Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 25
ÞAÐ mun koma Evrópu í koll að
virða að vettugi vandann í rússnesk-
um heilbrigðismálum. Það mun líka
koma í koll öðrum iðnvæddum ríkj-
um sem fögnuðu falli Sovétríkjanna
en hafa látið undir höfuð leggjast að
bregðast við hruni heilsugæslu og
félagslegrar þjónustu í Rússlandi.
Vegna þess að úr ruglingslegri
hringiðu hagfræðihugsjóna og
stundum ónærfærinnar ráðgjafar
hefur risið ný tegund berkla sem
stendur af sér lyf og erfitt er að
koma böndum á. Mikið hefur verið
gert úr því hvernig meðalævilengd í
Rússlandi er sífellt að styttast –
„dauðsfallakreppan“ sem svo er köll-
uð. Þótt þessi grimmilega þróun
virðist vera að snúast við hægt og
sígandi er að koma upp annað vanda-
mál sem ekki virðist verða við ráðið,
berklarnir. Í nokkrum héruðum í
Rússlandi veikjast ungir menn og
deyja úr berklum meira en tífalt oft-
ar en skráð var fyrir bara áratug síð-
an; á sumum stöðum, sem tilheyrðu
Sovétríkjunum en eru utan Rúss-
lands nú, er ástandið jafnvel enn
verra.
Ástæðuna er að rekja til samspils
margra atburða, þar á meðal hruns
rússneska velferðarkerfisins á ná-
kvæmlega sama tíma og smáglæp-
um, og þar með fangelsisdómum,
fjölgaði sem aldrei fyrr. Rússland og
Bandaríkin hafa löngum verið öðrum
ríkjum framar hvað varðar fjölda
fangelsisdóma. Á tímum stríðs og
efnahagsvanda hefur Rússland tekið
forystuna. Berklar eru nú orðnir að
faraldri í rússneskum fangelsum.
Einn af hverjum tíu föngum er hald-
inn sjúkdómnum. Fórnarlömb
berkla, einkum berkla sem standa af
sér lyf, eru líkleg til að hafa setið í
fangelsi eða eiga náinn ættingja sem
hefur farið í gegnum rússneska rétt-
arkerfið. Líkt og aðrar plágur sem
berast með andrúmsloftinu verða
berklar hvorki stöðvaðir með fang-
elsisveggjum eða landamærum. Í
Massachusetts-ríki í Bandaríkjun-
um, þar sem ég starfa sem læknir,
greinast hátt í 70% allra berklatil-
fella hjá fólki sem hefur fæðst er-
lendis. Hlutfallið er svipað í Vestur-
Evrópu.
Hnattrænir sýklar,
samstaða og gjafmildi
Þeir faraldrar sem komið hafa upp
undanfarin ár eru í grundvallaratrið-
um „alþjóðlegir“ að gerð, sem er við-
eigandi á hnattrænum tímum. Sýkl-
ar eiga greiða leið yfir landamæri en
samstaða og gjafmildi tefjast yfir-
leitt í tollinum. Hingað til hafa rúss-
neskir heilbrigðismálasérfræðingar
fengið mikla ráðgjöf en litla raun-
verulega aðstoð frá starfsbræðrum
sínum erlendis.
Auðvitað verða Rússar að taka
upp nýjar aðferðir í baráttu sinni við
berkla, eins og læknar í öðrum lönd-
um eru að gera. En það er lítið vit í
því að skammast út í rússneska
lækna fyrir að þeim hafi ekki tekist
að koma böndum á berklafaraldur-
inn, því að þeir bera ekki ábyrgð á
samdrættinum sem þeir búa við í
fjárframlögum til heilbrigðismála.
