Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 1
BANDARÍSKA geimfarið NEAR
lenti í gærkvöldi á smástirninu
Eros, sem er um 313 milljón km frá
jörðu. Er þetta í fyrsta sinn í sög-
unni sem geimfar lendir á smá-
stirni.
Leiðangursstjórinn Robert Far-
quhar sagði í gærkvöldi að NEAR
væri enn að senda merki og myndir
frá Eros þótt vísindamenn hefðu
talið að aðeins væru 1% líkur á því
að geimfarið myndi senda gögn frá
yfirborði smástirnisins.
Geimfarið lenti skömmu eftir
klukkan 20 að íslenskum tíma,
næstum nákvæmlega eftir áætlun.
Geimfarið var ekki hannað til að
lenda á smástirninu en ákveðið var
að reyna lendinguna þar sem áætl-
uðum endingartíma þess er að
ljúka. Markmiðið var að ná sem ná-
kvæmustum myndum af smá-
stirninu.
Geimfarinu var skotið á loft fyrir
fjórum árum og síðan hefur það
lagt 3,2 milljarða km að baki. Það
hafði verið á braut um Eros í eitt ár
áður en það lenti. NEAR hefur sent
160.000 myndir til jarðar og gert
milljónir mælinga.
Vísindamenn telja hugsanlegt að
Eros skelli á jörðinni eftir um það
bil 1,5 milljónir ára. Talið er að risa-
eðlurnar hafi dáið út vegna árekst-
urs miklu minna smástirnis eða loft-
steins fyrir 65 milljónum ára.
Ed Weiler, deildarstjóri hjá
bandarísku geimrannsóknastofn-
uninni, NASA, segir að lendingin í
gærkvöldi sé góður undirbúningur
fyrir hugsanlegar tilraunir til að
lenda geimförum á öðrum smástirn-
um og jafnvel halastjörnum.
Lendingin var mjög vandasöm
vegna óreglulegrar lögunar smá-
stirnisins og óttast hafði verið að
geimfarið myndi hrapa og eyði-
leggjast ef ekki yrði hægt að gang-
setja eldflaugar þess til að draga úr
hraðanum.
Laurel. Reuters.
APLendingarstaður geimfarsins á Eros sýndur með rauðum hring.
Geimfari lent
á smástirni
36. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
SKOSKA lögreglan handtók í gær
325 manns sem söfnuðust saman við
stöð kjarnorkukafbáta í Skotlandi
til að mótmæla kjarnavopnum sem
notuð eru í fjórum breskum Tri-
dent-kafbátum. Mótmælendurnir
segja að vopnin séu ólögleg þar sem
þau geti ekki greint í sundur hern-
aðarleg og borgaraleg skotmörk.
Leikarinn Sean Connery hafði
lýst yfir stuðningi við mótmælin en
kvaðst ekki geta tekið þátt í þeim
þar sem hann væri við kvikmynda-
töku.
Lögreglumaður reynir hér að
handtaka skoska þingmanninn
Tommy Sheridan, sem afplánaði
nýlega fimm daga fangelsisdóm
fyrir að neita að greiða sekt eftir að
hafa verið handtekinn í svipuðum
mótmælum í fyrra.Reuters
Kjarna-
vopnum
mótmælt
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í
Bandaríkjunum komst að þeirri nið-
urstöðu í gær að netþjónustufyrir-
tækið Napster hefði að öllum líkind-
um brotið lög um höfundarrétt með
því að gera milljónum netverja kleift
að skiptast á tónlistarskrám án end-
urgjalds.
Dómstóllinn úrskurðaði að Napst-
er bæri að hindra að þeir sem nýttu
sér þjónustu fyrirtækisins brytu
gegn höfundarrétti með því að
skiptast á tónlistarskrám. Úrskurð-
urinn kann að verða til þess að vef-
síðu Napster verði lokað.
Hljómplötuútgefendur
fagna sigri
„Þetta er augljós sigur. Áfrýjun-
ardómstóllinn komst að þeirri niður-
stöðu að lögbann væri ekki aðeins
heimilt heldur nauðsynlegt,“ sagði
Hilary Rosen, formaður samtaka
bandarískra hljómplötuútgefenda.
Dómstóllinn komst að þeirri nið-
urstöðu að útgefendurnir hefðu lagt
fram sannfærandi rök fyrir því að
notendur Napster-hugbúnaðarins
hefðu brotið gegn höfundarrétti með
því að skiptast á tónlistarskrám.
