Morgunblaðið - 13.02.2001, Síða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
68. fundur Alþingis þriðjudaginn
13. febrúar 2001 hefst kl. 13.30.
Eftirfarandi mál eru á dagskrá:
1. Ríkisútvarpið, stjfrv., frh. 1.
umr. (Atkvgr.).
2. Lax- og silungsveiði, stjfrv., 297.
mál, þskj. 334. C 1. umr.
3. Dýrasjúkdómar, stjfrv., 291.
mál, þskj. 322. C 1. umr.
4. Lax- og silungsveiði, stjfrv., 389.
mál, þskj. 639. C 1. umr.
5. Eldi nytjastofna sjávar, stjfrv.,
361. mál, þskj. 560. C 1. umr.
6. Búfjárhald og forðagæsla o.fl.,
frv., 298. mál, þskj. 336. C 1.
umr.
7. Villtur minkur, þáltill., 334. mál,
þskj. 434. C Fyrri umr.
8. Könnun á áhrifum fiskmarkaða,
þáltill., 243. mál, C Fyrri umr.
9. Réttur til fiskveiða á eigin bát
minni en 30 brl., frv., C 1. umr.
10. Lögleiðing ólympískra hnefa-
leika, frv., 235. mál, 1. umr.
11. Stofnun og rekstur tónminja-
safns á Stokkseyri, Fyrri umr.
12. Tónminjasafn, þáltill., 267. mál.
Fyrri umr.
13. Mennta- og fjarkennslumið-
stöðvar, þáltill., 263. mál, F.
umr.
14. Bókaútgáfa, þáltill., 271. mál,
þskj. 299. C Fyrri umr.
15. Vetraríþróttasafn, þáltill., 273.
mál, þskj. 301. C Fyrri umr.
16. Grunnskólar, frv., 299. mál,
þskj. 337. C 1. umr.
17. Textun íslensks sjónvarpsefnis,
þáltill., 332. mál. C Fyrri umr.
HART var deilt á Alþingi í gær
um áform bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar um að bjóða út kennslu í
nýjum grunnskóla við Ásland í til-
raunaskyni. Guðmundur Árni Stef-
ánsson, þingmaður Samfylkingar-
innar, tók málið upp utan dagskrár
og sagði að verið væri að undirbúa
útboð á börnum. Hann sagði að
þessi áform yrði að stöðva í fæð-
ingu og ef menntamálaráðherra
stöðvaði þau ekki væri hann að
setja af stað styrjöld sem ekki sæi
fyrir endann á.
Sagði Guðmundur Árni að jafn-
aðarmenn myndu berjast gegn
þessari frjálshyggju af fullri
hörku.
„Það er grundvallaratriði ís-
lenskrar menntastefnu að það sé
bæði skylda sveitarfélaga að reka
og kosta grunnskóla og um leið
réttur og skylda barna í viðkom-
andi sveitarfélagi að sækja grunn-
skólann og eiga þar kost á víð-
tækri grunnmenntun. Um þessa
grundvallarþjónustu hefur verið
góð sátt í íslensku samfélagi og
einnig á hinum pólitíska vettvangi.
Jafnrétti til náms á grunnskóla-
stigi hefur verið óumdeilt,“ sagði
Guðmundur Árni.
Ekki á að heimila
útboð á börnum
Þingmaðurinn bætti því við, að
ekki ætti að heimila útboð á börn-
um. Með þessum áformum væri
markaðshyggjan færð yfir á ný og
áður óþekkt svið. „Hvað kostar
eitt barn? Ljóshærður drengur, 8
ára gamall, meðalgreindur með
engin sérstök hegðunarvandamál
en hefur þó átt í erfiðleikum með
stærðfræði. Tilboð óskast,“ sagði
hann og bætti við: „Svona gera
menn ekki.“
Halldór Blöndal, forseti Alþing-
is, gerði athugasemd við orðalag
Guðmundar Árna um útboð á
börnum og menntamálaráðherra,
Björn Bjarnason, tók undir það og
sagði slíkt orðalag ósmekklegt. Í
svari hans kom fram að mennta-
málaráðuneytinu hefði borist bréf
frá bæjarstjóranum í Hafnarfirði,
þar sem óskað er leyfis til að slíkt
útboð fari fram á grundvelli 53. gr.
grunnskólalaganna sem fjallar um
leyfi til reksturs tilraunaskóla.
