Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 39
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 39 muni eða greind fólks og barna, gall- inn er bara sá að vitsmunir og greind eru svo nátengdir persónubundinni reynslu, að túlkun á greindarprófum getur verið vafasöm. Einnig má geta þess að á síðari árum hafa verið skrifaðar lærðar bækur um tilfinn- ingagreind (Emotional IQ). Þá má loks nefna kenningar Howard Gardners um fjölgreind (sjá Mbl. 23/ 01/01). Vitsmunaþroski barna og gildi reynslunnar En hvaða vitsmunaþáttur og/eða tilfinningaþáttur er það nákvæmlega sem heimspekikennsla með börnum stefnir á að þroska? „Heimspeki með börnum hjálpar þeim til að átta sig á hlutunum, að leita merkingar þess sem er óljóst, og að sætta sig við það þegar þau vita ekki endanlegt svar, eins og við hinni vinsælu spurningu, „Hvað er hinum megin við alheiminn ef hann er endalaus?““ svarar Hrannar og að í heimspekikennslu með börnum sé ein frumforsendan sú að þátttakendur eru manneskjur, með eigin gildi og viðhorf, sem hafa vægi í sjálfum sér. „Oft eiga hinir eldri erfitt með að gera sér grein fyr- ir að börn eru fullgild í lífinu. Þau lifa í reynsluheimi og hafa þekkingu á eigin umhverfi, á sjálfum sér, og fjöl- skyldutengslunum sem þau búa við, og öllu því sem þau snerta,“ segir Hrannar. „En þegar börn setjast í hring og fá tækifæri til að ræða þá þekkingu sem þau hafa áunnið sér, kemur margt á óvart, því að reynslu- heimur annarra barna er oft gjör- ólíkur.“ Hrannar segir að þegar börnin fái tækifæri til að ræða um eigin reynsluheim (með aðstoð heimspeki- kennarans) safna þau í sig ólíkum viðhorfum og eiga auðveldara fyrir vikið með að mynda sér sitt eigið við- horf, á góðum og traustum forsend- um. „Heimspekikennarinn leiðir börnin vísvitandi í gegnum völund- arhús heimspekinnar, án þess að fræða þau beinlínis um heimspek- inga, heimspekistefnur eða heim- spekisögu, heldur með því að tengja saman hefð heimspekilegrar hugs- unar og reynsluheim barnanna,“ segir hann. „Heimspekin er slíkt hafdjúp af hugmyndum að barnæskan endist ekki til að snerta þær allar, né heldur mannsævin. Hins vegar hefur snerting við heimspekina þau ótvíræðu áhrif að hún hjálpar fólki að hugsa skýrar og að gera greinarmun.“ Að kenna börnum gagn- rýna og skapandi hugsun Það virðist einnig vera sam- eiginleg niðurstaða flestra rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum barnaheim- spekinnar, að hún skerpi hugsun þátttakenda til muna. Hreinn Pálsson, stofnandi Heimspekiskólans í Reykja- vík, gerði t.d. könnun á áhrif- um heimspekikennslu við Síðuskóla á Akureyri. Niður- staðan var ótvíræð. Annar, af tveimur hópum sem rannsakaðir voru, fékk kennslu í heimspeki, en hinn ekki. Einkunnir þeirra, sem fengu heimspekikennsluna, hækkuðu í öðrum fögum frá því sem áður var, en hinn hóp- urinn stóð í stað. Þessi niður- staða hefur margoft verið staðfest af rannsóknum á veg- um I.A.P.C. við Montclair State háskólann í New Jersey, en þar starfar Matthew Lip- man, frumkvöðull barnaheim- spekinnar, við rannsóknir og kennslu. „Heimspeki skerpir hugsun barna, jafnvel þótt tekið sé til- lit til þess að það hugsa ekki allir á sama veg. Heimspekin hvetur börnin til að hugsa dýpra og til að finna fleiri spurningar þegar þau hafa uppgötvað eitthvað,“ segir Hrannar. „Börnin hugsa skýr- ar og verða fyrir vikið gagn- rýnni á skoðanir og fullyrðing- ar, sem þýðir þó ekki að þau fari sjálfkrafa að efast um allt, t.d. tilvist Guðs eða jólasveins- ins. Í heimspekitímum eru þau t.d. hvött til að rifja upp liðna atburði og skýra frá þeim. Það eitt að segja frá eigin hugmynd krefst gagnrýn- innar og skapandi hugsunar af þátt- takandanum.“ Samhljómurinn ber sigurorð af kaldhæðni Börn eru mjög næm fyrir háði. Þess vegna lærist þeim fljótt gildi þess að vera einlæg í heimspekilegri samræðu. Reyndar verður heim- spekikennarinn oft að leiða börn inn á veg einlægninnar, en börn, eins og fullorðnir, eiga það til að vera kald- hæðin, óvönduð og hvöss í máli, sem hjálpar ekki við heimspekilega sam- ræðu. „Það tekur yfirleitt nokkrar kennslustundir að fá nemendur til að finna samhljóminn,“ segir Hrannar. „Kennarinn verður að gera sitt ít- rasta til að börnin geti byggt upp traust og einlæg samskipti, sem verða svo til þess að gildi samræð- unnar eykst. Þessi leið til einlægra samskipta er alls ekki auðveld, og þarf kennarinn oft að leggja sig allan fram ef hann vill ná þessu stigi.