Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVERS vegna minnist enginn af þing- mönnum Suðurlands á vegabætur eins fjöl- farnasta vegar lands- ins milli Reykjavíkur og Suðurlands, um Hellisheiði? Hávaðinn í kringum Reykjanesbrautina hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni í landinu en þar er búið að festa milljarða í lof- uðum framkvæmdum á næstu árum. Þetta er gert þó svo að búið sé að bæta þessa leið stór- kostlega á undanförn- um árum meðal annars með lýsingu og breikkun út á vegaxlir. Það sætir furðu að forystumenn Sunnlendinga, Árni Johnsen, Guðni Ágústsson, Margrét Frímannsdótt- ir, Drífa Hjartardóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason og Lúðvík Bergvinsson, skuli ekki minnast einu orði á vega- bætur á Hellisheiði, breikkun og lýs- ingu, á meðan milljörðum er ausið í Reykjanesbrautina. Hvað er að? Rökin fyrir vegabótum á Hellis- heiði eru fyrst og fremst þau að fækka þarf slysum og óhöppum en tölur sýna að leiðin yfir Hellisheiði er hættulegri en Reykjanesbrautin. Önnur rök eru auðvitað þau að Reykjavík og Suðurland eru að verða eitt atvinnusvæði og því fylgir að sífellt fleiri kjósa að búa í frið- sældinni austan heiðar og aka 30–40 mínútna leið til vinnu í Reykjavík. Í kjarrinu í uppsveitum Árnessýslu er auk þess tíu þúsund manna sumar- og helgarbyggð höfuðborgarbúa sem þarf góðar samgöngur. Þessi leið um Sandskeið, Svína- hraun og yfir Hellisheiði þarf ekki síður að vera greiðfær en leiðin út á Reykjanes. Við skorum á þingmenn Suður- lands, og Reykjavíkur líka, að beita sér í þessu forgangsverkefni af al- vöru. Hvar eru þingmenn Sunnlendinga? Guðmundur Sigurðsson Vegabætur Það sætir furðu að for- ystumenn Sunnlend- inga, segja Sigurður Jónsson og Guðmundur Sigurðsson, skuli ekki minnast einu orði á vegabætur á Hellisheiði. Höfundar eru búsettir á Selfossi. Sigurður Jónsson FJÓRÐA aðildar- þing sáttmálans um varnir gegn myndun eyðimarka var haldið í Bonn í Þýskalandi dag- ana 11.–22. desember 2000. Eyðimerkursátt- málinn (CCD) er af- sprengi umhverfisráð- stefnunnar miklu sem haldin var í Ríó í Bras- ilíu 1992 og er ætlað að snúast til varnar gegn eyðimerkurmyndun og annarri alvarlegri land- hnignun í heiminum. Hann var undirritaður 17. júní 1994 og tók gildi 26. desember 1996. Að- ildarlöndin eru nú 172. Á þinginu í Bonn sátu um 2000 fulltrúar frá þess- um löndum, alþjóðastofnunum, frjálsum félagasamtökum og fjöl- miðlum. Varnir gegn eyðimerkurmynd- un og framtíð jarðarbúa Eyðimerkurmyndun hefur víðtæk og vaxandi áhrif á hag jarðarbúa. Víða um heim hnignar landi ört. Mest hefur verið horft til Afríku, en ástandið er ekki betra víða í Asíu, ekki síst mörgum Sovétríkjanna fyrr- verandi. T.d. búa um 400 milljón manns í Kína á svæðum sem eyði- merkurmyndun ógnar og sama gildir um 2/3 lands í Kazakhstan. Að með- altali er eyðimerkurmyndum á rúm- lega 70% svæða sem búa við litla úr- komu. Á sama tíma og það er að koma æ betur í ljós hve alvarleg landhnignun í heimin- um er fjölgar jarðarbú- um stöðugt. Talið er að tvöfalda þurfi matvæla- framleiðslu heimsins á næstu 30 árum, eða fyr- ir 3 milljarða manns, og þrefalda á næstu 50 ár- um. Vegna samspils jarðvegseyðingar og landhnignunar munu æ fleiri þjóðir verða í erf- iðleikum með að brauð- fæða sig á næstu árum. Þetta mun jafnframt hafa víðtæk áhrif á mat- vælamarkað heimsins. Hin alvarlega land- hnignun hefur einnig víðtæk áhrif á aðgang þjóða að neysluvatni, því líf- rænt efni í gróðri og jarðvegi er ein af helstu undirstöðum vatnsmiðlunar. Vatnsskortur hrjáir nú þegar þriðj- ung jarðarbúa, en á næstu 30 árum mun fjöldi þeirra sem ekki hefur nægan aðgang að vatni tvöfaldast. Við opnun þingsins sagði forseti Þýskalands að á næstu árum myndu stríðsátök í heiminum fara vaxandi vegna landhnignunar, og beita yrði öllum tiltækum ráðum til að ráðast að þeim rótum. Landgræðsluáætlanir – meginmál þingsins Um 130 ríki vinna