Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 24
ERLENT
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FYRSTU merkin um ágreining inn-
an ríkisstjórnar George W. Bush
Bandaríkjaforseta eru komin fram
en hann snýst um viðbrögð stjórn-
arinnar við áætlunum um Evrópska
heraflann.
Colin Powell utanríkisráðherra og
Donald Rumsfeld varnarmálaráð-
herra hafa mjög ólíka afstöðu til
áætlana Evrópuríkjanna og það end-
urspeglar aftur ólíkar skoðanir
þeirra í utanríkis- og varnarmálum.
Greinir þá á um margt, meðal annars
um samskipti Bandaríkjanna og
Kína; um aðstæður, sem réttlæti
bandaríska hernaðaríhlutun; um
Evrópuheraflann og eldflaugavarna-
áætlunina.
Þess sjást þegar merki, að Powell
muni eiga undir högg að sækja innan
ríkisstjórnarinnar þótt hann gegni
æðsta ráðherraembættinu. Jafnvel
áður en hann hafði svarið embættis-
eiðinn, hafði hann tapað slagnum um
það hver yrði varnarmálaráðherra
en Dick Cheney varaforseti lagði
áherslu á, að harður hægrimaður
skipaði það embætti. Bush valdi síð-
an Rumsfeld.
Óánægja með
ummæli Powells
Íhaldssamir repúblikanar eru
mjög óánægðir með jákvæð ummæli
Powells í síðustu viku um Evrópu-
heraflann. „Þetta voru fyrstu mis-
tökin hans og mistök voru það svo
sannarlega,“ sagði frammámaður í
flokknum og einn þingmanna repú-
blikana sagði, að ekki þyrfti að hafa
áhyggjur af, að varnarmálaráðherra
tæki rétta afstöðu. „Það eru aðrir,
sem valda okkur áhyggjum,“ sagði
hann.
Á ráðstefnu um öryggismál í
Þýskalandi kvaðst Rumsfeld hafa
áhyggjur af Evrópuheraflanum, sem
hann teldi „ekki jákvæðan fyrir
NATO“ en fjórum dögum síðar sagði
Powell eftir viðræður við Robin Co-
ok, utanríkisráðherra Bretlands, í
Washington, að hann hefði ekki
heyrt eða séð yfirlýsingu Rumsfelds.
Sagði hann, að miðað við yfirlýsingar
Breta væri engin ástæða til að hafa
áhyggjur af Evrópuheraflanum.
„Við erum sammála um, að hann
muni styrkja NATO,“ sagði Powell.
„Ef þetta er hans skoðun, þá er
hann einn um hana,“ sagði háttsett-
ur repúblikani og annar sagði, að Co-
ok hefði trúlega fengið að heyra það,
sem hann vildi hjá Powell, en það
hefði ekki komið frá Rumsfeld og
Cheney. „Yfirlýsingar Powells duga
ekki einar og sér,“ sagði hann.
„Rumsfeld er íhaldsmaður, Che-
ney er íhaldsmaður og Bush er
íhaldsmaður. Ef það er einhver, sem
sker sig úr, þá er það Colin Powell.
Hann er ekki íhaldsmaður,“ er haft
eftir manni nánum stjórninni.
„Cheney forseti“
Búist er við, að afstaða Bush til
Evrópuheraflans muni skýrast þeg-
ar hann verður ræddur í heimsókn
Tony Blairs, forsætisráðherra Bret-
lands, í Washington eftir hálfan
mánuð. Ágreining þeirra Cheneys
og Powell má rekja allt aftur til þess
er þeir unnu báðir fyrir ríkisstjórn
Bush eldra og flestir telja víst, að
skoðanir varaforsetans muni verða
ofan á. Cheney hefur meiri völd en
áður eru dæmi um með varaforseta
og hann er í návist Bush næstum all-
an daginn. Sagt er, að Bush sjálfur
tali stundum í gamni um „Cheney
forseta“.
Powell og Rumsfeld ósam-
mála um Evrópuheraflann
Washington. The Daily Telegraph.
Donald
Rumsfeld
Colin
Powell
Ágreiningur í ríkisstjórn Bush kominn upp á yfirborðið
SJÁLFSMYND Peters Mandelsons er í mol-
um, hann rambar á barmi taugaáfalls og lík-
legt er að hann hafi verið í sjálfsvígshugleið-
ingum þegar hann var neyddur til að segja
af sér ráðherraembætti í ríkisstjórn Tony
Blairs á dögunum vegna orðróms um að
hann hefði beitt sér fyrir ríkisborgararétti
indversks kaupsýslumanns, Hinduja. Þetta
er niðurstaða sálfræðingsins Olivers James
sem dagblaðið The Daily Telegraph ræddi
við um helgina.