Og auðvitað verða starfsbræður okk-
ar í Rússlandi að setja skýr markmið
og verða að reyna að forðast sóun,
rétt eins og við gerum á Vesturlönd-
um. En að draga úr framlögum til
heilbrigðismála á forsendum „hag-
kvæmni“ er ekki sérlega gáfulegt í
miðjum faraldri. Þegar eldur er laus
á heimili manns, getur maður þá
skyndilega ákveðið að fara að spara
vatn? Rússneskir stjórnmálamenn
verða að styðja endurbætur í fang-
elsismálum og leita annarra leiða en
fangelsunar, rétt eins og við gerum
hérna. En að láta lausa veika fanga
án þess að gera nokkrar ráðstafanir
vegna umönnunar þeirra, eftir að
þeir eru frjálsir, er ekki greiði við
neinn; það býður aðeins heim örari
útbreiðslu berkla sem standa af sér
lyf.
Eftir langa þögn erum við loks far-
in að heyra raddir í Evrópu og Am-
eríku sem vilja styðja við rússnesku
heilsugæsluna. Sumar þessara
radda eru að hugsa um eigin hag. Við
lesum það, að það sé okkur sjálfum
til „upplýstra hagsbóta“ að styðja
Sovétríkin fyrrverandi í baráttunni
við þennan faraldur. Sumir stjórn-
málaleiðtogar segja nú að berklar
séu lykilatriði í öryggismálum lands-
ins. En þetta er aðferð sem setur
lækna og heilsugæslufólk í hlutverk
landamæravarða. Aðeins fáir hugað-
ir tala um samstöðu og gagnkvæman
stuðning. Burtséð frá allri réttlæt-
ingu er nauðsynlegt að lönd í Norð-
ur-Ameríku, Evrópusambandinu,
Skandinavíu, Japan, Ástralíu – í
raun allir sem vilja stöðva tilgangs-
lausan, ónauðsynlegan og skelfileg-
an faraldur – taki höndum saman og
veiti þeim, sem eru að reyna að koma
böndum á berklana í Rússlandi og
annars staðar í Sovétríkjunum fyrr-
verandi, raunverulegan stuðning.
Heimurinn verður að fylgja nokkr-
um grundvallarreglum eigi þetta
frumkvæði að skila árangri.
Í fyrsta lagi verðum við að hætta
að ráðleggja rússneskum stjórnvöld-
um að draga úr fjárframlögum til
heilbrigðismála. Við ættum að vera á
verði gagnvart grunsamlegum rök-
um um minnkun framlaga til berkla-
varna. Það er ekkert meira vit í slík-
um samdrætti í Moskvu eða
Sverdlovsk en hefði verið í New
York, þar sem tiltölulega lítilvæg út-
breiðsla berkla í fangelsi fyrir áratug
síðan leiddi til stóraukinna framlaga.
Nú eru allir sammála um að þeim
hundruð milljóna dollara, sem veitt
var til meðferðar og varna við berkl-
um í New York, var vel varið. Í öðru
lagi hvetja Rússa til að fylgja þeim
viðmiðunum í heilsugæslu sem gilda
annars staðar í Evrópu og öðrum
iðnvæddum ríkjum. Rússar hafa fag-
lega og tæknilega getu til að koma á
nútíma berklavarnakerfi. Í þriðja
lagi ættum við að tengja ráðgjöf okk-
ar við umfangsmikla fjárhagsaðstoð
vegna lyfja, viðeigandi greiningar-
tækja og smitvarna. Við ættum að
forðast, eins og okkur er framast
unnt, að veita lán og veita fremur
beina styrki. Því hvað getur verið
rangt við það að veita aðstoð þar sem
hennar er mest þörf? Vilji auðugra
samfélaga til að takast á við þessa
nýju gerð berkla verður prófsteinn-
inn á skuldbindingu okkar við nýja
alþjóðahyggju sem er sárlega þörf ef
takast á að hefta þessa og aðrar
plágur sem eru að skjóta upp koll-
inum. Og við verðum að láta til skar-
ar skríða, áður en útbreiðsla HIV í
Rússlandi gerir þetta að enn erfiðara
verkefni. Tíminn er naumur.
