Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 57 SVÆÐAMEÐFERÐARNÁM Skemmtilegt uppbyggjandi nám sem gefur þér tækifæri á að vinna sjálfstætt. Viðurkennt nám af Svæðameðferðarfélagi Íslands. Kennsla 1 kvöld í viku frá kl. 17-21. Aðeins 6 manns í hóp. Ath: Vegna eftirspurnar verður möguleiki á kennsluhelgum fyrir landsbyggðarfólk eina helgi í mánuði. Upplýsingar og innritun í símum 552 1850 og 896 9653 frá kl. 10.30 til 11.30 virka daga og í síma 562 4745 milli kl. 18 og 19 virka daga. NÁMSKEIÐ Í BAK- OG ANDLITSNUDDI Slökunarnudd með ilmolíum (andlit, háls, herðar, handleggir, hendur og bak), þrýstipunkta- og svæðanudd. Verð kr. 14.000 og 4000 kr. afsláttur fyrir pör. Sérmenntaður kennari með 15 ára reynslu. Upplýsingar og innritun í símum 552 1850 og 896 9653 frá kl. 10.30 til 11.30 virka daga og í síma 562 4745 milli kl. 18 og 19 virka daga. helgina 17-18 febrúar frá kl. 14-18 báða dagana SAMTÖK stúdenta um flugvallar- málið í samvinnu við Stúdentaráð efnir til fundar þriðjudaginn 13. febrúar um framtíð flugvallarsvæð- isins. Á fundinum verða kynnt skipulags- og verðmatsverkefni stúdenta. Hrafn Gunnlaugsson kynnir gerð myndarinnar „Reykjavík í nýju ljósi“ og Stefán Ólafsson, formaður undirbúningsnefndarinnar, skýrir frá undirbúningi kosninganna. Að loknum framsögum taka við pall- borðsumræður með valinkunnum einstaklingum og má búast við líf- legum umræðum. Fundarstjóri er Egill Helgason. Fundurinn er öllum opinn og hefst klukkan 15.30 í Odda, stofu 101. Stúdentar funda um flug- vallarmálið NÁMSKEIÐ um þroskahömlun barna verður haldið í Gerðubergi dagana 15. og 16. febrúar á vegum Greiningarstöðvar ríkisins. Nám- skeiðið er tólf kennslustundir og eru leiðbeinendur fjórir sérfræðingar frá Greiningarstöð og einn frá Leik- skólum Reykjavíkur. Námskeiðið er ætlað þeim sem sjá um skipulagningu starfs og/eða vinna með ungum börnum með þroskahömlum svo og aðstandend- um. Auk hefðbundinna námsgagna fá þátttakendur afhent tilraunaút- gáfu á fræðsluriti um þroskahömlun sem Greiningarstöð hefur gefið út, ætlað til notkunar á þessu nám- skeiði. Skráning fer fram á Greining- arstöð. Námskeið um þroskahömlun barna LIONSKLÚBBURINN Eir verður með sína árlegu kvikmyndasýningu í Háskólabíói miðvikudaginn 14. febrúar nk. kl. 20 í sal 2. Í ár er það forsýning á bresku myndinni Billy Elliot en hún hefur farið sigurför um heiminn að und- anförnu. Aðalleikkona myndarinnar, Julie Walters, var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni. Háskólabíó hefur í fjölda ára gefið Lionsklúbbnum Eir eina sýningu á ári og á þann hátt stutt Lionskonur í öflun fjár til líknarmála, en allur ágóði seldra miða rennur óskertur til ýmissa líknarmála og forvarnar- starfa. Kvikmyndasýn- ing til styrktar líknarmálum FYRSTU netverðlaun kennara voru veitt við Háskóla Íslands fyr- ir skömmu. Verðlaunin eru full- komin IBM Thinkpad fartölva með 15" skjá að verðmæti 280.000 í boði Nýherja, segir í fréttatilkynningu. „Stúdentaráð hefur lagt mikla áherslu á að kennarar tileinki sér Netið í auknum mæli við kennslu. Með skipulegri notkun Netsins getur kennsla orðið skilvirkari og þá um leið unnist svigrúm til að auka fræðilegar umræður í tímum. Liður í því að stuðla að aukinni notkun Netsins í kennslu, var að koma á fót svonefndum netverð- launum kennara. Stúdentaráð vill með þessum hætti koma til