Sagði ráðherra að áform bæj-
arfélagsins virðist í öllum aðalat-
riðum vera nægilega skýr til þess
að heimila megi þetta útboð með
þeim fyrirvara að ráðuneytið fái til
skoðunar drög að endanlegum
samningi Hafnarfjarðarbæjar og
verksala. Næstu daga muni emb-
ættismenn ráðuneytisins ræða við
fulltrúa bæjarins og leggja áherslu
á mikilvægi þess að ekki verði
gengið á þau réttindi sem nem-
endur og foreldrar þeirra hafa
samkvæmt gildandi lögum og aðal-
námskrá.
Jafnrétti til náms ekki
ógnað, að mati ráðherra
Þá kvaðst Björn hafa verið
hvatamaður til þess að grunnskól-
inn væri fluttur enn nær foreldr-
um og að æskilegt væri að efla enn
ítök einkaaðila í skólastarfi. Hann
sagðist aldrei hafa verið þeirrar
skoðunar að ríkið eigi að setja
sveitarfélögum strangar skorður
um það hvernig reka eigi grunn-
skólana. Breytt fyrirkomulag á
rekstri grunnskóla í Hafnarfirði
raski ekki með neinum hætti þessu
hlutverki ríkisins og unnt verði að
fylgjast með innra starfi í þessum
skóla eins og öðrum.
„Ég sé ekki nein rök fyrir því að
hér sé um útboð á börnum að
ræða,“ sagði Björn og bætti því við
að með tillögum Hafnarfjarðar-
bæjar væri jafnræði til náms ekki
ógnað á neinn hátt að sínu mati.
Það væri skoðun þeirra sem um
málið hefðu fjallað innan ráðuneyt-
isins, að hér sé um að ræða ný-
breytni í rekstrarformi sem full
ástæða sé til að reyna. M.a. færi
þetta form rekstur skóla enn nær
vettvangi og geti stytt allar boð-
leiðir í skólastarfinu.
Þeir þingmenn Samfylkingar-
innar og Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, sem tóku til
máls, gagnrýndu áform bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar harðlega
og sögðu m.a. að til stæði að gera
börn að tilraunadýrum og þau
væru fórnarlömb einkavæðingar-
æðis Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks.
„Það er mikið álitamál hvort
þessi beiðni stenst lög en kröfur
skynseminnar stenst hún engan
veginn, hvernig sem á málið er lit-
ið,“ sagði Ögmundur Jónasson,
þingmaður VG, og vildi fá að vita
hvort þetta mál hefði verið rætt í
ríkisstjórn og hvort einhugur væri
um það að einkavæða grunnskóla
og gera tilraun á skólabörnum,
eins og lagt væri til.
Sigríður Jóhannesdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði
að sér kæmi á óvart að mennta-
málaráðherra ætlaði að blessa að-
gerðir bæjaryfirvalda í Hafnarfirði
í þessum efnum. „Auk þess sem
þetta gengur þvert gegn anda lag-
anna, hafa íslenskir íhaldsmenn og
þeir sem eru með þeim í banda-
lagi, framsóknarmenn í Hafnar-
firði, nú sýnt að þeir eru kaþólsk-
ari en páfinn, því engum hefur enn
á gjörvöllum Vesturlöndum dottið
í hug í sínum villtustu fantasíum
að bjóða út í einkaframkvæmd
rekstur almenns hverfisskóla.
