Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 29
Á morgun, 14. febrúar
... verði hafnar sem fyrst. Verði Reykjavíkur-
flugvöllur og innlend starfsemi á Keflavíkur-
flugvelli síðan lögð niður“.
Ekkert varð úr að land yrði tekið frá fyrir
flugvöll á Álftanesi og hefur nú verið byggður
fjöldi íbúðarhúsa á landi því sem nota átti undir
flugvöllinn. Hinsvegar virðist í raun hafa verið
tekin ákvörðun um það um þetta leyti að
Reykjavíkurflugvöllur yrði notaður sem innan-
landsflugvöllur og á áttunda áratugnum var
unnið að skipulagi flugvallarins. Gerðar voru
áætlanir um lengingu N-S-brautar til suðurs,
lengingu A-V-brautar til vesturs og áætlun um
nýja A-V-braut. Vesturendi þeirrar brautar var
fyrirhugaður þar sem vesturendi núverandi A-
V-brautar er, en brautin stefndi sunnan við
Öskjuhlíðina og fékkst þar með betra aðflug úr
austri og lengri braut. Þá var gerð áætlun um
byggingu nýrrar A-V-brautar á norðurströnd
Fossvogs sem hefði orðið mun dýrari fram-
kvæmd. Tvö líkön voru gerð af flugvallarsvæð-
inu, með og án nýrrar A-V-brautar.
Lönguskerin heilla marga
Árið 1975 kom fram á Alþingi þingsályktun-
artillaga um flugvöll á Lönguskerjum í Skerja-
firði, byggð á hugmyndum Trausta Valssonar
skipulagsfræðings. Tillöguna vann hann með al-
þingismönnunum Guðmundi G. Þórarinssyni og
Steingrími Hermannssyni, en hugmyndin
byggðist á að nýta núverandi flugvallarsvæði til
þess að reisa þéttan byggðarkjarna, m.a. til efl-
ingar háskólasamfélaginu.
Tæpum aldarfjórðungi síðar, árið 1999, gerði
Almenna verkfræðistofan fyrir borgarverk-
fræðing lauslega áætlun um flugvöll í Skerja-
firði og urðu umsagnir þá fremur neikvæðar,
m.a. vegna kostnaðar. Samtök um betri byggð
hafa verið mjög höll undir flugvöll á Löngu-
skerjum, m.a. borið upp tillögu þess efnis og
fylgdi tillögunni tilboð fyrirtækis sem kallað er
Vatnsmýrin hf. og Friðrik Hansen kom á stofn í
samvinnu við Almennu verkfræðistofuna. Þar
býðst félagið til þess að byggja flugvöll úti í
Skerjafirði og fá sem greiðslu fyrir verkið það
svæði sem flugvöllurinn stendur nú á og nálæg
ónotuð svæði, alls um 120–140 hektara.
Árið 1979 mælti Þróunarstofnun Reykjavík-
ur með Kapelluhrauni í Hafnarfirði sem mögu-
legu flugvallarstæði. Árið 1983 gerði Ólafur
Pálsson lauslega tillögu að flugvelli í Gelding-
arnesi, en veðurskilyrði þóttu óhagstæð vegna
sviptivinda. Árið 1988 skipaði samgönguráð-
herra nefnd til þess að vinna áhættumat vegna
Reykjavíkurflugvallar. Niðurstaða nefndarinn-
ar var birt í skýrslunni „Reykjavíkurflugvöllur
– sambýli flugs og byggðar“ sem gefin var út
1991. Þar er mælt með því að æfinga-, kennslu-
og einkaflug fái aðstöðu á nýjum flugvelli í ná-
grenni höfuðborgarinnar, ferjuflugi og milli-
landaflugi öðru en sérstöku gestaflugi verði
beint til Keflavíkur og hætt verði við notkun
NA-SV-brautar. Þó svo að borgaryfirvöld hafi
viljað líta á skýrslu þessa sem stefnumarkandi
fékk hún ekki neina formlega afgreiðslu hjá
stjórnvöldum og hefur ekki verið tekin upp sem
stefnumörkun af þeirra hálfu.