Í ítarlegri grein í blaðinu eru ferðir Man-
delsons í lok síðustu viku raktar og sagt frá
framferði hans sem þykir hafa verið afar
undarlegt. Mandelson, sem átti stóran þátt í
að leysa Verkamannaflokkinn úr þeirri til-
vistarkreppu sem hann var kominn í eftir
áratugi utan stjórnar, virðist vera búinn að
glata sinni frægu dómgreind.
Einnig er hætt við að hafi einhverjir ráð-
herrar enn haft samúð með Mandelson þá sé
sú samúð fokin út í veður og vind. Ónafn-
greindur ráðherra í ríkisstjórn Blairs lætur
a.m.k. hafa eftir sér í greininni að hann hafi
hagað sér afar „einkennilega“ og þrátt fyrir
að hann vilji ekki ganga svo langt að segja að
Mandelson sé „brjálaður“ þá haldi hann að
menn þurfi að vera „brjálaðir til að haga sér
svona. Hann þarf að verja tíma í næði.“
Fundir með hægriblöðum
Upphaf atburðarásarinnar sem leitt hefur
til vangaveltna um geðheilsu Mandelsons
hófst sl. fimmtudag. Þá hélt hann fundi með
ritstjórum og þungavigtar blaðamönnum
tveggja dagblaða á hægri vængnum, The
Daily Mail og The Daily Telegraph. Á þess-
um fundum ræddi hann um kringumstæður
sem leiddu til afsagnar hans og bar sig aum-
lega yfir því hvernig farið hefði verið með
sig. Þegar hann var spurður um hvað hann
hygðist taka sér fyrir hendur í framtíðinni
var hann gallharður á því að hann vildi
starfa áfram á vettvangi stjórnmála. Hann
sagðist vilja taka til hendinni í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, á
sama hátt og hann breytti ímynd Verka-
mannaflokksins, til að auka vinsældir fram-
kvæmdastjórnarinnar. Mandelson sagði ekki
berum orðum að hann vildi starf í fram-
kvæmdastjórninni en gaf það greinilega í
skyn að sögn viðstaddra.
Bæði dagblöðin birtu fréttir af Mandelson
og væntanlegum framtíðaráætlunum hans
daginn eftir, flokksfélögum hans til afar lít-
illar ánægju svo vægt sé tekið til orða.
Fréttirnar voru að vísu hafðar eftir „vini“
Mandelsons þar sem hann hafði beðist undan
því að vera hafður fyrir þeim. Það er hins
vegar alvanalegt að nota þetta bragð þegar
fréttum er lekið í fjölmiðla og flokksmenn
voru fljótir að sjá út að þær hlytu að koma
frá Mandelson sjálfum. John Prescott, að-
stoðarforsætisráðherra, sagði ljóst að þessir
„vinir“ væru ekki vinir Verkamannaflokks-
ins. Forsætisráðherrann sjálfur var einnig
illur. Á fimmtudaginn hélt hann sína mik-
ilvægustu ræðu í hálft ár en í henni útlistaði
hann stefnu Verkamannaflokksins í mennta-
málum og málefnum ríkisútvarpsins, BBC.
Í stað þess að efni hennar yrði á forsíðum
blaða daginn eftir eins og hann hafði vonast
til voru fréttirnar af Mandelson þar efstar á
blaði. Á blaðamannafundi sem haldinn var
þennan dag, sl. föstudag, vegna árlegs leið-
togafundar Frakka og Breta, fékk Blair
heldur ekki frið fyrir spurningum um Man-
delson og komst í þrot við að svara þeim.
Mandelson sjálfur sem haldið hafði í kjör-
dæmi sitt, Hartlepool, á fimmtudagskvöld,
hélt áfram að gera illt verra. Á fimmtudags-
kvöld gekk hann niður kvikmyndatökumann
frá BBC. Að sögn talsmanna hans flæktist
maðurinn fyrir Mandelson, en kvikmynda-
bútur sýnir að tökuvélin var kyrrstæð og
þykir Mandelson ekki hafa orðið meiri mað-
ur við framferði sitt.