Þarna er ekki um að ræða einka-
skóla,“ sagði Sigríður, „heldur al-
mennan hverfisskóla þar sem börn
í nágrenninu eru skyldug til skóla-
göngu.“
Áhyggjur framsóknarmanna
en ánægja sjálfstæðismanna
Tveir þingmenn Framsóknar-
flokksins, Ólafur Örn Haraldsson
og Hjálmar Árnason, tóku fram í
umræðunni að Framsóknarflokk-
urinn væri ekki á móti einkavæð-
ingu en sú stefna næði ekki til
menntamála, velferðarmála og
heilbrigðismála og einkavæðing
kennslu í grunnskólum væri ekki í
samræmi við stefnu Framsóknar-
flokksins. Sagði Hjálmar að fram-
sóknarmenn hefðu áhyggjur af því
sem væri að gerast í Hafnarfirði
en Ólafur Örn lagði áherslu á að
aðeins væri um afmarkaða tilraun
að ræða.
Tveir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, Sigríður Anna Þórðar-
dóttir og Ásta Möller, lýstu hins
vegar yfir stuðningi við áform
Hafnfirðinga. Sagði Sigríður Anna
að um væri að ræða athyglisverða
nýjung og stjórnarandstaðan hefði
afhjúpað forpokaðan hugsunarhátt
gagnvart eðlilegri ósk um spenn-
andi nýbreytni í grunnskólastarfi.
„Þessi nýjung getur ef vel tekst
til stuðlað að fjölbreytni og marg-
breytileika og þannig orðið lyfti-
stöng í öflugu skólahaldi í grunn-
skólum landsins,“ sagði Sigríður
Anna.
Umræður utan dagskrár um útboð á kennslu grunnskólabarna í Hafnarfirði
Styrjöld sem
ekki sér fyr-
ir endann á
Morgunblaðið/Rax
Guðmundur Árni Stefánsson var málshefjandi
í utandagskrárumræðu á þingi í gær um skólamál.
Áform bæjarfélagsins virðast vera
nægilega skýr til þess að þau verði
heimiluð, segir menntamálaráðherra
JÓHANNA Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, hefur
gert viðskiptaráðherra fyrirspurn
um málefni Búnaðarbankans og
stjórnenda hans.
Fyrirspurnin er í sjö liðum og er
óskað skriflegra svara:
1. Gengu til baka kaup starfs-
manna Búnaðarbankans á hlutabréf-
um í deCODE árið 1999 sem brutu í
bága við verklagsreglur bankans og
Fjármálaeftirlitið taldi að ættu að
ganga til baka? Ef svo er ekki, hvers
vegna?
2. Var staðið eðlilega að útboði
bankans og sölu á hlutabréfum í
bankanum í ársbyrjun 2000 og voru
ákvæði laga og reglna um innherja-
viðskipti brotin við kaup einstakra
starfsmanna og lífeyrissjóðs bank-
ans á bréfunum, en afkomuviðvörun
um að hagnaður bankans yrði meiri
en um gat í útboðslýsingu var gefin
út nokkrum dögum eftir að útboði
lauk og höfðu hlutabréf í bankanum
hækkað um nálægt 20%? Hverjar
urðu lyktir þess máls og hver bar
ábyrgð á hvernig sölu á hlutabréfum
til aðila innan bankans var hagað?
3. Hver er staða mála nú varðandi
eignarhluta Búnaðarbankans í
Pharmaco hf., en Fjármálaeftirlitið
sendi ríkislögreglustjóra beiðni um
rannsókn vegna gruns um að bank-
inn hefði haft innherjaupplýsingar
um félagið undir höndum? Er
ástæða til að ætla að í því tilviki hafi
bankinn brotið ákvæði laga um verð-
bréfaviðskipti?
4. Hvaða lög og reglur má ætla að
hafi verið brotin í tengslum við kaup
og sölu Búnaðarbankans á hlutabréf-
um í Ágæti hf. sem Búnaðarbankinn
eignaðist meirihluta í árið 1999?
