Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRIR B. Kolbeinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir furðulegt að heimilislæknum skuli ekki leyft að starfa sjálfstætt og reka eigin læknastofur með samningi við Tryggingastofnun rík- isins. Myndi það að mati hans auka tekjumöguleika heimilslækna og verða til þess að unglæknar fengju áhuga á þessari sérgrein sem væri nú í lágmarki. Í frétt Morgunblaðsins sl. sunnu- dag kom fram að á höfuðborgar- svæðinu vanti um 30 heimilislækna til starfa og að lítið hafi verið spurt um stöður sem auglýstar hafi verið úti á landi. Þórir segir kjör heim- ilislækna skipta hér miklu máli. Fastalaun heimilislæknis eftir 15 ára starf eru um 290 þúsund og við þau geta bæst 10-30 þúsund króna gjaldskrártekjur á mánuði fyrir unnin læknisverk hjá læknum á höfuðborgarsvæðinu. Miðað er við að hver læknir sinni um 1.500 skjól- stæðingum en verði þeir fleiri er greiddur eins konar bónus fyrir hverja 100 skjólstæðinga í viðbót. Segir Þórir þessa viðmiðun hafa skekkst mjög og beri menn mjög misjafnt úr býtum í þessum efnum, sumir allt að 100 þúsund krónum en aðrir kringum 50 þúsund, án þess að það sé í nokkru samræmi við við- bótina. Útreikningarnir séu með þeim hætti að læknum sé mismun- að. Óánægja með mismunun vegna greiðslu fyrir vaktir Á heilsugæslustöðvum á lands- byggðinni, þar sem læknar eru kannski einn eða tveir, er vakta- byrði læknanna mikil og geta laun fyrir vaktir verið kringum 150 þús- und krónur til viðbótar fyrir að vera á vakt annan hvern dag. Á höf- uðborgarsvæðinu taka rúmlega 60 heimilislæknar vaktir hjá Lækna- vaktinni, sem eru unnar utan við störf á heilsugæslustöð, og fá þeir aukatekjur sínar þaðan. Greiddar eru 3,6 milljónir króna árlega fyrir svokallaða gæsluvakt I á heilsugæslustöð. Þar sem heilsu- gæslustöð er rekin undir sama hatti og sjúkrastofnun er þessi vakta- greiðsla mun hærri, eða 6,4 millj- ónir, og segir Þórir þessa mismun- un ólíðandi og hafa valdið mikilli óánægju meðal heilsugæslulækna. „Þessar greiðslur koma hins veg- ar aðeins fyrir þessar stífu vaktir og eru eins og ég lýsti einkanlega úti á landi. Það er einmitt vakta- byrðin sem ungu fólki óar við og það vill ekki endilega binda sig á þennan hátt. Margir geta ekki hugsað sér að vinna fjarri sjúkra- húsum og menn sjá fram á þessa miklu bindingu. Þetta sjáum við jafnvel á stöðum þar sem þessar greiðslur eru mjög góðar, að hugs- unarhátturinn er orðinn annar. Þess vegna freistar ekki mjög ungra lækna í dag að fara út í heim- ilislækningar,“ segir Þórir. „Við höfum barist fyrir því að kjör heimilislækna séu sambærileg við kjör annarra sérfræðinga í læknastétt. Það er baráttumál okk- ar og við erum ekki að biðja um hærra en viljum heldur ekki lægri laun. Við teljum að það halli veru- lega á laun okkar í dag.“ Þórir segir félagið hafa bent á að mikið af læknum vanti til starfa í heilsugæslunni. Sérfræðingar í öðr- um greinum en heimilislæknum mega opna eigin stofu en heimilis- læknar fá ekki samning við TR. „Það eru til sérfræðingar í heim- ilislækningum sem myndu óska þess að starfa ekki á heilsugæslu- stöð heldur aðeins á stofu en þeim er það óheimilt. Þetta er í hróplegri andstöðu við það sem allir aðrir sérfræðingar gera. Í ljósi þess að heimilislækna vantar í kerfið er furðulegt að þetta skuli ekki vera leyft. Ungir læknar í dag standa frammi fyrir því að velja sérgrein. Þá horfa menn á atvinnumöguleik- ann og hvar áhuginn liggur. Ef menn standa frammi fyrir því að atvinnumöguleikar og kjörin innan þessarar greinar eru lakari en það sem er sambærilegt þá er vel hægt að skilja hvað menn velja.“ Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, segir að launakerfi heilsugæslulækna sé óheppilegt og betur væri að kjör læknanna væru ekki ákveðin af kjaranefnd. Vísar hann ekki síst til bónusgreiðslunnar sem bætist við ef læknar hafa fleiri en 1.500 skjól- stæðinga. Segir launakerfið hafa skaðað „Launakerfið sem kjaranefnd fann upp hefur skaðað okkur. Það þýðir að þegar við bætum við lækn- um til að bæta þjónustuna þá lækka laun þeirra sem fyrir eru. Þetta er sambærilegt við það að laun flug- manna Flugleiða myndu lækka ef ný vél bætist í flotann,“ segir Guð- mundur og telur að breyta verði þessu kerfi. „Heilsugæslulæknar ættu ekki að vera undir kjaranefnd en meðan þeir eru þar væri óskandi að nefnd- in myndi laga þetta eitthvað og við- ræður hafa farið fram. Ég veit hins vegar ekki hvort eitthvað kemur út úr því.“ Hjá Heilsugæslunni í Reykjavík eru nú 63,5 stöðugildi lækna en 78- 79 læknar starfa á öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Á höfuð- borgarsvæðinu segir hann vera um 17 sjálfstætt starfandi heimilis- lækna sem starfi samkvæmt göml- um samningi við TR. Alls séu því um 95 heilsugæslulæknar á höfuð- borgarsvæðinu. Guðmundur segir að viðmiðunin 1.500 skjólstæðingar á lækni þurfi ekki endilega að vera sú eina rétta. Nú eru um það bil 1.900 íbúar á hvern heimilislækni á höfuðborgarsvæðinu og myndi áreiðanlega muna um að koma þeirri tölu niður í 1.600-1.700 skjól- stæðinga á hvern lækni. Guðmund- ur vonast til að ný stöð í Heima-, Voga- og Sundahverfi komist í gagnið á næsta ári og stækkun stöðvarinnar í Grafarvogi kemst í gagnið í haust. „Það er því verið að gera ým- islegt til að bæta þjónustuna en verulegar fjárveitingar vantar þó enn þá áður en við getum sagt að aðstaðan í heilsugæslunni sé orðin nógu góð og læknar nógu margir,“ segir Guðmundur. Formaður Félags ísl. heimilislækna segir að auka þurfi áhuga á starfi heilsugæslulækna Meiri tekjumögu- leikar með starfi á eigin læknastofum LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvo menn seint á sunnudagskvöld eftir að þeir höfðu rænt söluturn á Grandavegi. Þeir eru einnig grunað- ir um að hafa skömmu áður gert mis- heppnaða tilraun til að ræna sölu- turn í Þingholtunum. Þar náði afgreiðslumaður að loka söluturnin- um þannig að ræningjunum tókst ekki að komast inn. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni voru gerðar ákveðnar var- úðarráðstafanir eftir hina misheppn- uðu ránstilraun. Skömmu síðar barst tilkynning um að tveir grímuklæddir menn vopnaðir hnífum hafi rænt söluturn við Grandaveg. Lögreglan stöðvaði bifreið þeirra skömmu síðar og handtók tvo 22 ára karlmenn. Í bifreið þeirra fannst ætlað þýfi, hníf- ar og sokkabuxur sem þeir höfðu notað sem andlitsgrímur. Lögreglan í Reykjavík gerði í gær kröfu um gæsluvarðhald yfir mönn- unum. Þeir eru að auki grunaðir um rán í söluturni við Iðufell þann 14. janúar sl., rán í söluturni við Grund- arstíg þann 3. febrúar og rán í sölu- turni við Háaleitisbraut þann 5. febrúar auk fleiri auðgunarbrota og ránstilraunina í Þingholtunum. Í öll- um tilvikum höfðu mennirnir á brott með sér fjármuni eftir að hafa ógnað starfsfólki með hnífum. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn segir að ýmislegt bendi til þess að um sömu menn hafi verið að ræða í öllum tilvikum. Tveir menn handteknir eftir vopnað rán Grunaðir um að hafa rænt fjóra söluturna ERLENDAR viðhaldsstöðvar flug- véla og áhafnarleigur hafa sýnt mikinn áhuga á að fá íslenska flug- virkja til starfa. Nýlega var 39 flug- virkjum sagt upp á viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. maí næstkomandi og tíu lausráðnir til viðbótar hætta líklega störfum. Að sögn Guðjóns Valdimarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands, er óljóst í dag hvort allur þessi fjöldi flugvirkja, nærri 50, hætti í vor. En Guðjón segir stöðuna engu að síður slæma hjá stórum hópi flugvirkja. Þess má geta að 335 flugvirkjar eru í félaginu og þar af starfa um 160 hjá Flugleiðum. Nýlega komu fulltrúar viðhalds- stöðvar Braatens í Stavangri í Nor- egi til landsins og héldu kynning- arfund með flugvirkjum, auk þess sem ríflega 40 flugvirkjar fóru í einkaviðtöl til þeirra. Í gærkvöldi hélt áhafnarleigan Direct Int- ernational fund í húsakynnum Flug- virkjafélagsins. Þar bauð leigan störf víða um heim til lengri og skemmri tíma. Formaður Flugvirkjafélagsins fer við annan mann til Noregs á næst- unni að skoða aðstæður hjá Braa- tens og sagði Guðjón við Morg- unblaðið að fyrirtækið hefði áhuga á að ráða 20–25 íslenska flugvirkja. Einnig hyggst Braatens bjóða nokkrum flugvirkjum ásamt mökum til Stavangurs að skoða aðstæður. Guðjón sagði fleiri aðila en þessa tvo hafa sýnt áhuga á að fá íslenska flugvirkja til sín. Eftir að Flugleiðir tilkynntu uppsagnirnar vegna verk- efnaskorts lét Flugvirkjafélagið fara frá sér lista með nöfnum flug- virkjanna til erlendra flugfélaga og viðhaldsstöðva. Guðjón sagði fjölda fyrirspurna hafa borist. Aðspurður hvað margir flug- virkjar koma til með að flytja af landi sagði Guðjón erfitt að segja um á þessari stundu. Fjölskyldu- aðstæður væru mismunandi og þeir sem væru búnir að koma sér fyrir með konu, börn og hús, ásamt til- heyrandi skuldum, ættu erfiðara um vik að flytja burtu. Ef 5–7 flug- virkjar færu gæti það talist gott hlutfall til að byrja með. Viðhaldsstöð Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli hefur verið að að- stoða þá flugvirkja, sem sagt var upp, um störf annars staðar og látið vita af þeim hjá öðrum flugfélögum, í samstarfi við Flugvirkjafélag Ís- lands. Valdimar Sæmundsson, for- stöðumaður tækniþjónustu Flug- leiða, sagði að þótt tæplega 40 flugvirkjar væru með uppsagn- arbréf upp á vasann í dag myndu aldrei svo margir missa vinnuna 1. maí nk. Valdimar taldi líklegt að sökum betri verkefnastöðu næsta haust og sumarleyfa eldri flugvirkja yrðu þó- nokkrar uppsagnir væntanlega dregnar til baka. Flugvirkjarnir sem sagt var upp hjá Flugleiðum Mikil eftirspurn frá útlöndum Morgunblaðið/Jim Smart Flugvirkjar hafa fengið tilboð um störf erlendis og var kynningarfundur um slík störf haldinn í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.