nú að gerð „landgræðsluáætlana“ í tengslum við CCD, þar af eru um 100 langt komin eða búin með frumdrög. Ljóst er að þótt ekki sé nema bara vegna „land- græðsluáætlananna“ þá hefur CCD nú þegar gert óhemju mikið gagn. Starfsfólk CCD veitir aðstoð við gerð þessara áætlana, og ríkin læra mikið hvert af öðru, auk þess sem vandi þeirra og lausnir kristallast. Reynt er m.a. að greina hvað best gefst, hvaða þröskuldar séu í vegi, hversu greiðan aðgang öll stig þjóðfélagsins eiga að gerð og framkvæmd áætlana, hvort gætt sé að tengslum við aðra sátt- mála og samninga, og hvort áætlan- irnar falli að almennum markmiðum um sjálfbæra þróun, en það er grund- völlur áætlananna. Flest ríkin binda miklar vonir við að með vönduðum landgræðsluáætl- unum opnist leið að auknu fjármagni frá þróuðu löndunum til úrbóta. CCD er sniðinn að þurrkasvæðum jarðar, með sérstakri áherslu á Afr- íku, og hefur tengst mjög þróunarað- stoð til að takast á við eyðingarvanda og fátækt. Hann hefur verið nefndur sáttmáli, en jafnframt „von fátæka mannsins“, því eyðimerkurmyndun hefur áhrif á líf meira en milljarðs jarðarbúa. Þessi þrönga áhersla á þurrkasvæði háir sáttmálanum, því henni fylgir viss „við – þeir“ skipting, þ.e. milli ríku þjóðanna og þeirra fá- tæku. Á þinginu var jöfnum höndum rætt um landhnignun eða eyðimerkur- myndun og vaxandi áhugi virðist vera á að litið sé á sáttmálann sem hnatt- rænann. Afríka hefur staðið vörð um tengingu við þurrkasvæði vegna þró- unaraðstoðar. Fulltrúar þaðan nefndu það hins vegar við undirrit- aðan að þeir hefðu ekki áttað sig á því fyrr en með starfi CCD hve alvar- legur vandinn er víða utan mest um- töluðu þurrkasvæðanna, s.s. í löndum Sovétríkjanna fyrrverandi og í Asíu. Fulltrúar nokkurra þjóða vöktu máls á því að þrátt fyrir hraða land- hningnun í löndum sínum væri á mörkunum að hún félli undir hina þröngu skilgreiningu á eyðimerkur- myndun. Fleiri tóku undir þessi sjón- armið, m.a. forseti vísindanefndar sáttmálans sem lýsti því hvernig hnignun skóga leiðir til eyðimerkur- myndunar og hve mikilvægt er að grípa inn í þann feril. Víðari skil- greiningar eru mikilvægar til að litið sé á sáttmálann sem hnattrænan. Nýjar úttektir á ástandi lands Nú er að hefjast umfangsmikið 4 ára verkefni (apríl 2001–2005), Mill- enium Ecosystem Assessment (MA), sem ætlað er að leggja mat á ástand lands í heiminum. Könnunin sækir vissa fyrirmynd í sérfræðinganefnd Loftslagssáttmálans og er samstarfs- verkefni margra alþjóðastofnana og sáttmála. Samhliða er önnur stór yfirlits- könnun að hefjast sem nefnd er Dry- land Land Degradation Assessment (LADA). Hún er einnig áhugaverð. Á aðildarþinginu kom vel fram hve samþykkt um bindingu kolefnis með landgræðslu m.t.t. Kyoto-bókunar- innar skiptir miklu máli fyrir þjóðir sem berjast við eyðimerkurmyndun og aðra alvarlega landhnignun. Ís- land er þar ekki sér á báti. Æ fleiri minnast á bindingu kol- efnis sem leið í að fá fjármagn frá iðn- fyrirtækjum til að takast á við land- hnignun í þróunarlöndunum, og jafnframt sem sameiginlegra lausn á vanda loftslags og lands. Margir leggja áherslu á að bindingin verði skilyrt, t.d. vegna umhverfis- og félagslegra/efnahagslegra sjónar- miða, jafnframt því að opna ekki iðn- ríkjunum flóttaleið frá því að takast á við sínar skuldbindingar vegna Kyoto-bókunarinnar. Niðurlag Rík ástæða er fyrir Íslendinga að taka aukinn þátt í starfi vegna Eyði- merkursáttmálans. Íslendingar eiga mikið að gefa í baráttunni við þessa vá eftir tæplega aldar langa sögu sigra á landhnignun og eyðimerkur- myndun. Jafnframt höfum við mikið að læra af þeim fjölmörgu þjóðum sem nú eru að styrkja og samhæfa sína varnarbaráttu. Æskilegt væri að skoða hvort þátttaka á þessu sviði geti hentað sem hluti af þróunarað- stoð Íslendinga. Þeim þjóðum fjölgar stöðugt sem halda í heiðri alþjóðlega daginn til varnar gegn eyðimerkurmyndun, sem er 17. júní. Æskilegt er að