5. Hafa stjórnendur Búnaðar-
bankans leiðrétt þann mikla mun
sem var á bifreiðastyrkjum til karla
og kvenna innan bankans í sömu og
sambærilegu stöðum sem kæru-
nefnd jafnréttismála úrskurðaði árið
1998 að bryti í bága við jafnréttislög?
6. Hvaða viðurlög geta átt við í
hverju þeirra mála sem um er getið í
1.–5. lið? Hver ber ábyrgð á að lög og
reglur í hverju tilviki fyrir sig voru
brotin og hafa komið upp fleiri mál
tengd Búnaðarbankanum sl. fimm ár
en hér hafa verið talin upp sem varð-
að geta brot á ákvæðum laga og
reglna? Ef svo er, hvaða mál eru það?
7. Hver eru viðbrögð ráðherra við
margítrekuðum brotum bankans á
lögum og reglum? Hefur ráðherra
áminnt bankaráð eða stjórnendur
bankans fyrir þessi brot? Ef svo er, í
hvaða tilvikum og með hvaða hætti
telur ráðherra að þessir aðilar eigi að
sæta ábyrgð vegna þessara mála?
Fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur í sjö liðum til viðskiptaráðherra
Leitar svara um mál Búnað-
arbankans og stjórnenda
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
sagði á Alþingi í gær að á vegum
fjármálaráðuneytisins færi nú fram
vinna við endurskoðun ýmissa þátta
skattkerfisins og vinna þyrfti í því að
gera skattaumhverfi fyrirtækja í
landinu samkeppnishæft. Tilefnið
var fyrirspurn Steingríms J. Sigfús-
sonar, þingmanns Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs í tilefni
ummæla forsætisráðherra á Við-
skiptaþingi í síðustu viku.
Steingrímur sagði að forsætisráð-
herra hefði í ræðu sinni gefið upp
boltann um myndarlegar skatta-
lækkanir til fyrirtækja. Þessi yfirlýs-
ing hefði vakið nokkra athygli, m.a.
vegna þess að engar slíkar áætlanir
hefðu verið boðaðar við nýafgreidd
fjárlög og þá hefðu menn að undan-
förnu fremur haft áhyggjur af
þenslu og ofhitun í hagkerfinu frem-
ur en hinu að ástæða væri til örvandi
aðgerða af því tagi að lækka skatta.
Þá benti Steingrímur á að skattar
á fyrirtæki hér á landi hefðu lækkað
á undanförnum árum meðan skatt-
byrði einstaklinga hefði þyngst og
því sætti sérstökum tíðindum nú ef
enn lengra ætti að halda á þeirri
braut að lækka skatta á fyrirtæki á
sama tíma og skattbyrði almennings,
sérstaklega láglaunafólks, þyngdist
með því að skattleysismörk fylgdu
ekki verðlagsþróun.
Fjármálaráðherra upplýsti að í
ráðuneytinu væri jafnan unnið að
ýmsum endurbótum í skattkerfinu.
Ekki þyrfti annað en að lesa stjórn-
arsáttmála til að átta sig á því að
fjarri því væri náð landi í því að ná
fram þeim breytingum á skattkerf-
inu sem bæði nauðsynlegt og æski-
legt væri að gera. Eitt af þessum
málum væri skattar fyrirtækja.
„Vitanlega þarf að halda áfram að
gera skattaumhverfi fyrirtækja í
landinu samkeppnishæft, svo við
missum ekki fyrirtækin úr landi og
eigum fremur þess kost að laða er-
lend fyrirtæki hingað til lands,“
sagði Geir.
Hann nefndi einnig að fleiri mögu-
leikar væru til skoðunar, m.a. breyt-
ingar á eignasköttum og stimpil-
gjöldum. Engar ákvarðanir hefðu
hins vegar verið teknar í þessum efn-
um.
Skattaum-
hverfi fyr-
irtækja í
skoðun