Á föstudaginn var hann síðan í viðtali í
svæðisútvarpi BBC í Hartlepool og bætti
ekki um betur með framkomu sinni þar. Þeg-
ar fréttirnar um meintan áhuga hans á stöðu
í framkvæmdastjórn ESB voru bornar undir
hann lést hann vera steinhissa og ekkert vita
um uppruna þeirra. Þegar hann var spurður
að því hvort vangavelturnar væru ósannar
þá sagði hann að vangaveltur væru, sam-
kvæmt orðanna hljóðan, ósannar og bætti
við „dagblöð verða jú að fylla síðurnar“.
Vandræðalegt þykir einnig að Mandelson
sagði í viðtalinu að blóm frá stuðnings-
mönnum í kjördæminu hefðu streymt til
hans en þegar BBC kannaði málið í blóma-
búðum kjördæmisins þá kannaðist enginn
við að hafa sent blóm til heimilis hans í bæn-
um.
Derek Draper, fyrrverandi aðstoð-
armaður Mandelsons, sem þekkir hann út og
inn og er nú sálfræðinemi, segir framkomu
hans vera örvæntingarfulla tilraun til að
vekja á sér athygli, Mandelson megni hrein-
lega ekki að vera dottinn út úr hringiðu
stjórnmálanna.
„Hann er ómeðvitað og með öllum ráðum
að reyna að vekja athygli Tony Blairs á sér.
Hann er eins og vanrækt barn sem hagar sér
illa til að fá athygli, vegna þess að löðrungar
eru betri en afskiptaleysi.“ Draper segir að
málið í kringum umsókn Hinduja-bræðranna
um ríkisborgararétt, sem varð Mandelson að
falli, skipti ekki lengur máli. „Vandamálið er
að dómgreind hans er fokin út í veður og
vind. Peter heldur eflaust að athafnir hans
séu hluti af úthugsaðri áætlun, en það getur
ekki verið. Hann ætti að segja þingsæti sínu
lausu, fara í langt frí og hætta síðan af-
skipum af stjórnmálum.“
Líf Mandelsons hefur
snúist um frama í stjórnmálum
Oliver James, sálfræðingur og rithöf-
undur, tekur enn dýpra í árinni. James þekk-
ir Mandelson síðan hann tók viðtal við hann
árið 1997 fyrir sjónvarpsþátt sinn Stóllinn.
Hann segir að Mandelson hafi örugglega
verið í sjálfsvígshugleiðingum þegar hann
missti vinnuna. Síðan þá hafi hann logið að
sjálfum sér og öðrum til að koma sér hjá því
að horfast í augun við sannleikann sem væri
sá að hann sé gallaður persónuleiki sem hef-
ur eyðilagt framtíð sína tvisvar. „Hann hlýt-
ur að hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum
þegar hann var rekinn. Ég vorkenndi honum
mjög. Líf hans hefur hingað til snúist um að
líkja eftir afa sínum [Herbert Morrison,
frammámanni í Verkamannaflokknum sem
gegndi bæði stöðu innanríkis- og utanrík-
isráðherra fyrir flokkinn]. Ólíklegt er að
börn verði hluti af lífi hans. Störf hans á vett-
vangi stjórnmála voru framtíð hans, það er
engin spurning að framinn er það sem líf
hans hefur snúist um.“
James segir að það skipti verulegu máli
hversu brátt starfsmissinn bar að. Hann
bendir á að fólk sem verði fyrir skyndilegum
missi ástvina, t.d. í bílslysi, sé miklu líklegra
til að verða fyrir sálrænu áfalli en þegar fólk
hefur tíma til aðlögunar, eins og t.d. þegar
krabbamein á í hlut, áfallinu fylgi síðan oft
að fólk neiti að horfast í augun við atburðina.
James segir einkar athyglisvert að Man-
delson líkti sjálfur atburðarásinni, sem varð
honum að falli, við bílslys í viðtalinu við BBC
sl. föstudag og segir framferði Mandelsons
benda til þess að hann neiti að viðurkenna
það sem hefur gerst.
James telur líklegt að fyrr eða síðar muni
Mandelson lenda í miklu þunglyndi, sjálfs-
mynd hans sé í molum, þar sem hún hafi
meira og minna snúist um framann. „Auðvit-
að er einhver galli í honum. Vegna þess að
þetta hefur gerst tvisvar [að hann hefur
þurft að segja af sér ráðherraembætti] ligg-
ur það í augum uppi. Hann vill hins vegar
ekki horfast í augu við það að það var eitt-
hvað í honum sjálfum sem varð honum að
falli.“
Peter Mandelson gengur illa að sætta sig við missi ráðherraembættisins í stjórn Blairs
Sjálfsmyndin
í molum
Reuters.Peter Mandelson.
The Daily Telegraph.