“ Samlestur er mikið notaður til að styðja þessa þróun. Ef börn lesa saman, (eitt tekur við af öðru við að lesa ákveðna sögu), kynnast þau smám saman rödd hvert annars og komast ekki hjá því að hlusta. Sam- ræðan er eðlilegt framhald samlest- ur, sem byggist oftast á efni lesturs- ins. Þannig hefur sérhver heimspekitími góð áhrif á lestur, samræðuhæfni og persónuleg sam- skipti. „Þegar vel er gert og hópur- inn nær vel saman, fara börnin að sýna umhyggju, sem er ákveðin tengsl milli vitsmuna og tilfinninga,“ segir hann. „Þessi umhyggja hefur góð áhrif á alla þátttakendur. Þegar börnin sjá að þeim er sýnd umhyggja af félögum sínum, eykst sjálfstraust þeirra, og möguleikar til meiri vits- muna- og tilfinningaþroska opnast upp á gátt.“ Uppgötvun sem birtist í samræðunni Á mörkum vitsmuna og tilfinninga liggur uppgötvunin. Þegar börnin ræða heimspeki sína saman og sjá ný tengsl sem auka á skilning þeirra, eykst áhugi þeirra til muna og verð- ur bæði að innri og ytri hvatningu fyrir aðra í hópnum. „Það má í stuttu máli fullyrða að heimspeki þroski með börnum gagnrýna og skapandi hugsun annarsvegar, og umhyggju og sjálfstraust hinsvegar. Svo má auðvitað ekki gleyma þeirri þekk- ingu og skilningi sem börnin öðlast vegna innihalds samræðnanna sjáfra,“ segir hann og að börn séu að vissu leyti speglar í orðum sínum þegar þau ræða saman. „Þegar barn segir t.d. frá undrun sinni yfir að fólk sé stundum ósammála, gæti kviknað á perunni hjá öðru barni sem lýsir því að það hafi alltaf haldið að allir fullorðnir væru alltaf sammála. Sam- ræða gæti svo spunnist út frá þessu sem varpaði ljósi á það af hverju fólk er stundum ósammála, og gæti jafn- vel leitt út í dýpri sálma, eins og tak- mörk mannlegrar þekkingar.“ Heimspekiskóli Hrannars og Angelesar heitir Cefilni, centro de filosofia para ninas y ninos og er rekinn á neðri hæðinni í húsinu sem þau leigja á í Merída: http://members.xoom.com/hraba/cefilni/cefilni.htm. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.391.597 kr. 139.160 kr. 13.916 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.228.609 kr. 122.861 kr. 12.286 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.471.490 kr. 247.149 kr. 24.715 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.297.308 kr. 229.731 kr. 22.973 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10.138.071 kr. 2.027.614 kr. 202.761 kr. 20.276 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.353.094 kr. 1.870.619 kr. 187.062 kr. 18.706 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 8.165.438 kr. 1.633.088 kr. 163.309 kr. 16.331 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 8.016.168 kr. 1.603.234 kr. 160.323 kr. 16.032 kr. Innlausnardagur 15. febrúar 2001. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 Húsbréf Árið 2000 var Merída menn- ingarborg Ameríku, en hún er almennt þekkt sem Borgin hvíta. Þetta er sannkölluð há- skólaborg, en flestir háskólar Yucatan-fylkis í Mexíkó eru á þessu svæði, og fer Univers- idad del Mayab þar fremstur meðal jafningja. Nemendur koma úr nærliggjandi fylkjum til að stunda nám í Merída. Mikið af bandarískum mann- fræðinemendum taka áfanga við Yucatan-háskólann sem er einnig hér í Merida, þar sem enn er mikið af frumstæðum þorpum í grenndinni, falin í regnskógum sem eru hér allt í kring. Um 800.000 manns búa í borginni en yfirbragð borg- arinnar er frekar rólegt og hægt. Aðeins í hálftíma fjar- lægð má finna rústir borg- arinnar Dzibilchaltún og í 2-3 tíma fjarlægð má finna hina heimsfrægu píramída í borg- unum Chichen Itza og Uxmal. Einnig má finna merkar neð- anjarðarhvelfingar (Cenoté) sem voru híbýli Maya á öldum áður. Þar má finna eitthvað af fornu veggjakroti. Þetta svæði er gullnáma fyrir mannfræð- inga og fornleifafræðinga. Hér og þar í Yucatan má finna hið stórmerka fyrirbæri Cen- otes, eða hringlaga vatnslón sem tengjast saman í neð- anjarðarfljóti. Maya-kyn- stofninn er ríkjandi í Merída en þeir eru frumbyggjar fylk- isins. Þeir ráða yfir sínu eigin tungumáli sem er haldið við af menntastofnunum og sjón- varpi, þó að spænska sé op- inbert móðurmál hérna, og menningararfleifð Mayanna er í hávegum höfð. Menningarborgin Merída Í 2–3 tíma akstursfjarlægð frá Merída eru hinir frægu píramídar í Chichen Itza og Uxmal: http://www.yucatan.gob.mx/turismo/merida.htm. skólar/námskeið tungumál ■ Enskunám í Englandi Bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjöl- skyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri, viðskiptaensku og ungl- ingaskóla í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdótt- ir í síma 862 6825 eftir kl. 18:00. nudd ■ www.nudd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.