Ís- lendingar bætist í þann hóp. Sáttmálinn um varnir gegn eyðimerkurmyndun Andrés Arnalds Eyðimerkur Íslendingar eiga mikið að gefa í baráttunni við þessa vá, segir Andrés Arnalds, eftir tæplega aldarlanga sögu sigra á landhnignun og eyðimerkurmyndun. Höfundur er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. UNDANFARIÐ hafa skólamál fengið töluverða umfjöllun á síðum Morgunblaðs- ins, m.a. í leiðurum, og er það vel. Und- irrituðum virðist sem meðal fjölmiðlamanna og almennings hafi því miður gætt til- hneigingar til að álykta beint um gæði skólastarfs út frá nið- urstöðum samræmdra prófa. Samræmd próf gefa ein og sér ekki tilefni til slíks. Grein þessi er skrifuð í þeim tilgangi að hvetja til nærgætni og ögunar í umræðu og að ekki verði ályktað um gæði kennslu út frá niðurstöðum sam- ræmdra prófa án frekari grein- ingar á áhrifaþáttum. Hvað mæla samræmd próf? Samræmd próf veita upplýsing- ar um námslega stöðu nemenda miðað við aðra nemendur á sama aldri á þeim tímapunkti sem prófin eru tekin. Samræmd próf veita hins vegar engar upplýsingar um þætti sem áhrif geta haft á nið- urstöður samræmdra prófa s.s. yf- irstjórn, ögun og verkstjórn skól- ans, kennaralið, kennsluhætti, samfélagsgerð, viðhorf nemenda til náms, félagslega stöðu foreldra, forvarnarvinnu félagsþjónustu, skólaskrifstofu og foreldrafélaga svo eitthvað sé nefnt. Upptalningunni hér að ofan um þætti sem hugsanlega hafa áhrif á niðurstöður samræmdra prófa er ætlað að benda á að ekki er um að ræða einfalt orsakasamband milli árangurs nemenda á samræmdum prófum og þeirrar kennslu sem þeir hafa hlotið. Aðrir þættir koma augljóslega til. Sé ályktað um gæði skólastarfs einvörð- ungu á grundvelli samræmdra prófa, til dæmis að skólastarf hljóti að vera í molum vegna lélegs árangurs miðað við aðra skóla á samræmdu prófi, er um órökstudda full- yrðingu að ræða. Samræmd próf ein og sér gefa einfaldlega ekki nægar forsendur til að álykta af neinu öryggi um gæði skólastarfs. Hæp- ið verður að telja að umræða um skólamál sem byggist á órökstudd- um fullyrðingum verði skólastarfi til framdráttar. Dæmi um oftúlkun á niður- stöðum samræmdra prófa Gott dæmi um það þegar álykt- að er um of út frá niðurstöðum samræmdra prófa er að finna í leiðara Morgunblaðsins 13. janúar síðastliðinn. Þar er m.a. komist að þeirri niðurstöðu í annars ágætum leiðara, að áherslur í skólamálum virðist hafa verið rangar á Suð- urnesjum vegna slakrar útkomu landshlutans á samræmdum próf- um. Ástandið er talið sérstaklega slæmt í Sandgerðisbæ, vegna þess að skólinn þar kom illa út á sam- ræmdum prófum þrátt fyrir að þar hafi miklum fjármunum verið var- ið til skólamála. Sé skilningur undirritaðs á leið- aranum réttur virðist niðurstaðan byggjast á þeirri staðhæfingu að samræmd próf séu fyrst og fremst mælikvarði á gæði skólastarfs. Röksemdafærslan sem á eftir fylgir er nokkurn veginn á þá leið, að auki bæjarfélag útgjöld til menntamála og þar með gæði kennslunnar ætti meðaleinkunn skólans á samræmdum prófum að öllu jöfnu að hækka tilsvarandi í hlutfalli við aukið fé til skólamála. Ef það gerist ekki „er pottur brot- inn og nauðsynlegt að bregðast skjótt við“, líkt og segir í leið- aranum. Af málflutningi undirritaðs má ljóst vera að þessi skilningur á eðli samræmdra prófa, hvað þau mæla, samhengi fjármagns til skólastarfs og útkomu á samræmdum prófum er einfaldlega rangur. Fleiri þættir en gæði kennslu geta skýrt árangur nemenda. Það er því alvörumál þegar þróttmikil og metnaðarfull bæjarfélög lenda í neikvæðri umræðu með þessum Samræmd próf – aðgát skal höfð Gylfi Jón Gylfason Próf Undirrituðum virðist sem meðal fjölmiðla- manna og almennings hafi því miður gætt til- hneigingar til að álykta beint um gæði skóla- starfs út frá niðurstöð- um samræmdra prófa, segir Gylfi Jón Gylfa- son. Samræmd próf gefa ein og sér ekki tilefni til slíks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.