Reuters
Rússneskir fangar með berkla fá lyf í fangabúðum við Kemerovo í Síber-
íu. Aðbúnaður í fangelsum er afar slæmur og smitsjúkdómar algengir.
Berklahörmungarnar
í Rússlandi og samstaða
© The Project Syndicate.
eftir Paul Farmer
Paul Farmer er prófessor í lækn-
isfræði við læknadeild Harvard-
háskóla, mannfræðingur og sérfræð-
ingur í smitsjúkdómum með langa
reynslu af berklavörnum á Haiti, í
Boston og Perú; hann er enn fremur
læknisfræðilegur stjórnandi átaks til
að meðhöndla berkla, sem standa af
sér lyf, í Vestur-Síberíu.
Ríku þjóðirnar verða
að stöðva þennan
skelfilega faraldur
sem er berklarnir
í Rússlandi
UMFANGSMESTA rannsóknin
sem gerð hefur verið á áhrifum far-
síma á fólk bendir ekki til þess að
þeir auki hættuna á krabbameini.
Rannsóknin, sem byggist á um
420.000 dönskum farsímanotendum,
var gerð í samvinnu bandarískra
lækna og danska krabbameins-
félagsins. Engu að síður hefur mikl-
um efasemdum verið lýst með nið-
urstöðuna og aðstandendur hennar
viðurkenna að mun meiri rannsóknir
þurfi að koma til.
Rannsóknin náði til 420.000 manns
sem áttu farsíma á árunum 1982–
1995. Úr þessum hópi reyndist 3.391
hafa fengið krabbamein, sem er und-
ir dönsku meðaltali. Krabbamein í
höfði var ekki meira en hjá saman-
burðarhópum. Eingöngu var rann-
sökuð hættan á krabbameini, ekki á
öðrum sjúkdómum eða sjúkdómsein-
kennum, svo sem minnisleysi og
hækkuðum blóðþrýstingi.
Fjöldi atriða hefur verið gagn-
rýndur af dönskum, sænskum og
bandarískum sérfræðingum, m.a.
sérfræðingum Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar.
Ekki er greint á milli fólks eftir
því hvort það talar mikið eða lítið í
farsímann og heldur ekki hvort um
GSM- eða NMT-síma var að ræða.
Flestir höfðu aðeins átt farsíma í
stuttan tíma, en eigi að rannsaka
tengsl notkunarinnar og krabba-
meins verða að líða nokkur ár. Stór
hluti farsímanotendanna á rann-
sóknartímabilinu áttu NMT-síma og
höfðu margir hann tengdan við loft-
net, sem var á þaki bíls svo nær eng-
in geislun barst í höfuðið.
Þá voru notendurnir allir yfir 18
ára aldri en eitt þeirra atriða sem
deilt hefur verið um, er einmitt áhrif
geislunarinnar á börn, þar sem höf-
uðkúpa þeirra er ekki fyllilega
þroskuð. Hefur Arne Rolighed, heil-
brigðismálaráðherra Dana, fyrir-
skipað rannsókn á áhrifum farsíma-
notkunar á yngstu kynslóðina, auk
þess sem skylt verður frá næstu ára-
mótum að merkja síma og minna
þannig á hættuna sem kann að stafa
af notkun þeirra.
Nær eingöngu hefur verið rætt
um hættuna á krabbameini í
tengslum við farsímanotkun en
rannsókn sem gerð var í Svíþjóð,
bendir til þess að geislun frá farsím-
um kunni að auka líkurnar á MS og
Alzheimers. Vísindamaðurinn sem
hana gerði, Leif Salford, segir engar
fleiri rannsóknir hafa verið gerðar á
þessu svo að taka verði niðurstöð-
unum með fyrirvara.
Rannsókn hans á rottum bendir til
þess að geislun frá farsíma verði til
þess að prótín í blóði berist í þær
stöðvar heilans sem það á ekki heima
og að slíkt geti valdið sjúkdómum á
borð við MS og Alzheimer.
Segja farsíma-
notkun hættulausa
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.