Inngrip í fagurt „landslag“
Á árinu 1996 var unnið að rannsóknum á hag-
kvæmni Reykjavíkurflugvallar og þýðingu hans
fyrir atvinnulíf í borginni. Einnig voru gerðar
úttektir á umhverfis- og öryggisþáttum sem og
möguleikum á flutningi flugvallarins, þ.e. kostn-
aði og ávinningi við að flytja innanlandsflug til
Keflavíkurflugvallar. Í úttekt sem Hagfræði-
stofnun HÍ vann fyrir Reykjavíkurborg og flug-
málayfirvöld kemur fram að þjóðhagslegur
kostnaður við flutning er umfram ábata. Ef mið-
að er við hagsmuni Reykvíkinga eingöngu er
niðurstaða innan óvissumarka. Árið 1999 kom
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, fram með hugmynd að innan-
landsflugvelli í Engey og tengingu við aðalum-
ferðaræðar borgarinnar á gatnamótum
Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Hug-
myndin gat ekki, að mati Borgarskipulags og
borgarverkfræðings, talist raunhæf, m.a. vegna
lítils landrýmis, árekstra við hafnarstarfsemi og
kostnaðar.
Fram kemur í umsögn Borgarskipulags frá
1999 að hugmyndir að flugvöllum á fyllingum í
Skerjafirði og í Engey teljast náttúruspjöll og
inngrip í fagurt „landslag“ höfuðborgarsvæð-
isins, ásýnd þess og skerðingu á útsýni frá nú-
verandi byggð um sund, sker og fjörð. Einnig
segir: „Flugvöllur í Skerjafirði mun hafa veru-
leg sjónræn áhrif fyrir íbúa í nálægð flugvall-
arins og skerða möguleika á nýtingu útivistar-
svæða í nágrenninu sem Reykjavíkurborg
hefur verið að útbúa undanfarin ár, íbúum borg-
arinnar til ómældrar ánægju. Hávaðamengun
sem nú er af flugvellinum myndi ekki minnka en
færast til. Ef Reykjavíkurflugvöllur yrði fluttur
miðað við núverandi stöðu Kvosarinnar og
svæðið gert byggingarhæft gæti verð á lóðum í
miðbænum fallið og jafnvel allur áhugi á end-
urbótum og nýbyggingu horfið. Á nýju svæði í
Vatnsmýri yrði mun auðveldara að reisa hús
þar sem uppfylla mætti nútímakröfur rekstr-
araðila með nægum bílastæðum miðað við að
þurfa að taka tillit til viðkvæmra byggða í Kvos-
inni og erfiðrar umferðar. Þegar miðbærinn
hefur styrkst og er fullbyggður má horfa til
þessara þátta í lengri framtíð þegar góður kost-
ur er fundinn fyrir innanlandsflugvöll í ná-
munda við höfuðborgina.“
Tengsl við náttúruna
Að lokum má til gamans nefna tillögu sem
birtist í sýn listamannsins Þórðar Ben, sem var
einn stofnenda SÚM-hópsins svokallaða, en
hann lét nokkuð til sín taka í skipulagsmálum.
Skipulagstillögur sínar birti hann á sýningu á
Kjarvalsstöðum í nóvember 1981. Tillögur
Þórðar eru mest hugmyndafræðilegs eðlis og
ganga út á að maðurinn leiti sér fullnægingar í
þörfinni fyrir að vera en ekki í þörfinni fyrir að
neyta, eiga og hafa. Því urðu byggingarform
Þórðar fyrst og fremst lífræn og viðhéldu þann-
ig tengslum við náttúruna. Að hans mati átti
skipulag og arkitektúr að veita fólki aðgang að
náttúrunni og virka hvetjandi á öll félagsleg
tengsl. Þórður staðsetti miðpunkt nýs miðbæjar
á núverandi flugvallarsvæði. Umferðaræðar
liggja eins og geislar út frá þessum miðpunkti
og tengja hann við nærliggjandi hverfi. Auk ak-
brauta eru á svæðinu ylstræti þar sem rafknún-
ir vagnar á sporum eða í vírum standa undir
umferðinni. Skipulaginu hagar Þórður þannig
að leiðir fólks skerist sem oftast og sem minnst
þurfi að ferðast til að komast í og úr vinnu.