móts við þá kennara sem hafa lagt mikla vinnu til að gera kennsluna árang- ursríkari og skemmtilegri. Eftir margar ábendingar frá stúdentum ákvað menntamála- nefnd Stúdentaráðs að veita Ágústi Kvaran prófessor í eðlis- efnafræði verðlaunin. Á vefsíðu hans www.raunvis.hi.is/~agust er að finna mjög öflugt námsnet sem nýtist nemendum hans vel í nám- inu. Ber þar hæst ítarlegar nám- skeiðalýsingar, efnisyfirferðir, verkefni, gagnabanka, upplýsingar um rannsóknir og framhaldsnám og ýmsar áhugaverðar slóðir er tengjast fræðasviðinu. Það er von Stúdentaráðs að verðlaunin hafi jákvæð áhrif á kennara og stuðli að aukinni notkun Netsins við kennslu,“ segir þar jafnframt. Þá var stúdentavefurinn, www.student.is, opnaður. Á vefn- um verður að finna allar helstu upplýsingar af vettvangi Stúdenta- ráðs, fréttir úr Stúdentablaðinu, fréttir frá deildarfélögunum og í raun allar þær upplýsingar er varða stúdenta úr Háskóla Ís- lands. Stúdentar verðlauna kennara ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HELGINA 17. og 18. febrúar verð- ur haldið Feldenkrais-námskeið í sal FÍH, Rauðagerði 27, Reykjavík. Leiðbeinandi er Sibyl Urbancic. Feldenkrais-aðferðin nýtist þeim sem áhuga hafa á líkamsbeitingu og vilja læra meira um sig og mögu- leika sína. Mætti t.d. nefna þá sem stunda dans, hjúkrun og sjúkra- þjálfun, íþróttir, kennslu, leiklist eða tónlist. „Notaðar eru hreyfingar til að bæta meðvitund um beitingu lík- amans. Dr. Moshe Feldenkrais var verkfræðingur og eðlisfræðingur, og stundaði margs konar íþróttir, hafði m.a. svarta beltið í júdó. Ár- angurslaus leit hans að lækningu við þrálátum hnjámeiðslum leiddi til þess að hann fór að athuga hreyfingar og hreyfivenjur líkam- ans og möguleika á að breyta þeim í von um bata. Honum tókst að ráða bót á hnjámeiðslunum, en lét ekki þar við sitja, heldur varð það hon- um hvatning til að halda áfram ævi- langt að þróa þá aðferð, sem við hann er kennd og stunduð er víða um heim. Námskeiðið fer fram á íslensku og er opið öllum, byrjendum sem lengra komnum. Þrjár kennslustundir verða hvorn dag: kl. 10:00–11:30, kl. 12:00–13:30 ogkl. 14:30–16:00 opið verður frá kl. 9:30. Upplýsingar og skráning: á skrifstofu Félags íslenskra hljóm- listarmanna, í síma 588 8255. Á námskeiðinu verður kennt eftir hópkennsluaðferð dr. Moshe Fel- denkrais: Awareness through Movement (skynjun gegnum hreyf- ingu). Um er að ræða kerfi ein- faldra hreyfinga sem henta öllum. Þær eru gerðar á leikandi hátt, hægt og þægilega, eftir leiðbein- ingum kennarans. Hver og einn at- hugar hreyfivenjur sínar og kynnist öðrum valkostum með hjálp leið- beinandans. Í hverjum tíma er eitt- hvert hreyfingamynstur tekið fyrir og í lok tímans fara fram umræður, þar sem spurningum er svarað. Námskeiðið byggist á sjálfstæð- um tímum og er enginn einn tími forsenda annars. Þannig er hægt að taka þátt í einum tíma, en að sjálf- sögðu er mælt með þátttöku í sem flestum. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum og þeim sem áður hafa kynnst Feldenkrais-aðferðinni. Far- ið verður í mismunandi grundvall- aratriði og aðferðin skýrð fyrir byrjendum í fyrsta tíma hvorn dag- inn.“ Verð er 5000 kr. fyrir allt nám- skeiðið, 2500 kr. fyrir einn dag og 1000 kr. fyrir stakan tíma. Feldenkrais-námskeið um næstu helgi alltaf á sunnudögum Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.