Napster hefði „vísvitandi hvatt not-
endurna til að brjóta gegn útgáfu-
rétti fyrirtækja og aðstoðað þá við
það“. Var fyrirtækinu gert að fjar-
lægja tengla til notenda sem skiptast
á tónlistarefni og brjóta þar með
gegn höfundarrétti.
Stjórnendur fyrirtækisins segja
að 60 milljónir manna hafi notfært
sér þjónustu þess.
Gert að
hindra brot
á höfund-
arrétti
San Francisco. AFP, AP.
Úrskurðað
í máli Napster
VÍSINDAMENN birtu í gær
niðurstöður fyrstu rannsókn-
anna á genamengi mannsins og
þær benda til þess að í mann-
inum séu miklu færri gen en áð-
ur var talið. Þau eru 30-40.000
og aðeins tvöfalt fleiri en í flug-
um og ormum.
John Sulston, sem stjórnar
rannsóknum breskra vísinda-
manna á genamenginu, stendur
hér við sameindalíkan af DNA-
keðju á blaðamannafundi í
London þar sem skýrt var frá
niðurstöðum rannsókna á veg-
um Genamengisáætlunarinnar
(HGP).
AP
Gen manna
færri en
talið var
Fáein svör/34
HEIMILDARMAÐUR í Likud-flokknum í Ísr-
ael sagði í gærkvöldi að Ariel Sharon, verðandi
forsætisráðherra, og Ehud Barak, fráfarandi
forsætisráðherra, væru að nálgast samkomulag
um myndun þjóðstjórnar.
„Flokkarnir hafa náð samkomulagi um flest
atriðin,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti við
að leiðtogarnir myndu koma aftur saman í dag til
að ræða skiptingu ráðherraembætta.
Ísraelska ríkisútvarpið sagði að Sharon og
Barak hefðu samþykkt stefnuskrá þar sem því
væri lýst yfir að stjórnin myndi stefna að því að
ná bráðabirgðasamningi við Palestínumenn.
Lokafriðarsamningar við Palestínumenn, Sýr-
lendinga og Líbana yrðu í samræmi við ályktanir
Sameinuðu þjóðanna og regluna um land fyrir
frið eins og Palestínumenn hafa krafist.
Þingmenn Verkamannaflokksins greinir á um
hvort hann eigi að mynda stjórn með Likud-
flokknum eftir ósigur Baraks fyrir Sharon í
kosningunum í vikunni sem leið. Ólgan í Verka-
mannaflokknum magnaðist í gær þegar Benjam-
in Ben-Eliezer, fráfarandi ráðherra fjarskipta-
mála, tilkynnti að hann sæktist eftir því að taka
við af Barak sem leiðtogi flokksins. Ben-Eliezer
er fyrrverandi hershöfðingi og hefur lýst yfir
stuðningi við þá afstöðu Sharons að ekki verði
efnt til friðarviðræðna við Palestínumenn nema
þeir hætti árásum sínum á Ísraela.
Fatah hyggst verða
Sharon að falli
Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn
til bana og særðu tvo aðra alvarlega á Vest-
urbakkanum í gær.
Fatah, hreyfing Yassers Arafats, leiðtoga Pal-
estínumanna, kvaðst í gær ætla að halda áfram
skotárásum sínum á byggðir gyðinga á hernáms-
svæðunum þar til þær yrðu fjarlægðar. „Mark-
mið okkar er að verða Sharon og gyðingabyggð-
um hans að falli,“ sagði í yfirlýsingu frá Fatah.
Hreyfingin fagnaði einnig drápi palestínskra
byssumanna á ísraelskum landnema nálægt Gilo,
byggð gyðinga innan borgarmarka Jerúsalem, á
sunnudag.
Stjórnmálaskýrendur segja að Sharon stafi
ekki aðeins hætta af uppreisn Palestínumanna
heldur einnig af Benjamin Netanyahu, fyrrver-
andi forsætisráðherra og leiðtoga Likud. Þeir
spá því að Netanyahu geri allt sem í hans valdi
standi til að grafa undan stjórn Sharons með
andófi innan Likud-flokksins til að komast sjálf-
ur til valda.
Sharon þarf að mynda stjórn innan 45 daga frá
kosningunum og þingið þarf að samþykkja fjár-
lög þessa árs ekki síðar en 31. mars, annars
verður efnt til nýrra þing- og forsætisráð-
herrakosninga. Fari svo verður stjórn Sharons,
fimmta forsætisráðherra Ísraels á sex árum, sú
skammlífasta í sögu landsins.
Sharon og Barak sagðir
nálgast samkomulag
Jerúsalem. Reuters, AP, The Daily Telegraph.
MORGUNBLAÐIÐ 13. FEBRÚAR 2001