Skipulaginu er ætlað að stuðla að auknum
manneskjulegum samskiptum fólks. Þar gegna
ylstrætin mikilvægu hlutverki, hlýjar og þurrar
göngugötur undir glerþökum þar sem ýmis
gróður er ræktaður.
Að vera eða fara
Eins og kunnugt er standa nú yfir viðamiklar
endurbætur á flugbrautunum í Vatnsmýrinni
sem talið er að muni kosta um hálfan annan
milljarð þegar upp verður staðið. Samgöngu-
ráðherra hefur gagnrýnt mjög að undanförnu
þá málsmeðferð meirihlutans í borgarstjórn að
efna til atkvæðagreiðslu nú um framtíð vallar-
ins, svo skömmu eftir að borgarstjóri gaf grænt
ljós á framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar
brautanna. Staðfest var í aðalskipulagi Reykja-
víkur til 2016 og deiliskipulagi að Reykjavík-
urflugvöllur skyldi vera miðstöð innanlands-
flugs á skipulagstímabilinu og var þetta m.a.
staðfest í sameiginlegri bókun sem samgöngu-
ráðherra og borgarstjóri undirrituðu 14. júní
1999. Þar kom einnig fram áætlun um lokun
NA-SV-brautarinnar og vilji ráðherra í þá átt
að draga úr umhverfisáhrifum flugumferðar
með ýmsum hætti og að fækka flugtökum og
lendingum á vellinum með því að flytja snertil-
endingar í æfinga- og kennsluflugi á annan flug-
völl í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík. Fram-
kvæmdir við nýjan flugvöll til snertilendinga
eru áformaðar á árinu 2003, samkvæmt flug-
málaáætlun, og eru um þessar mundir nokkrir
staðir á Reykjanesi, í Melasveit og á Mosfells-
heiði í athugun. Eins og sjá má af framan-
greindu hafa málefni Reykjavíkurflugvallar oft-
sinnis verið uppi á borðum stjórnmála- og
embættismanna þótt minna hafi verið um fram-
kvæmdir. Ennþá er þráttað um framtíð flug-
vallarins og því má með sanni segja að framtíð
hans sé enn í algjörri óvissu og svo verður uns
fenginn er botn í það hvort flugvöllurinn í
Vatnsmýrinni er kominn til að vera eða fara.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Farþegar ganga frá borði úr Boeing 727-þotu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli.
Úr safni Ólafs K. Magnússonar.
Úr safni Ólafs K. Magnússonar.
Úr safni Ólafs K. Magnússonar.
Heimildir:
Aðalskipulag Reykjavíkur 1996–2016.
Annálar íslenskra flugmála, eftir Arngrím
Sigurðsson.
Borgarskjalasafn.
Dagur við ský, eftir Jónínu Michaelsdóttur.
Flugmálastjórn.
Heimsstyrjaldarárin á Íslandi 1939–45, eftir
Tómas Þór Tómasson.
Háskóli Íslands.
Samvinnunefnd um svæðisskipulag fyrir höf-
uðborgarsvæðið.
TENGLAR
...................Greinaflokkurinn er einnig birtur á
Morgunblaðsvefnum: www.mbl.is
Fyrsta flugvélin í Vatnsmýrinni í byrjun september 1919.
Súlan, vél Flugfélags Íslands, í Reykjavíkurhöfn 1928.
Reykjavíkurflugvöllur við stríðslok.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 29
Völlur kyrr í Vatnsmýri
Hugmyndir um breytingar á skipulagi
flugvallarsvæðisins. Tillaga að flutningi
flugsins á nýja aðalflugbraut í Skerjafirði.