði nýstofnaðs ríkis. Sagði hún að sá skilningur hefði ráðið ríkj- um í Króatíu að stofnun sjálfstæðs ríkis væri mikilvægara en þróun lýð- ræðislegra stjórnarhátta og hefði það verið rökstutt með þeirri einföldu staðreynd að lýðræði yrði ekki til án ríkis. Frá fyrstu frjálsu kosningum í Króatíu árið 1990 urðu gífurlegar breytingar á pólitískum og sam- félagslegum valdastofnunum í Króa- tíu. Þjóðernissinnar (HDZ) fengu 60% allra þingsæta í kosningunum en kommúnistar 28%. Þannig varð til leiðin fyrir eins flokks ríkisstjórn allt til ársins 2000 með einni lítilli und- antekningu. „Með sínum mikla þingstyrk gat HDZ gert það sem flokknum sýndist og varð það raunin. Lítið tillit var tekið til annarra skoðana eða hags- muna annarra stjórnmálaafla. Fjöl- miðlar féllu fyrst í hendur HDZ. Ljósvakamiðlarnir allir, og skömmu síðar flest blöðin og tímaritin, urðu að öflugum og áhrifamiklum áróðurs- vélum fyrir HDZ. Þríhyrningur þjóðernishreyfing- arinnar, flokksins og ríkisins átti sér engin landamæri og varð æ ólýðræð- islegri eftir því sem sífellt fleiri stofn- anir féllu í skaut HDZ. Á eftir fjöl- miðlum var það lögreglan, þá hinn nýstofnaði króatíski her og leyni- þjónustan. Þessar stofnanir voru í umsjá HDZ-sveina þó svo opinberir embættismenn þættust stýra þeim. Dómskerfið kom þar næst og var byrjað á úthýsa óþjóðlegum öflum og þar á eftir var hver HDZ-leppurinn á eftir öðrum skipaður í sæti dómara.“ Ekki óeðlilegt að taka út um- sækjendur að dómarastöðum Á fundinum var rætt um Hæsta- rétt Íslands og sagði Sigurður Líndal lagaprófessor að það væri eðlilegt að haga skipun dómaraöðruvísi en nú er. Sagði hann að sér fyndist ekkert óeðlilegt þótt gerð yrði úttekt á um- sækjendum, ekki ósvipað og við ráðn- ingar í stöður háskólakennara. „Þetta er gert í Bandaríkjunum og ég sé ekkert athugavert í fljótu bragði þó að Alþingi staðfesti dóminn með auknum meirihluta,“ sagði Sigurður. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, deildi á valdhroka íslenskra stjórnvalda í ávarpi sínu á fundinum og sagði að stjórnvöld gætu ekki valið af hlað- borði mannréttindanna þau réttindi sem þau teldu henta stjórnarstefnu sinni hverju sinni. „Að því komst ríkisstjórn Íslands þegar hún tapaði öryrkjamálinu fyrir Hæstarétti,“ sagði hún. „En munur- inn á ríkisstjórn Íslands og ríkis- stjórnum í öðrum samfélögum sem kenna sig við lýðræðislega stjórnar- hætti er sá að hér beitir stjórnin öll- um ráðum til þess að túlka niður- stöðu réttarins í takt við stjórnarstefnu sína, enda kom glöggt fram í umræðum um málið á löggjaf- arsamkomunni að ekki stæði til, af hálfu þessarar ríkisstjórnar, að við- urkenna algildi efnahagslegra og félagslegra mannréttinda. En ég leyfi mér að efast um að slík vinnu- brögð hefðu verið liðin annars staðar á Vesturlöndum.“ Önnur samkoman í fundaröð Samfylkingarinnar um lýðræði Skylda Íslendinga að hugsa alþjóðlega Morgunblaði/Þorkell Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var meðal áheyr- enda á fundi Samfylkingarinnar um lýðræði. Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.